Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Verulegur kostnaður fylgir því að gera endurbætur á fráveitukerfum nærri 600 frístundahúsa á vatns- verndarsvæði Þingvallavatns, að sögn Péturs Inga Haraldssonar, skipulagsfulltrúa uppsveita Árnes- sýslu. Embætti hans sér m.a. um skipulags- og byggingarmál í kringum vatnið. Innan þjóðgarðsins eru flest frí- stundahús í landi Kárastaða og nokkur á Gjábakka. Utan þjóðgarðs eru sumarhús m.a. í landi Heiðar- bæjar, Skálabrekku, Miðfells, Vill- ingavatns, Ölfusvatns, Hagavíkur, Nesjavalla og Nesja. Sett voru lög um verndun vatna- sviðs Þingvallavatns árið 2005 og árið eftir fylgdi reglugerð (650/ 2006). Í henni segir m.a.: „Við hreinsun skólps frá íbúðarhúsum, frístundahúsum og húsnæði tengd [svo] ferðaþjónustu skal beita ít- arlegri hreinsun en tveggja þrepa hreinsun, sbr. reglugerð um fráveitur og skólp.“ Öll hús sem samþykkt voru eftir setningu reglugerðarinnar eiga að uppfylla kröfur hennar um hreins- un fráveitu. Árið 2009 var reglu- gerðinni breytt og tímamörk rýmk- uð varðandi endurbætur á fráveitukerfum við Þingvallavatn. Öll hús á svæðinu eiga að uppfylla nýju kröfurnar frá og með 1. janúar árið 2020. „Þessi reglugerð kostar sumar- húsaeigendur verulegar fjárhæðir ef það þarf að skipta um fráveitu- kerfi í um 600 sumarhúsum,“ sagði Pétur Ingi. „Reglugerðin kallar lík- lega á sameiginleg fráveitukerfi í vissum sumarhúsahverfum.“ Pétur Ingi sagði að víða í kring- um Þingvallavatn séu mikil hraun og lítill jarðvegur til að grafa rot- þrær í eða til að taka við siturvatni frá rotþrónum. Hann sagði að nýtt hótel á Nesjavöllum væri með lok- aða safnþró. Hana verður að tæma reglulega og losa úrganginn annars staðar. „Sumir segja að það geti verið lausn fyrir alla sumarbústaði að vera með safnþrær en því mundi fylgja mikil breyting frá núverandi ferli við hreinsun rotþróa. Menn setja ekki vatn frá sturtum og vösk- um í safnþrærnar og því þyrfti að breyta frárennsliskerfum flestra húsanna yrði sú leið farin,“ sagði Pétur Ingi. Hann benti á að sumarhúsahverf- in í kringum Þingvallavatn væru með elstu sumarbústaðahverfum landsins. Við mörg elstu húsanna eru gamlar og úreltar útfærslur á rotþróm. En fleira hefur breyst. „Áður voru sumarhús aðallega notuð um helgar á sumrin. Nú eru þetta orðin heilsárshús. Auk þess notar fólk í dag meira vatn en afi og amma gerðu. Það veldur auknu álagi á frárennsliskerfin. Það eru engar vatnsveitur og sumarhúsa- eigendur hafa víða látið bora eigin neysluvatnsborholur, eins og í landi Kárastaða. Það liggur í augum uppi að neysluvatn og fráveituvatn fer illa saman,“ sagði Pétur Ingi. Hann sagði ástandið í kringum Þingvalla- vatn nú vera svipað og það var í gömlu sumarhúsahverfunum í Grímsnesinu. Þar hefur vatnsveitu- gerð gjörbreytt ástandinu. Líklega víða pottur brotinn Kristján Sigurðsson, fyrrverandi formaður Félags sumarhúsaeigenda í landi Kárastaða, segir að Þjóð- garðurinn á Þingvöllum hafi lengst af sinnt sumarhúsabyggðinni lítið sem ekkert. Hann telur að víðar sé pottur brotinn í fráveitumálum við vatnið en innan þjóðgarðsins. Flestir bústaðirnir í landi Kára- staða eru á landi sem var utan eldri marka þjóðgarðs. Svæðið fór undir þjóðgarð þegar Þingvellir komust á heimsminjaskrá UNESCO árið 2004. Eftir það fóru afskipti Þing- vallanefndar vaxandi, að sögn Krist- jáns. Lóðarleigugjald var hækkað um helming og réttindi lóðarleigu- hafa afnumin hvað varðar ný lög er kveða á um réttindi lóðarleiguhafa utan þjóðgarðs. „Það hefur ætíð þurft að ganga hart eftir Þingvallanefnd til að fá eitt og annað í gegn. Það var ekki hugsað um vegahald og mál voru í ólestri fram að því að félagið var stofnað 2004 til að efla tengslin við Þingvallanefnd,“ sagði Kristján. Hann sagði stranga leiguskilmála gilda á svæðinu. „Ég fagnaði því á sínum tíma að fara inn á svæði með mitt sumarhús með svona góðu og miklu eftirliti. Það kom síðan í ljós að það var ekkert eftirlit þarna.“ Samskiptin við Þingvallanefnd bötnuðu þó við stofnun félagsins, að sögn Kristjáns. Hann sagði að það hefði verið áhugamál félagsmanna að fá betra eftirlit með rotþróm. Ástæða þess var ekki síst að neyslu- vatnið er sótt í borholur „Við vissum að í sumum borhol- um hafði orðið vart mengunar,“ sagði Kristján. Þingvallanefnd tók vel í það í byrjun að athuga með rotþrær og vatnsból en síðar var því borið við að ekki væri til fjármagn til þess. Mengunarslys varð sumarið 2010 þegar verktaki á vegum sveitar- félagsins losaði seyruvökva úr rot- þróm út í umhverfið á vatnsvernd- arsvæðinu á Þingvöllum. Vökvinn fór niður um gljúpt hraunið og mengaði drykkjarvatn á svæðinu, að sögn Kristjáns. Fyrst um sinn eftir slysið tók heilbrigðiseftirlitið sýni af neysluvatninu en því var síðan hætt og ekki lengur talin ástæða til þess. „Enginn virtist bera ábyrgð á eftirliti með gæðum drykkjarvatns á svæðinu. Það er yfirleitt alls stað- ar eftirlit með drykkjarvatni nema þar sem eru færri en 50-60 sumar- hús,“ sagði Kristján. Hann benti á að ekki væri um einkalóðir að ræða heldur leigulóðir í eigu ríkisins. Ríkið og þjóðgarðsvörður hljóti að eiga að hafa eftirlit með því að neysluvatn á svæðinu sé í lagi og eins rotþrærnar. Dýrt að laga fráveitur bústaðanna  Nærri 600 frístundahús eru á vatnsverndarsvæði Þingvallavatns  Öll húsin eiga að uppfylla kröfur um frárennsli 1. janúar árið 2020  Ekkert eftirlit á svæðinu, að sögn eiganda sumarbústaðar Ljósmynd/www.mats.is Kárastaðanes Sumarhúsabyggðin er innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. Loftmyndir ehf. Borhola - vatn Rotþró ekki tæmd Rotþró tæmd Fráveitur og vatnsból sumarhúsa við Efristíg, Neðristíg og Rauð- kusunes innan þjóðgarðsins á Þingvöllum.Heimild: Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Þingvellir » Þjóðgarðurinn á Þingvöllum lagði til árið 2010 að fráveitu- og neysluvatnsmál innan þjóð- garðsins yrðu könnuð. » Þjóðgarðurinn lét afla gagna um ástand rotþróa. » Heilbrigðiseftirlit Suður- lands vann skýrslu upp úr gögnum um ástand frárennsl- ismála sumarhúsa í Kárastaða- landi innan þjóðgarðsins. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 Svonefnd menningarveisla hefst formlega á Sólheimum í Grímsnesi í dag, laugardag. Dagskráin hefst klukkan 13 með opnun á sýningunni Fuglalífi í Ingustofu. Tónleikar Sólheima- kórsins verða í Sólheimakirkju kl. 14 og kl. 15 verður kynning á orma- ræktinni í skógræktarstöðinni fyrir neðan Ingustofu. Þá verður verkið Fjörfiskur eftir Jón B. Jónasson afhjúpað af dóttur hans, Huldu Ósk, í Höggmynda- garði Sólheima. Á sunnudaginn verður messa í Sólheimakirkju kl. 14. Kaffihús, listhús og verslun verða opin alla daga frá kl. 12-18 í sumar ásamt sýningum sem eru innanhúss. Einn- ig verða tónleikar alla laugardaga í Sólheimakirkju og hefjast þeir klukkan 14. Sólheimar Menningarveisla sumarsins hefst núna um helgina. Dagskrá á Sólheim- um um helgina Sumarstarf Ár- bæjarsafns í Reykjavík hefst í dag, 1. júní. M.a. verður í dag opnuð sýn- ing um hús- vernd og skipu- lagsmál í miðbæ Reykjavíkur á síðari hluta 20. aldar. Á morgun geta gestir litið inn til sjómanns- fjölskyldu í Hábæ og fengið inn- sýn í hennar daglegu störf. Að venju verður starfsfólk safnsins búið klæðum sem tíðk- uðust á síðari hluta 19. aldar. Á sunnudögum verða steiktar lummur í Árbæ og á laug- ardögum verður teymt undir börnum. Sumarstarf Árbæj- arsafns að hefjast Leikið á nikku í Árbæjarsafni. Í dag hefst sumaropnun á Leik- fangasýningunni í Friðbjarn- arhúsi, Aðalstræti 46 á Akureyri. Sýning þessi samanstendur af hundruðum leikfanga sem eru öll frá liðinni öld. Þrjú ár eru liðin frá því þessi sýning var opnuð. Opið verður alla daga í sumar frá kl. 13-17 auk þess sem hægt er að panta skoðun á öðrum tím- um. Sumaropnun á Leik- fangasýningunni STUTT Garðsláttur. Hafðu samband, þetta gæti verið ódýrara en að kaupa sér nýja sláttuvél. FÁÐU GARÐSLÁTTINN Í ÁSKRIFT Í SUMAR. Til fjölda ára hefur Garðlist þjónustað viðskiptavini sína með garðslátt í formi áskriftar. Við bjóðum upp á fjölmargar lausnir sem miða af viðhaldsþörf hverrar lóðar. TRAUST ÞJÓNUSTA Í YFIR 20 ÁR Frá því Garðlist ehf. var stofnað fyrir 24 árum síðan, höfum við haft það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu fyrir garðinn á einum stað. Við þökkum þeim þúsundum einstaklinga, húsfélaga og fyrirtækja sem við höfum átt í viðkiptum við unandarin ár, á saman tíma og við bjóðum nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna. Tunguhálsi 7 110 Reykjavík 554 1989 www.gardlist.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.