Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013
Það er alkunna að auglýsingum fyrirtækja er ætlað að heilla þásem sjá þær og heyra; þær eru liður í samkeppni fyrirtækj-anna um hylli neytenda enda ljóst að mikið er gjarna lagt íboðskapinn; varan og þjónustan ber af. Stundum hitta þessar
auglýsingar í mark og salan eykst þá líklega, stundum eru mistökin
hins vegar augljós. Þá kemur mér kemur í hug bílasalan sem sendi frá
sér slagorðið „Öruggur staður til að vera á“.
Þessi umræddi staður er öldungis óljós. Er það fyrirtækið? Er mað-
ur öruggur þar innan dyra?
Í hverju er öryggið fólgið?
Er átt við bifreiðina sem fyr-
irtækið selur? Er maður
öruggur undir stýri þess
vagns? Þessum spurningum
verður ekki svarað. Auglýs-
ingin er marklaus og kemur
engum skilaboðum á framfæri – en lýsingarorðið öruggur er aðlaðandi
og á væntanlega að vera miðlægt í boðskapnum. Framsetning slag-
orðsins er auk þess harla bágborin og vart boðleg íslenskum neyt-
endum.
Ógæfa fyrrnefndrar bílasölu er þó smávægileg miðað við annað fyr-
irtæki sem býður einnig upp á bifreiðar. Það klastraði saman boð-
skapnum „Lifðu meira nýtt“. Sjálfsagt hefur tilgangurinn með honum
verið sá að þegar ökumaður hinnar auglýstu bifreiðar settist undir
stýri og æki af stað fengi hann samstundis nýja sýn á líf sitt og tilveru;
lífshlaup hans til þessarar tímamótastundar væri hjóm eitt og fyrri bif-
reiðaeign einungis slæm minning. Gallinn er bara sá að orðalagið er
slíkt klúður og í svo litlum tengslum við móðurmálið að umræddum
ökumanni, vonandi áhugamanni um íslenskt mál, kæmi helst í hug að
reyna að lappa upp á gamla skrjóðinn og hafnaði með öllu að „lifa
meira nýtt“ á nýjum bíl – þvert gegn tilgangi auglýsingarinnar.
En menn ferðast ekki eingöngu á fjórum hjólum. Stundum þarf
maður að vængjast. Ég kann illa við auglýsinguna frá Icelandair þar
sem segir: „Bættu smá Denver í líf þitt“. Ég spyr mig: Hverjum er
ætlað að taka við þessum boðskap? Við hvern myndi maður mæla svo
og við hvaða aðstæður? Mér koma í hug aðstæður þar sem maður situr
við kaffiborð og segir við sessunautinn: „Viltu vera svo vænn að hella
smá rjóma í kaffið mitt“ sem þætti alveg boðlegt talmál; ég bið kunn-
ingja minn um lítinn skammt af rjóma.
Tilgangur flugfélagsins er augljóslega sá að vera svolítið alþýðlegt;
viðtakandi er eins konar kunningi; það er óþarfi að vera háfleygur við
hann. En mér finnst skotið yfir markið. Smá Denver er ekki til og flug-
félagið er ekki neinn kunningi.Við erum ekki borðfélagar í veislu. Ég
vil láta flugfélagið tala við mig sem ókunnugan mann – íslenskan.
Málið
El
ín
Es
th
er
PRÓFAÐU
NÝJA HLUTI!
HLUTAPRÓFASKÓLI
PEDRÓS
Hvernig hluti er
hægt að prófa í
skólanum þínum?
Tja, til dæmis
hláturjóga.
En hrærivélar?
Ha?
Á öruggum stað
að lifa meira nýtt
Tungutak
Þórður Helgason
thhelga@hi.is
Fyrir nokkrum dögum var forseti Finnlands,Sauli Niinistö, hér á ferð í opinberri heim-sókn. Finnar hafa ekki síður en við kynnztalvarlegum efnahagslegum þrengingum.
Það gerðist í kjölfar falls Sovétríkjanna, sem finnskur
efnahagur hafði verið mjög tengdur. Þegar Morg-
unblaðið spurði hvaða lykilatriði hefði hjálpað Finn-
um við að takast á við kreppuna svaraði forsetinn á
þennan veg:
„…virðing fyrir menntun og þekkingu, samhliða
endurskoðun á lífsgildum þjóðarinnar hefði spilað þar
lykilhlutverk, eftir tímabil mikils flæðis erlends fjár-
magns inn í landið og aukningar á gjaldeyrislántöku“.
Þetta svar finnska forsetans hefur leitað á mig síð-
ustu daga. Höfum við Íslendingar endurskoðað „lífs-
gildi“ okkar eftir hrun? Eða er það kannski einmitt
það, sem á skortir? Það hafa farið fram gífurlega
miklar umræður um samfélagið í kjölfar atburðanna
haustið 2008 en samt finna margir Íslendingar að
eitthvað vantar. Er það kannski endurskoðun á lífs-
gildum sem þarf að fara fram en hefur ekki farið
fram? Það er ekki fjarri lagi.
Það er ekki auðvelt að festa
hendur á því, þegar heilar þjóðir
„endurskoða“ lífsgildi sín. Þó má
velta því fyrir sér, hvort slíkar
umræður standi nú yfir í Bret-
landi. Í engu landi í okkar heims-
hluta hefur stéttaskipting verið jafn mikil, jafn
rótgróin og staðið jafn lengi og í Bretlandi. Rithöf-
undurinn John Le Carré (The spy who came in from
the cold) sagði fyrir skömmu í viðtali við brezka dag-
blaðið The Daily Telegraph, að þar í landi gætu menn
áttað sig á hvaða stétt viðmælandi tilheyrði á mál-
farinu. Yfirstéttin sker sig úr vegna þess fágaða
tungumáls, sem hún lærir í dýrum einkaskólum á
borð við Eton. Yfirstéttin hefur stjórnað Bretlandi
um aldir, hvað sem lýðræðinu líður. En þetta er að
breytast. Í því er fólgin endurskoðun Breta á lífs-
gildum sínum.
David Cameron á við mörg vandamál að etja heima
fyrir en af umræðum þar má ráða að ekkert er að
verða honum jafn erfitt og einmitt það að vera hluti
af þessari yfirstétt, menntaður í frægasta einkaskóla
Bretlands og þó ekki sízt það að hafa raðað í kringum
sig í Downingstræti 10 sams konar fólki. Einn af
þingmönnum Íhaldsflokksins, athyglisverð kona að
nafni Nadine Dorries, kallaði Cameron og Osborne
fjármálaráðherra fyrir nokkrum mánuðum „two ar-
rogant posh boys“, sem með frjálslegri þýðingu má
kannski kalla tvo hrokafulla puntudrengi. (Svo vitnað
sé til orða Bjarna heitins Benediktssonar forsætisráð-
herra um unga þingmenn Framsóknarflokksins á Við-
reisnarárunum.)
Tíðarandinn í Bretlandi er að breytast. Það er ekki
lengur „fínt“ að vera yfirstétt úr Eton. Þeir eiga í vök
að verjast enda í litlum tengslum við fólkið í landinu.
Á síðustu 100 árum hefur ekki verið stéttaskipting
á Íslandi að ráði vegna efnamunar en framan af 20.
öldinni kannski að einhverju leyti vegna menntunar.
Snemma á síðustu öld var það enn svo, að fæst börn
verkamanna og sjómanna gátu gengið menntaveginn.
Það misrétti er horfið en það var sárt og meira en
það fyrir þá sem það urðu að þola.
Hins vegar fór ekki hjá því síðustu ár 20. aldar og
fyrstu ár þessarar aldar að sú spurning vaknaði,
hvort hér væri að verða til stéttskipt samfélag á
grundvelli efnamunar. Auðvitað hefur hann alltaf ver-
ið til að einhverju marki en „gömlu mennirnir“, ef
svo má að orði komast, kunnu flestir að fara með efni
sín. Þau sáust ekki.
Þessi efnamunur sást hins vegar rækilega fyrir
hrun, hvort sem var á húsum, bílum eða á stöðugri
umferð einkaþota um Reykjavíkurflugvöll. Hvort sem
okkur líkar betur eða verr er ljóst að stór hluti þjóð-
arinnar missti fótanna í æð-
isgengnu kapphlaupi eftir efna-
legum gæðum.
Spurningin sem ummæli
finnska forsetans, sem hér hefur
verið vitnað til, kallar fram er sú,
hvort hér hafi farið fram ein-
hverjar umræður um endurskoðun þeirra lífsgilda,
sem með þessum hætti voru í hávegum höfð – eða
hvort það geti verið að við bíðum í óþreyju eftir því,
að 2007 komi aftur.
Getur það verið? Er það eftirsóknarvert? Til
hvers?
Kannski mundi einhver svara svona spurningum
með því einfalda svari að fólki líði betur eftir því sem
lífsþægindin séu meiri. Er það svo?
Að undanförnu hefur birtzt á mbl.is, netútgáfu
Morgunblaðsins, stórmerkur greinaflokkur sem væri
þess virði að gefa út í einhvers konar sérútgáfu, með
viðtölum við fólk sem kemur ekki fram undir nafni en
lýsir áhrifum og afleiðingum ofbeldis innan veggja
heimilis. Viðtölin eru bæði við konur og karla og lýsa
líkamlegu ofbeldi og andlegu ofbeldi.
Fólk verður ekki ofbeldisfólk við fæðingu. Ofbeldið
verður til vegna einhverra áhrifa frá umhverfi hvers
og eins. Börn sem stunda einelti eru ekki verri en
önnur börn. Einelti þeirra er viðbrögð við áföllum
sem þetta sama fólk hefur orðið fyrir í æsku.
Þetta er innra vandamál einstaklinga, fjölskyldna
og þjóða, sem hvorki Range-Roverar eða einkaþotur
leysa. Óhófleg áfengisneyzla er birtingarmynd þessa
sálræna vanda. Fíkniefnaneyzla sömuleiðis. Heimilis-
ofbeldi, afbrot og allt þaðan af verra.
Endurskoðun lífsgilda íslenzku þjóðarinnar gæti
m.a. verið fólgin í því, að samstaða verði um að í svo
litlu samfélagi fiskimanna og bænda sé ekki gott að
efnamunur verði of mikill. Og jafnframt að það sé
ekki minna þjóðfélagslegt verkefni að takast á við hin
innri tilfinningalegu vandamál fólksins í landinu en
að leggja vegi og byggja brýr.
Um endurskoðun lífsgilda
Skiptir tilfinningalegur
vandi fólks minna máli en
verklegar framkvæmdir?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Skemmtilegt var að sjá formennFramsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks kynna stjórn sína á
Laugarvatni vorið 2013. Sá staður
var ekki í miklu dálæti hjá sjálf-
stæðismönnum á fjórða áratug,
þegar Jónas Jónsson frá Hriflu fór
mikinn og lét reisa héraðsskóla á
Laugarvatni. Orðheppinn sjálf-
stæðismaður, Árni Pálsson pró-
fessor, afþakkaði eitt sinn boð á
samkomu þangað með þessum orð-
um: „Þangað fer ég ekki. Þar er
hver steinn stolinn.“ Sagði Jónas
frá þessu sjálfur seinna.
Þegar alþýðuflokksmenn settu
það skilyrði fyrir stjórnarmyndun
1934, að Jónas frá Hriflu yrði ekki
ráðherra, fór einn þingmaður
flokksins, Vilmundur Jónsson, til
Laugarvatns til fundar við Jónas.
Áttu þeir lengi tal saman, fram á
aðfaranótt 4. júlí 1934. Jónas sagði
þá: „Ég er fæddur til að stjórna!“
Vilmundur svaraði: „Það er ein-
mitt það eina, sem þú átt ekki að
gera!“
Aðrir kunnu betur að meta Jón-
as. Sú saga varð fleyg um allt land,
að gerð hefði verið skoðanakönnun
meðal nemenda í héraðsskólanum
um það, hver væri mesti maður
heims, lífs eða liðinn, og hefði Jón-
as þá fengið einu atkvæði fleira en
Jesús Kristur. Hygg ég, að þetta
sé gamansaga frekar en sann-
leikur, en fyrst rakst ég á hana á
prenti í Vikunni 1940.
Halldór Laxness sat stundum á
Laugarvatni á sumrin og skrifaði
bækur, og orti bekkjarbróðir hans
úr menntaskólanum, Tómas Guð-
mundsson:
Og ungu skáldin skrifa enn í dag.
Eitt skrifar bækur sínar
í Moskva, London, Laugarvatni og
Prag
og í lestinni til Vínar.
En hvað sem öðru líður, var Jón-
as frá Hriflu hæfileikamaður, sem
sá sumt skýrar en samtíðarmenn-
irnir. Hann taldi Íslendinga til
dæmis eðlilega bandamenn Breta
og Bandaríkjamanna á alþjóðavett-
vangi, varaði við hættunni af
kommúnismanum og taldi listina
umfram allt leitina að hinu fagra,
en skattgreiðendum bæri ekki að
leggja fram fé til listamanna, sem
geifluðu sig aðeins framan í þá
með hatursorð á vörum.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Á Laugarvatni
Since 1921
Ég elska Weleda
andlitsvörurnar
Weleda vörurnar stuðla að heilbrigði húðarinnar.
Hver einasta vörulína inniheldur eina lækningajurt sem er kjarni viðkomandi línu
og er valin með tilliti til áhrifa hennar á húðina. Í samhljómi við mann og náttúru,
lesið meira um vörurnar á www.weleda.is
-Útsölustaðir Weleda eru heilsuverslanir og apótek.
Vertu vinur okkar á facebook
www.facebook.com/weledaísland