Helgafell - 01.12.1955, Page 54

Helgafell - 01.12.1955, Page 54
Þórbergur Þórðarson: Bréf til Ragnars Reykjavík, 3. janúar 1954 Góði kunningi! Það var lengi að vega salt á leikvelli minna hugarheima, hvort ég ætti held- ur að hripa þér línur, í tilefni af hálfrar aldar afmæli þínu, um staðreynd allra staðreynda eður svo nefndar listir. Um hið fyrra atriðið, staðreynd allra staðreynda, þóttist ég geta skrifað af nokkurri skynsemi, því að það hefur verið mitt aðalviðfangsefni í liðug 36 ár. Samt varð það léttara á saltinu. Hitt atriðið, listirnar svo kölluðu, er mér hins vegar lítt meðfærilegt, máski sakir náttúruheimsku í þær áttir og þar af leiðandi sinnuleysis og þekkingar- fátæktar. Þess vegna valdi ég það að bréfsefni. Sú lífsvenja hefur sem sé færzt mjög í aukana hér á landi í seinni tíð, eink- um meðal hinna hærri stétta, að margir kjósa heldur að olnboga sig áfram til „stórvirkja“, sem þeir hafa hvorki vit né innræti til að sleppa frá öðruvísi en með litlum sóma eða ævarandi skömm, í stað þess að halda sér að hinum minni verkum, sem þeir gætu leyst af hendi með sæmilegum orðstír. Og það er eins satt í dag og á dögum Hallgríms Péturssonar, að „hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það.“ Sú náttúra er og flestum mönnum ríkulega í blóð borin, ekki sizt hér vestan járntjalds, og þykir mikill manndómur, að vera léttar um vik að þræta fyrir og réttlæta afglapaverk sín en að gangast hreinskilnislega við þeim. Og það er mín réttlæting á þessu bréfsefni, að það takmarkar sig við þær listir, sem ég hef gugtað við lítils háttar. Og þó að ég hafi þar ekki ennþá fengið minn Fíla- delfíusöfnuð, þá taldi ég mér óhætt að leggja nokkur orð í belg um þá hluti, útþrykkt í auðmýkt og lítillæti, jafnvel með knéfalli frammi fyrir þeim stóru auctoritatibus. Þig mun nú vera farið að renna grun í, að ég hef ekki í huga að ráðast upp í hljómheima kontrapunktsins, þó að ég hafi kompónerað nokkur smálög á heilsuvemdargöngum mínum, né niður í plattlífi pentlistarinnar, þó að ég hafi reynt að drepa tímann á rithöfundafundum með því að draga upp franskar duggur og ferlegar ófreskjur frá frumöldum jarðsögunnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.