Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 Tólf Íslendingar hafa fengið styrk úr Minningarsjóði Önnu Claessen la Cour til framhaldsnáms og rann- sókna í Danmörku. Sjóðurinn var stofnaður samkvæmt ákvæðum í erfðaskrá Peders la Cour, eigin- manns Önnu. Þetta er fyrsta úthlut- un úr sjóðnum sem hefur aðsetur í Kaupmannahöfn. Styrkirnir eru veittir í dönskum krónum og eru í heild rúmlega 3,2 milljónir ísl. kr. Þau sem hljóta styrk eru Anna María Toma (læknisfræði), Auður Rún Jakobsdóttir (enska), Bjarni Árnason (húsagerðarlist), Elísabet Hugrún Georgsdóttir (húsagerðar- list), Eva María Guðmundsdóttir (umhverfislíffræði), Guðmundur J. Guðmundsson (lögfræði/Evrópu- réttur), Hlín Vala Aðalsteinsdóttir (orku- og umhverfisverkfræði), Jón Kolbeinn Jónsson (dýralækningar), Kristrún Gunnarsdóttir (verkfræði/ hljóð- og hljómburðartækni), Sara Hansen (læknisfræði) og Vilhjálmur Leví Egilsson (líffræði/sjálfbærni). Einnig hlaut dr. Guðni Th. Jóhann- esson sagnfræðingur rannsóknar- styrk til könnunar á bréfasöfnum og öðrum gögnum í Danmörku. Anna Claessen la Cour var stúd- ent úr Menntaskólanum í Reykjavík. Hún stundaði framhaldsnám i tungumálum og þýðingarfræðum að- allega í Danmörku. Þar átti hún síð- an merkan starfsferil sem löggiltur skjalaþýðandi með læknisfræðilegar þýðingar sem sérgrein. Anna þýddi m.a. á ensku fjölda doktorsritgerða í læknisfræði, þ. á m. íslenskra lækna. Styrkir til náms í Danmörku  Minningarsjóður Önnu Claessen la Cour veitir námsstyrki í fyrsta skipti Morgunblaðið/Ómar Kaupmannahöfn Turninn á Vor Frelsers Kirke er þekkt kennileiti. Styrktarfélagið Meðan fæturnir bera mig, MFBM, stendur fyrir ár- legu víðavangs- hlaupi í Öskju- hlíð í dag, þar sem safnað er áheitum fyrir langveik og/eða fötluð börn. Hlaupið fer nú fram í annað sinn og hefst kl. 12 frá Nauthólsvík. Hlaupnir verða 5 km og í þetta sinn verður safnað fé fyrir styrktarsjóð- inn Blind börn á Íslandi. Hægt er að hringja í styrktarsímanúmerin 901- 5001 (1.000 kr.), 901-5003 (3.000 kr.) og 901-5005 (5.000 kr.). Einnig verður hlaupið til styrkt- ar málstaðnum í dag í Neskaupstað og á Siglufirði. Þáttökugjald er 1.000 krónur en nánari upplýsingar um hlaupið er að finna á vefsíðunni mfbm.is, þar sem skráning fer einnig fram. Styrktarhlaup í Öskjuhlíð í dag Frá fyrsta hlaupi MFBM árið 2011. Anna Marsibil Clausen annamarsy@mbl.is Það verður seint hægt að segja að veður- blíðan hafi leikið um Íslendinga það sem af er sumri .Margir renna hýru auga til heitari landa og láta sig dreyma um að dorma í sól- inni. Steinunn Tryggvadóttir, sölustjóri hjá Úr- val Útsýn, er ein fárra sem ef til vill hefur tilefni til að kætast í rigningunni en hún seg- ist afar ánægð með sölu á sólarlandaferðum þetta árið. „Við vorum með afar skemmtilega sumarhátíð í síðustu viku með ýmsum uppá- komum og það mættu um eittþúsund manns. Veðrið var auðvitað ekki svo gott þannig að við leigðum stórt tjald fyrir skemmtunina. Sölumennirnir sátu hinsvegar inni á skrif- stofu og það var staðið í biðröðum hjá þeim allt fram í blálokin,“ segir Steinunn kampa- kát. „Við vorum meira á seinasta séns í fyrra,“ segir Steinunn. „Mynstrið er að breytast á þann veg að fólk er fyrr á ferðinni með að bóka. Langtíma-veðurspáin hér heima á víst að vera slæm svo ef til vill er það þess vegna sem fólk tekur ákvörðunina strax.“ Fjölskyldur fara í fríið Steinunn segir að mikil aukning sé í pönt- unum frá fjölskyldufólki. „Maður vonar að þetta þýði að hagur þeirra sem verst fóru út úr hruninu sé að vænkast,“ segir hún og bætir við að með algengustu bókununum séu ferðalög fyrir fimm manna fjölskyldur. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, tekur í sama streng. „Eftir hrun minnkaði fjölskyldumarkaðurinn sérstaklega en frá hruni hefur verið um tuttugu prósenta aukning hjá okkur árlega.“ Tómas segir sölu síðasta árs hafa gengið framar vonum og að salan í ár sé svipuð. „Sumarið lítur vel út og það er mikið búið að seljast upp í júní,“ segir Tómas. „Ég á ekki von á öðru en að salan eigi áfram eftir að vera góð, sérstaklega í ljósi veðurspárinnar.“ Ekki allar ferðaskrifstofur eiga sitt blóma- tímabil með sólarlandaferðum sumarsins. „Heimurinn býður upp á svo miklu meira en að liggja á ströndinni,“ segir Jakob Óm- arsson hjá ferðaskrifstofunni Kilroy sem sér- hæfir sig í ævintýraferðum. Jakob segir ágúst og september vera hápunkt ársins hjá Kilroy. „Sumarið er frekar svolítil ládeyða hjá okkur en ástæðan er auðvitað sú að það er vetur á stöðum eins og Suður-Afríku og Ástralíu,“ segir Jakob. „Við erum þó með vörur eins ogmálaskóla í Evrópu, „roadtrip“ um Bandaríkin og brimbrettaskóla í Tælandi og á Balí semnjóta vinsælda á sumrin.“ Helstu viðskiptavinir Kilroy er ungt fólk sem tekur sér frí frá skóla til að sjá heiminn. Al- gengt er að nýstúdentar og háskólanemar nýti sumarið í að vinna sér inn skotsilfur og taki svo námsfrí til að ferðast á vit ævintýr- anna á haustin. Jakob tekur því úrkomu sumarsins með jafnaðargeði og er sammála því að líklega sé ekkert verra að vera bara að vinna þegar sólin lætur lítið sjá sig. Sóldýrkendur flýja íslenska sumarið  Sala á sólarlandaferðum fer vel af stað  Fjölskyldufólk leggur land undir fót í auknum mæli Í sól og sumaryl Í gluggaveðri sumarsins láta margir hugann reika á heitari slóðir. Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Garðsláttur Láttu okkur sjá um sláttinn í sumar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.