Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013
Mega senda vopn til Sýrlands
Stjórn Assads fær rússnesk flugskeyti líklega ekki afhent fyrr en á næsta ári
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Evrópusambandið staðfesti formlega í gær að að-
ildarríkjum þess væri heimilt að selja uppreisn-
armönnum í Sýrlandi ákveðin vopn. Sambandið
endurskoðaði refsiaðgerðir sínar gegn Sýrlands-
stjórn og meðlimum hennar í gær og framlengdi
þær til 1. júní á næsta ári. Þeirra á meðal er bann
við innflutningi á olíu frá Sýrlandi og takmarkanir
á fjárfestingum þar. Ákvæði um bann við vopna-
sölu þangað hefur hins vegar verið fjarlægt.
Rússneskir fjölmiðlar greindu einnig frá því í
gær að sýrlenski herinn fengi ekki rússnesk S-300
flugskeyti, sem stjórnvöld í Moskvu hafa selt rík-
isstjórn Bashar al-Assads, fyrr en á miðju næsta
ári. Samkvæmt heimildum dagblaðsins Kommers-
ant á ekki að afhenda flugskeytin fyrr en næsta
vor og þá þurfi sýrlenski herinn um hálft ár til að
læra að nota þau.
Þetta stangast á við yfirlýsingar Assads sem
hélt því fram á fimmtudag að vopnin væru á leið-
inni. Rússnesk stjórnvöld hafa ekki viljað stað-
festa hvenær flugskeytin verða send til Sýrlands.
Sýrlenskir aðgerðarsinnar halda því fram að
stjórnarhermenn, studdir líbönskum Hezbollah-
skæruliðum, hafi ráðist á bílalest sem var að flytja
særða frá bænum Quasair í miðhluta landsins í
gær, nærri landamærunum að Líbanon. Samtökin
Syrian Observatory for Human Rights, sem stað-
sett eru í Bretlandi, segja að sjö hafi fallið og tugir
særst í árásinni.
Vesturlandabúar sagðir liggja í valnum
Sýrlenski stjórnarherinn fullyrti að breskur
ríkisborgari og að minnsta kosti tveir aðrir útlend-
ingar, þar á meðal bandarísk kona, hefðu fallið í
átökum í Idlib-héraði í norðurhluta landsins. Sýr-
lenska ríkissjónvarpið sýndi myndir af vegabréfi
mannsins sem virtist benda til þess að hann væri
22 ára gamall Breti. Breska utanríkisráðuneytið
gat ekki staðfest þær fréttir í gær.
Bandaríska konan var einnig nafngreind og
sögð vera 33 ára gömul frá Michigan-ríki. Fjöl-
skylda hennar sagði að hún virtist hafa fallið í
átökum við hlið uppreisnarmanna gegn stjórnar-
hernum. Samkvæmt upplýsingum Syrian Ob-
servatory for Human Rights er ekki vitað hvort
útlendingarnir þrír hafa tengst hógværari her-
sveitum uppreisnarmanna eða öfgasinnaðri hóp-
um íslamista með tengsl við Al-Qaeda.
AFP
Háð Mótmælendur hæðast að Assad með skop-
mynd sem sýnir hann á rússnesku flugskeyti.
Íbúar konungsríkisins Bútan gengu til kosninga í annað sinn í gær. Landið
liggur við austurenda Himalajafjallgarðsins og til þess að ná til allra kosn-
ingabærra íbúa þurfa kosningastarfsmenn að leggja á sig allt að sjö daga
göngu til afskekktustu svæða ríkisins.
Konungur Bútan er Jigme Khesar Namgyel Wangchuck og nýtur hann
mikilla vinsælda meðal þegna sinna. Þegar hann gekk að eiga unnustu
sína, Jetsun Pema, árið 2011 var hamingja þjóðarinnar sögð hafa stórauk-
ist en Bútan er eina ríkið í heiminum sem hefur það að yfirlýstu markmiði
að auka „verga þjóðarhamingju“ frekar en verga þjóðarframleiðslu.
Það virðist hafa skilað sínu því samkvæmt könnun Business Week frá
2006 voru íbúar Bútan þeir hamingjusömustu í Asíu og áttundu ham-
ingjusömustu í heimi.
Hamingjusöm þjóð gengur til kosninga
AFP
Samráðsvettvangur evrópskra
lyfjastofnana um lyf fyrir menn,
CMDh, hefur úrskurðað um öryggi
bólulyfsins Diane-35 og komist að
þeirri niðurstöðu að ávinningurinn
af notkun þess vegi þyngra en hætt-
an á blóðtappamyndun.
Niðurstaðan er í samræmi við
ákvörðun Lyfjastofnunar Evrópu,
EMA, og var samþykkt með öllum
atkvæðum nema einu, en Frakk-
land, þar sem Diane-35 hefur verið
bannað, greiddi atkvæði á móti.
Diane-35 er á markaði í yfir 100
löndum og er notað af milljónum
kvenna. Algengt er að því sé ávísað
sem getnaðarvörn en bæði CMDh
og EMA leggja til að lyfið verði ein-
göngu notað við unglingabólum.
Heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi
bönnuðu sölu á Diane-35 í janúar
síðastliðnum, eftir að það komst að
þeirri niðurstöðu að notkun þess
hefði valdið fjórum dauðsföllum og
yfir hundrað tilfellum blóðtappa á
síðastliðnum 25 árum.
EVRÓPA
Diane-35 eingöngu
notað sem bólulyf
Lyf Margar konur nota lyfið
Diane-35 sem getnaðarvörn.
Bandarísk toll-
yfirvöld gerðu
meira en sex
tonn af kókaíni
upptæk síðast-
liðna helgi í
tveimur aðgerð-
um en andvirði
efnanna er talið
um 945 milljónir
Bandaríkjadollara. Í fyrri aðgerð-
inni var þyrla kölluð til þegar áhöfn
eftirlitsskips kom auga á hraðbát
eiturlyfjasmyglara norður af Ga-
lapagos-eyjum. Hraðbátnum var
sökkt af þyrlunni en meira en 3
tonn af fíkniefnum reyndust vera
um borð.
Í seinni aðgerðinni var hraðbátur
stöðvaður af lögregluyfirvöldum í
Panama, eftir ábendingu frá
Bandaríkjamönnum, nærri landa-
mærum Panama og Kolumbíu en í
honum fundust fleiri en þúsund
pakkningar af kókaíni. Í báðum til-
fellum voru efnin á leið til Banda-
ríkjanna en löggæsluyfirvöld í
Vestur-Karíbahafi og Austur-
Kyrrahafi gerðu alls 59 tonn af
kókaíni upptæk árið 2012.
BANDARÍKIN
Gerðu sex tonn af
kókaíni upptæk