Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 53
MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 Allar vegferðir taka enda og það eitt vitum við um lífshlaup okkar að það mun á endanum renna sitt skeið. Stundum með algerlega ótímabærum og sviplegum hætti, en sem betur fer oftar að geng- inni langri og farsælli ævi. Fósturfaðir minn, Jón Sigurðs- son, eða Nonni eins og hann var kallaður, hefur nú kvatt þennan heim saddur lífdaga og fengið hina endanlegu líkn frá erfiðum veikindum sem hann glímdi við sín seinustu æviár. Fyrir mér markast lífshlaup Nonna að miklu leyti af sviplegu fráfalli þar sem ungir menn fór- ust af slysförum langt fyrir aldur fram. Árið 1971 var mikið örlagaár í ævi okkar. Í desember 1971 ferst Stígandi NK 33 í línuróðri og með honum bræðurnir Einar Þór Halldórsson, faðir minn, og Björn Björgvin Halldórsson. Faðir minn lét eftir sig eiginkonu, móð- ur mína, Rósu Skarphéðinsdótt- ur, sem þá var um þrítugt og fjög- ur börn, systur mínar Gunnu Stínu, Siggu og Sólveigu, auk þess sem sú fjórða, Þórey Björg, fæddist í mars 1972. Ég var elst- Jón Sigurðsson ✝ Jón Sigurðssonfæddist í Nes- kaupstað 24. júní 1932. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 12. maí 2013. Jón var jarðsung- inn frá Guðríð- arkirkju í Graf- arholti 27. maí 2013. ur, 11 ára, og systur mínar frá 6-10 ára á þessum tíma. Það er að sjálf- sögðu mikið áfall fyrir lítið samfélag þegar slys sem þessi verða og fyrir unga fjölskyldu er eins og tilverunni sé kippt í burtu og allt verður mikilli óvissu háð og til- finningar eins og reiði og sorg verða allsráðandi. Nonni og faðir minn höfðu ver- ið góðir vinir og ég man eftir Nonna strax sem lítill strákur, ásamt föður sínum gerði hann út trilluna Sillu. En Nonni var smábátasjómaður austur í Nes- kaupstað alla ævi. Á þeim vikum og mánuðum sem liðu eftir Stígandaslysið var mikill gestagangur á heimilinu og vinir og kunningjar lögðu sig fram um að veita okkar ungu fjöl- skyldu stuðning. Nonni var í þeim hópi. Hann og móðir mín fella svo hugi saman og hann gengur okk- ur systkinunum fimm, á aldrinum eins til tólf ára, í föðurstað. Í des- ember 1973 fæðist svo sjötta systkinið, Einar Björn Jónsson. Að stíga inn í það hlutverk sem Nonni gerði er meira en að segja það. Eftir því sem ég hef elst og þroskast hef ég betur gert mér grein fyrir því örlæti og þeim stórhug sem þarf að búa yfir til að vera tilbúinn að axla þá ábyrgð sem í því felst. Nokkuð sem ég held að fáum mönnum sé gefið. Ég naut leiðsagnar Nonna á unglingsárum og var töluvert á sjó með honum. Nonni reyndist mér í alla staði mjög vel. Hann sýndi mér ótakmarkaða þolin- mæði og hvatti mig og aðstoðaði í að láta drauma mína rætast. Nonni var örlátur, hlýr og glað- vær maður. Nonni naut þess að sjá barna- börn vaxa úr grasi sem öll voru frá unga aldri mjög hænd að hon- um vegna meðfæddrar hlýju og örlætis. Nafni hans og sonur okk- ar hjóna, Jón Héðinn, naut þess sem ungur strákur að heimsækja ömmu og afa austur í Neskaup- stað og fara með afa á Sillunni út á fjörð að veiða fisk. Sem gjarnan var svo matreiddur af ömmu og borðaður með bestu lyst. Nú er lokið okkar vegferð sam- an og ég, ásamt konu minni Krist- ínu Sjöfn og afanafna þínum, Jóni Héðni, kveð þig Nonni minn, og geymi í huga mér minninguna um hlýjan, örlátan og stórhuga mann. Kristinn Halldór Einarsson. Nú hefur Nonni okkar kvatt þennan heim. Ég held að hann hafi verið tilbúin til þess og lang- ar mig að minnast þessa einstaka manns með nokkrum orðum. Það fara ekki margir í sporin hans Nonna held ég. Hann var alltaf jákvæður og stutt í brosið hjá honum og þegar ég hugsa til hans finnst mér að algengasta svarið hans hafa verið; „já elskan“. Þeg- ar ég var 10 ára gömul fórst pabbi minn á sjó og mamma var ein með okkur 4 systkinin og ólétt að sínu 5. barni, það elsta 11 ára. Það var ekki lítið verkefni að taka að sér svona bú en þú tókst við því eins og þú hefðir skapað það sjálfur. Svo eignuðust þið mamma son, litla bróður okkar Einar Björn og það var aldrei hægt að greina að við hin börnin værum ekki börnin þín, því þú komst alltaf fram við okkur eins og við værum af þínu eigin holdi og blóði. Ég er óend- anlega þakklát þér fyrir að hafa komið inn í líf okkar fjölskyldunn- ar, því ég veit ekki hvernig hefði farið fyrir okkur ef það hefði ekki gerst. Ég man eftir uppsteyt í mér sem unglingur gagnvart þér, en þú mundir ekki eftir neinu svo- leiðis þegar við ræddum það fyrir nokkrum árum og ég minnti þig á það. Þú tókst þessu með jafnaðar- geði eins og þér var tamt og svo var það bara búið. Það sem mér finnst hafa einkennt þig, elsku Nonni, er blíða, þér þótti vænt um menn og dýr, og það voru ófáir kettlingarnir sem þú komst með heim úr beitiskúrnum, þeir voru svo litlir og ósjálfbjarga og þurftu umönnun svo þú tókst þá bara að þér eins og okkur börnin og síðar barnabörnin sem þér þótti svo vænt um líka. Þú varst mikill prakkari í þér og hafðir gaman af góðlátlegri stríðni. Eftir að þú þurftir að hætta að róa á trillunni þinni vegna veikinda snérir þú þér að golfinu af mikilli ástríðu og eyddir mörgum stundum á golf- vellinum og að horfa á golf í sjón- varpinu. Við Viktor nutum góðs af því þegar þið mamma fluttuð suður fyrir 12 árum því það var alltaf hægt að leita til þín og það voru ófáar stundirnar sem afi kom og passaði ef sá stutti var veikur. Ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér af pabba og öllum bræðrum hans sem þú þekktir svo vel og ég efast ekki um að það hafi verið slegið upp þakkarveislu þér til handa hinum megin, fyrir það góða verk sem þú inntir af hendi í okkar þágu hérna megin og sem verður seint fullþakkað. Hvíl í friði, elsku Nonni. Minning um einstakan mann með risastórt hjarta mun lifa með okkur að eilífu. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín Guðrún Kristín (Gunna Stína). Þá er komið að kveðjustund, elsku pabbi. Síðustu ár hafa verið þér erfið og okkur öllum og oft héldum við að ekki væri nú langt eftir, en þú reifst þig upp og sýnd- ir þrautseigjuna sem þú bjóst alla tíð yfir. Það dró hinsvegar smá saman af þér í vetur og eflaust ertu hvíldinni nú feginn. Þú tókst okkur fjölskylduna upp á þína arma, rétt fertugur að aldri. Ekkju með 5 börn, og var ég sú yngsta. Þú varst því alltaf pabbi minn. Þú hafðir þó stundum áhyggjur af því þegar ég var yngri að ég upplifði mig ekki sem þína dóttur, og dekraðir mig því eflaust aðeins meira en yngri bróður minn. Ég gat alltaf spurt pabba ef ég vildi fá „já“. Þú komst fram við okkur öll eins og þín eig- in börn, varst örlátur og þakk- klátur fyrir að eiga okkur að. Það tók virkilega á þig að þurfa að hætta að róa 65 ára gamall vegna veikinda. Þú varst hinsvegar fljótur að komast upp á lagið með golfiðkunina og varðir þú löngum stundum á golfvellinum á meðan þú hafðir heilsu. Svo áttir þú nú þína uppáhaldsþætti í sjónvarp- inu og þá sérstaklega íþróttir og góðar bíómyndir. Þú naust þess að fá barnabörnin í heimsókn, og áttir alltaf nammi í skál. Vildir svo koss og knús í kveðjuskyni, það var svo gott, sagðir þú. Eftir að þú fórst að tapa minninu, voru samt alltaf vissir hlutir sem þú spurðir um, þegar ég heimsótti þig á fimmtudögum á Eir og við fengum okkur göngutúr. Alltaf spurðir þú hvernig börnin hefðu það og Kobbi. Svo komu þau kannski í heimsókn og þú áttaðir þig ekki alveg á því hver þau voru, en spurðir samt alltaf um þau. Við áttum góðar stundir saman, til að byrja með spiluðum við Yatzy, (eða þú hentir tening- unum), samstæðuspil og ég lagði kapal og þú vildir aðeins hreyfa við spilunum. Síðar þegar þú hafðir ekki hreyfigetuna í það, las ég upp úr Þjóðsögunum fyrir þig og oft hlakkaði í þér yfir lestr- inum. Kveðjustundin var friðsæl en jafnframt erfið. Þú losnaðir undan þjáningunum og fyrir það er ég þakklát. Ég er líka þakklát fyrir að hafa verið svo heppin að eignast þig sem pabba, á fyrsta ári. Ég mun sakna þín. Hvíldu í friði. Þórey Björg. ✝ HrafnhildurHéðinsdóttir fæddist í Borg- arnesi 3. október 1927. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 16. maí 2013. Hrafnhildur var dóttir hjónanna Hólmfríðar Pét- ursdóttur, f. 27. febrúar 1903 á Núpum í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu, d. 21. maí 1944, og Héðins Jónssonar, f. 1. ágúst 1900 á Hamri í Lax- árdal í Suður-Þingeyjarsýslu, d. 19. desember 1950. Hrafn- hildur var eina barn foreldra sinna en átti samfeðra syst- urnar Sigríði Héðinsdóttur, f. 24. nóvember 1947, og Hólm- fríði Héðinsdóttur, f. 2. sept- ember 1950, d. 15. júní 2006. Móðir þeirra var Guðrún Davíðs- dóttir, f. 12. apríl 1920 í Flatey á Breiðafirði, d. 10. júní 1997. Hrafnhildur giftist hinn 5. mars 1949 Pétri Guð- mundssyni, f. 2. september 1928. Foreldrar hans voru Ingibjörg Jónasdóttir, f. 27. ágúst 1906 í Brautarholti í Reykjavík, d. 14. júní 1980, og Guðmundur Pét- ursson, f. 10. september 1904 í Garðhúsum á Eyrarbakka, d. 29. febrúar 1972. Börn Hrafn- hildar og Péturs eru fjögur: 1) Guðmundur, f. 15. mars 1947, maki Jóna E. Jónsdóttir, f. 10. febrúar 1946. 2) Héðinn, f. 21. júlí 1952, maki Guðný Hildur Sigurðardóttir, f. 30. janúar 1956, börn þeirra eru Baldur, f. 1980, Heimir, f. 1985, og Hrafn- hildur, f. 1987. Fyrir átti Héð- inn Viðar, f. 1969, móðir hans er Annabella Albertsdóttir, f. 17. september 1952. 3) Hólm- fríður, f. 16. mars 1956, maki Piroz Darai, f. 21. júlí 1952, börn þeirra eru Jónas, f. 1980, og Mariam, f. 1982. 4) Jónas, f. 21. október 1960, maki Sig- urveig Una Jónsdóttir, f. 22. júlí 1961, börn þeirra eru Ingi- björg Tinna, f. 1980, Oddur, f. 1981, Pétur Hrafn, f. 1988, og Jökull, f. 1990. Barna- barnabörn Hrafnhildar eru sex. Hrafnhildur lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík og stundaði síðar nám við Þroskaþjálfaskóla Íslands. Að loknu barnauppeldi stundaði Hrafnhildur ýmis störf, lengst af við umönnun mikið fatlaðra barna. Hún vann á leikskól- anum Múlaborg síðustu árin áður en hún fór á eftirlaun. Hrafnhildur var jarðsungin frá Áskirkju 24. apríl 2013 í kyrrþey. Elsku amma. Nú ert þú komin á betri stað og nýtt hlutverk tekur við. Þú varst svo falleg og góð og vildir allt fyrir okkur krakkana gera. Það var ávallt gaman að heim- sækja ykkur afa, hvort sem það var á Jökulgrunn eða í bústaðinn upp að Elliðavatni. Allar minn- ingar okkar um þig eru góðar og hlýjar. Við gleymum aldrei stundunum sem við áttum með þér og því kveðjum við þig með söknuði og erum þakklát fyrir að hafa átt þig sem ömmu. Þú verð- ur alltaf í hjarta okkar. Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur, haginn grænn og hjarnið kalt hennar ástum tekur. Geislar hennar út um allt eitt og sama skrifa á hagann grænan, hjarnið kalt. „Himneskt er að lifa!“ (Hannes Hafstein) Ingibjörg Tinna, Oddur, Pétur Hrafn og Jökull. Elskuleg vinkona mín, Hrafn- hildur Héðinsdóttir, er látin, eftir nokkurra ára erfið veikindi. Hrafnhildur var gift mági mínum Pétri Guðmundssyni fv. flugvall- astjóra á Keflavíkurflugvelli. Þau hjón voru ákaflega samrýmd og oftast nefnd í sama orðinu. Þau bundust ung að árum og hafa gengið saman í gegnum lífið á einstaklega fallegan hátt, hlúð af alúð að öllu og öllum í kringum sig. Hrafnhildur var mikill fag- urkeri og næmi hennar næstum of mikið. Ekkert aumt mátti hún sjá og ekkert mannlegt var henni óviðkomandi. Á vinnustað var hún mjög vel liðin og eitt sinn var ég spurð af yfirmanni hennar „Úr hverju er hún gerð, hún Hrafn- hildur? “ Því gat ég svarað, úr gulli. Það var ekki hávaði né yf- irgangur, hún fór hljóðlega að hlutunum og þar sem hún áður vann með börnum á Múlaborg var hún á réttum stað. Börn Hrafnhildar og Péturs, Guð- mundur, Héðinn, Hólmfríður og Jónas, svo og barnabörnin, sjá nú eftir einstakri móður og ömmu. Mágur minn Pétur eftir yndis- legri eiginkonu. Ég þakka Hrafn- hildi samfylgdina og þeim hjón- um fyrir það sem þau hafa fyrir mig gert. Hvíl í friði Jónína H. Jónsdóttir, Heiðdalshúsi, Eyrarbakka. Hrafnhildur Héðinsdóttir erfidrykkjur Sigtúni 38, sími: 514 8000 erfidrykkjur@grand.is / grand.is Hlýlegt og gott viðmót Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum Næg bílastæði og gott aðgengi ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HJALTA EINARSSONAR efnaverkfræðings. Guðrún Halldóra Jónsdóttir, Halldór Jón Hjaltason, Guðrún Jónína Jónsdóttir, Einar Garðar Hjaltason, Kristín Hagalín Sigurðardóttir, Gísli Jón Hjaltason, Anna Kristín Ásgeirsdóttir, Elísabet Hjaltadóttir, Hilmar Garðar Hjaltason, Elísabet A. Ingimundardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir hlýhug og auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR GUÐBJÖRNSDÓTTUR, Jaðarsbraut 33, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis, fyrir góða umönnun. Tryggvi Björnsson, Helga Bjarnadóttir, Bryndís Tryggvadóttir, Áki Jónsson, Guðbjörn Tryggvason, Þóra Sigurðardóttir, Tryggvi Grétar Tryggvason, Þórey Þórarinsdóttir og ömmubörn. ✝ Hugheilar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐFINNU JÓNSDÓTTUR frá Helgavatni, Þverárhlíð, síðast til heimilis að Borgarbraut 65a, Borgarnesi. Diðrik Vilhjálmsson, Halldóra Jónsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Pétur Diðriksson, Karítas Þ. Hreinsdóttir, Jón Diðriksson, Sonia Didriksson, Kristjana Borchmann, Dieter Borchmann, Jóhanna M. Diðriksdóttir, Vilhjálmur M. Manfreðsson, Vilhjálmur Diðriksson, Ágústa Ólöf Gunnarsdóttir, Ebba S. Meehan, Neil S. Meehan, ömmu- og langömmubörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja við- eigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem að- standendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálf- krafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.