Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 Hundrað ára Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra lék fyrsta leiknum á Íslandsmótinu í skák sem var sett í Turninum við Borgartún í gær. Mótið er hundrað ára í ár, en Skák- þing Íslendinga, eins og það hét í upphafi, var fyrst haldið árið 1913. Mótið er opið að þessu sinni og þetta er jafnframt í fyrsta skipti í sögu mótsins sem allir tefla í sama flokki. Styrmir Þetta eru sögð einkunnarorð nýs forsætisráðherra og ég tel eðlilegt að allir þeir sem starfa að umhverfismálum taki heils hugar undir með honum. Þrátt fyrir að við Íslendingar séum fámenn þjóð eru tækifærin umtalsverð á mörgum sviðum. En þá er brýnt að laða almenning til samstarfs við hagsmunaaðila, frjáls félagasamtök og sjálf- boðaliða; skapa gagnkvæmt traust og stofna til skoðanaskipta milli almennings og stjórnvalda. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að farsælt geti reynst að fela áhugamannahópum aukin verkefni í umhverf- isverndarmálum. „Í fararbroddi á heimsvísu“ eru stór orð og krefjast þess af forsætisráðherra að hann búi yfir ótvíræðum leiðtogahæfileikum. Hann þarf að vanda stefnumótun, kunna að forgangsraða og ná víðtækri sátt – ekki bara á meðal já- bræðra. Vistfræðileg sjálfbærni er höfuðatriði fyrst og síðast. Sjálfbært samfélag á ekki í stöðugum átökum innbyrðis en margt bendir til að forsætisráðherra þurfi að byrja á því að samræma vistfræðilega stefnu stjórnarliða. Vatnsvernd, vatnsnotkun og endurheimt vot- lendis kemur fyrst í hugann og nýting virkj- anlegs vatnsafls í framtíðinni. Verndun hafsins er augljóst forgangsmál. Sífellt alvarlegri fréttir berast um ástand sjávar, súrnun hafs- ins, áhrif hlýnandi loftslags og hnignun fisk- stofna. Við þessu má bregðast með því að auka líffræðilega fjölbreytni. Matvælaframleiðsla á að sitja í fyrirrúmi og væri athugandi að taka upp aðferðafræði Slow Food sem hefur náð undraverðum árangri með áherslu sinni á sjálf- bærni, vistvæna ræktun og framleiðslu nærri neytendum. Gæði hráefna í matvælaiðnaði og hreinleiki umhverfisins verður að vera hafinn yfir allan vafa. Við Íslendingar lifum á því að selja villt- an fisk, veiddan á tiltölulega hreinum haf- svæðum. Til að öðlast traust á heimsvísu verð- ur sjálfbærni að ráða ríkjum á fiskislóð. Nauðsynlegt er að taka tillit til þess við út- hlutun aflamarks. Endurmeta þarf aðferðir við mælingu stofnstærða og tæpast er við hæfi að stunda stórfelldar veiðar á próteinríkum fisk- tegundum og bræða í lýsi og mjöl til fóður- framleiðslu handa öðrum dýrum. Þess konar nýting hráefnis felur í sér neikvæðan orku- hring. Ísland á að vera í fararbroddi í mat- vælaframleiðslu og stunda fiskveiðar til mann- eldis. Lífríki vatnsfalla á að njóta forgangs þegar nýting vatnsorku er annars vegar og virkjanir á að takmarka við þörf þjóðarbúsins hverju sinni. Stjórnvöld mega ekki vera of stórtæk í þeim efnum því virkjanlegt vatns- afl í landinu er takmörkuð auðlind. Okkur ber að taka tillit til komandi kynslóða sem þarfnast orku í auknum mæli vegna mannfjölg- unar í landinu. Ferðamennska á Íslandi fer vax- andi og er orðin mikilvæg atvinnu- grein. Búa þarf svo um hnútana að náttúra landsins bíði ekki skaða af auknum fjölda ferðamanna. Koma þarf upp móttökustöðvum við fjöl- sóttustu ferðamannastaðina og stýra þaðan straumi ferðafólks inn á viðkvæm svæði eftir því sem þolmörk þeirra leyfa. Þjóðgarðar og friðlönd gegna mikilvægu hlutverki á þessu sviði sé rétt að verki staðið. Alþjóðlegt samstarf er orðið mjög víðtækt í umhverfismálum og mengun af mannavöldum virðir engin landamæri. Rannsóknir á nátt- úrunni eru af hinu góða en við þurfum að vera á varðbergi gagnvart því að rannsóknir séu ekki gerðar rannsóknanna vegna. Þá er hætt við að menn missi sjónar á hinum upphaflega tilgangi og láti hjá líða að standa vörð um um- hverfið. Forsætisráðherra gæti beitt sér fyrir nýrri heildarhugsun í framkvæmda- og umhverf- ismálum. Að ekki verði ráðist í verkefni fyrr en lausn er fundin á þeim vanda sem þau munu skapa umhverfinu. Setja þarf markviss lög, skýrar reglugerðir og auka raunhæft eft- irlit með verkferlum. Borið hefur á því að framkvæmdaaðilar telji að þeim sé hvaðeina leyfilegt sem lög og reglugerðir banni ekki berum orðum. Gleggsta dæmið um slíkt er framkvæmd laxeldis í sjókvíum þar sem alvar- leg umhverfisslys hafa orðið vegna þess að yf- irvöld þekktu ekki afleiðingar hættulegra mis- taka þegar farið var af stað. Til þess að Ísland verði í fararbroddi í um- hverfisvernd á heimsvísu, eins og hugur for- sætisráðherra stendur til, þurfum við að leggja áherslu á að varðveita umhverfið, spilla ekki verðmætum sem ekki verða bætt en nýta gæði náttúrunnar með sjálfbærum og hagkvæmum hætti. Á því byggist framtíð okkar í þessu landi. Eftir Orra Vigfússon » Til að öðlast traust á heimsvísu verður sjálfbærni að ráða ríkjum á fiskislóð. Nauðsynlegt er að taka tillit til þess við úthlutun aflamarks. Orri Vigfússon Höfundur er formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna í Norður-Atlantshafi, NASF. „Í fararbroddi í umhverf- isvernd á heimsvísu“ Nú fer rökræðu minni að ljúka við þau Margréti Kristmanns- dóttur og Andrés Magnússon forsvars- menn SVÞ. Ég finn að heldur eru þau að mild- ast og vilja nú snúa um- ræðunni upp í kjara- samninga í haust frá umræðu um niðurfell- ingu tollanna. Annars eru bændur orðnir þreyttir á því að í hvert sinn sem kjarasamningar eru í nánd skal það gert á þeirra kostnað. Af hverju er ekki hægt að semja um laun og gera kjarasamninga án þess að þeir sem þar fara fyrir liði geri kröfu til þess að bændur borgi samn- ingana með lífsstarfi sínu og launa- lækkun? Svo koma forsvars- mennirnir með klúta og harma lág laun bænda en segjast bara vilja fórna hvíta kjötinu. Andrés boðaði á Bylgjunni fyrr í vor að hægt væri að lækka matvörureikning heimilanna um 16 milljarða með því að fella burt tollverndina. En afurðastöðvar bænda selja kjúkling og svínakjöt frá sér í smásöluverslunina fyrir aðeins 11 milljarða, kjúkling fyrir sex og svín fyrir fimm milljarða. Hverju var verið að lofa? Mun- um bara að landbún- aðurinn er ein heild sem helst í hendur frá bónda í gegnum vinnslustöð inn í eldhús og á veitingastaði. Hér í áratugi lauk aldrei kjarasamningum öðru- vísi en ríkisvaldið stó- ryki niðurgreiðslur ein- hliða til að lækka matvælaverðið og spara launa- greiðslur fyrir fyrirtækin. Allt skekkti það tilfinningu bænda fyrir verði afurða sinna og jók á einhliða áróður gegn landbúnaðinum þar sem ríkisstyrkirnir urðu aðal-umræðan. Ég segi við ykkur, Margrét og Andr- és, gerið kröfu um mannsæmandi laun og að verslunin sjálf geti staðið undir því. Aðrar greinar atvinnulífs- ins láta ekki svona. Er matvælaöryggið grín? Hinn virti nóbelsverðlaunahafi Norman Borlaug lætur hafa eftir sér að á jörðinni verði „líf án áburðar ekki til, land, vatn og rafmagn ráði úrslitum“ um það hvort við ráðum við fjölgun jarðarbúa. Fólkinu fjölgar um eitt hundrað milljónir á ári. Einn milljarð á tíu árum. Tvö hundruð sjö- tíu og þrjú þúsund manns á dag. Já sjötíu og sex manns á sekúndu. Hvernig ætlar þessi mannfjöldi að nærast þegar einn milljarður manna gengur svangur til rekkju sinnar nú þegar? Ísland er matvælaland, lifir á því að framleiða matvæli, selja þau dýru verði út og fullnægja sinni þörf heima. Hvaðan fáum við áburð eftir fimmtíu ár? Hvaðan fáum við land- búnaðarafurðir þegar við höfum fórnað okkar landbúnaði að verulegu leyti með glannaskap og heimsku? Nýja ríkisstjórnin ætlar að kanna aukin tækifæri í landbúnaðinum. Auka framleiðsluna og búa þjóðina undir öryggi í framtíðinni svo allir hafi mat og nýta gæði landsins í bar- áttunni gegn hungri. Hagræðing tveir milljarðar Mjólkuriðnaðurinn hefur með hag- ræðingu og sparnaði skilað tveimur milljörðum til neytenda og bænda á ársgrundvelli. Þetta samsvarar um 20 kr. á kíló á hvern lítra af nýmjólk og um 200 kr. á hvert kíló af osti til neytenda. Við vitum að neytendur meta þetta við bændur fyrir utan hvað þeim finnst matvörurnar góðar og öruggar hvort sem það er kjötið, mjólkurvörurnar eða grænmetið. Ég ætla hér að grípa niður í viðtal við Finn Árnason sem nýlega ræddi vanda verslunarinnar af hreinskilni í riti Atvinnulífsins. Þar segir Finnur: „Þegar Smáralindin opnaði 2001 bættust við 65 þúsund fermetrar af verslunarhúsnæði. Þá var talað um offjárfestingu. Síðan hefur versl- unarhúsnæðið aukist enn. Nefna má Kauptún í Garðabæ, Korputorg, Lindir og Dalveg í Kópavogi, stækk- un í Holtagörðum, verslunarhúsnæði á Granda og ekki má gleyma Bau- haus. Þetta eru 130 þúsund fermetr- ar. Svo var verslunarhúsnæði Útilífs samtals rúmlega þrjú þúsund fer- metrar fyrir bankahrun, en síðan hafa bæst við þann markað um 6500 fermetrar.“ Síðan kemur hið hrein- skilnasta af öllu saman, en Finnur segir: „Þegar ég hóf störf hjá Högum fyrir um fimmtán árum var húsnæð- iskostnaður verslunarinnar gjarnan um þriðjungur af launakostnaði. Núna er hann í mörgum tilvikum jafn launakostnaði.“ Hér er hagræðing- arverk að vinna fyrir forsvarsmenn verslunarinnar í landinu. Ég ætla ekki að rekja þetta lengra, mér þykir vænt um verslunina mína og þakka matvörukaupmönnum fyrir góða pósta til mín síðustu daga, þeir eru ekki með bændur á heilanum sem vandamál. Þeir segjast styðja ís- lenskan landbúnað langt fram yfir innflutning og það gera neytendurnir einnig. Ég held nú, Margrét og Andrés, að það væri tímabært að þið kæmuð upp í Mjólkursamsölu, ég býð ykkur uppá skyr og rjóma, og við berum bækur okkar saman. Ekki skaðaði ef Finnur Árnason og fleiri væru með í för. Bestu þakkir fyrir hlý orð til mín og bændanna, megi ís- lenskri verslun ganga vel fólksins vegna sem býr í landinu. Við erum öll samherjar þegar öllu er á botninn hvolft. Eftir Guðna Ágústsson »Munum bara að landbúnaðurinn er ein heild sem helst í hendur frá bónda í gegnum vinnslustöð inn í eldhús og á veitingastaði. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. landbúnaðarráðherra og framkvæmdastjóri SAM. Margrét og Andrés boðin í skyr og rjóma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.