Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 68
LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 152. DAGUR ÁRSINS 2013
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Sjómannadagurinn, hátíðisdagur
okkar sjómanna, er næstur á dag-
skrá,“ segir Guðjón Vilinbergsson
vélfræðingur, sem hefur unnið á
sjónum í nær hálfa öld og þar af sem
vélstjóri á fossum Eimskipafélags-
ins, síðar Eimskips, í um 44 ár.
Á morgun verður haldið upp á sjó-
mannadaginn í 75. sinn. „Ég man vel
eftir fyrsta sjómannadeginum mín-
um sem sjómaður,“ rifjar Guðjón
upp. „Við vorum á heimleið á
Reykjafossi II í Norðursjónum vorið
1964. Það er alltaf hátíðarmatur úti á
sjó á sjómannadaginn en við héldum
líka upp á daginn með keppni í poka-
hlaupi, reiptogi og naglaboðhlaupi.“
Sjö ára nám
Sjómannsblóð rennur í æðum fjöl-
skyldu Guðjóns. Vilinberg Guðjóns-
son, faðir hans, var sjómaður og
Gissur Guðmundsson, móðurafi
hans, reri margar vertíðir á opnum
bátum. Rannveig Ásgeirsdóttir,
kona Guðjóns, var þerna á Gullfossi
um árabil. Ásgeir Magnússon, faðir
hennar, fórst með togaranum Jóni
Ólafssyni á stríðsárunum, og þrír
synir þeirra eru sjómenn.
Guðjón segir að fyrsta ferðin til
útlanda sé eftirminnileg. „Ég byrj-
aði til sjós þegar ég var búinn með
fjögurra ára nám í smiðjunni í mars
1964, var dagmaður í vél á Reykja-
fossi II. Fyrsta höfnin erlendis var
Kaupmannahöfn og ég stóð eins og
bjáni og horfði á öll húsin og
turnana. Síðan tók við þriggja ára
nám í Vélskólanum, þannig að ég er
langskólagenginn, en eftir námið
1967 tók ég upp þráðinn á ný hjá
Eimskipafélaginu. Svo var ég hjá
Gæslunni í flóttamannaeftirliti á
Miðjarðarhafinu sumarið 2011 og
hef verið af og til á hvalaskoðunar-
skipi frá því í fyrrasumar.“
Siglingar austur fyrir járntjald
eru mörgum eftirminnilegar. Guðjón
segir að kerfið hafi verið stirt og eins
gott að fara að settum reglum. „Ef
maður var ekki kominn um borð á
ákveðnum tíma var landgöngupass-
inn tekinn af manni og maður fékk
ekki að fara aftur í land,“ rifjar hann
upp. „Tyggjóið og amerískar galla-
buxur voru gjaldmiðillinn en maður
þurfti að fara laumulega með þetta.
Menn fóru stundum í land í tvennum
gallabuxum og stundum gekk það en
stundum ekki.“
Margt hefur breyst síðan Guðjón
meig fyrst í saltan sjó. „Birtingin í
vélarrúmunum er eftirminnilegasta
breytingin, frá handstýrðu í tölvu-
stýrt vélarúm. Þetta er mesta bylt-
ingin en eins má nefna þegar teygju-
lökin komu á dýnurnar. Þegar var
veltingur og bræla var lakið alltaf
strax komið út í horn en eftir að
teygjulökin komu eru þau alltaf föst
á dýnunni.“
Bylting með teygjulökunum
Guðjón vélstjóri
á flutningaskipum
í um hálfa öld
Almeria á Spáni Guðjón Vilinbergsson, vélstjóri á Ægi, við flóttamannaeftirlit á Miðjarðarhafinu sumarið 2011.
Sjómannadagurinn 1964 Um borð í Reykjafossi II. Jón Bogason loft-
skeytamaður afhendir Jóni Ólafssyni sérstök verðlaun fyrir að vera elsti
þátttakandinn í leikjum dagsins. Guðjón Vilinbergsson er lengst til vinstri.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Dómari níddi knapa og hross
2. Flugvél Ameliu Earhart fundin?
3. Birtu myndir af blóðugu herbergi
4. Kötturinn sat fastur í eldhúsinu
Fimm íslenskir raftónlistarmenn
og hljómsveitir koma fram á hátíðinni
Rythm Box Social sem haldin verður í
Brooklyn í New York, 2. og 3. ágúst
nk. Þetta eru Captain Fufanu, AMFJ,
Berndsen, Lord Pusswhip og Two
Step Horror. Auk Íslendinganna koma
fram hljómsveitir og tónlistarmenn
frá Kanada og Bandaríkjunum, m.a.
Syngja frá Kanada sem flytur íslensk
þjóðlög og tilraunakennt popp.
Morgunblaðið/Eggert
Íslenskir raftónlistar-
menn í Brooklyn
Hin árlega
djasssumar-
tónleikaröð veit-
ingastaðarins
Jómfrúin hefur
göngu sína í 18.
sinn í dag kl. 15
með tónleikum
kvartetts söng-
konunnar Krist-
jönu Stefánsdóttur. Auk Kristjönu
skipa hljómsveitina Kjartan Valde-
marsson, Tómas R. Einarsson og
Matthías Hemstock.
18. djasssumarið
Tónlistarmaðurinn Biggi Hilmars
hefur í nógu að snúast þessa dagana.
Stuttmynd Bigga og unnustu hans,
Maríu Kjartansdóttur, We Are Weather,
var frumsýnd í Lundúnum í síðustu
viku og hann hefur auk
þess samið tónlist fyrir
Mercedes Benz, auglýs-
ingar fyrir nýja S-Class
bifreið. Þá á hann í
samstarfi við
bandaríska skúlp-
túristann Daniel
Wurtzel, semur
tónlist við verkið
Time Machine.
Önnum kafinn Biggi
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 3-10 m/s, en norðaustan 3-8 norðvestantil. Skúrir en
bjart með köflum norðaustantil lengst af. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á sunnudag (sjómannadagurinn) Hæg breytileg átt eða hafgola og bjart með köflum,
en vaxandi suðaustanátt suðvestantil um kvöldið. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast sunnanlands.
Á mánudag Sunnan og suðaustan 10-15 m/s og rigning, einkum sunnan- og vestan-
lands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norð-Austurlandi.
Eru tveir landsleikir í júní og níu daga
samvera fyrir Evrópukeppnina í Svíþjóð
nægur undirbúningur fyrir íslenska
kvennalandsliðið í knattspyrnu? Hefði
mátt gefa betra svigrúm fyrir liðið með
því að hliðra til á Íslandsmótinu? Ís-
lenska liðið mætir Skotum á Laugardals-
vellinum í dag í eina leik sínum á heima-
velli áður en Evrópukeppnin hefst í
næsta mánuði. » 4
Er undirbúningurinn
nægur fyrir EM?
Kvennalandsliðið í körfu-
knattleik spilar til úrslita
um gullverðlaunin á Smá-
þjóðaleikunum í Lúxemborg
í dag, á lokadegi leikanna.
Íslenska sundfólkið hefur
rakað saman verðlaunum á
leikunum og Anton Sveinn
McKee er sannkall-
aður gullkálfur leik-
anna eftir að hafa
unnið sex gull-
verðlaun. »1
Gott gengi Íslend-
inga í Lúxemborg
Fyrri leikur íslenska kvennalandsliðs-
ins í handbolta í umspilinu um laust
sæti á HM í Serbíu í desember fer
fram á morgun í Vodafonehöll Vals-
manna á Hlíðarenda klukkan 16.00.
Sá síðari verður ytra
næsta laugardag
en í boði er sæti á
fjórða stórmótinu í
röð hjá íslensku
stelpunum. »3
Komast þær á fjórða
stórmótið í röð?