Helgafell - 01.12.1955, Síða 54
Þórbergur Þórðarson:
Bréf til Ragnars
Reykjavík, 3. janúar 1954
Góði kunningi!
Það var lengi að vega salt á leikvelli minna hugarheima, hvort ég ætti held-
ur að hripa þér línur, í tilefni af hálfrar aldar afmæli þínu, um staðreynd allra
staðreynda eður svo nefndar listir.
Um hið fyrra atriðið, staðreynd allra staðreynda, þóttist ég geta skrifað af
nokkurri skynsemi, því að það hefur verið mitt aðalviðfangsefni í liðug 36 ár.
Samt varð það léttara á saltinu.
Hitt atriðið, listirnar svo kölluðu, er mér hins vegar lítt meðfærilegt, máski
sakir náttúruheimsku í þær áttir og þar af leiðandi sinnuleysis og þekkingar-
fátæktar. Þess vegna valdi ég það að bréfsefni.
Sú lífsvenja hefur sem sé færzt mjög í aukana hér á landi í seinni tíð, eink-
um meðal hinna hærri stétta, að margir kjósa heldur að olnboga sig áfram til
„stórvirkja“, sem þeir hafa hvorki vit né innræti til að sleppa frá öðruvísi en
með litlum sóma eða ævarandi skömm, í stað þess að halda sér að hinum minni
verkum, sem þeir gætu leyst af hendi með sæmilegum orðstír. Og það er eins
satt í dag og á dögum Hallgríms Péturssonar, að „hvað höfðingjarnir hafast
að, hinir ætla sér leyfist það.“
Sú náttúra er og flestum mönnum ríkulega í blóð borin, ekki sizt hér vestan
járntjalds, og þykir mikill manndómur, að vera léttar um vik að þræta fyrir
og réttlæta afglapaverk sín en að gangast hreinskilnislega við þeim. Og það er
mín réttlæting á þessu bréfsefni, að það takmarkar sig við þær listir, sem ég
hef gugtað við lítils háttar. Og þó að ég hafi þar ekki ennþá fengið minn Fíla-
delfíusöfnuð, þá taldi ég mér óhætt að leggja nokkur orð í belg um þá hluti,
útþrykkt í auðmýkt og lítillæti, jafnvel með knéfalli frammi fyrir þeim stóru
auctoritatibus.
Þig mun nú vera farið að renna grun í, að ég hef ekki í huga að ráðast upp í
hljómheima kontrapunktsins, þó að ég hafi kompónerað nokkur smálög á
heilsuvemdargöngum mínum, né niður í plattlífi pentlistarinnar, þó að ég hafi
reynt að drepa tímann á rithöfundafundum með því að draga upp franskar
duggur og ferlegar ófreskjur frá frumöldum jarðsögunnar.