Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 16
STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ný greinargerð um ástandið á stang- veiðimarkaðinum, sem unnin var fyr- ir Landssamband stangaveiðifélaga, hefur vakið mikla athygli. Enda er þar dregin upp svört mynd og hrun sagt blasa við í sölu veiðileyfa í lax- og silungsveiði. Fullyrt er að um 30% samdráttur sé í sölu veiðileyfa og að áhugi er- lendra veiðimanna á Íslandi sem lax- veiðiparadís hafi minnkað. Sagt er að verð veiðileyfa þurfi að lækka, um allt að 20% á besta tíma og 50% á jaðartímum, vor og haust. „Við heyrðum frá okkar aðildar- félögum, eins og Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, Ármönnum og fleirum að salan væri dræm. Því ákvað stjórnin að láta taka saman þessa skýrslu til að sjá hvernig ástandið er. Í ljós kom að ástandið á markaðinum er alvarlegt,“ segir Viktor Guð- mundsson, formaður Landssam- bands stangaveiðifélaga. Hann segir að þeir séu ekki að biðja um neitt samráð um lækkun veiðileyfa heldur að viðsemjendur ræði saman. „Menn þurfa einfaldlega að vakna og gera eitthvað í þessu, því málið er alvarlegt. Við höfum ekki lent í því fyrr að vera með jafn mikið af óseldum leyfum í byrjun sumars,“ segir hann. Þurfa að tala saman Viktor segir augljóst að veiðileyfa- markaðurinn sé í kreppu og að milli- stéttin, sem keypti leyfi á ákveðnu verðbili, hafi ekki lengur efni á því. Við því þurfi að bregðast. „Ég held það sé betra að veiðiréttareigendur og veiðileyfasalar tali saman og geri þetta á skynsamlegum nótum. Ég sé ekki annað en að verðlækkun sé það eina sem dugir. Í framhaldi þurfa menn að fara í viðræður um breyt- ingar á fyrirkomulagi leigu á veiði- svæðum, hvort það ætti til dæmis að fara út í að skipta áhættunni eins og stjórnarmenn SVFR hafa lagt til. Landslagið er ekki eins og það var.“ Viktor segir samdrátt líka meðal erlendra veiðimanna, þótt hann virð- ist ekki bíta á ákveðinn hóp. „En ég held það sé ljóst að við erum ekki samkeppnishæfir miðað við erlendan markað, verðið er orðið allt of hátt,“ segir hann. Hlaut að koma að þessu „Við fórum upp úr þakinu og verð- um nú að stilla okkur af,“ segir Árni Baldursson, framkvæmdastjóri Lax-á. Fyrirtæki hans hefur um ára- bil verið einn umsvifamesti aðilinn á veiðileyfamarkaðinum. Hann segir niðurstöður skýrslunnar vera réttar. „Í sjálfu sér hlaut að koma að þessu. Ég held að allir hafi vitað það, landeigendur, leigutakar sem veiði- menn. Það hefur gengið mjög vel á Íslandi, veiðin verið góð og mikill uppgangur fram að hruni. Hrunið fór ekki að koma í ljós á veiðileyfamark- aði fyrr en aðeins í fyrra en nú er komið að því. Í fyrra var algjört veiði- hrun og í kjölfarið bitnar kreppan á almennum veiðimönnum hér,“ segir Árni og bætir við að á sama tíma sé mikill samdráttur í sölu veiðileyfa er- lendis. „Flestir erlendu veiðimann- anna okkar komu frá Spáni en þeim hefur nú fækkað um níutíu prósent. Það var bölvað óstuð að fá veiði- hrunið í fyrra ofan í allt annað. Nú vantar spenninginn í menn, þeir eru daufir. En svona er ástandið og ég tel að við verðum að vinna okkur saman út úr því. Ég held að það verði ekki gert nema með verðlækkun.“ Erfitt fyrir alla Árni segir það ástand sem upp er komið vera erfitt fyrir alla. „Það er erfitt fyrir landeigendur að sætta sig við lækkun, enda treysta þeir á greiðslur af veiðisvæðunum. Á sama tíma eru leigutakar í miklum vand- ræðum við að ná endum saman til að geta greitt leiguna. En markaðurinn ræður ferðinni og nú segir markaður- inn að komið sé nóg. Það sjá allir að verðið þarf að lækka.“ Hann telur ekki ráðlegt að taka ákvarðanir um einhverja samræmda lækkun en hvetur menn til að ræða saman. „Sumar ár gáfu ágæta veiði í fyrra og eru kannski ágætlega seldar, þá þarf ekki endilega að lækka verðið þar, á meðan algjört hrun varð í öðr- um og þær eru mikið til óseldar. En heildarmyndina verður að skoða, ég hef ekki séð ástandið þetta slæmt á þeim 26 árum sem ég hef verið með Lax-á,“ segir Árni. Hann ítrekar að mikilvægasta verkefni leigusala og leigutaka sé að hlúa að viðskiptavinunum til að vernda þá mikilvægu auðlind sem stangveiðin er. „Við verðum að hafa þá á okkar bandi og fá þá til að koma að veiða, Íslendinga sem útlendinga. Ef kúnninn fer þá er margföld vinna að fá hann til baka. Á undanförnum árum höfum við talað auðlindina upp og verðið hefur hækkað; erlendir veiðimenn skilja ekki verðhækkun þegar veiðin breyt- ist ekki. Svo bætist við verðtrygging á samningum og verðbólga, þeir eru ekki vanir slíku. Það var samt í lagi þegar allir veiddu og var gaman en í fyrra veiddist lítið og þá fannst mörg- um þeirra ekkert gaman lengur. En það er ekki komið sumar enn og ým- islegt er hægt að gera.“ „Verðið þarf að lækka“  Samdráttur sagður á markaði með stangveiðileyfi  Veiðileyfasalar segja ástandið alvarlegt  „Ég hef ekki séð ástandið þetta slæmt á þeim 26 árum sem ég hef verið með Lax-á,“ segir Árni Baldursson Morgunblaðið/Einar Falur Gleði Breska veiðikonan Lilla Rowcliffe fagnar með Árna Pétri Hilmarssyni eftir að hafa veitt fallega hrygnu í Laxá í Aðaldal. Samkvæmt greinargerð sem unnin var fyrir Landssamband stangaveiðifélaga fækkar erlendum veiðimönnum. Samdráttur » Stefnir í umtalsverða fækk- un erlendra veiðimanna á dýr- asta veiðitíma sumarsins. » Hrun í laxveiði í fyrra veldur minnkandi ásókn í leyfi. » Greinargerð segir um 30% samdrátt í sölu veiðileyfa. » Skýrsluhöfundar telja þörf á 20 til 50% lækkun á verði veiðileyfa. » Viðmælendur segja ljóst að verð veiðileyfa verði að lækka. Viktor Guðmundsson Árni Baldursson 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 Skúli Hansen skulih@mbl.is Íslensku neyðarlögin brjóta ekki gegn Evrópurétti svo framarlega sem kröfuhafar hafa möguleika á því að fara með sín mál fyrir dómstóla. Þetta kemur fram í áliti Cruz Villa- lon, lögsögumanns Evrópudómstóls- ins, vegna máls franskra kröfuhafa gegn Landsbankanum sem áfrýjað hefur verið til hæstaréttar Frakk- lands. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins varðar málið skuldabréfa- eignir sem franskir kröfuhafar fengu kyrrsettar strax eftir hrun. Lands- bankinn telur sig eiga þessar eignir og hefur reynt að fá kyrrsetningunni lyft. Undirréttur í Frakklandi dæmdi Landsbankanum í óhag en bankinn hefur áfrýjað málinu til hæstaréttar Frakklands. Von er á forúrskurði Evrópudómstólsins um málið í haust. „Þetta er álit lögsögumanns Evr- ópudómsins sem styður það viðhorf slitastjórnar LBI að slitameðferðin, sem sett var á laggirnar í kjölfar laga- setningar í apríl 2009 hafi verið í sam- ræmi við Evróputilskipun um slita- meðferð fjármálafyrirtækja. Slitastjórn LBI lítur á þetta sem áfangasigur, en bendir á að þetta er ekki niðurstaða Evrópudómsins sjálfs, hennar er enn beðið, en vonir standi vissulega til að hún verði í sam- ræmi við þetta,“ segir í svari slita- stjórnar Landsbankans við fyrir- spurn Morgunblaðsins um málið. Segir neyðar- lögin samræm- ast Evrópurétti  Bíða forúrskurðar Evrópudómstólsins Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.