Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013
BAKSVIÐ
Hildur Hjörvar
hhjorvar@mbl.is
„Viðhorfið er það að fötluð börn séu
ekki virkir þátttakendur í samfélag-
inu,“ segir Stefán Ingi Stefánsson,
framkvæmdastjóri UNICEF,
Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna,
á Íslandi. UNICEF hefur gefið út
árlega skýrslu um stöðu barna í
heiminum og var sjónum að þessu
sinni beint að börnum með fötlun.
„Grunnniðurstaða skýrslunnar er
mikilvægi þess að einblína ekki á
það sem fötluð börn geti ekki heldur
hvers þau séu megnug. Við verðum
að gefa fötluðum börnum tækifæri á
að vera þátttakendur í samfélaginu,
það er skýlaus réttur þeirra.“
Gleymd, falin og útilokuð
Í skýrslunni kemur fram að fötluð
börn búi við margvíslega mismunun
sem skerði lífsgæði þeirra og tak-
marki möguleika. Þau hafi margfalt
minna aðgengi að menntun, heilsu-
gæslu og félagsþjónustu, sem dæmi
hafi 85-95% barna í fátækustu ríkj-
um heims ekki aðgang að nauðsyn-
legum hjálpartækjum á borð við
hjólastóla og hækjur. Fötluð börn
séu gleymd, falin á stofnunum og
útilokuð frá samfélögum sem ein-
blíni á fötlunina og þær takmarkanir
sem hún setji barninu frekar en að
sjá barnið sem manneskju með getu
og hæfileika. „Að einblína á fötlun
barns í stað þess að beina sjónum að
manneskjunni sjálfri er ekki ein-
ungis rangt gagnvart barninu sem
um ræðir heldur fer samfélagið um
leið á mis við allt sem barnið hefur
fram að færa,“ segir Anthony Lake,
framkvæmdastjóri UNICEF.
Embla Ágústsdóttir, stjórnar-
formaður NPA-miðstöðvar um not-
endastýrða, persónulega aðstoð fyr-
ir fatlaða, segir að ef bæta eigi stöðu
fatlaðra barna snúist það fyrst og
fremst um viðhorf. Bera verði virð-
ingu fyrir fötluðum börnum og
hætta að samþykkja skerðingu á
réttindum þeirra á grundvelli fötl-
unarinnar.
Aukin hætta á ofbeldi
Í skýrslunni kemur fram að fötluð
börn séu í meiri hættu á að verða
fyrir ofbeldi en önnur börn. Í
sautján efnameiri ríkjum heims séu
fötluð börn fjórum sinnum líklegri til
að verða fyrir ofbeldi en önnur og
fimm sinnum líklegra að börn með
þroskahömlun verði fyrir kynferðis-
ofbeldi en önnur. Engin ástæða sé til
að ætla að staðan sé önnur í fátækari
ríkjum heims. Þetta er í samræmi
við niðurstöður skýrslu um stöðu
barna á Íslandi sem UNICEF á Ís-
landi gaf út árið 2011. Þar kom með-
al annars fram að heyrnarlaus börn
hérlendis væru þrisvar sinnum lík-
legri til að verða fyrir kynferðislegu
ofbeldi en önnur, en skortur er á
rannsóknum á stöðu annarra hópa
fatlaðra barna á Íslandi. „Svo virðist
sem hættan aukist ef tengslin við
fjölskylduna eru rofin,“ útskýrir
Stefán, „svo að börn sem búa á
stofnunum eru í miklu meiri hættu á
að verða fyrir ofbeldi en önnur
börn.“ Embla segir aðgreindu úr-
ræðin einnig vera meðal ástæðna
hættunnar á ofbeldi. Hún segir
grundvallarmun á stöðu fatlaðra
barna og annarra hvað varðar kyn-
ferðisofbeldi, þar eð fullorðnir hafi
mun greiðari „aðgang“ að líkömum
þeirra vegna þeirrar aðstoðar sem
þau þarfnist. Fötluð börn læri það
fljótt að fullorðnir einstaklingar að-
stoði þau við hvaðeina, því gildi aðr-
ar reglur um þau en önnur börn og
getur reynst flóknara að draga
mörkin. „Líkaminn er einhvern veg-
inn ekki manns eigin heldur almenn-
ings,“ útskýrir Embla.
„Tvöföld mismunun“ stúlkna
Þá kemur fram að stúlkur og ung-
ar konur með fötlun séu áberandi
verr settar en fatlaðir drengir og
stúlkur án fötlunar. Þær séu ólík-
legri til að fá þá umönnun sem þær
þarfnist, séu frekar útilokaðar af
fjölskyldum sínum og ólíklegri til að
ljúka grunnskólanámi heldur en fatl-
aðir drengir. Þær þurfi ekki aðeins
að kljást við fordóma gagnvart fötl-
un sinni heldur einnig hefðbundin
kynjahlutverk og glími því við „tvö-
falda mismunun“. Undir þetta tekur
Embla. „Það er áberandi á Íslandi
eins og annars staðar að fatlaðar
konur eru í mun verri stöðu en fatl-
aðir karlar. Nýlega kom út skýrsla
um fatlaðar konur og ofbeldi og þar
kom fram að það séu meiri líkur en
minni á að þær verði fyrir ofbeldi.“
Þörf á frekari rannsóknum
Stefán segir erfitt að vita hvar Ís-
land stendur í samanburði við önnur
lönd enda lítið af rannsóknum og töl-
fræði til staðar. „UNICEF hefur
þegar byrjað að afla gagna og talna
um börn með fatlanir þegar við söfn-
um gögnum og greinum hluti og
munum hafa þetta með í okkar
talnaupplýsingum. Það á þó auðvitað
ekki að vera afsökun fyrir því að
byrja ekki, það er hægt og á að byrja
strax að bæta stöðu fatlaðra barna.“
Framfaraskref þegar tekin
Stefán segir mörg framfaraskref
hafa verið stigin á undanförnum ár-
um til að bæta stöðu fatlaðra barna,
svo sem notendastýrða persónulega
þjónustu og segir alla mjög af vilja
gerða til að bæta stöðuna enn frek-
ar. „Í mínum huga er eitt af stærstu
málunum að innleiða sáttmála Sam-
einuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs
fólks og við vitum að í innanríkis-
ráðuneytinu er unnið að því hörðum
höndum,“ segir Stefán, aðspurður
hvernig bæta megi stöðu fatlaðra
barna á Íslandi. Segist hann hvetja
nýja ríkisstjórn til að halda áfram
með það góða starf.
Sjáum barnið, ekki fötlunina
UNICEF kortleggur stöðu fatlaðra barna Fötluð börn margfalt líklegri til að verða fyrir ofbeldi
Fátækar, fatlaðar stúlkur verst settar Tryggja verður þátttöku fatlaðra barna í samfélaginu
Ljósmynd/UNICEF-Nesbitt
Tvíburar Audrien Kamona heldur á tvíburasystur sinni, Odeliu, sem er fötluð. Þær búa ásamt foreldrum sínum í þorpinu Kantaramba í Norður-Sambíu.
Ljósmynd/UNICEF-Pirozzi
Í Indónesíu Ifran Mulana, frá Indónesíu sem bundinn er við hjólastól,
yfirgefur salernisaðstöðu UNICEF fyrir fólk í hjólastól ásamt móður sinni.
Sáttmáli
Sameinuðu
þjóðanna um
réttindi fatl-
aðs fólks var
undirritaður
fyrir Íslands
hönd árið
2007 og hef-
ur síðan verið unnið að fullgild-
ingu og innleiðingu hans. „Það
er gert á þeim forsendum að
þetta séu mannréttindi, ekki
ölmusa,“ segir María Rún
Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá
innanríkisráðuneytinu, spurð
um innleiðingu sáttmálans. Hún
telur hana hafa í för með sér
mikla réttarbót fyrir fatlað fólk.
Samkvæmt fyrirliggjandi áætl-
un er stefnt að því að leggja
fram frumvarp til lagabreytinga
eigi síðar en vorið 2014.
Mannréttindi,
ekki ölmusa
FULLGILDING SÁTTMÁLANS
UM RÉTTINDI FATLAÐRA
FYRIR ÓLITAÐ HÁR
Hvort vantar hárið þitt raka eða prótein?
FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM
GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST.Dreifing:
HÁR EHF
s. 568 8305 | har@har.is | REDKEN Iceland á
FYRIR HÁRLOSFYRIR ALDRAÐ HÁR
FYRIR ÚFIÐ HÁR FYRIR LJÓST HÁR
FYRIR ÞURRT HÁR
FYRIR KRULLAÐ HÁR
SÖLUSTAÐIR
REDKEN
SENTER
SCALA
SALON VEH
SALON REYKJAVÍK
PAPILLA
N-HÁRSTOFA
LABELLA
MENSÝ
MEDULLA
KÚLTÚRA
HÖFUÐLAUSNIR
HJÁ DÚDDA
FAGFÓLK
BEAUTY BARFYRIR FÍNGERT HÁR
FYRIR LITAÐ HÁR FYRIR SKEMMT HÁR
FYRIR ÓRÓLEGT HÁRFYRIR HÁR Í SÓL OG SJÓ
REDKEN hárvörurnar gera hárið heilbrigt, fallegt og fyllir það af lífi
PróteinRaki