Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 42

Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 42
Gunnar Gunnarsson: Atorkumaður lífs og liðinn Steindór bóndi í Múla var þekktur að kappi í orðum og athöfn- um, svo að sutnum þótti nóg um, hjúum lians ekki hvað sízt, og raunar börnunum hka. En það var ekki því að heilsa, að það eltist af honum. Síður en svo. Eirðarleysið ágerðist fremur en hitt, eftir því sem aldur færðist yfir hann. Og Steindór Kolbeinsson varð maður gamall. Ilann varð fjörgamall. Þegar áttræðisaldrinum náði, fór hann að eiga örðugt með að sitja kyrr stundinni lengur, gat ómögulega að sér gert að vera á einlægu rölti dag- og náttmála í milli og lengur þó, á meðan nokkur líftóra leyndist í honum ólculnuð. Oftast nær hljóp hann við fót. Honum fannst tilveran liggja á því lúalagi að vera að vísu gjöful, en vilja þó draga hið fengna úr hendi þá verst gegndi, bótalítið ef ekki bótalaust. Æskuskeiðið var á enda runnið áður varði, fuhorðins- árin fokin út í veður og vind. Elli kerling gerði sig æ líklegri til að hrifsa honum taumana úr hendi og jafnvel hrinda honum af baki. Múlabóndanum hafði alla daga verið meinilla við að víkja úr fararbroddi á reiðtúrum. Hann átti góða hesta og var sjálfur af vilja- og forustukyni. Á lífsreiðinni sá hann jafnan þann kost vænstan, að herða reiðina heldur en hitt, enda brjóstþolið endalaust. Vera kann að hann hafi gert sér í hugarlund, að írafárið að ein- hverju leyti bætti honum upp þverrandi þrótt. Þá kann hann og að hafa alið með sér ofurlítinn vonarneista í þá átt, að rápið og amstrið hlytu á stundum að minna hann á nauðsynlegar athafnir, er annars kynnu að dragast úr hömlu. Atorkumaður á örðugt með að sætta sig við að í óefni sé komið: engin leið fær út úr sjálfheldu hrumleik- ans. Doði athafnalevsisins var á hælum Steindóri, og það var óvinur, sem um munaði — sá eini, sem hann hafði eignazt um dagana. Ann- ars var Múlabóndinn óttalaus um það sem framundan beið, varð sjaldan hugsað til dauða og tortímingar. Hafði öðru að sinna. Fum- laus á framreiðinni gat hann hins vegar ekki lengur kallazt, engu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.