Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 36
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is U m einn og hálfur millj- arður manna í ríflega hundrað þjóðríkjum býr á svæðum sem eru viðkvæm fyrir loftslagsbreytingum. Hækki meðal- hitinn í þessum ríkjum getur það ógnað fæðuörygginu og því grafið undan þjóðfélagslegum stöðugleika. Þetta segir José Luis Rubio, stjórnandi og stofnandi miðstöðvar við Háskólann í Valencia sem rann- sakar gróðureyðingu, og bendir á mikilvægi jarðvegs fyrir líf á jörðu. „Jarðvegur er undirstaða lífs á yfirborði jarðar og jafnframt undir- staða fæðuframboðsins. Um 90% fæðunnar sem við neytum grund- vallast á jarðvegi. Ef hann spillist eða frjósemi hans minnkar ógnar það afkomu fólks sem reiðir sig á hann. Sagan kennir okkur að stríð hafa og munu brjótast út ef fæðu- öryggið er í hættu,“ segir Rubio, sem hefur veitt spænskum stjórn- völdum ráðgjöf í þessum málum. Rubio var meðal þátttakenda í al- þjóðlegri ráðstefnu um kolefnisbind- ingu í jarðvegi sem Landgræðsla ríkisins og Landbúnaðarháskóli Ís- lands stóðu fyrir í síðustu viku. Tugir milljóna á vergangi Það er hald Rubio að tengsl séu á milli ótrausts fæðuöryggis og arab- íska vorsins, sem svo var nefnt, þeg- ar uppreisnir brutust út í Túnis, Líb- íu og fleiri ríkjum. En í því samhengi má nefna að hlutfall ungs fólks í um- ræddum ríkjum er hátt en atvinnu- tækifærin að sama skapi færri. Að hans sögn er áætlað að 30 milljónir manna séu á vergangi vegna neikvæðra breytinga í lífrík- inu sem ógna afkomunni. Víða þurfi ekki mikið út af að bera til að hungursneyðir brjótist út með aukinni áhættu á vopnuðum átökum. Þrátt fyrir það skorti á aðgerðir af hálfu Sameinuðu þjóðanna og al- þjóðastofnana. Slíkt átak kosti fé og fræðslu um það hvernig heimamenn geti brugðist við þurrara loftslagi með t.d. nýjum áveitukerfum. Rubio er gagnrýninn á fyrir- komulag heimsverslunar og segir innflutning á niðurgreiddum land- búnaðarafurðum, á borð við korn- meti, til þróunarlanda grafa undan afkomu bænda sem eigi allt sitt und- ir heimamarkaði. Þá komi notkun ræktarlands til framleiðslu lífmassa fyrir lífrænt eldsneyti niður á bænd- um, enda sé dýrmætt ræktarland þá tekið frá fyrir annað en fæðufram- leiðslu. Loks komi það niður á fá- tækum bændum að ræktarland sé nýtt til að rækta fóður fyrir búfénað, í stað þess að nýtast heimamönnum. Þróunin ógni samfélögunum Argentína sé dæmi um land þar sem fátækir bændur og samfélög þeirra rói nú lífróður vegna þess að ræktarlandið hafi verið tekið af þeim. Bændurnir séu komnir í hrein- an sjálfsþurftarbúskap. „Við gerum okkur ekki grein fyrir því að lífstíll okkar setur þrýsting á fátækt fólk í þróunarlöndum … Það eru allar lík- ur á að átök sem rekja má til rösk- unar á umhverfinu muni færast í vöxt á 21. öldinni,“ segir Rubio. Richard Thomas, stjórnandi deildar innan Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem rannsakar vistkerfi þurrkasvæða og vatn, tekur undir þessi sjónarmið og bendir á að mannshugurinn sé gerður til þess að bregðast við hættu. Það þurfi því óhefðbundna hugsun til að takast á við vá sem hægt og bítandi sé að raungerast vegna hlýnunar. Hann lýkur lofsorði á námskeið Landgræðsluskóla Háskóla SÞ á Ís- landi. Hver útskrifaður nemandi sé sendiherra Íslands. Blikur taldar á lofti í fæðuöryggi heimsins AFP Í Hondúras Skrælnuð jörð við Los Laureles-stífluna. Verulega hefur gengið á vatnsbirgðir um milljón manna eftir átta mánaða þurrkatíð á svæðinu. 36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ífyrradaghéldu borg-aryfirvöld kynningarfund vegna draga að að- alskipulagi og máttu viðstaddir sitja undir útúrsnúningi fund- arboðenda, sem greinilega töldu sig hafa of slæman mál- stað að verja til að ræða um- fjöllunarefnið málefnalega. Helsta forsenda þessara draga að aðalskipulagi er að flugvöllurinn fari úr Vatns- mýrinni þó að öllum megi ljóst vera að flugvöllurinn er ekki á förum og að hann á af ýmsum ástæðum hvergi betur heima. Þegar spurt var um flugvall- armálið og furðu lýst á því að ætlunin væri að slíta tengingu landsbyggðarinnar við þunga- miðju heilbrigðisþjónustu í landinu kaus Dagur B. Egg- ertsson, oddviti Samfylking- arinnar og formaður borg- arráðs, að svara út í hött. Hann sagði að ekki hefði verið talað um að slíta þessa teng- ingu landsbyggðarinnar og heilbrigðisþjónustunnar og að hættulegt væri að reynt væri að leiða líkur að því að lífs- hættulegt væri að búa á lands- byggðinni. Þetta er auðvitað alveg óboðlegur útúrsnúningur. Enginn heldur því fram að lífshættulegt sé að búa á landsbyggðinni, en finnst borgarfulltrúanum ekki eðli- legt að allir landsmenn eigi sem besta möguleika á að nýta sér þá öflugu heilbrigðisþjón- ustu sem byggð hefur verið upp í Reykjavík? Er mál- staður þeirra sem bitið hafa í sig þann misskilning að losna þurfi við flugvöllinn úr Vatns- mýrinni svo vonlaus að snúa þurfi út úr og gera lítið úr þörf allra landsmanna á aðgangi að heilbrigðisþjónustu? Sennilega er það einmitt málið. Í öllu falli má ekki útiloka að þeir sem bera fram þessi mislukkuðu drög að aðalskipulagi átti sig á að þau eru algerlega óboðleg og óverjandi og að þess vegna sé gripið til þess ráðs að snúa út úr fyrir- spurnum á upplýsingafundi og reynt að gera fyrirspyrjendur hlægilega. Staðreyndin er sú að þau drög sem borgaryfirvöld hafa nú lagt fram byggjast á stórri grundvallarforsendu sem gengur ekki upp og þar með falla þau um sjálf sig og geta aldrei orðið annað en mark- leysa. Flugvöllurinn er ekki að fara úr Vatnsmýrinni og þar með verður Vatnsmýrin ekki helsta byggingarland Reykja- víkur á næstu árum og af þeirri ástæðu er tímasóun hjá borginni að ræða frekar þessi drög. Þar með er líka fjar- stæðukennt að halda því fram, eins og gert var á þessum upp- lýsingafundi, að drögin geti orðið að aðalskipulagi í nóv- ember á þessu ári. Auðvitað væri hægt ef borgarfulltrúar eru alveg heillum horfnir að samþykkja þessi drög sem að- alskipulag, en hver væri til- gangurinn með því? Hvers vegna að samþykkja að- alskipulag sem ekki er hægt að vinna eftir og borgarstjórn yrði að umbylta um leið og við tæki meirihluti sem ekki væri haldinn þeirri þráhyggju að flugvöllurinn megi ekki vera í Vatnsmýrinni? Til hvers er verið að sóa tíma og fjár- munum borgarbúa með þess- um hætti og koma um leið í veg fyrir að gert verði skipu- lag sem hægt er að vinna eftir og borgarbúar geta búið við? Borgarstjórn getur ekki boðið borg- arbúum upp á drög að ónýtu skipulagi} Útúrsnúningar borgaryfirvalda Nú hafa Merkelog Hollande sameinast um að skipaður verði for- seti evrunnar í stað þess að for- sætið flytjist á milli evruríkj- anna. Með þessu er ætlunin að herða tök Brussel á fjár- reiðum evruríkjanna, enda segir Merkel að samstaða í Evrópu gangi ekki ef hvert ríki ráði eigin fjárlögum. Hollande hafði sólarhring áður en þau Merkel samein- uðust um forseta evrunnar tal- að digurbarkalega um að Brussel hefði ekki rétt á að gefa fyr- irmæli um efna- hagsumbætur. Nú hefur hann bakkað en segir að útfærslan á umbótunum eigi að vera í höndum ríkjanna sjálfra, „annars væri ekki um neitt fullveldi ríkjanna að ræða“. Hollande telur sig með öðr- um orðum ná að halda í örlítið brot af fullveldi landsins með því að stjórna útfærslunni á fyrirmælunum frá Brussel. Í bili. Áfram á að klípa af fullveldi aðildarríkja Evrópusambandsins} Í bili M orgunblaðið sagði frá því í vik- unni að fráfarandi stjórn Lánasjóðs íslenskra náms- manna hefði afgreitt nýjar út- hlutunarreglur áður en hún lauk störfum. Sagt var frá því að fram- færslulánin myndu hækka og einnig væri til skoðunar að hækka frítekjumarkið en ekkert fékkst upp gefið um þær upphæðir eða pró- sentur sem þarna um ræðir. Námsmenn hafa ekki síður en aðrir fundið á eigin skinni hvernig verðlag hefur rokið upp úr öllu valdi síðustu misseri. Þeir eru e.t.v. einna verst settir í dag – fastir í limbói – þar sem húsaleiga er orðin svo dýr að það þarf a.m.k. tvær vinnandi manneskjur til að eiga fyrir mánaðargreiðslunni og ef þeir ákveða að lifa á núðlum til að komast úr foreldrahúsum, er ekk- ert eftir til að leggja til hliðar fyrir útborgun. Við núver- andi aðstæður er hætt við að unga fólkið þurfi að bíða í fjölda ára þar til það hefur ráð á að fjárfesta í eigin hús- næði og vera ekki lengur upp á náð og miskunn leigusal- ans, eða foreldranna, komið. Námsmenn vestanhafs eru ekki betur settir, þótt að- stæður þeirra séu allt öðruvísi en hér heima. Nú stefnir í miklar deilur á bandaríska þinginu vegna vaxtakostnaðar svokallaðra Stafford-lána, sem að óbreyttu mun hækka úr 3,4% í 6,8% 1. júlí næstkomandi. Á meðan demókratar og repúblikanar deila um lausnir, hvort halda eigi vöxtunum áfram í 3,4% eða hvort þeir eigi að hækka í takt við lán- tökukostnað ríkisins, benda aðrir á að vaxta- kostnaðurinn sé aðeins brotabrot af miklu stærri vanda. Í Bandaríkjunum hafa árleg skólagjöld við opinbera háskóla hækkað um 85% að meðaltali frá 2003 og nema nú um 18 þúsund dollurum. Á sama tíma hafa skólagjöldin við einkarekna skóla hækkað um 59% að meðaltali og nema 40 þúsund dollurum. „Af hverju eru allir að eyða svona miklum pólitískum og fjárhagslegum efnum í skammtímalausnir fyrir lítinn hóp lán- takenda, sem gera ekkert til að mæta raun- verulegum vanda síhækkandi kostnaði við há- skólanám?,“ spyr Amy Laitinen, fyrrum ráðgjafi Obama-stjórnarinnar, í samtali við Huffington Post. Þótt margt sé ólíkt með því umhverfi sem ís- lenskum námsmönnum og bandarískum er bú- ið, eiga þeir eitt sameiginlegt: það virðist ekki vera til neinn peningur til að setja í menntakerfið, né til að búa nemendum viðunandi aðstæður til að þeir geti einbeitt sér að náminu. Þó er um stórt hagsmunamál að ræða; það þarf að standa strangan vörð um gæði menntunarinnar, bæði til að efla atvinnulífið og til að nemendurnir séu sam- keppnishæfir á alþjóðavettvangi. Mönnum hefur orðið tíðrætt um skuldavanda heim- ilanna en það má ekki gleymast að inni á þessum heimilum eru ófáir námsmenn í foreldrahúsum, sem dreymir um að blómstra á vinnumarkaði og eignast eigið heimili. Hvernig á að hjálpa þeim? holmfridur@mbl.is Skjaldborg unga fólksins Pistill Hólmfríður Gísladóttir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Gróður breytir koldíoxíði í and- rúmslofti í lífræn efni og geym- ist stór hluti þess í jarðvegi. Á ráðstefnunni í Reykjavík var fjallað um möguleika til að binda kolefni í jarðvegi og þann- ig sporna gegn hlýnun. Þá var fjallað um leiðir til að tengja betur vísindalega þekkingu, stefnumörkun og beinar að- gerðir við að binda kolefni með því að auka frjósemi jarðvegs, sem um leið er grundvöllur auk- innar fæðuframleiðslu. Ráð- stefnuna sóttu um 200 þátttak- endur frá 42 löndum. Bindi kolefni í jarðvegi LEIÐ GEGN HLÝNUN Tangarínur Ræktun bindur kolefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.