Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 117

Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 117
HALLDÓR KILJAN LAXNESS 115 kunna að breyta einhverra skoðunum á bókmenntum þeirra tíma. Erlendis verður Halldóri Laxness, þegar írá líður, skipað þar í sæti sem honum ber rúm, verk hans eru til þessa að sínu leyti jafn-nátengd þróun vestrænna samtíma bókmennta eins og sögur Faulkners í Bandaríkjunum eða Hesses í Svisslandi, ellegar ljóð Eliots. Þessarra Nóbelshöfunda er ekki getið um leið og Halldórs til að stofna til mannjafnaðar, enda væri það fánýtt. En tækni Halldórs er nýtízkuleg og sjónarmið hans al- þjóðleg og þess vegna eiga verk hans að vera aðgengileg menntuðu fólki að minnsta kosti, hvar sem er í heiminum. Þannig er hægt að lesa bækur Halldórs og meta höfundinn mik- ils, en sjást þó yfir það sem íslenzkast er og frumlegast í list hans. Halldór er öðrum framar orðsnilldarmaður og það svo mikill, að ekki er ofmælt að íslenzk arfleifð speglist í síbreytilegu og margslungnu orðfari hans. Ég veit ekkert annað sagnaskáld, nema James Joyce (og nákvæmari samanburður þeirra er eng- an veginn fráleitur), er með hreinni orðlist og málsögulegri tækni hefir gætt skáldsögur þvílíku furðulífi ofar atburði og athöfn. Og þá kem ég aftur að því, sem ég vakti máls á í upphafi þessara orða: íslendingar þurfa sjálfir að skrifa um Halldór, þó að verk hans hljóti nú að verða æ meir alþjóðaeign. Það er enginn hörgull á erlendum fræðimönnum, sem skilja íslenzka málsögu. En ég fæ t. d. ekki séð, að nokkur útlendingur geti fullkomlega ráðið í verðgildi íslenzks fornmáls ef svo má segja eða fornsagnastíls, þegar hann birtist í nútímaskáldsögu. Annað mál væri það, ef fornmálið væri dautt og tilfinning fyrir fornri sagnalist kulnuð í vitund þjóðarinnar; þá ætti að vera hægurinn hjá að reikna út gengi hennar á fræðilega vísu. En íslenzkt fornmál lifir enn, og fornsögurnar eru ennþá lifandi bókmenntir. Og íslendingar eru ennþá bókmenntaþjóð. Þess vegna eiga þeir rétt á að fagna sæmd síns mikla skálds. KRISTJÁN KARLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.