Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 Grensásdeild LSH er miðstöð frumend- urhæfingar á Íslandi fyrir fólk sem orðið hefur fyrir færni- skerðingu af völdum mænuskaða, heila- skaða, fjöláverka og margvíslegra sjúk- dóma. Hinn 31. maí nk. verður því fagnað að liðin eru 40 ár síðan deildin tók til starfa. Og hvílíkt starf, sem hefur gert þúsundum manna og kvenna kleift að geta horfið til fullrar vinnu á ný og gert enn fleirum mögu- legt að sinna nauðþurftum sínum sjálft. Hvað er það sem hefur skilað þess- um frábæra árangri? Með ein- staklega hæfileikaríku starfsfólki var endurhæfingu frá opnun deildarinnar lyft á nýtt stig. Það fól ekki síst í sér að gera starfsemina opnari og minna spítalalega fyrir sjúklingana, sem t.d. klæddust sínum eigin fötum, ekki dapurlegum sjúkrahússfatnaði. Og þar mótaðist hið þægilega og ljúfa andrúmsloft sem enn ríkir. Vegna þessara hvetjandi áhrifa varð árang- urinn af endurhæfingunni enn meiri en ella. Af þeim vel yfir 400 sjúklingum, sem deildin útskrifar að meðaltali á ári, geta rösklega 100 horfið til fullra starfa á ný. Miðað við rekstr- arkostnað Grensásdeildar árið 2011 og skv. upplýsingum Hagstofu Ís- lands um meðaltekjur Íslendinga og ríkisskattstjóra um opinber gjöld á hvern gjaldanda sama ár, námu at- vinnutekjur þeirra fyrrverandi sjúk- linga, sem gátu horfið til starfa á ný, hærri upphæð á rösku ári en heild- arkostnaði Grensásdeildar það árið, sem þeir voru þar; og skatttekjur rík- isins af þeim greiða upp þann kostnað á um sex árum. Þá er ótalinn sparn- aðurinn við að lækka eða fella niður örorkubætur og lífeyri, sem ella hefði þurft að greiða en það er stór upp- hæð. Hvað þau snertir, sem geta ekki farið á vinnumarkaðinn aftur en þjálfast nóg til að geta sinnt nauð- þurftum sínum, þá verða seint metin til fjár þau auknu lífsgæði sem það færir þeim. Deildin er því þjóðhagslega mjög arðbær. Á húsnæðisskorti Grensásdeildar hefur samt ekki verið tekið. Eftir margra ára fjár- svelti og niðurskurð á góðæristímum hefur deildin síðan 2009 þar ofan á orðið að þola 35% niðurskurð sem leiddi til lokunar annarrar legudeildarinnar og fækkunar stöðugilda hjúkr- unarfólks um 13. Aðrar afleiðingar eru mikið álag á starfsfólk, vörur oft lélegar því lægsta tilboði er yfirleitt tekið, lyf eru ekki til í landinu þegar á þarf að halda o.s.frv. En nú verður ekki lengra komist. Jafnframt er afar nauðsynlegt að hafa í huga að end- urhæfing kemur fyrst og fremst að gagni ef henni er beitt tímanlega. Síðan deildin tók til starfa 1973 hefur einungis þjálfunarlaug verið bætt við en síðan hefur þjóðinni fjölg- að um meira en 40% og þeim, sem endurhæfingu þurfa, hlutfallslega meira. Þá kalla kröfur um aðbúnað sjúklinga á bráðnauðsynlegar breyt- ingar á húsnæðinu til að draga úr sýkingarhættu, auka öryggi sjúk- linga og starfsfólks og tryggja rétt sjúklinga til einkalífs; og aðstaða til iðju- og sjúkraþjálfunar er ekki boð- leg vegna þrengsla. Ekki er áætlað að endurhæfing verði flutt í nýja Landspítalann sem fyrirhugað er að reisa við Hringbraut heldur að hún verði hún áfram á Grensásdeild og því enn frekari ástæða til að bæta húsakost deildarinnar sem fyrst. Árið 2010 fól þáverandi heilbrigð- isráðherra ráðneytinu að vinna að mögulegri aðkomu lífeyrissjóðanna að fjármögnun endurbóta og stækk- unar á húsakosti deildarinnar. Það var ekki gert og nýr ráðherra fylgdi því ekki eftir og aldrei var svarað ítekuðum spurningum um stöðu mála. Það er mikið í húfi því að með bættum og stækkuðum húsakosti er t.d. áætlað að fjöldi þeirra sjúklinga sem deildin útskrifar og geta horfið til fullra starfa á ný mundi aukast um 20% á ári. Hollvinir Grensásdeildar, með samþykki forstjóra LSH, hófu því, sem hlutlaus milliliður, viðræður við Landssamtök lífeyrissjóða um mögulega aðkomu lífeyrissjóða að fjármögnun framkvæmdanna. Nokkrir lífeyrissjóðir lýstu sig reiðu- búna til viðræðna um þessa fjár- mögnun og var það tilkynnt velferð- arráðherra 6. desember sl. og farið fram á viðræður um mögulega fram- kvæmd hennar. Þeirri beiðni var aldrei svarað þrátt fyrir skriflega ítrekun. Auðvitað er það skiljanlegt að óskum þurfi að hafna eða aðra for- gangsröðun getur þurft að hafa. Hins vegar er það afar óásættanleg fram- koma að ráðuneyti sem kostað er af almannafé og hefur það hlutverk að þjóna þjóðinni sýni ekki þá lágmarks- kurteisi að svara erindi. Það á ekki síst við þegar um mál er að ræða, sem skiptir sköpum fyrir stóran fjölda manna og kvenna, þegna, sem eru skattgreiðendur. Aftur á móti hefur fjöldi ein- staklinga og mörg félagssamtök og fyrirtæki veitt starfi Grensásdeildar mikinn stuðning. Á þessum tímamótum leitar tvennt á hugann. Þakklæti í garð starfsfólks deildarinnar gegnum tíðina, sem hef- ur gert hana að því mikilvæga end- urhæfingarafli sem hún er; og sú ein- læga von að í framtíðinni áætli stjórnvöld þjóðhagslega arðbærni fyrirhugaðra framkvæmda á heil- brigðissviðinu þ.m.t. Grensásdeildar svo að taka megi ákvarðanir um þær á rökrænum grunni. Björgunarafrekin við Grensás Eftir Gunnar Finnsson Gunnar Finnsson »Nauðsyn að stjórn- völd áætli þjóðhags- lega arðbærni fyrirhug- aðra framkvæmda á heilbrigðissviðinu svo að taka megi ákvarðanir um þær á rökrænum grunni. Höfundur er rekstrarhagfræðingur og formaður Hollvina Grensásdeildar. Margverðlaunuð frönsk gæðagler • Gler og umgjörð frá 16.900 kr. plast með glampavörn • Margskipt gleraugu frá 39.900 kr. umgjörð og gler. • Verðlaunaglampavörn frá NEVA MAX, 150% harðari, sleipari og þægilegri í þrifum 8.000 kr. Öll verð miðast við plast-gler SJÓNARHÓLL Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á Íslandi Reykjavíkurvegur 22 | S. 565 5970 | sjonarholl.is Við höfum lækkað gleraugnaverðið Nú geta ALLIR keypt sér gleraugu Opnum á nýjum stað í júní H Ú S G Ö G N Verslun okkar er opin: Virka daga kl.9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Patti verslun I Dugguvogi 2 I Sími: 557 9510 I vefsíða www.patti.is 60% -20% -30%-90% -10% -50% 40% opnum kl.11 sýningareintök og útlitsgallaðar vörur með allt að 90% afslætti fyrstir koma fyrstir fá VEGNA FLUTNINGA RÝMINGARSALA Fjarstýringavasarverð2.500áður4.900 Hornborð verð 15.970áður19.900 Speglar verð5.000 áður 47.900 Heilsukoddarverð2.900áður6.000 Baststólar verð frá5.000 áður 25.000 ÚItlitsgallaðirhægindastólar/sófar verð frá30.000 Sjónvarpsskápar verð frá 19.900 áður 59.900 Sófasett 311 verð 139.000 áður 4 36.400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.