Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 lagt niður árið 2015. Hann hvetur borgaryfirvöld til að endurskoða þetta ákvæði skipulagsdraganna. Tómas segir Reykjavíkurflugvöll ekki einungis mikilvægan skólunum niðri í bæ heldur Keili líka. Þá hafi flugvöllurinn gríðarlega marga kosti bæði hvað varðar veðurfar sem og kennslu. „Við það að loka Reykjavíkurflugvelli er kennsluflugi nánast stillt upp við vegg gagnvart Skúli Hansen skulih@mbl.is „Það hefur gríðarlega mikið að segja ef Reykjavíkurflugvelli yrði lokað fyrir æfinga- og kennsluflugi,“ segir Tómas Beck, skólastjóri Flug- akademíu Keilis, aðspurður um þá stefnu borgaryfirvalda, sem mörkuð er í drögum að nýju aðalskipulagi, að æfinga-, kennslu- og einkaflug verði þeim skilyrðum sem við þurfum að uppfylla í þjálfun. Það eru ýmis ákvæði í reglugerð um út- gáfu flug- skírteinis um það sem þarf að æfa og þjálfa. Meðal annars ákvæði um yfirlandsflug, upplýsta flugvelli, flug að nóttu til sem og blindflug- sþjálfun þar sem þú þarft að fara ákveðið langar vegalengdir og hafa ákveðið marga varaflugvelli,“ segir Tómas og bætir við að lokun Reykja- víkurflugvallar myndi setja flugnám nánast í spennitreyju hvað varðar yfirlandsflug að nóttu til en slíkt flug er skilyrði fyrir útgáfu atvinnuflug- mannsskírteinis. Vægi flugvallarins mikið Hann segir vægi Reykjavíkurflug- vallar í flugþjálfun vera mjög mikið, einkum varðandi það að hægt sé að standa við þá þjálfun sem veitt er í dag. „Það verður ekkert leynt að þetta yrði mikið högg fyrir flugkennslu á Íslandi,“ segir Tómas. „Í sjálfu sér væri það ekki nægi- legt að öllu leyti að fara bara hrein- lega á einhvern sveitaflugvöll þar sem flugvélar gætu fengið að fara inn í skýli og svo bara í loftið,“ segir Tómas aðspurður hvert flugnámið gæti leitað ef lokað yrði fyrir flug- kennslu á Reykjavíkurflugvelli. Hann bendir á að Keflavík- urflugvöllur uppfyllir þessi skilyrði en vegna þeirra skorða, vegna flug- verndar og vopnaleitar, sem þar eru varðandi æfingaflug þyrfti að koma til mikilla breytinga þar. „Mikið högg fyrir flugkennslu á Íslandi“  Skólastjóri Flugakademíu Keilis hef- ur áhyggjur af brotthvarfi æfingaflugs Tómas Beck Illugi Gunn- arsson, mennta- málaráðherra, hefur ráðið Sig- ríði Hallgríms- dóttur sem að- stoðarmann sinn. Sigríður er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og hef- ur undanfarið starfað sem ráðgjafi hjá almanna- tengslafyrirtækinu KOM. Hún hefur m.a. starfað sem framkvæmdastjóri hjá SJÁ ehf., sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri hjá Creditinfo Group og aðstoðarframkvæmdastjóri Ind- ustria ehf. Þá hefur hún bæði tekið þátt í stofnun og setið í stjórn nokk- urra fyrirtækja. Sigríður er m.a. formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykja- vík. Þá er hún varaformaður Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Sigríður ráðin að- stoðarmaður Illuga Sigríður Hallgrímsdóttir Lögreglan hefur upplýst viðamik- ið þjófnaðarmál á Akranesi, en þar hefur dýrum reiðhjólum verið stolið víða að undanförnu og hefur meðal annars verið far- ið inn í lokaða bílskúra til að ná í hjól. Einn tjónþola benti lögreglu á að hjól, sem virtist vera það sem stolið var, væri auglýst til sölu á Bland.is. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að sami aðili hafði auglýst og selt fleiri reiðhjól að und- anförnu þar og í framhaldinu tókst að finna út hver hann var. Hann var handtekinn og viður- kenndi, í slagtogi við aðra sem ekki eru búsettir á Akranesi, að hann hefði stundað það að stela reiðhjólum og koma þeim í verð með þessum hætti. Kaupendum hjólanna hefur væntanlega brugð- ið í brún þegar lögregla bankaði upp á og sótti hjólin til að koma þeim til lögmætra eigenda. Hjólaþjófur hand- tekinn á Akranesi Lögreglan á Suðurnesjum handtók í fyrrakvöld ökumann tvisvar sinn- um á sama klukkutímanum fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögregla hafði fyrst afskipti af manninum er hann ók Njarðar- braut. Bifreiðin rásaði verulega, auk þess sem hraðabreytingar voru áberandi. Maðurinn bar merki fíkniefnaneyslu og var handtekinn og færður á lögreglustöð. Sýnatök- ur staðfestu neyslu á kannabis. Vinur hans mætti svo á lögreglu- stöð, fékk bíllyklana afhenta og tók við akstri bifreiðarinnar. Nær klukkustund síðar stöðvaði lög- regla manninn aftur, þar sem hann ók Grindavíkurveg. Hann var hand- tekinn í annað sinn og færður á lög- reglustöð, þar sem hann undir gekkst sama ferli. Tekinn tvisvar á sama klukkutíma Allt á fu ll u m sn ún ingi, nóg til HEILDSÖLU lager hreinsun Fatnaður á alla fjölskylduna Vönduð og góð merkjavara á mögnuðum afslætti: Útsölunn i að ljúk a Jakkaföt frá 4.000 kr. Peysur frá 1.500 kr. Sokkar frá 100 kr. Gallabuxur frá 3.000 kr. Herraskyrtur frá 1.990 kr. Ýmiss konar barnafatnaður frá 499 kr. Dömu- og herrabolir frá 990 kr. Lagerhreinsunin fer fram að Höfðabakka 9, fyrir aftan þetta þekkta hús á höfðanum. Höfðabakka 9 110 Reykjavík Opnunartímar: Laugardag 10-16 Sunnudag 10-16 Virkir dagar 11-19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.