Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013
✝ Halldóra Guð-rún Gísladóttir
fæddist á Hóli í
Ólafsfirði 9. októ-
ber 1929. Hún lést á
dvalarheimilinu
Hornbrekku í
Ólafsfirði 24. maí
2013.
Foreldrar henn-
ar voru Kristín
Helga Sigurð-
ardóttir, f. í Héð-
insfirði 6.6. 1897, d. 10.9. 1986,
og Gísli Stefán Gíslason, f. 5.12.
1897, d. 26.3. 1981. Systkini
Halldóru eru: Anna Lilja, f. 5.9.
1920, d. 27.8. 2011, Gísli, f. 10.4.
Kristín Aðalheiður, f. 4.4. 1949,
maki Víglundur Pálsson, f. 6.9.
1948, börn þeirra Halldóra Guð-
rún, f. 26.11. 1967, Hannes Páll,
f. 28.1. 1971, kvæntur Lenu Rós,
f. 7.9. 1972, og Andri Viðar, f.
21.10. 1979. Kristín á níu barna-
börn og eitt barnabarnabarn. 2)
Elva, f. 19.8. 1956, maki Bjarni
Már Jensson, f. 23.8. 1953, dæt-
ur þeirra Þórunn Selma, f. 9.11.
1976, í sambúð með Bjarna
Sindra Bjarnasyni, f. 15.11.
1970, og Helena Guðrún, f. 22.5.
1979, maki Arnar Már Arnþórs-
son, f. 12.11. 1973. Elva á sex
barnabörn. 3) Rut Sigurrós, f.
5.10. 1964, maki Kári Jónasson,
f. 19.3. 1962. Synir þeirra Mar-
teinn Gauti, f. 20.3. 1994, og Atli
Berg, f. 10.3. 1999.
Halldóra Guðrún verður jarð-
sungin frá Ólafsfjarðarkirkju í
dag, 1. júní 2013, og hefst at-
höfnin kl. 11.
1922, Sigurður
Halldór, f. 25.12.
1923, d. 13.5. 1997,
Björn, f. 23.6. 1925,
d. 14.1. 2010,
Ólafía, f. 15.8. 1928,
d. 5.8. 2012, Petrea
Aðalheiður, f.
30.10. 1930, Ásta, f.
18.8. 1933, d. 2.12.
2010, og Guð-
mundur Jón, f. 24.3.
1937.
Halldóra giftist 28. desember
1954 Hannesi Sigurðssyni frá
Vermundarstöðum í Ólafsfirði,
f. 4.9. 1925, d. 21.10. 1996. Dæt-
ur Halldóru og Hannesar eru: 1)
Elsku amma. Okkur er efst í
huga virðing og þakklæti fyrir
að fá að eiga þig fyrir ömmu og
fá að læra af þér svo margt
sem við höfum að leiðarljósi í
okkar lífi. Þinn ljúfi persónu-
leiki einkenndist fyrst og
fremst af dugnaði og mikilli
væntumþykju og ást á þínum
nánustu. Það voru forréttindi
að fá að kynnast þínum lífs-
viðhorfum og verklagni í hverju
því sem þú tókst þér fyrir
hendur. Þú gekkst alltaf ákveð-
in og rösklega til allra starfa og
þér féll aldrei verk úr hendi á
meðan heilsan leyfði. Vegna þín
lærðum við ungar að sauma og
prjóna og þú lést okkur rekja
upp og laga þangað til hlut-
urinn var orðinn vel gerður því
það var ekki nóg að kunna að
gera hlutinn heldur átti hann
líka að vera fallegur og vel unn-
inn. Sama var um bakstur og
eldamennsku, þú lagðir miknn
metnað í að gera allt vel og
meira en nóg af öllu svo allir
færu saddir og sælir frá þér.
Eftir að við fluttumst til
Reykjavíkur og vorum búnar
að stofna heimili þá sóttist þú
eftir að fá að dvelja til skiptis
hjá okkur systrum, það þótti
okkur afar vænt um og gátum
við þá sýnt þér hvað þú hafðir
kennt okkur mikið í gegnum
árin.
Þú varst varla komin úr
skónum og jakkanum þegar þú
varst farin að aðstoða okkur í
heimilisstörfunum og þegar
kominn var tími til að halda
heim á leið voru allar flíkur í
húsinu hreinar, öll rúmföt og
skyrtur straujaðar, bakkelsi í
frystinum og hvergi rykkorn að
sjá.
Mikið eigum við eftir að
sakna þín, elsku amma. Þegar
við vorum yngri þá lögðum við
það í vana okkar að skreppa til
ömmu og afa daglega, ýmist til
að fá að borða ef maturinn
heima var ekki nógu góður, til
að kvarta yfir ósanngjarni með-
ferð í foreldrahúsum eða til að
spila við þig og taka svo einn
léttan dans í lokin. Það fannst
okkur gaman. Við fórum alltaf
brosandi heim, sama hversu
mikið var snúið upp á okkur í
upphafi heimsóknar, já þú
kunnir að leggja fram rök og
láta okkur horfa á hlutina frá
öðru sjónarhorni. Það var þér
svo mikið kappsmál að allir
væru sáttir og ánægðir. Eftir
að við systur eignuðumst svo
okkar fyrstu börn þá tóku þau
við þessu hlutverki. Þau tóku
það upp hjá sér sjálf að heim-
sækja þig daglega þegar þau
voru stödd í Ólafsfirði, til að fá
að borða, til að spjalla um lífið
og tilveruna og til að spila og
dansa við langömmu. Þeirra
söknuður er mikill en þau
geyma góðar minningar um
yndislega langömmu í hjartanu
alla tíð.
Með þessum fáeinu orðum
viljum við þakka þér fyrir allar
þær stundir sem við höfum átt
saman. Þakka þér fyrir hjálp-
ina sem þú veittir okkur, fyrir
ráðleggingarnar og hugulsemi
þína fyrir okkur og fjölskyld-
unum okkar. Við þökkum þér
fyrir þær góðu minningar sem
þú hefur gefið okkur um ömmu,
vænstu og hugljúfustu konu
sem lét ekkert sér óviðkomandi
og bar ætíð hag annarra fyrir
brjósti.
Við munum sakna þín mikið,
elsku amma, en huggum okkur
við að afi tekur vel á móti þér
og að þið eruð nú saman á ný.
Við huggum okkur við að þú
kvaddir sátt við lífsverk þitt og
hlutskipti í lífinu.
Hvíl í friði, elsku amma.
Þínar
Helena Guðrún og
Þórunn Selma.
Elsku amma, nú ert þú búin
að kveðja okkur eftir erfið veik-
indi síðustu mánuði og komin
til afa sem við vitum að tók á
móti þér.
Söknuðurinn er þegar mikill
en það er samhengi á milli
sorgar og ljúfra minninga.
Minninga sem koma í hugann á
stundu sem þessari og gera það
bærilegra að sætta sig við orð-
inn hlut sem enginn fær breytt.
Við erum afar þakklátir fyrir
að hafa verið hjá þér síðustu jól
nokkrum dögum áður en þú
veiktist og þurftir eftir það að
dvelja á sjúkrahúsi, breytingin
við að koma á Aðalgötu 31 síð-
ustu mánuði var mikil, engin
amma til að taka á móti okkur,
en við áttum samt góðar stund-
ir með þér á sjúkrahúsinu.
Þú varst afskaplega kær-
leiksrík og góð amma og hugs-
aðir mikið um þína fjölskyldu
og fengum við svo sannarlega
vænan skammt af þeirri vænt-
umþykju þinni. Þegar við kom-
um í heimsókn til Ólafsfjarðar
með mömmu og pabba var til-
hlökkunin ekki síður mikil hjá
þér en okkur. Á Aðalgötu 31
var alltaf veisluhlaðborð þá
daga sem við dvöldum hjá þér
og má segja að matar- og kaffi-
tímar hafi nánast runnið sam-
an, slíkar voru kræsingarnar,
því þú passaðir að enginn væri
eða færi svangur frá þér. Sér-
staklega viljum við minnast á
kóteletturnar í Gúndaofninum,
karamellukökuna og banana-
brauðið sem alltaf var til hjá
þér þegar við komum því þú
vissir að okkur þætti þessar
kökur og kóteletturnar svo góð-
ar.
Margt brölluðum við saman,
t.d. gengum við oft að tjörninni
til að skoða og gefa öndunum,
keyrðum fram í sveitina að Hóli
þar sem þú varst fædd og upp-
alin og á leiðinni lýstir þú því
sem fyrir augu okkar bar og
sagðir okkur ýmsar sögur frá
uppvaxtarárum þínum á Hóli.
En eitt er eftir sem við vorum
ekki búin að gera, það var að
setja skopmyndirnar þína í al-
búm, en amma, við skulum
redda því.
Við fylgdumst vel með öllu
hjá þér og frændfólki okkar á
Ólafsfirði því á milli allra heim-
sóknanna voru mörg góð símtöl
milli okkar og þín, þú sagðir
okkur meira að segja frá fólki
sem þú þekktir en við ekki
neitt. Hvíl þú í friði, elsku
amma, minning þín mun lifa
með okkur um ókomna tíð.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Kveðja,
Marteinn Gauti og
Atli Berg Kárasynir.
Halldóra Guðrún
Gísladóttir
Hvernig skrifar maður um
manneskju sem hefur alltaf
verið til. Hvar byrjar maður?
Minningarnar og samveru-
stundirnar eru svo margar, svo
góðar, svo skemmtilegar. Hvar
byrja ég að skrifa? Kannski á
því sem hún hefur kennt mér.
Að gefast aldrei upp. Að hlusta
á börnin og leyfa þeim að njóta
sín. Að hlæja og hafa gaman af
lífinu, líka þegar á móti blæs.
Að syngja við verkin, það gerir
þau svo miklu skemmtilegri.
Eða á ég að byrja á öllu því
sem hún gerði fyrir mig. Að
setja mig alltaf í fyrsta sæti
þegar ég var hjá henni og gæta
þess að mér liði vel. Að taka á
móti mér á hverju sumri þegar
Lilian Agneta
Mörk Guðlaugsson
✝ Lilian AgnetaMörk Guð-
laugsson fæddist í
Þórshöfn í Fær-
eyjum 25. maí 1926.
Hún lést á Landa-
kotsspítala 13. maí
2013.
Útför Lilian Ag-
netu var gerð frá
Fossvogskirkju 21.
maí 2013.
hún bjó í Dan-
mörku og ekki
bara mér, líka vin-
konum mínum ef
ég óskaði eftir því.
Að bjóða mér uppá
franskar eftir
hverja innkaupa-
ferð í Brugsen, því
þá varð innkaupa-
ferðin líka
skemmtileg fyrir
mig. Að fara með
mig í Tívolí, á ströndina og
Sommerland á hverju sumri, af
því mér þótti það svo skemmti-
legt. En kannski ætti ég að
skrifa um hennar líf. Að hún
eignaðist átta börn. Að hún var
einstæð með sjö börn, bláfátæk
en vann myrkranna á milli til
að halda fjölskyldunni saman
og tókst það. Að hún kynntist
elsku afa Sæma, sem var bál-
skotinn í henni og vildi gera
allt fyrir hana. Að henni leið al-
veg eins og gerði allt fyrir
hann. Að hún átti áttunda barn-
ið sitt með honum, „bara svona
fyrir hann“ sagði hún brosandi.
Að hún kom frá Færeyjum ung
stúlka, ætlaði að stoppa stutt á
Íslandi á leið sinni til Englands
að læra hjúkrun. Að plönin
breyttust allverulega og hún
var ánægð með það. Eða ætti
ég að byrja á því að skrifa
hvernig hún var? Hún talaði
hátt, ákveðið, hafði kolsvartan
húmor og var hrókur alls fagn-
aðar. Hreimurinn og talsmátinn
var færeyskur, danskur og ís-
lenskur allt í bland, algjörlega
einstakur. Hún var barngóð
með eindæmum, vildi knúsa
mann og kyssa og svo koma
einhverri næringu í mann, því
ekki mátti fara svangur heim.
Að „næringin“ var yfirleitt ís,
kók, flögur eða kökur, það var
allt í lagi því ömmur hafa al-
ræðisvald í dekri. Að hún var
góð, hlý, brosmild, skemmtileg
og elskaði tónlist og kóngafólk.
Að hún var amma mín, ynd-
isleg, sterk, falleg, ótrúleg.
Amma mín, þú bannaðir mér
að syrgja þig, því þú áttir langt
og gott líf sem þú varst mjög
sátt við. Ég skal reyna að hlýða
því, en ég get engu lofað.
Vala Mörk Jóhannesdóttir.
Mig langar að minnast elsku-
legrar ömmu minnar Lillian
Agnetu með örfáum orðum, en
hún lést mánudaginn 13. maí sl.
Amma var einhver skemmtileg-
asta og fyndnasta kona sem ég
hef átt samleið með í lífinu,
alltaf var stutt í glettin tilsvör
og sagði hún skemmtilega frá
einu og öllu. Alltaf þegar ég
kom í heimsókn var glatt á
hjalla og gat amma sagt sögur
frá liðnum tímum, frá uppvaxt-
arárum sínum í Færeyjum, ár-
unum í Hveragerði og á Sel-
fossi eða frá tímanum í
Danmörku en þau Sæmi afi
bjuggu þar í rúman áratug.
Amma nefndi oftar en einu
sinni hversu gæfusöm hún var
að hafa eignast Sæmund að
manni en þegar hún dó var
stutt í 50 ára brúðkaupsafmæli
þeirra. Sæmundur afi stóð allt-
af við hlið hennar sem klettur
og var henni stoð og stytta í
öllu.
Þó veikindi hafi verið erfið
síðustu árin var hún alltaf glöð
og reytti af sér brandara við
hvert tilefni, þannig að eftir
hverja heimsókn fór maður
brosandi heim og ánægður.
Amma fylgdist vel með okkur
barnabörnunum og hvað við
gerðum í lífinu, meðal annars
okkar íþróttaiðkun, var ekki
laust við að hún væri montin af
okkur og man ég hversu glöð
hún var þegar við náðum að af-
reka það að verða bikarmeist-
arar í körfubolta núna í febrúar
sl. Nú þegar amma er kvödd er
mér efst í huga þakklæti fyrir
að hafa kynnst jafn elskulegri
konu og hún var. Minningu um
hana mun ég geyma í hjarta
mínu um ókomin ár.
Marvin Valdimarsson.
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
www.kvedja.is
571 8222
82o 3939 svafar
82o 3938 hermann
✝
Innilegar þakkir og kveðjur til ykkar allra sem
sýnduð okkur ástúð og hlýju með nærveru
ykkar, blómum og vinarkveðjum við fráfall og
kveðjuathöfn ástkærrar eiginkonu, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
MÖRTU FANNEYJAR SVAVARSDÓTTUR,
Víðidal.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar III á Heilbrigðisstofnun
Sauðárkróks fyrir alla umhyggju, ástúð og hlýju.
Guð blessi ykkur öll.
Stefán Gunnar Haraldsson,
Svavar Haraldur Stefánsson, Ragnheiður G. Kolbeins,
Pétur Helgi Stefánsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir,
Jóhanna Sigríður Stefánsdóttir, Einar Örn Einarsson,
Margrét S. Stefánsdóttir, Ólafur Hafsteinn Einarsson,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför eigimanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
ÓLAFS ÞÓRÐAR SÆMUNDSSONAR
rafvirkja,
Mávahlíð 33.
Jónína Sigurðardóttir,
Vigdís Sjöfn Ólafsdóttir,
Sigurður H. Ólafsson, Guðfinna Hákonardóttir,
Hafdís Ólafsdóttir, Guðmundur Már Ragnarsson
og barnabörn.
✝
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og
vinarþel við andlát og útför eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÁSTBJARGAR HALLDÓRSDÓTTUR,
Boðaþingi 24,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir fyrir stuðning og hlýju
sendum við starfsfólki heimahlynningar, líknardeildar
Landspítalans í Kópavogi og Heimahjúkrunar Kópavogsbæjar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Teitur Jónasson.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
UNNAR MARÍU HJÁLMARSDÓTTUR,
Klettaborg 12,
Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við Heimahlynningu
á Akureyri og læknum og hjúkrunarfólki á
lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri.
Tryggvi Jóhannsson,
Hafdís Jóhannsdóttir, Jósef G. Kristjánsson,
Heiðrún Jóhannsdóttir, Skarphéðinn Leifsson,
Helgi Jóhannsson,
Daníel Jóhannsson, Kristín Hjálmarsdóttir,
Sólveig Eyfeld
og barnabörn.
✝
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð við
andlát og útför okkar ástkæra
HILMARS GUÐLAUGS JÓNSSONAR.
Elísabet Jensdóttir,
Jens Hilmarsson,
Jón Rúnar Hilmarsson,
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.