Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 Á löggjafarþinginu 2012-2013 lögðu fimm þingmenn fram tillögu um sjómannaafslátt. Tillagan miðaði að því að hrinda árás rík- isstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur á sjó- menn með afnámi sjó- mannaafsláttar sem kemur að fullu til fram- kvæmda um næstu áramót. Þessir þingmenn voru Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Krist- ján Þór Júlíusson, Ragnheiður Árna- dóttir og Gunnar Bragi Sveinsson. Þrír þeirra eru nú ráðherrar í nýrri ríkisstjórn, þau Kristján Þór, Ragn- heiður Elín og Gunnar Bragi. Sjómenn treysta því að þessir nýju ráð- herrar taki höndum saman með Sigmundi Davíð og Bjarna Ben. um að hrinda árásinni á sjómenn og að sjó- mannaafsláttur verði tekinn upp á ný. Sem fyrr segir fellur sjó- mannaafsláttur að fullu niður um áramótin en hann nemur nú 246 krónum á dag en var við upphaf árása Jóhönnu og Steingríms 987 krónur; eða sem nemur 360 þús- und krónum á ári. Fimmmenning- arnir vildu hækka sjómannaafslátt og lögðu til 1.360 þúsund krónur á ári fyrir sjómenn á fiskiskipum. Sjó- menn myndu meta það að verð- leikum. Samfélagssáttmáli við sjómenn Með tillögu sinni sögðu fimm- menningarnir í greinargerð: „Helstu ástæður þess að sjómönnum hefur verið veittur sérstakur afsláttur er að þeir sinna erfiðum störfum sem eru þjóðhagslega mikilvæg og þeir dvelja langtímum frá heimili sínu og fjölskyldu vegna vinnu sinnar. Sjó- mannaafslátturinn hefur verið hluti af samfélagssáttmála stjórnvalda við sjómenn í áratugi sem núverandi rík- isstjórn afturkallaði einhliða án nokkurs samráðs eða viðræðna við sjómenn.“ Framganga Jóhönnu og Steingríms í þessu máli var mikil háðung, þeim til skammar. Upphaf sjómannaafsláttar má rekja til ársins 1954, svo það var langt til seilst að ráðast á þá. Á Norðurlöndum og meðal fiskveiðiþjóða Sjómannaafsláttur er í gildi á Norðurlöndum og meðal fisk- veiðiþjóða eins og Kanada og Nýja Sjálands. „Fiskveiðiþjóð eins og Ís- lendingar á að tryggja sjómönnum sínum sambærileg kjör við þau sem tíðkast hjá þeim fiskveiðiþjóðum sem við berum okkur saman við,“ sögðu fimmmenningarnir. Árið 2008 fengu liðlega sex þúsund sjómenn afslátt að upphæð 1.100 milljónir króna. Sama ár fengu 3.875 manns dagpeninga að fjárhæð tæpa níu milljarða króna. Ríkið greiddi rúmar 1.500 milljónir til opinberra starfsmanna. Þetta eru peningar sem eru utan staðgreiðslu, í raun skattfrjálsir. Opinberir starfs- menn njóta mikilla fríðinda umfram aðrar starfsstéttir en 18% allra dag- peninga fara til opinberrar stjórn- sýslu. Um þetta sögðu þingmenn- irnir fimm í greinargerð: „Það er sanngjörn krafa að sjómenn njóti áfram kjara sem þeir hafa haft í ára- tugi, en annað fæli í sér ójafnræði við aðrar starfsstéttir sem geta nýtt sér dagpeningagreiðslur í formi skattaf- sláttar.“ Sjómenn treysta því að rík- isstjórnin vindi ofan af ólögum Jó- hönnu og Steingríms. Þeir treysta því að ráðherrarnir standi við orð sín. Sjómenn treysta því að þau standi við orð sín um sjómannaafslátt Eftir Arngrím Jónsson » Opinberir starfs- menn njóta mikilla fríðinda umfram aðrar starfsstéttir en 18% allra dagpeninga fara til opinberrar stjórnsýslu. Arngrímur Jónsson Höfundur er sjómaður. Vorum við of vond við vinstristjórnina sem var að fara frá völdum? Eða átti hún allt vont skilið fyrir frammistöðu sína? Áður fyrr var rétt- lætanlegt að hatast við andstæðar fylkingar í stjórnmálum; þegar kalt stríð var í gangi, og svo gæti hafa farið að lokum, að annar aðilinn yrði hálmstráið sem gæti kallað yfir okk- ur kjarnorkustríð. Þannig séð var lífið sjálft í veði. En nú er það að- allega spurning um hvort allir eigi að hafa það gott; eða þá jafngott. Þó finnst mér eins og undir niðri hafi grillt í að þeir sem hæst létu á kjörtímabilinu hafi verið mótaðir af stríðshættusálfræðinni gömlu; að verið væri að berjast um svo heil- agar víglínur, að menn væru tilbúnir að fórna mörgum íslenskum manns- lífum – og sínu eigin – fremur en að láta flæma sig upp úr skotgröfum sínum. Sérlega hafði ég forystu Samfylk- ingarinnar grunaða um þetta; að það væri vottur um arfleifð minni- hlutastöðu vinstrihópa sem þyrftu að vera tilbúnir að berjast til síðasta blóðdropa til að hrinda fram heims- mynd sinni ef færi gæfist. Reyndar er líklegt að slíkar öfgar blundi í flestum okkar; að við séum tilbúin að berjast með kjafti og klóm, við allt og alla, ef allt um þrýtur; þangað til yfir lýkur. En grundvallarspurningin sem stjórnmálin standa frammi fyrir, nú í kjölfar hrunsins, er ekki sú, heldur hvort allir eigi rétt á að hafa það gott, án þess að þurfa að hætta lífi sínu til þess. Ekki er deilt um að margir eigi að hafa það gott; svo hefur lengi verið. Aðallega er deilt um hvort flestir eigi að hafa það gott. Það fannst flestum að væri reyndin fyrir hrunið 2008, en hafa ekki verið svo vissir um það síðan. Fáir gera svo kröfu um að allir hafi það gott; svo fremi sem sér og sínum nánustu sé borgið! Vinstriflokkar vilja ganga hér lengra en hægrimenn; og vera kaþ- ólskari en páfinn, er varðar hug- sjónafestu og hern- aðarlund, að þessu marki. Segja má, að þeir ættu því að upp- skera virðingu og að- dáun hægrimanna fyrir framgöngu sína að þessu leyti á umliðnu kjörtímabili. Þó hefur verið með ólíkindum hvernig þeir hafa getað breyst í einhvers konar berserki við hugsjóna- mál sín, á borð við inn- gönguna í ESB, og stjórnarskrármálið. Um leið hljóta jafnvel sjálfstæð- ismenn að finna til velvildar gagn- vart fráfarandi ráðherrum Samfylk- ingar; og að eiga þá ósk heitasta að Jóhanna megi nú loksins hvílast vel í sínu síðbúna eftirlaunafríi, og að Össur fái prófessorsembætti í líf- fræði, svo hann hætti nú að standa uppi í hárinu á hægrimönnum! Að vanda vil ég nú ljúka erindi mínu með málefnalegu ljóði: Stór hluti af fjórtándu ljóðabók minni hefur nú þegar birst í Morgun- blaðinu; en þó ekki niðurlagið á ljóði mínu um Grikkland sem heitir: 1940, 1970 og 2012. Læt ég það niðurlag því fylgja með hér. (Um leið get ég svo glatt lesendur mína með þeim tíðindum, að mér hafa nú, fyrstum skálda, hlotnast ný ljóðskáldaverð- laun Bókasafns Kópavogs; Ljóðhatt- urinn; fyrir fyrri ljóðabækur.) Og nú stefnir enn í harðstjórn á Grikklandi; er enginn vill herða sultarólina til að borga skuldir Evrópusambandsins. og þingmaður fasista hefur ráðist á vinstrikonu! Skal aftur efna til dansleiks týrananna? Far í friði, Samfylking Eftir Tryggva V. Líndal Tryggvi V. Líndal » Fáir gera svo kröfu um að allir hafi það gott; svo fremi sem sér og sínum nánustu sé borgið! Höfundur er skáld og menningarmannfræðingur. Svefnleysi er böl sem þjakar margan manninn. Víst er að samfelldar andvökur þolir enginn til lengd- ar. Sem betur fer eru til góð lyf til bjargar svo og ýmis önnur ráð. Imovane er svefnlyf, sem inniheld- ur virka efnið zópík- lón, 7,5 mg í töflu. Það virkar á 20-30 mín. og er því tekið inn rétt áður en gengið er til náða. Verkunin er stutt því lík- aminn umbreytir virka efninu fljótt í óvirk efni þannig að magn þess í blóðinu minnkar um helming á 4-6 klst. Zópíklón er efnafræðilega og byggingarlega óskylt öðrum svefn- lyfjum, t.d. benzódíazepínum, en sækir væntanlega í sömu eða álíka viðtaka (bindistaði) í heilanum og þau. Ég hef ætíð verið frekar laus- svæfur, einkum þegar bjart er um nætur, en þó ekki til mikils ama. Veturinn 1998 fór hjartslátt- aróregla að hrjá mig og það varð til þess að ég tók hálfa Imovane með köflum til þess að geta sofið. Þessi hjartaóregla kom í hviðum, sem vöruðu oftast í nokkra mánuði með löngum hléum á milli og í þeim tók ég ekkert Imovane. Svona gekk þetta allt til upphafs ársins 2007 en þá versnaði hjartaó- reglan verulega og tók ég þá hálfa Imovane á hverju kvöldi. Eftir um tvo mánuði ráðfærði ég mig við vinnu- félaga minn, sem þjáðst hafði af svip- aðri hjartaóreglu. Hann benti mér á lyf (Tambocor 100 mg), sem hann hafði fengið við henni og ég rauk þá strax til hjarta- læknis og heimtaði að fá þetta lyf með það sama. Þetta hreif, hjartaóreglan hvarf strax og kom ekki aft- ur þó ég hætti að taka lyfið eftir nokkra mánuði. En mér fannst dásamlegt að detta strax inn í draumalandið á kvöldin. Mér fannst líka að ég væri orðinn það gamall (70 ára) að ég gæti alveg leyft mér þennan munað og hélt því áfram að taka hálfa Imovane á hverju kvöldi. Þannig gekk þetta ljómandi vel til haustsins 2010 en þá hætti ég að vinna. Sú breyting fór illa í mig, sem varð til þess að ég tók heila Imovane á hverju kvöldi til hausts- ins 2012. Þá hafði ég sætt mig við mína hagi og minnkaði skammtinn í hálfa töflu. En í vor fannst mér einhvern veginn að nú væri nóg komið af svo góðu og hætti að taka svefnlyfið ágæta, sem ég hafði þá tekið í sex ár samfleytt. Svefninn var nokkuð óvær fyrstu næturnar eftir að ég hætti en þetta gekk fljótt yfir og núna, um einum mán- uði síðar, sef ég svefni hinna rétt- látu þrátt fyrir næturbirtu. Engu öðru lyfi hefur verið bætt við. Mikill áróður hefur verið rekinn gegn notkun svefnlyfja hér á landi mörg undanfarin ár. Mér skilst að margir læknar séu ragir við að ávísa þeim og að sumir sjúklingar séu hræddir við þau eða skammist sín fyrir að nota þau. Þessi lyf eru ekki greidd af sjúkratryggingum og finnst mér það vera fordómar og mismunun. Þeir sem setja svona reglur ættu að reyna það á eigin skrokki hve svefnleysi getur verið hrikaleg kvöl. Með þessu er ég ekki að mæla með notkun svefnlyfja frekar en annarra lyfja. Engin lyf, hvorki svefnlyf né önn- ur, ætti að nota nema nauðsyn beri til. Þeir sem gerzt til þekkja vita að skaphöfn mín er og hefur alltaf verið þannig að mér stendur mikil hætta af að ánetjast svefnlyfjum. En reynsla mín af langri notkun Imovane bendir til þess að áróð- urinn gegn því hafi verið og sé talsvert orðum aukinn. Til varnar Imovane Eftir Reyni Eyjólfsson »Reynsla mín af langri notkun Imovane bendir til þess að áróðurinn gegn því hafi verið og sé talsvert orðum aukinn. Reynir Eyjólfsson Höfundur er lyfjafræðingur, PhD í náttúruefnaræði, stud.med.herb. 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is TIL LEIGU Ólafur Jóhannsson Rekstrarfræðingur Löggiltur leigumiðlari Löggiltur fasteignasali 534 1023 / 824 6703 olafur@jofur.is Allar nánari upplýsingar veitir: Borgartún 27, 105 Reykjavík Skrifstofuhúsnæði Möguleiki á að leigja allt að 2.000 fm Leigist í einu lagi eða hlutum Glæsilegt skrifstofuhúsnæði sem skiptist í opin rými, lokaðar skrifstofur og fundarherbergi. Móttaka er á hæð. Möguleiki á að fá afnot af móttöku í anddyri, matsal á efstu hæð og kennslurými. Parket á gólfi, kerfisloft og lagnastokkar með veggjum. Loftræstikerfi er í húsinu. Bílastæðakjallari. Laust 1. júlí 2013.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.