Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013
✝ Guðfinna Sig-urlilja Eyvinds-
dóttir (Stella) fædd-
ist í
Vestmannaeyjum 3.
desember 1921.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Vestmannaeyja 21.
maí 2013.
Stella var dóttir
hjónanna Sigurlilju
Sigurðardóttur, f.
24.12. 1891, d. 19.10. 1974 og Ey-
vindar Þórarinssonar, f. 13.4.
1882, d. 25.8. 1964. Systkini
arson, f. 18.3. 1917, d. 30.5. 1960,
skipstjóri og kennari við Stýri-
mannaskólann í Reykjavík. Dæt-
ur þeirra eru: Lilja, f. 7.7. 1940,
Aðalheiður, f. 6.12. 1941, Elíza, f.
28.8. 1946 og Eygló, f. 30.3. 1951,
d. 25.12. 2006. Barnabörnin eru
10 og barnabarnabörnin eru 15.
Seinni maður Stellu var Karl
Jónsson, f. 12.12. 1919, d. 1.5.
2011.
Stella ólst upp í Vest-
mannaeyjum. Á yngri árum spil-
aði hún handbolta með íþrótta-
félaginu Þór og gekk síðar í
Oddfellow-stúkuna Rebekku í
Vestmannaeyjum og hafði mikla
ánægju af félagsskapnum og
starfinu þar.
Útför Stellu fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag, 1. júní 2013, og hefst athöfn-
in kl. 14.
Stellu voru Sigríður
Ingibjörg, f. 26.8.
1913, d. 20.3. 1933,
Hans Ottó, f. 16.10.
1914, d. 13.11. 1914,
Hans Björgvin, f.
14.6. 1916, d. 15.11.
1916, Elías Þór-
arinn, f. 14.6. 1916,
d. 17.3. 1980, Guðný
Laufey, f. 19.12.
1917, d. 1.12. 1987,
Þórarinn Guð-
laugur, f. 11.10. 1925, d. 27.11.
1976. Fyrri eiginmaður Stellu
var Þorsteinn Kristján Þórð-
Smá kveðja til þín, amma
Stella, núna þegar þú hefur lagt
aftur augun í síðasta sinn. Við
systur eigum margar góðar minn-
ingar um þig og afa Kalla, margt
var brallað í Valhöllinni og síðan á
Strembugötunni. Þú varst barn-
góð og alltaf til í spjall yfir kaffi og
meðlæti. Börnin mín eiga góðar
minningar um yndislega lang-
ömmu. Við þökkum fyrir að hafa
fengið að eiga þig svona lengi og
vonum að núna hafir þú hitt fólkið
okkar sem var farið á undan þér
og þú hafðir saknað svo sárt.
Hvíldu í friði.
Hlíf, Sif og börn.
Í dag verður til grafar borin
Stella amma mín. Ég var svo
heppin að eiga ömmu í 55 ár og
synir mínir að eiga langömmu
svona lengi. Ég var fyrsta barna-
barnið hennar og var að hluta til
alin upp hjá henni sem barn og
fram á unglingsárin hitti ég hana
flesta daga. Amma var einstak-
lega barngóð kona sem fannst alla
tíð gaman að vera innan um og
leika við börn, hún dekraði okkur
endalaust og hjá henni var fátt
bannað. Synir mínir muna hana
sem mjög góða ömmu sem alltaf
var til í að spjalla við þá um heima
og geima og var góður vinur og fé-
lagi. Hún var húsmóðir af gamla
skólanum með heitan mat í há-
deginu og bakað í hverri viku.
Hún var líka afskaplega gestrisin
og vildi helst að fólk borðaði á við
fjóra og alltaf var nóg til. Í kjall-
aranum hjá henni var geymsla
sem við kölluðum Kaupfélagið,
þar voru fullar hillur af ýmsu góð-
gæti sem við nutum góðs af.
Ömmu fannst gaman að ferðast
og ferðaðist víða bæði innanlands
og utan og notaði flest tilefni sem
gáfust til að bregða sér á milli
bæja. Amma var mjög pjöttuð og
vildi alltaf vera fín og hafa fallegt í
kringum sig, hún vildi hafa hlut-
ina fallega, kvikmyndir áttu að
vera með fallegum leikurum í fal-
legum fötum í fallegu umhverfi,
og lengi vel gekk hún ekki með
gleraugu vegna þess að henni
þóttu gleraugu ekki klæðileg á
konum og þær yrðu bara hrukk-
óttar á að ganga með þau, hún
verslaði heldur ekki í kerlinga-
búðum, þær voru bara fyrir gaml-
ar konur og hún varð aldrei göm-
ul. Amma Stella kvaddi þennan
heim nýsnyrt með nýlagt hár, fín
og vel tilhöfð eins og hún vildi allt-
af vera og síðkjóllinn og sjalið fyr-
ir síðustu ferðina löngu valið og á
vísum stað.
Um leið og við kveðjum ömmu
viljum við þakka henni langa og
góða samleið.
Emilía og fjölskylda.
Ein af fyrstu minningum mín-
um um ömmu Stellu var þegar
hún söng fyrir mig fallegar vísur
til að svæfa mig sem lítið barn.
Fyrir mér geislaði hún af hlýju,
góðvild og öryggi og var ljúft að
sofna út frá söng hennar og vera
nálægt henni alla tíð.
Amma Stella var frábær amma
í alla staði og ég leit mikið upp til
hennar. Hún var alltaf glæsileg og
vel tilhöfð og rak heimili sitt með
afa Kalla af miklum myndarbrag.
Það var alltaf mikil tilhlökkun af
fara til Eyja að heimsækja ömmu
Stellu og afa Kalla. Þau dekruðu
við okkur systkinin út í eitt og
manni leið alltaf eins og blómi í
eggi þegar maður var í heimsókn
hjá þeim. Vestmannaeyjar voru
ævintýrastaður og fórum við í
margar göngu-, fjöruferðir og bíl-
túra þar sem amma og afi sögðu
manni sögur af eyjunni, ævintýr-
um og gömlum ættingjum sem
virkilega kveiktu í ímyndunarafl-
inu hjá manni. Ég gæti hlustað á
þessar sögur allan daginn.
Á Strembugötunni var alltaf
opið hús og allir velkomnir og
amma var alltaf tilbúin með hlað-
borð af kræsingum hvenær sem
er og voru kanilsnúðarnir hennar
í miklu uppáhaldi hjá mér og mín-
um vinum. Sem unglingur kom ég
oft á þjóðhátíð í Eyjum með hóp af
vinum í eftirdragi og alltaf var
Strembugatan opin fyrir alla að
gista og borða og oft var afskap-
lega margmennt og mikið fjör hjá
þeim, þar sem mörg barnabörn og
vinir voru mætt á hátíðina. Þá var
amma í essinu sínu og naut þess
að sinna fólki og hafa alla sína í
kringum sig.
Þegar yngsta dóttir ömmu,
mamma mín Eygló Þorsteinsdótt-
ir, varð bráðkvödd langt fyrir ald-
ur fram, dáðist ég að þeim styrk
og reisn sem amma sýndi í þeirri
miklu sorg. Þá fann ég ennþá bet-
ur hvaða mann hún hafði að
geyma. Hún var ekki bara amma
mín heldur sterk og flott kona
sem veitti mér innblástur og styrk
þegar á reyndi.
Ég kveð ömmu Stellu með
þakklæti í huga fyrir að hafa átt
hana að í öll þessi ár, og eru marg-
ar bestu minningar mínar tengd-
ar tímanum sem ég eyddi hjá
henni í Vestmannaeyjum. Þeim
mun ég búa að til æviloka.
Elíza M Geirsdóttir-Newman.
Rigningin lemur gluggana, við
teiknum riddara, hallir, hesta og
hermenn, fótboltavelli, fugla,
Heimaklett og Suðurey. Hvergi
er meira öryggi að finna, hér er
alltaf skjól. Eldhúskrókurinn
hennar ömmu Stellu er virki sem
enginn kemst inn í og þar verða til
ævintýri á pappír og útiteknir
dagar útlistaðir yfir mjólkurglasi
og randalín. Fátt er eins verð-
mætt og góð amma – hlý og
traust.
Frá mínum fyrsta degi hefur
amma verið til staðar og allar
mínar minningar um hana eru
góðar. Frá tvíbökum í sykrað
kaffi yfir í sólbakaða daga á blett-
inum þar sem fótbolti var spilaður
frá morgni til kvölds. Kakómalt
eftir sundferð, fíflagangur á
Þjóðhátíð, ferðalög og samvera,
páskar, afmæli, jól og gleðistund-
ir.
Amma Stella var dama, alltaf
hugguleg til fara og hún fór yf-
irleitt aldrei til Reykjavíkur nema
að kíkja í búð og „dressa sig upp“ í
leiðinni. Fátt fannst henni
skemmtilegra en veislur og til-
stand enda hennar bestu stundir
við slík tækifæri. Amma var sér-
lega barngóð og sinnti sínum af-
komendum vel og ég er þakklát
fyrir að börnin mín skyldu eiga
góðar stundir með langömmu
sinni þó við hefðum gjarna viljað
vera nær til að hitta hana oftar.
Síminn kom sér þó vel og hún gat
spjallað við börnin í langan tíma
enda áhugasöm um þeirra verk-
efni og velgengni.
Líf ömmu var þó ekki alltaf
dans á rósum. Hún varð ung
ekkja með fjögur börn, en giftist
aftur síðar og átti gott líf með afa
Kalla þar sem gagnkvæm ást og
virðing ríkti. Amma syrgði líka
systkini sín og ekki síst var það
áfall þegar mamma mín, hennar
yngsta dóttir, varð bráðkvödd
langt fyrir aldur fram. Amma
tókst þó á við allan sinn missi af
miklu æðruleysi og henni var mik-
ið í mun að heiðra og halda minn-
ingu ástvina á lofti.
Amma var fjölskyldumann-
eskja og naut sín best með sínu
fólki. Mörg sumur dvöldum við
frændsystkinin hjá henni og nut-
um þess að vera í ömmudekri. Allt
lét hún eftir okkur, sigtaði ofan í
mann kjötsúpuna, bakaði uppá-
haldsbrauðið og pönnsurnar,
bauð í bíltúr um eyjuna og sagði
sögur. Uppeldið hjá ömmu var
kærleiksríkt, hún skammaði ekki,
en ákveðnar reglur giltu og það
gekk vel og gerði skapmiklu trippi
auðveldara að takast á við lífið.
Þegar amma og afi fluttu af
Strembugötunni urðu kaflaskil í
þeirra lífi. Þau söknuðu heimilis-
ins sem þau höfðu byggt upp sam-
an og átt góðan tíma í. Afi átti ekki
langt eftir þegar að heiman var
komið og kvaddi í maí fyrir tveim-
ur árum og nú fylgir amma á eftir.
Ég veit að þau eru sameinuð á fal-
legum stað þar sem sumarið ríkir
að eilífu og þau halda heimili á ný.
Ef ég loka augunum er ég kom-
in í garðinn á Strembugötunni þar
sem litskrúðug sumarblómin
þekja beðin, bletturinn er snöggs-
leginn og amma og afi sólbrún og
sælleg að fylgjast með okkur að
leik. Svona voru okkar bestu
stundir og svona ætla ég að minn-
ast þeirra.
Elsku amma Stella, takk fyrir
hlýjuna og umhyggjuna, takk fyr-
ir tímann sem þú gafst mér og
mínum, takk fyrir góð ráð og
gleðistundir og takk fyrir sam-
fylgdina. Þú varst kletturinn
minn og býrð í hjarta mínu að ei-
lífu. Hvíl í friði.
Hulda G. Geirsdóttir.
Þá hefur Stella frænka kvatt
þetta líf. Stella var eins og auka-
amma, sem alltaf var gott að
koma til. Mín fyrsta minning um
hana var að koma á Strembuna til
Stellu og Kalla og fá klaka á
klemmu. Mikið fannst manni
þetta spennandi. Enda höfðu þau
hjónin einstakt lag á að laða börn
að sér. Það sá maður betur þegar
ég eignaðist sjálfur börn, hvað
þeim þótti vænt um þau og fylgd-
ust vel með þeim. Stella og Kalli
voru einstök hjón, alltaf saman og
voru einstaklega miklir vinir allt
til síðasta dags. Því varð missir
hennar mikill þegar Kalli kvaddi
fyrir tveimur árum. Þegar ég bjó í
Kópavogi hjá mömmu var alveg
sérstaklega gaman þegar Stella
frænka var á leiðinni, en hún gisti
alltaf hjá okkur. Stella hafði gam-
an af því að vaka lengi og fara
seint á fætur, það var að mínu
skapi. Hún gaf sér alltaf tíma til
að tala við alla, óháð aldri, og
fylgdist með öllu sínu ættfólki og
var stolt af því. Stella var mikið
fyrir að versla þegar hún var í
bænum, enda var hún alltaf glæsi-
lega til fara. Ég var nú ekki hár í
lofti þegar ég rataði leiðina og
kannaðist við mikið af starfsfólk-
inu hjá Hrafnhildi, eftir tíðar ferð-
ir með henni og mömmu í þessa
ágætu verslun. Eftir að ég fluttist
aftur til Eyja urðu fundir okkar
tíðari. Það verður skrítið að fara
ekki í heimsókn inn á Hraunbúðir
og hitta Stellu. Ég er fullviss um
að þau hjónin eru sameinuð á nýj-
an leik og eru farin á rúntinn í
himnaríki. Hvíldu í friði Stella
frænka.
Guðlaugur Ólafsson.
Elskuleg frænka mín, hún
Stella Pól, verður jarðsungin í
dag. Nú er hún komin upp til
himna til hans Kalla Pól. Hún var
alltaf góð við allt og alla. Ég á allt-
af eftir að muna eftir þér og er
strax farin að sakna þín. Þú komst
alltaf fram við mig eins og þú vær-
ir langamma mín, alltaf góð við
mig og gafst mér alltaf Tuc-kex
og appelsínu-Svala á Strembunni.
Kær kveðja,
Stella (yngri) Guðlaugsdóttir.
Ástkær frænka mín, Stella Ey-
vindsdóttir, lést í Vestmannaeyj-
um hinn 21. maí sl. eftir stutt veik-
indi. Stella hefur verið
órjúfanlegur hluti af tilverunni frá
því að ég man fyrst eftir mér. Hún
var ömmusystir mín og það var
mikill samgangur milli þeirra
systra, enda kært með þeim. Það
var fátt sem mér þótti skemmti-
legra þegar ég var lítil en að fara
með ömmu í kvöldheimsókn til
Stellu frænku og hlusta á systurn-
ar ræða lífið og tilveruna. Báðar
gættu þær þess að hafa mig með í
umræðunni líkt og ég væri full-
orðin. Stella hafði alla tíð gaman
af börnum enda voru þau hænd að
henni. Hún gaf sig að þeim, talaði
við þau, lék við þau sem yngri
voru og þau eldri fengu að leika
sér í kjallaranum á Strembugöt-
unni, þar sem hún bjó ásamt Kalla
manninum sínum.
Eftir að ég fluttist frá Eyjum
var Stella tíður gestur á heimili
móður minnar, sem ber sama
nafn, þar sem hún gisti gjarnan í
Reykjavíkurferðum sínum. Þetta
voru skemmtilegar heimsóknir.
Búðarferðir, spjall fram á nótt og
bollaspádómar standa þar upp úr,
en fátt var meira spennandi á
þessum árum en að fá spádóm.
Vinkonur mínar gerðu sér far um
að koma í heimsókn þegar Stella
var hjá okkur í von um spádóm og
ekki stóð á honum. Allar fengu
þær að „hvolfa“ eins og það kall-
aðist og nöfnurnar kíktu í bollana
ásamt Heiðu dóttur Stellu. Að
jafnaði birtust aðeins góðar frétt-
ir í bollanum; ferðalög, fuglar sem
báru góðar fréttir, verndarenglar
og stundum voru myndarlegir
menn við hankann.
Stellu var umhugað um fjöl-
skylduna og gerði sér far um að
fylgjast vel með því sem ættingjar
hennar tóku sér fyrir hendur.
Hún var afar stolt af sínum af-
komendum og ættingjum.
Hún lagði alla tíð mikið upp úr
því að líta vel út og var alltaf
glæsilega til fara enda fylgdist
hún vel með straumum og
stefnum í tískunni. Stella hélt
glæsilegt heimili ásamt Kalla allt
til ársins 2010. Þangað var alltaf
gott að koma og vel tekið á móti
gestum.
Um leið og ég þakka kærri
frænku samfylgdina og allt það
sem hún var mér og mínum bið ég
góðan Guð að blessa minningu
hennar.
Laufey.
Í dag kveð ég kæra vinkonu
mína sem við kölluðum alltaf
Stellu Pól, til að aðgreina nöfn-
urnar þrjár.
Það var fyrir um það bil fimm-
tán árum sem ég kynntist Stellu
og Kalla Pól. Það myndaðist strax
góður vinskapur milli okkar. Það
var alltaf svo gott að koma til
þeirra á Strembuna. Þau voru
okkur eins og amma og afi. Við
Stella sátum í eldhúsinu og feng-
um okkur kaffi og Kalli fór með
krakkana út á bekk í spjall, ef veð-
ur leyfði eða lét þau hafa dóta-
körfuna úr hornskápnum. Sam-
band þeirra Stellu og Kalla var
einstakt og var það Stellu mikill
missir þegar Kalli féll frá fyrir
tveimur árum.
Stella var yndisleg kona. Hún
var skemmtilega pjöttuð og henni
fannst mjög gaman þegar ég var
að sýna henni einhver föt eða
glingur sem ég var búin að kaupa
mér því henni fannst þetta alltaf
svo „lekkert“. Henni fannst ynd-
islegt að fara í búðir og skoða föt
og hún var alltaf vel til fara og
hugsaði vel um það til síðasta
dags, alltaf jafn fín og sæt.
Hún hélt upp á 90 ára afmælið
sitt með stæl á Hótel Sögu þar
sem öll fjölskyldan mætti og var
hún ákaflega glöð með þennan
dag.
Elsku Stella mín. Takk fyrir
allar góðu samverustundirnar.
Ég á eftir að sakna þín mikið.
Kysstu Kalla frá mér.
Guð geymi þig.
Ester F. Ágústsdóttir.
Guðfinna S.
Eyvindsdóttir
✝
Ástkær faðir okkar, sonur minn og bróðir,
STEFÁN MÁR HANSSON,
uppalinn í Garðabæ,
lést í Noregi fimmtudaginn 30. maí.
Útför og minningarathöfn auglýst síðar.
Börn, móðir og systkini.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
PÉTUR KR. PÉTURSSON,
Gullsmára 7,
Kópavogi,
lést á heimili sínu mánudaginn 27. maí.
Aðalheiður Jónsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
KRISTJÁN S. DAVÍÐSSON
listmálari,
Barðavogi 13,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni
mánudagsins 27. maí.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 5. júní kl. 13.00.
Svanhildur Marta Björnsdóttir,
Silja Kristjánsdóttir,
Björn Davíð Kristjánsson, Jórunn Þórey Magnúsdóttir,
Valgerður Ólafsdóttir, Kári Stefánsson,
Ásthildur Sveinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KARL GUÐGEIR GUÐMUNDSSON,
Skúlagötu 40,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum föstudaginn 24. maí.
Útförin fer fram í Garðakirkju miðvikudaginn
5. júní kl. 15.00.
Þorsteinn Jósep Karlsson,
Sigríður Guðrún Karlsdóttir,Ragnar Benjamín Ingvarsson,
Hjalti Guðbjörn Karlsson, Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
EGGERT BERGSSON
húsasmíðameistari,
Daltúni 36,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 29. maí.
Útförin fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi
föstudaginn 7. júní kl. 13.00.
Ingunn Jónsdóttir,
Bergdís I. Eggertsdóttir, Grettir Sigurðarson,
Pálína S. Eggertsdóttir, Nikulás Kr. Jónsson,
Sonja Eggertsdóttir,
Hlynur Eggertsson,
afa- og langafabörn.