Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 Boðaföll og Reki nefnist sýning á verkum Dóru Kristínar Halldórs- dóttur sem nú stendur yfir í Kirsuberjatrénu/Herberginu, að Vesturgötu 4 í Reykjavík. Dóra sýn- ir vatnslitamyndir málaðar undir sterkum áhrifum frá náttúrunni og einnig lágmyndir og skúlptúra sem hún vann í rekavið. „Hvert verk er einstakt, búið til úr endurnýtanlegu efni beint úr náttúrunni, slípað af hafi, hlaðið orku og ratar til „réttra“ eigenda eftir langt ferðalag með straumum sjávar,“ segir m.a. um verkin í tilkynningu. Dóra lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands árið 1982, starfaði lengst af við myndlistarkennslu en er starfandi myndlistarmaður í dag. Þetta er sjö- unda einkasýning hennar. Boðaföll og Reki Dóru Myndir Hluti vatnslitamyndar eftir Dóru Kristínu sem er á sýningunni. Norðurljós – næturbirta norðursins nefnist sýning sem opnuð verður í Minjasafninu á Akureyri í dag kl. 15. Sýn- ingin samanstendur af ljósmyndum frá árinu 2013 og málverkum frá 1899 eftir danska málarann Harald Moltke. Hann var í hópi vísindamanna frá dönsku veð- urstofunni sem komu gagngert til Akureyrar 1899 til að rannsaka norðurljósin. „Norðurljósaleiðangur vísindamanna dönsku Veður- fræðistofunnar 1899-1900 til Akureyrar hefur legið í gleymskunnar dái áratugum saman. Fæstir hafa heyrt minnst á danska norðurljósaleiðangurinn, rannsóknar- húsið Auroru, sem reist var á höfðanum þar sem nú er Kirkjugarður Akureyrar, eða „Höllina“ sem byggð var á Súlutindi í 4.000 feta hæð,“ segir m.a. í tilkynningu frá Minjasafninu á Akureyri. Þar kemur einnig fram að einn af veigameiri þáttum leiðangursins hafi verið í höndum danska málarans Har- ald Viggo Moltke. „Hlutverk hans var að fanga töfra norðurljósanna með pensli, náttúrufyrirbrigði sem hann hafði aldrei séð og enginn hafði áður málað. Hann skiss- aði hreyfingar þeirra, stærð og litbrigði á nóttunni. Á morgnana sat hann á vinnustofunni í Auroru þar sem næturbirta norðursins lifnaði við á striganum. Málverk hans vöktu verðskuldaða athygli á sínum tíma og voru sýnd í Kaupmannahöfn og í París aldamótaárið 1900.“ Á sýningunni kallast málverk Moltke frá 1899 á við ljósmyndir Gísla Kristinssonar, áhugaljósmyndara frá Ólafsfirði. „Þótt 114 ár skilji listamennina að eiga þeir það sameiginlegt að nálgast myndefnið af vísindalegri nákvæmni og gæða norðurljósin lífi, Moltke með olíu- litum, Gísli í gegnum linsu myndavélarinnar,“ segir í til- kynningu og þar er bent á að Gísli hafi nýtt sér norður- ljósaspár Veðurstofu Íslands til að eltast við næturbirtu norðursins. Rétt er að geta þess að sýningin er unnin í samstarfi við DMI, dönsku veðurstofuna, og Peter Stauning sem gaf út bók um leiðangurinn árið 2011. Í tengslum við sýninguna verður boðið upp á svo- nefnda norðurljósavinnustofu barnanna. Þar gefst börn- um á öllum aldri tækifæri til að lita, skissa eða leika sér með norðurljósin sér til skemmtunar. Um leið geta þau ímyndað sér hvernig það er að reyna að fanga þau að kvöldi og mála að morgni með nákvæmum hætti, líkt og Moltke gerði á sínum tíma. Helgi Jóhannsson, konsúll Danmerkur, opnar sýn- inguna með stuttu ávarpi og afhendir Minjasafninu á Ak- ureyri gjöf frá Dönsku veðurfræðistofnuninni. Töfrar norðurljósanna fangaðir með pensli Ljósadýrð Málverk eftir Harald Viggo Moltke frá 1899 sem sýnir norðurljós yfir rannsóknarhúsinu Auroru.  114 ár skilja að ljósmyndir og málverk af norðurljósum í Minjasafni Akureyrar Í dag hefst sumaropnun á Leik- fangasýningunni í Friðbjarnarhúsi, Aðalstræti 46, á Akureyri. Á sýn- ingunni má sjá hundruð leikfanga frá síðustu öld en í sumar eru þrjú ár liðin frá því sýningin var opnuð fyrst í húsinu. Ýmsar sérsýningar hafa verið haldnar þar, m.a. á tré- leikföngum sem framleidd voru hjá Leikfangagerð Akureyrar og Leifs- leikföngum á árunum 1931-1960. Sýningin verður opin alla daga í sumar kl. 13-17. Leikföng á sýningu Sýningargripir Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi verður opnuð í dag. Útgáfan Bed- room Comm- unity hefur sent frá sér fyrsta mynddiskinn, tvöfaldan DVD- pakka sem inni- heldur heimild- armyndina Eve- rything Every- where All The Time, tónleika- myndina The Whale Watching Tour og upptöku af tónleikum Daníels Bjarnasonar með hljómsveit. Eve- rything Everywhere All The Time var frumsýnd á RIFF 2011 og síðar sýnd m.a. á Airwaves, CPH:DOX og Air d’Islande. Í myndinni er fylgst með nokkrum listamönnum útgáf- unnar þegar þeir héldu í tónleika- ferðalagið Whale Watching Tour 2010. The Whale Watching Tour inniheldur lokahnykk tónleika- ferðalagsins, tónleika fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúsinu á Listahátíð. Tvöfaldur DVD-pakki Daníel Bjarnason Hjálpræðisher- inn stendur fyrir svonefndum „Hertex-degi 2013“ í dag milli kl. 11-17. Dag- skráin hefst með opnun fata- og nytjamarkaðar kl. 11 í Herkast- alanum að Kirkjustræti 2 þar sem einnig verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Kl. 14 stíga popp- stjörnur og hljómsveitir á svið, en þeirra á meðal eru Eyþór Ingi, Lea- ves, Dorthea Dam, Sísý Ey og Steini í Hjálmum. Tilgangurinn með dag- skránni er að „skemmta sér og öðr- um, vekja athygli á og virkja náungakærleika,“ segir í tilkynn- ingu. Með sölumarkaðnum er ætl- unin að afla fjár til reksturs dagset- urs sem Hjálpræðisherinn rekur á Eyjaslóð og er athvarf fyrir úti- gangsfólk. Hertex-dag- urinn 2013 Eyþór Ingi ÓKEYPIS AÐGANGUR HÁDEGISTÓNLEIKAR Í NORÐURLJÓSUM, HÖRPU ÞRIÐJUDAGINN 4. JÚNÍ KL.12:15 BYLGJA DÍS GUNNARSDÓTTIR, SÓPRAN JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON, BARITÓN ANTONÍA HEVESI, PÍANÓ TOSCA OG ONÉGIN Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Englar alheimsins (Stóra sviðið) Lau 1/6 kl. 19:30 Lau 8/6 kl. 19:30 Fös 14/6 kl. 19:30 Sun 2/6 kl. 19:30 Sun 9/6 kl. 19:30 Lau 15/6 kl. 19:30 Fös 7/6 kl. 19:30 Fim 13/6 kl. 19:30 "Fullkomin útfærsla á skáldsögunni" SÁS Fréttablaðið Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 2/6 kl. 14:00 Sun 1/9 kl. 14:00 Aukas. Sun 9/6 kl. 14:00 Sun 8/9 kl. 14:00 Aukas. Síðustu sýningar! Kvennafræðarinn (Kassinn) Lau 1/6 kl. 19:30 Fim 6/6 kl. 19:30 Lau 8/6 kl. 19:30 Brjálæðislega góð sýning! Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 1/6 kl. 13:30 Lau 1/6 kl. 15:00 Karíus og Baktus skella sér í sumarfrí og koma aftur í haust! Patch Adams - fyrirlestur (Stóra sviðið) Fim 6/6 kl. 19:30 Stöngin inn! (Stóra sviðið) Sun 16/6 kl. 19:30 Leikfélag Fjallabyggðar sýnir áhugaverðustu áhugasýningu ársins! Mary Poppins (Stóra sviðið) Lau 1/6 kl. 13:00 Sun 9/6 kl. 13:00 Lau 14/9 kl. 19:00 ný sýn. Sun 2/6 kl. 13:00 aukas Fös 6/9 kl. 19:00 ný sýn. Sun 15/9 kl. 15:00 ný sýn. Mið 5/6 kl. 19:00 aukas Lau 7/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 19/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 6/6 kl. 19:00 Sun 8/9 kl. 15:00 ný sýn. Fös 20/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 7/6 kl. 19:00 Fim 12/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 21/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 8/6 kl. 19:00 Fös 13/9 kl. 19:00 ný sýn. Einn vinsælasti söngleikur heims, loks á Íslandi. Nýjar sýningar komnar í sölu! Gullregn (Stóra sviðið) Þri 11/6 kl. 20:00 aukas. Fim 13/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas Mið 12/6 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00 Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Allra síðustu sýningar. Mýs og menn (Stóra sviðið) Sun 9/6 kl. 20:00 lokas Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Núna! (Litla sviðið) Þri 4/6 kl. 20:00 lokas Þrjú ný íslensk verk eftir ung og öflug leikskáld í einni sýningu. Circus Cirkör: Wear it like a crown (Stóra sviðið) Fim 4/7 kl. 20:00 Lau 6/7 kl. 20:00 Mán 8/7 kl. 20:00 Fös 5/7 kl. 20:00 Sun 7/7 kl. 20:00 Þri 9/7 kl. 20:00 Í samstarfi við Norræna húsið. Meginsýning Volcano sirkushátíðarinnar. Tengdó (Litla sviðið) Lau 1/6 kl. 20:00 Sun 2/6 kl. 20:00 Fös 7/6 kl. 20:00 lokas Grímusýning síðasta leikárs. Allra síðustu sýningar. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gullregn – allt að seljast upp!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.