Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 44
100 ÁRA44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 Glæsilegt einbýlishús um 600 fm. Húsið er á tveimur hæðum og stendur á sjávarlóð á einum eftirsóttasta stað á höfuðborgarsvæðinu. Að innan er húsið rúmlega tilbúið undir tréverk en fullfrágengið að utan. Lóð er fullfrágengin með stéttum, heitum potti, gufubaðstofu o.fl. Hér er um að ræða einstaka eign á frábærum stað. Húsið er hannað af Steve Christer og Margréti Harðardóttur. Allar nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson og Gunnar Helgi Einarsson. Einbýlishús á sjávarlóð á sunnanverðu Seltjarnanesi Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Það er enginn „bisness“ nema báðir aðilar séu ánægðir.“ Þetta var kjör- orð Sigfúsar Bjarnasonar, forstjóra og stofnanda Heklu hf., en í síðasta mánuði voru 100 ár liðin frá fæðingu hans. Sigfús byrjaði með tvær hend- ur tómar og náði með mikilli elju og ósérhlífni að verða einn af helstu at- hafnamönnum landsins. Fótgangandi til Borgarness Sigfús Bergmann Bjarnason fæddist hinn 4. maí 1913 í Núpsdals- tungu. Foreldrar hans voru Bjarni Björnsson bóndi og Margrét Ingi- björg Sigfúsdóttir. Framan af ævi Sigfúsar bjuggu þau á bænum Rófu en fluttust árið 1928 að Kollafossi. Þau höfðu einungis búið þar í tvö ár þegar heimskreppan skall á Íslandi af fullum þunga. Í kjölfar kreppunnar miklu ákvað Sigfús, þá 17 ára gamall, að fara að heiman og suður til Reykjavíkur. Þar ætlaði hann sér í verkamanna- vinnu svo hann gæti létt undir með foreldrum sínum. Hann fór fótgang- andi með allar eigur sínar á bakinu vestur Hrútafjarðarháls, suður Holtavörðuheiðina og til Borg- arness, þaðan sem hann fékk sér far með strandferðaskipinu Suðurlandi til Reykjavíkur. Var Sigfús sjóveik- ur og kastaði upp alla leiðina. En fall er fararheill, því að hann var fljótur að finna sér vinnu hjá útgerðarfyr- irtækinu Akurgerði í uppskip- unarvinnu. Einn daginn þar ákvað hann að reyna fyrir sér sem hjálp- arkokkur á togara, en sú sjóferð endaði á sömu lund og ferðin frá Borgarnesi. Var þá fullreynt með að Sigfús yrði sjómaður. Misstu einn af stórlöxunum Sigfús sneri aftur heim á Kolla- foss um haustið þegar faðir hans veiktist. Hann settist í Reykjaskóla í Hrútafirði. Meðfram náminu stýrði Sigfús mötuneyti skólans og seldi samnemendum sínum ritföng. Á Reykjum kynntist Sigfús Rannveigu Ingimundardóttur, sem síðar varð kona hans, og eignuðust þau saman fjögur börn. Ósætti milli skólastjórans og eins kennarans varð til þess að nem- endur skólans gerðu „uppreisn“. Sigfús var einn af forsprökkum upp- reisnarinnar og varð hún til þess að hann fékk ekki inni í Samvinnuskól- anum á Bifröst þar sem honum hafði áður verið lofað plássi. Hafði Jónas frá Hriflu það síðar á orði að þar hefði samvinnuhreyfingin misst „einn af stórlöxunum“. Sigfús sneri aftur til Reykjavíkur, 19 ára gamall, með það fyrir augum að setjast í undirbúningsbekk Verzl- unarskóla Íslands. Örlögin og lífs- barátta kreppunnar höguðu því svo að í staðinn fékk hann sér vinnu, fyrst sem mjólkurpóstur og síðar í fiskvinnu hjá Kveldúlfi. Jafnframt því seldi hann tryggingar og sóttist það vel. Hjá Kveldúlfi kynntist Sig- fús Magnúsi Víglundssyni og ákváðu þeir að fara saman í verslunarrekst- ur. Stofnuðu þeir ásamt Pétri Þórð- arsyni heildverslunina Heklu 1933 utan um innflutning á spænskum ávöxtum og þýskri vefnaðarvöru. Sigfús, sem þá var tvítugur að aldri, valdi nafnið einkum með tilliti til þess að það yrði útlendingum þjált í munni. Fór Magnús til Spánar og kynnti sér aðstæður í þaula á meðan Sigfús sá um að selja vörurnar sem Magnús útvegaði. Þeir Sigfús og Magnús voru út- sjónarsamir á tímum kreppu og hafta. Á stríðsárunum keypti Sigfús Magnús síðan út úr Heklu og gerði það að fjölskyldufyrirtæki. Í kjölfar seinni heimsstyrjaldar fór Hekla að fikra sig í átt að því að flytja inn bif- reiðar og vinnuvélar. Fékk Hekla umboð fyrir bresku Rover- bílaverksmiðjurnar og seldi Land Rover-jeppa svo þúsundum skipti. Síðar bættust við merki á borð við Volkswagen, Audi, Mitsubishi og Skoda. Urðu Volkswagen-bjöllurnar frægu á meðal vinsælustu bíla lands- ins. Öll fyrirtækin blómguðust Sigfús lagði jafnan hart að sér og vandi sig snemma á það að vinna sextán til átján klukkustundir á dag. Erfiðið tók sinn toll og var farið að draga mjög af honum upp úr fimm- tugu. Sigfús varð bráðkvaddur að- faranótt 19. september 1967, 54 ára að aldri. Segja má að það síðasta sem Sigfús tókst á hendur fyrir and- látið hafi verið að koma blaðinu Vísi á réttan kjöl upp úr 1965. Blaðið var þá í eigu Sjálfstæðisflokksins og var mikill fjárhagslegur baggi á flokkn- um. Sigfús tók þá að sér ásamt fleiri mönnum að taka við rekstri Vísis. Var þar tekið til hendinni og náðist á undraskömmum tíma að snúa við blaðinu svo eftir var tekið. Sagði Jó- hann Hafstein, þáverandi varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, í minn- ingargrein um Sigfús að þar hefði sannast að „það blómgaðist hvert það fyrirtæki, sem hann tæki að sér“. Heimild: Vilhelm G. Kristinsson, Sigfús í Heklu, Reykjavík 2003. Engin viðskipti nema báðir séu ánægðir Með bílaumboðið Sigfús stendur við sýningarbíl frá Land Rover 1948. Ljósmynd/Hekla Fimmtugur Sigfús fagnar fimmtugsafmæli sínu í maí 1963 ásamt konu sinni Rannveigu Ingimundardóttur. Bjöllur Volkswagen-bjöllurnar urðu ein vinsælasta bílategundin hérlendis. Sigfús Bergmann Bjarnason, kenndur við Heklu hf., hefði orðið hundrað ára gamall 4. maí síðastliðinn. Hann náði með mikilli vinnu og atorku að brjótast úr sárri fátækt til metorða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.