Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 87
ÆTTARNÖFN Á ÍSLANDI
85
10.
Þó að upptaka ættamafna verði
leyfð' að nýju, mun nienn að öllum
líkindum enn um langan aldur halda
áfram að greina á um, hvor nafnsið-
urinn sómi sér betur á Islandi. Gamli
nafnsiðurinn á að vonum, og mun
lengi eiga, sterk ítök í þjóðarsál Is-
lendinga. Þykir mér líklegt að hann
verði að því leyti alla tíð við líði, að
margir, sem ættarnafn hafa, kenni sig
í kunnugra hóp ýmist við föður eða
ætt.
Eg fyrir mitt leyti hef aldrei getað
að því gert, að mér hefur fundizt
gamli nafnsiðurinn eiga sök á óþol-
andi kollhúfulegu tilbreytingaleysi
íslenzkra nafna — og er því miður
erfitt að gera grein fyrir þessu, án
þess að eiga á hættu að særa þjóðlega
tilfinningu. Mér finnst hvimleitt og
sviplaust, að öll nöfn endi eins — á
son eða dóttir. Mér finnst sú nafn-
venja sem hefur af sér getið nöfn eins
og Guðmundur Kamban, Jóhannes
Kjarval, Einar Kvaran, Helgi Hjörv-
ar, Gunnar Viðar, Óskar Borg, Sig-
urður Bjarklind, Arngrímur Valagils
o. s. frv. — óendanlega miklu
skemmtilegri en öll sona og dætra
nöfnin.
Ef ættamöfn verða smámsaman
upp tekin, af öllum þorra þjóðarinn-
ar, fer ekki hjá því að fjöldi þeirra
verði bundinn við land og sögu, staði
í landinu, íslenzka náttúru, minning-
ar og menningu þjóðarinnar. Reitur
íslenzkra mannanafna mun þá verða
svo fjölskrúðugur og litbreytilegur
sem gróðurmagn tungunnar og arf-
leifð aldanna framast leyfa. Ný heiti,
vel íslenzk, munu verða mynduð, fom
nöfn eða fátíð lífgast að nýju og Is-
lendingar loks hljóta þau nöfn, sem sú
þjóð á að bera sem landið byggir, og
á sögu þess að baki — og að þessu
mun þjóðemi okkar ekki aðeins verða
hin mesta prýði, heldur og jafnframt
hinn mesti styrkur.