Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 60
60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þróar með þér nýja viðleitni, en ekki vera með of miklar væntingar. Gefðu þér nú tíma fyrir sjálfan þig. Byrjaðu á því að koma skipulagi á eigur þínar. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er góð regla að vera á varðbergi gagnvart ókunnugum. Vertu augu og eyru þeirra sem ekki fylgjast með. Haltu þínu striki, sama hvað gengur á. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hugsanlegt er að þú sjáir nýjar leið- ir til þess að fá leyfi, aðstöðu, stuðning, fé eða tæki til þess að sinna vinnunni þinni. Vertu þolinmóð/ur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér finnst þú alltaf skjóta rétt framhjá markinu. En það sem gefur besta raun er að standa kyrr og sýna sjálfstraustið án þess að depla auga. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vinir þínir virðast einstaklega gagnrýnir í dag en þér er sama hvert málefnið er, bara ef þú færð að láta dæluna ganga. Þú færð skemmtilegt símtal fljótlega. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú kannt að bjarga þér út úr erfiðri að- stöðu sem þú lendir í, en þarft þó að taka á öllu sem þú hefur. Vandkvæði tengd sam- göngum að undanförnu leysast. 23. sept. - 22. okt.  Vog Allt hefur sinn stað og stund og nú þarftu ekki annað en grípa tækifærið þegar það gefst. Hvernig væri að skella sér á nám- skeið? Leitaðu upplýsinga næstu daga og skráðu þig svo. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Komdu þér beint að kjarna máls- ins. Farðu þér hægt í að trúa öðrum fyrir leyndarmálum þínum. Mundu að enginn er annars bróðir í leik. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það skiptir öllu máli að vera sannur gagnvart sjálfum sér og öðrum. Gleymdu ekki að þakka þeim sem gera vel við þig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vinur færir þér fréttir sem koma þér úr jafnvægi í dag. Njóttu þess að leika þér og vinna að listsköpun en slepptu því að fara í búðir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Sinntu fjármálum þínum eftir þörfum í dag. Hlutirnir taka óvænta stefnu og áætlanir fara út í veður og vind. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einhver gæti sagt eitthvað í dag sem kemur við viðkvæman blett hjá þér. Farðu varlega í fjármálum og mundu að ekki er allt gull sem glóir. Ég mætti karlinum á Laugaveg-inum á horninu, þar sem Kjöt- búð Tómasar hafði verið. Hann hafði engar vöflur á því en sönglaði: Háum aldri hef ég náð sem hafði enginn fyrir mér spáð. Líf mitt virtist snubbótt, snjáð en snöfurlegt þegar að var gáð. Og hljóp við fót upp Skólavörðu- stíginn. Mér þykir skemmtilegt að fletta Árbókum Espólíns. Stíllinn er knappur og minnir á Íslend- ingasögur. Þar segir frá Casten- skjöld stiptamtmanni. Hann þótti sumum nokkuð óráðinn, – hann var léttlátur og glaðlátur, og sá ei í að hlífast við smábrot; var eitt sinn Húnvetningur einn í vandræðum fyrir stuld, er hann var mjög gjarn á, sá er Jens hét: hann var skáld- mæltur og fljótgáfaður og hét stipt- amtmaður honum hjálp, ef hann kastaði þegar fram vísu um sig; hann kvað: Merkur, hraður gefur upp gjöld góðsinnaður títt við öld sterkur glaður stór með völd stiptamtmaður Castenskjöld. Við það fríaðist hann að því sinni. Bjarni (Thorarensen) hafði beðið dóttur Stefáns Þórarinssonar, kon- ferenzráðs á Möðruvöllum, og vildi hún ei ganga með honum.; hann var skarpur maður og lögvitur, og mjög vel að sér í mörgu og hélt sér fram, skáld gott og kappsamur, meðan hann var ungur; komu þá upp vísur og fundust í Reykjavík, er viku heldur til hans hnjóð, og var þetta upphaf að: Gjörðu mik, faðir, ek girnist ei meir af gæðunum heimsins þess arna: svo iðinn sem Magnús og góðan sem Geir og grobbinn sem assesor Bjarna. Í Árbókunum segir frá Kötlu- hlaupi: En þeir Öefjord stóðu í vatn- inu á grynningum í mitti sem í þeirri von að hinir mundu koma til þeirra hestunum; kom þá annað vatnsflóð, og sló þeim út af, og sást Benedikt eigi þaðan af, en þá er sagt að hann hafi kveðið áður: Andæptir skáld upp úr móðu: fram eru feigs götur skiljast sköp, skammt er að landi, brosir bakki mót Áhrifamikil er lýsing á því, er Þórarinn Öefjord fórst í Kötlu- hlaupi. Bjarni Thorarensen orti erfiljóð, er svo endar: Forðastu að ríða þann feigðar um sand, í fjallinu er Katla og bruggar þér grand; kaldhlátur dauða þar gellur í gjá, en grátandi Skaftafells landvættir tjá: æ! hví dó hann Öefjord svo ungur! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Úr Árbókum Espólíns Í klípu „ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ ÞETTA HEIMSKA GPS- TÆKI VÆRI GALLAÐ. HEFÐI ÁTT AÐ SKILA ÞVÍ ÞEGAR ÉG HAFÐI TÆKIFÆRI TIL.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „NÁÐI HONUM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að faðma myndina af honum þegar hann er í burtu. EKKI HÆGT AÐ SNÚA VIÐ HÉRNA ER LÍTIÐ HJÓNABANDSLEYND- ARMÁL SEM ALLAR UNGAR KONUR ÆTTU AÐ VITA … „ÆSKA OG FEGURÐ ERU SKAMMVINN, EN HÆFNIN TIL AÐ BAKA GÓÐA SÚKKULAÐIKÖKU ENDIST AÐ EILÍFU.„ ÉG HEF FÁGAÐA BRAGÐLAUKA. GLEIP ÞETTA VAR MATUR. GRETTIR GR ET TI R GR ET TI R Að vera mannglöggur er fólki ekkialltaf til framdráttar. Víkverji hefur oft lent í pínlegum aðstæðum þar sem hann heilsar og „hæjar“ fólk fram og til baka sem hann þekkir ekki baun í bala. Þá fer sú hugsun í gegnum kollinn: „Þetta andlit er svo kunnuglegt að ég hlýt að þekkja þennan einstakling – segðu bara hæ!“. Á þessum rökum er kveðjunni kastað á viðkomandi. Viðbrögð þess sem fyrir kveðjunni verður taka á sig hinar ýmsu myndir. x x x Kannski hefur Víkverji átt í orða-skiptum við einstaklinginn fyrir mörgum árum eða séð honum bregða fyrir í sjónvarpinu, gildir einu í augum Víkverja. Því er sú stefna tekin að heilsa öllum kunn- uglegum andlitum sem hann kemur auga á, svo hann lendi í því að bregða upp hálfgildings bros á vör sem kem- ur út eins og beygla sem afmyndast á andliti kauða. Á þessum tíma- punkti koma upp eftirfarandi vanga- veltur í huga Víkverja: „Á ég að segja hæ eða ekki? Hver er þetta aftur? Ég hlýt að þekkja hann?“ Því er best að ganga hreint til verks. x x x Víkverji hefur brennt sig á því aðþað er betra að segja strax hvað- an hann kannist við persónuna frek- ar en að segja strax „hæ“ og bíða átekta; með spurn í augum og bros á vör sem smám saman festist á and- litinu þannig að það verður stífara og stífara og hrukkurnar hreiðra um sig. Þetta kallar fram vélræn við- brögð Víkverja og fát kemur á hann. x x x Það góða við þessar aðstæður er aðVíkverji er orðinn ansi fær í að snúa þessu upp í grín, flissa og segja: „Ég hlýt að hafa fari mannavillt“. Umræðurnar sem spinnast oft upp í framhaldinu við fórnarlömbin eru oft hinar ágætustu. En það er eitt sem honum þykir einkennilegt og hann veltir fyrir sér, hvort það sé eðlilegt að þekkja aftur mjög marga í sjón sem maður afgreiddi í búð fyrir tíu árum? Þá er ágætt að segja bara: „Já, ég afgreiddi þig oft í þessari búð fyrir tíu árum…“ víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Kostið kapps um að kom- ast inn um þröngu dyrnar, því margir, segi ég yður, munu reyna að komast inn og ekki geta. (Lk. 13, 24.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.