Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 22
Friðun Skúffur voru í afgreiðslunni sem sneri
út að Austurstræti.
SVIÐSLJÓS
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Stefnt er að því að setja hluta innréttingarinnar,
sem var í Reykjavíkurapóteki á horni Austur-
strætis og Pósthússtrætis, upp á ný í húsnæð-
inu, sem var breytt í veitingastað skömmu fyrir
nýliðin aldamót og hugmyndir eru um að breyta
í hótel, en fasteignin hefur verið auglýst til sölu.
Á stjórnarfundi Minjastofnunar Íslands fyrir
skömmu kom fram að stofnunin hefði sagt upp
leigusamningi á geymsluhúsnæði í umsjón
húsafriðunarnefndar á Þórðarhöfða, en þar hef-
ur hluti apóteksinnréttingarinnar verið geymd-
ur um árabil. Í bókun frá fundinum kemur fram
að eigendum Austurstrætis 16 hafi verið sent
bréf þar sem óskað er eftir því „að þeir taki aft-
ur við umræddum hluta hinnar friðlýstu inn-
réttingar enda er hún þeirra eign sem hluti fast-
eignarinnar“.
Önnur bókun stofnunarinnar vegna málsins
er eftirfarandi: „Vísað er í þinglýst skjal
menntamálaráðherra um friðlýsingu ytra borðs
Austurstrætis 16, innréttinga í apóteki og stiga-
ganga að sunnan dagsett 19. apríl 1991 og sam-
þykkt húsafriðunarnefndar 25. maí 1999, þar
sem kröfu um affriðun innréttinga apóteksins
var synjað en veitt tímabundið leyfi til að taka
niður og varðveita í geymslu tiltekna hluta
þeirra. Húsafriðunarnefnd leggur til að gengið
verði til samninga um enduruppsetningu á þeim
hlutum innréttingarinnar sem verið hafa í
geymslu áður en til sölu fasteignarinnar kem-
ur.“
Í geymslu í um 14 ár
Magnús Skúlason, formaður húsafrið-
unarnefndar, sem nú er aðeins ráðgefandi
nefnd, segir að þegar Guðvarður Gíslason,
kokkur og veitingamaður, betur þekktur sem
Guffi, hafi opnað veitingastað á jarðhæð fast-
eignarinnar 1999 hafi húsafriðunarnefnd fallist
á að innréttingin yrði tekin niður og sett í
geymslu í húsinu. Síðan hafi verið að henni
þrengt og Karl Steingrímsson, eigandi húsnæð-
isins og innréttingarinnar, hafi viljað losnað við
hana og úr hafi orðið að hún var flutt í geymslu
uppi á Þórðarhöfða, þar sem ýmsir merkir
munir hafi verið geymdir. Þegar Minjastofnun
Íslands var sett á laggirnar hafi forstöðumaður
hennar ákveðið að segja upp leigusamningnum
á geymslunni og koma innréttingunni til baka til
eigandans. Nú standi yfir viðræður milli
Minjastofnunar og Karls Steingrímssonar um
að koma innréttingunni fyrir, helst í upphaflegri
mynd eins og hún var því hún þyki hafa mjög
mikið menningarsögulegt gildi. Hún sé frá um
1930, teiknuð af Sigurði Guðmundssyni
arkitekt, sem sé mikils metinn. Verði húsnæð-
inu breytt í hótel geti innréttingin þjónað sem
hluti af afgreiðslu eða bar enda gefi það oft
gömlum húsum gildi að nota gamlar innrétt-
ingar.
Karl Steingrímsson tekur í sama streng.
Hann segir að í vinsamlegum viðræðum við full-
trúa Minjastofnunar hafi hann bent á að húsið
væri í söluferli og leitast yrði við að ná sam-
komulagi við kaupandann um að koma innrétt-
ingunum fyrir á einhvern hátt.
Innréttingarnar aftur á sinn stað
Vilja koma innréttingunum úr Reykjavíkurapóteki fyrir á jarðhæð Austurstrætis 16
Hugmyndir um að breyta þessu sögufræga húsi í hótel Fasteignin til sölu
Morgunblaðið/Ásdís
Innrétting og starfsmaður Jóhannes F . Skaftason, forstöðumaður Reykjavíkurapóteks, var síðasti lyfsalinn í tæplega 240 ára sögu apóteksins.
Augnakonfekt Krukkur og lyfjabox settu
svip á húsnæði apóteksins.
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013
, 101 Reykjavík
volcanodesign.is
volcanodesign.is
S: 5880100
Laugavegur 40
volcano@
www.Nýjar vörur
����� ��� �������� ����� �������������
����������������� ������������������
������� �� ������������������
����������� ���� ����� ���� ��� ��� � � ��
� ���� ��� ���� �� ��� �����
������ �� ���� �� ����� ����� ��
������ �������������������
���� � ���������