Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 22
Friðun Skúffur voru í afgreiðslunni sem sneri út að Austurstræti. SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Stefnt er að því að setja hluta innréttingarinnar, sem var í Reykjavíkurapóteki á horni Austur- strætis og Pósthússtrætis, upp á ný í húsnæð- inu, sem var breytt í veitingastað skömmu fyrir nýliðin aldamót og hugmyndir eru um að breyta í hótel, en fasteignin hefur verið auglýst til sölu. Á stjórnarfundi Minjastofnunar Íslands fyrir skömmu kom fram að stofnunin hefði sagt upp leigusamningi á geymsluhúsnæði í umsjón húsafriðunarnefndar á Þórðarhöfða, en þar hef- ur hluti apóteksinnréttingarinnar verið geymd- ur um árabil. Í bókun frá fundinum kemur fram að eigendum Austurstrætis 16 hafi verið sent bréf þar sem óskað er eftir því „að þeir taki aft- ur við umræddum hluta hinnar friðlýstu inn- réttingar enda er hún þeirra eign sem hluti fast- eignarinnar“. Önnur bókun stofnunarinnar vegna málsins er eftirfarandi: „Vísað er í þinglýst skjal menntamálaráðherra um friðlýsingu ytra borðs Austurstrætis 16, innréttinga í apóteki og stiga- ganga að sunnan dagsett 19. apríl 1991 og sam- þykkt húsafriðunarnefndar 25. maí 1999, þar sem kröfu um affriðun innréttinga apóteksins var synjað en veitt tímabundið leyfi til að taka niður og varðveita í geymslu tiltekna hluta þeirra. Húsafriðunarnefnd leggur til að gengið verði til samninga um enduruppsetningu á þeim hlutum innréttingarinnar sem verið hafa í geymslu áður en til sölu fasteignarinnar kem- ur.“ Í geymslu í um 14 ár Magnús Skúlason, formaður húsafrið- unarnefndar, sem nú er aðeins ráðgefandi nefnd, segir að þegar Guðvarður Gíslason, kokkur og veitingamaður, betur þekktur sem Guffi, hafi opnað veitingastað á jarðhæð fast- eignarinnar 1999 hafi húsafriðunarnefnd fallist á að innréttingin yrði tekin niður og sett í geymslu í húsinu. Síðan hafi verið að henni þrengt og Karl Steingrímsson, eigandi húsnæð- isins og innréttingarinnar, hafi viljað losnað við hana og úr hafi orðið að hún var flutt í geymslu uppi á Þórðarhöfða, þar sem ýmsir merkir munir hafi verið geymdir. Þegar Minjastofnun Íslands var sett á laggirnar hafi forstöðumaður hennar ákveðið að segja upp leigusamningnum á geymslunni og koma innréttingunni til baka til eigandans. Nú standi yfir viðræður milli Minjastofnunar og Karls Steingrímssonar um að koma innréttingunni fyrir, helst í upphaflegri mynd eins og hún var því hún þyki hafa mjög mikið menningarsögulegt gildi. Hún sé frá um 1930, teiknuð af Sigurði Guðmundssyni arkitekt, sem sé mikils metinn. Verði húsnæð- inu breytt í hótel geti innréttingin þjónað sem hluti af afgreiðslu eða bar enda gefi það oft gömlum húsum gildi að nota gamlar innrétt- ingar. Karl Steingrímsson tekur í sama streng. Hann segir að í vinsamlegum viðræðum við full- trúa Minjastofnunar hafi hann bent á að húsið væri í söluferli og leitast yrði við að ná sam- komulagi við kaupandann um að koma innrétt- ingunum fyrir á einhvern hátt. Innréttingarnar aftur á sinn stað  Vilja koma innréttingunum úr Reykjavíkurapóteki fyrir á jarðhæð Austurstrætis 16  Hugmyndir um að breyta þessu sögufræga húsi í hótel  Fasteignin til sölu Morgunblaðið/Ásdís Innrétting og starfsmaður Jóhannes F . Skaftason, forstöðumaður Reykjavíkurapóteks, var síðasti lyfsalinn í tæplega 240 ára sögu apóteksins. Augnakonfekt Krukkur og lyfjabox settu svip á húsnæði apóteksins. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 , 101 Reykjavík volcanodesign.is volcanodesign.is S: 5880100 Laugavegur 40 volcano@ www.Nýjar vörur ����� ��� �������� ����� ������������� ����������������� ������������������ ������� �� ������������������ ����������� ���� ����� ���� ��� ��� � � �� � ���� ��� ���� �� ��� ����� ������ �� ���� �� ����� ����� �� ������ ������������������� ���� � ���������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.