Helgafell - 01.12.1955, Page 83

Helgafell - 01.12.1955, Page 83
81 ÆTTARNÖFN Á ÍSLANDI ekki geta ferðast á Englandi. Jú, jú, sagði Guðmundur Finnbogason — al- veg eins vel og enskur maður sem héti Grey gæti ferðast á Islandi án þess menn héldu að hann teldist vera grey. Af endingunni on, sem nefndin stakk upp á (sbr. Blandon) mætti búa til ættarnöfnin Skandalon, Kleppon, Klósetton o. s. frv. sagði Bjarni Jóns- son frá Vogi. Þá gáfust menn upp við að svara. Megnið af mkunum gegn tillögum nefndarinnar (sem ég man ekki leng- ur nákvæmlega hverjar voru) munu ekki hafa átt í öðru stoð en hreinum ímugusti á nýmælum. Hvernig á að sannfæra nokkurn mann með heil- brigðu viti um að orðið Gilfer (af Gilsfjörður) sé ijótara en Þorgils eða Ferstikla, eða ótal önnur íslenzk heiti, sem engum manni dettur í hug að kalla ljót? 4. Þá voru og í upphafi þessarar ald- ar komin til sögunnar ættarnöfn af annarri gerð. Nöfn sem enduðu á son voi-u notuð sem ættamöfn, konur hétu frú Sveinbjömsson, frú Hall- grímsson, sonur Jóns Ólafssonar kall- aði sig Gísla Ólafsson o. s. frv. Jafn- framt felldu nokkrir menn eignar- falls-ess úr nöfnum sínum, þegar þeir gerðu eftimöfn sín að ættarnafni. Fyrstir munu hafa gert þetta Guð- mundur Björnson landlæknir og Magnús Einarson dýralæknir. Höf- undur þessarar greinar og bróðir hans tóku upp ættarnafnið Albertson. Þessi breytni fór mjög í taugarnar á mörgum manni — og er lítt ger- legt að ræða með rökum einum, það sem er hreint tilfinningamál. Menn, sem hafa ekkert við það að athuga, að skiáfað sé iandiæknir (og ekki landslæknir), húslykill (og ekki húss- lykill), jarðhiti (og ekki jarðarhiti) — hneykslast á Einarson og Albertson. Og ef til vill með fullum rétti. Því að í mannlegu lífi kemur fleira til greina en bláköld rök, málfræðileg eða önn- ur — og þá ekki hvað sízt einmitt allskonar venjur og siðir, sem eru lif- andi veruleiki, jafn-viðkvæmur og hold okkar og blóð. Eg hef komizt á þá skoðun, meir og meir, að engu eigi að breyta í staf- setning né máli, ef ekkert er við það unnið. Ég skil þeim mun betur, hve slíkt meiðir og hneykslar, því meir sem ég sé af tilraunum sumra rithöf- unda til að undirstryka frumleika sinn, í einu og öllu, (sumsé), með einkastafsetningu — enda óskemmti- leg tilhugsun, ef liver höfundur ætl- aði að hafa sína sérstöku stafsetningu. Vinur minn Jón Helgason prófessor viðurkennir að málfræðilega sé jafn- rétt að skrifa Aíbertson eins og Al- bertsson, en segist þó eiga í hvert sinn erfitt með að skrifa Albertson utan á bréf til mín. Sennilega jafnerfitt og ég ætti með að lesa bók, þar sem ekki væri skrifað ypsilon, heldur firir, ifir> singja, hei, Geisir — og virðist þó rétt hugsun mæla með því, að sama hljóð sé æfinlega táknað með sama bókstaf. Ég skal nú beygja mig fyrír þess- um tilíinningum, sem helgast af rót- gróinni venju. Og þá jafnframt vinna það til sátta í deilunum um nöfn á íslandi, að ski-ifa aftur nafn mitt með tveim essum — svo það meiði einskis manns smekk — ef vera mætti að við það iinaðist í einhverjum brjóstum hin hleypidómafulla hræðsla við þá hættu, sem þjóðemi voru á að stafa af upptöku ættarnafna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.