Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 1
BÖRNIN VILJA MAKLEG MÁLAGJÖLD SNERIST Á HVOLF Í SNJÓFLÓÐINU FLESTIR SJÓMENN ERU UPP Á MJÖG MARGA FISKA SUNNUDAGSBLAÐ SJÓMANNADAGURINNBRÚÐUBÍLLINN 10  Alls voru 1.417 félög og fyrir- tæki sektuð í fyrra vegna van- skila á ársreikn- ingi ársins 2010. Þegar lokaskila- dagur ársreikn- inga, 31. ágúst, rann upp í fyrra hafði 22,1% skilaskyldra félaga skilað ársreikningi á réttum tíma. Þróunin er þó í rétta átt því skilin hafa batnað og ársreikningar ber- ast fyrr en á árum áður, m.a. eftir að farið var að beita sektar- ákvæðum. Þannig voru heildarskil ársreikninga komin í 76,2% um seinustu áramót. »4 1.417 félög sektuð fyrir að skila ekki ársreikningum Ríflega 1.500 » Í apríl voru alls 1.522 erlend- ir ríkisborgarar án vinnu á Ís- landi, 1.910 í apríl í fyrra. » Flestir starfa í gisti- og veit- ingahúsarekstri, eða 222. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Á þensluárunum gætti tilhneigingar til að nota erlenda ríkisborgara í svarta atvinnustarfsemi. Við þykj- umst merkja að þetta sé að einhverju leyti að fara í gang aftur, nú þegar farið er að lifna yfir vinnu- markaðnum,“ segir Halldór Grön- vold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Tilefnið er fjölgun starfa á vinnumarkaði og segir Halldór horft til byggingageirans og ferðaþjónust- unnar í þessu efni. Þann lærdóm megi draga af reynslu Íslands og ná- grannalanda að á næstunni sé hætta á misnotkun erlends vinnuafls. Hann segir ASÍ fara fram á að stjórnvöld geri tímabundinn fyrirvara um frjálsa för vinnuafls frá Króatíu, í tilefni af inngöngu Króata í ESB 1. júlí nk. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að atvinnuleysi er minna í aðeins einu ESB-ríkjanna 27 en á Íslandi. Hingað fluttust 890 erlendir ríkis- borgarar á fyrstu þremur mánuðum ársins. Karl Sigurðsson, sérfræðing- ur hjá Vinnumálastofnun, segir ætt- ingja fólks sem hefur sest að á Íslandi koma hingað í atvinnuleit. MHætta á að svört vinna »12 Óttast undirboð á markaði  ASÍ telur merki um að notkun erlends vinnuafls í svarta vinnu sé að aukast á ný  Endurtekning á þróun þensluáranna líkleg eftir því sem vinnumarkaður glæðist Morgunblaðið/Rósa Braga Stúdent Sigfríður er 75 ára stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Meðal fjölmargra afmælisstúdenta við brautskráningu Menntaskólans í Reykjavík í gær var Sigfríður Nieljohniusdóttir, sem fagnaði 75 ára stúdentsafmæli. Hún útskrifaðist úr skólanum árið 1938, eða ári eftir að skólinn tók upp nafnið Menntaskólinn í Reykjavík. Sigfríður man vel eftir eigin út- skrift enda var útskriftarhelgin hennar afar viðburðarík. Meðal ann- ars héldu nýstúdentar það árið á landsmót stúdenta á Þingvöllum. Tímarnir hafa breyst mikið frá út- skrift Sigfríðar, en útskriftin var haldin í hátíðarsal skólans. Hún minnist þess hvorki að stúdentum hafi verið gefnar gjafir né að stúd- entsveislur hafi verið með sama hætti og nú. Hvítu kollarnir voru þó á sínum stað, en nýstúdentar tóku kollana ekki niður fyrr en fór að hausta. Þegar kollarnir voru teknir af á haustin voru húfurnar notaðar sem venjuleg höfuðföt um veturinn enda um mjög vandaðar húfur að ræða. „Við vorum allt sumarið að fagna þessum merka áfanga,“ sagði Sigríð- ur. »14 Man vel eftir eigin útskrift  Sigfríður Nieljohniusdóttir fagnar 75 ára stúdentsafmæli Til hamingju sjómenn! Morgunblaðið/RAX  Veiðileyfasalar segja töluverðan samdrátt á mark- aði með stang- veiðileyfi, tala jafnvel um kreppu. „Svona er ástandið og ég tel að við verðum að vinna okkur saman út úr því. Ég held að það verði ekki gert nema með verð- lækkun,“ segir Árni Baldursson, forstjóri Lax-á. »16 Segja verðlækkun nauðsynlega Laxveiðileyfi eru sögð of dýr hér. Pálmi Guð- mundsson sagði í gær upp sem sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. „Ný- verið voru gerð- ar skipulags- breytingar hjá fyrirtækinu sem mér hugnuðust ekki. Þess vegna ákvað ég að segja upp störfum. Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegur tími og þetta er ekki verri endapunktur en hver annar,“ segir Pálmi en ítarlega er rætt við hann í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Spurður hvort ólga sé innan 365 miðla vegna þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á stjórnenda- stöðum innan fyrirtækisins að und- anförnu svarar hann: „Það hefur verið samdráttur í einkaneyslu og þegar taka þarf til í rekstri verður stundum ólga. Að öðru leyti er það ekki í mínum verkahring að tjá mig um það.“ Ekki liggur fyrir hvað Pálmi tekur sér næst fyrir hendur. Hugnast ekki breytingar á Stöð 2  Sjónvarpsstjór- inn lætur af störfum Pálmi Guðmundsson  Valur Ander- sen bjargmaður segir að í síðustu eggjaferð í Súlna- sker, Geirfugla- sker og Geldung hafi þess orðið vart að súlan var farin að bera makríl á bælin. Um ástandið í bjarginu segir Val- ur að það sé mun betra núna en síð- ustu tvö ár. „Það var meiri fugl í gamla daga og heldur minna varp nú en þá, en samt alveg þokkalegt,“ segir Valur. »2 Súlan farin að bera makríl á bælin gerir grillmat að hreinu lostæti! E N N E M M /S ÍA /N M 57 44 6  Stofnað 1913  126. tölublað  101. árgangur  L A U G A R D A G U R 1. J Ú N Í 2 0 1 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.