Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Gott gengi í svartfuglseggjunum
Súlan er farin að fá
makríl við Vestmannaeyjar
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Þetta var mun betra nú en síðustu tvö ár, maður
vonar að þetta sé eitthvað að ná sér,“ segir Valur
Andersen, bjargmaður í Vestmannaeyjum, um
svartfuglavarpið. Hann og félagar hans fóru til
eggja í Súlnaskeri, Geirfuglaskeri og Geldungi.
„Við erum búnir að fara nokkrar ferðir og þetta
hefur verið ágætt. Það var nú meiri fugl í gamla
daga og heldur minna varp nú en þá, en samt
alveg þokkalegt.“
Sem kunnugt er hafa svartfuglar, þar á meðal
lundi, átt örðugt uppdráttar við Suðurland undan-
farin sumur. Dræmur viðgangur sandsílis er tal-
inn eiga þar hlut að máli. Kenningar eru um að
makríllinn éti fæðið frá sandsílinu og vilja lunda-
kallarnir helst ekki sjá makrílinn. Valur segir að í
síðustu eggjaferðinni hafi þeir orðið varir við að
súlan var farin að bera makríl á bælin þannig að
hann er kominn sunnan úr höfum.
Fuglarnir eiga seinna varpið
„Það er nóg af þessu og virkilega gaman að fara
í bjargið,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi
hreppstjóri í Grímsey, um eggjatökuna í vor.
Hann segir að vel hafi viðrað til eggjatöku lengst
af. Eggjatakan hófst í Grímsey um miðjan mán-
uðinn en er nú lokið. Sýna átti ferðamönnum
bjargsig í gærkvöldi.
„Við tökum aldrei það lengi, fuglarnir eiga alltaf
seinna varpið,“ segir Bjarni. Aðallega hirða þeir
langvíuegg en álkan er seinni til að hefja varpið.
Bjarni segir að fimm til sex úthöld stundi eggja-
töku í Grímsey og hefur hvert sinn hluta af björg-
unum. Skiptingin fer eftir gömlum jarðamerkjum
í eynni. Kiwanismenn settu merkingar við öll
fuglabjörgin í Grímsey í fyrra.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Það er svo sem ekkert sem stendur upp á stjórnvöld þarna, ég
fagna bara þessari áskorun. Bjarnarflag er í nýtingarflokki í
rammaáætlun og það var þáverandi ríkisstjórn og þáverandi um-
hverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, sem lagði fram þá tillögu,“
segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra. Hún segist
ekki munu beita sér fyrir því að færa umrædda virkjun í Bjarna-
flagi úr nýtingarflokki. Landeigendur Reykjahlíðar ehf. í Mývatns-
sveit skoruðu í gær á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að nauð-
synlegum undirbúningi vegna nýrrar 45 MW gufuaflsvirkjunar í
Bjarnarflagi verði lokið og að framkvæmdir hefjist sem fyrst.
Ragnheiður Elín minnir á að umhverfismat sé í gildi og hún
treysti því og trúi að það taki ríkt tillit til sjónarmiða er varða
verndun Mývatns. „Ég sé hvernig Landsvirkjun hefur haldið á
málum. Þeir eru búnir að vera í nánu samstarfi og samráði við sér-
fræðinga og heimamenn þannig að ég treysti þeim fyllilega til að
taka ákvörðun og ég veit að lífríki Mývatns verður ekki teflt í
hættu.“ heimirs@mbl.is
Ekki breyting í Bjarnar-
flagi með nýjum ráðherra
Landeigendur í Mývatnssveit
skora á stjórnvöld vegna Bjarnarflags
Veikleikar eru í
fjárlögum ársins,
að sögn Bjarna
Benediktssonar,
fjármála- og
efnahags-
ráðherra. Hann
nefnir sér-
staklega að fyrri
stjórnvöld hafi
tekið ákvarðanir
sem leiða til auk-
inna útgjalda í ár og næstu ár. Þá
hafi aðrir liðir verið vanáætlaðir og
útlit fyrir að tekjuáætlun gangi ekki
eftir.
Fjármálaráðherra er að taka
saman upplýsingar um stöðuna.
Hann kynnti fyrstu niðurstöður á
fundi ríkisstjórnarinnar í gær. „Það
stefnir í að staða ríkissjóðs verði
umtalsvert lakari en gert hefur ver-
ið ráð fyrir, ef ekkert verður að
gert,“ segir Bjarni við Morgun-
blaðið. Hann segist ekki geta skýrt
frá einstökum liðum á þessari
stundu eða fráviki í heildina en
reiknar með að gera það fljótlega.
Ráðherrar bregðist við
Bjarni segist gera einstökum
ráðuneytum grein fyrir helstu nið-
urstöðum. Tilgangurinn sé að þau
hafi ráðrúm til að bregðast við í
tíma. Hann reiknar með að ráð-
herrar viðkomandi málaflokka komi
með tillögur um það hvernig bregð-
ast megi við hallarekstrinum.
Þótt Bjarni tjái sig ekki um ein-
staka liði segir hann að vitaskuld
komi til greina að endurskoða ein-
stök verkefni, ef þau hafi verið
ákveðin við aðrar aðstæður en nú
séu uppi, og forgangsraða í sam-
ræmi við áherslur í stjórnar-
sáttmála ríkisstjórnarinnar.
Útgjöld vegna lánsveða
Meðal þeirra mála sem til athug-
unar eru, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins, er sameiginleg
viljayfirlýsing ríkisstjórnarinnar og
Landssamtaka lífeyrissjóða um að-
gerðir í þágu yfirveðsettra heimila
með lánsveð til íbúðarkaupa. Hún
mun hafa veruleg áhrif á útgjöld
ríkissjóðs, komi hún til fram-
kvæmda á þann hátt sem samið var
um. Þá mun stefna í að útgjöld til
sjúkratrygginga fari fram úr áætl-
un, eins og oft áður.
helgi@mbl.is
Lakari
staða hjá
ríkissjóði
Bjarni
Benediktsson
Ráðherrar þurfa
að forgangsraða
Þessi glaðlega stúdína fagnaði útskriftardeginum
með bros á vör í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Á
vordögum má gjarnan sjá nýútskrifaða og stolta
stúdenta fagna áfanganum um borg og bý. Flestir
skarta þeir hvítu húfunum langþráðu. Kvenna-
skólinn útskrifaði stúdenta við hátíðlega athöfn í
Hallgrímskirkju í gærdag en framhaldsskólar á
borð við Verslunarskólann, Menntaskólann við
Hamrahlíð og Flensborgarskólann útskrifuðu
nemendur um síðustu helgi.
Glöð út í lífið með húfuna hvítu
Morgunblaðið/Eggert
Brosin ráða ríkjum í sumarbyrjun
Jarðhitasvæðið í Bjarnarflagi er í landi
Reykjahlíðar og landeigendur Reykja-
hlíðar ehf. benda á að nú sé stefnt að
því að reisa 45 MW virkjun í Bjarnar-
flagi sem sé helmingi minna orkuver
en Skipulagsstofnun miðaði við í
úrskurði sínum.
Í úrskurði sínum um mat á um-
hverfisáhrifum árið 2004 féllst Skipu-
lagsstofnun á nýja virkjun í Bjarnar-
flagi með allt að 90 MW framleiðslu-
getu, að uppfylltum ákveðnum
skilyrðum, að því er segir í áskorun
landeigenda.
Minna á matið
ÁÐUR STEFNT AÐ STÆRRI VIRKJUN
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Kæli- og frystiskápar
Quality, Design and Innovation
25%
afsláttur
Staða mála vegna
ótíðar á Norður-
og Austurlandi í
vetur og vor var
rædd á fundi í at-
vinnuvega- og ný-
sköpunarráðu-
neytinu í gær.
Forsvarsmenn
Bændasamtak-
anna, Ráðgjafar-
miðstöðvar land-
búnaðarins og Bjargráðasjóðs
kynntu stöðu bænda fyrir fulltrúum
ráðuneytisins.
Vegna kals í túnum þurfa margir
bændur að rækta upp tún sín og sá
til grænfóðurs til að reyna að fá ein-
hverja uppskeru í haust. Ráðunautar
telja að þar sem tjónið er mest geti
allt að 90% túna verið ónýt.
Ljóst er að bændur þurfa að
leggja í mikla vinnu og fjármuni til
að laga ræktun sem hefur eyðilagst.
Haft er eftir Sindra Sigurgeirssyni,
formanni Bændasamtakanna, á vef
samtakanna, að Bjargráðasjóður
hafi ekki burði til að mæta tjóninu að
óbreyttu og að önnur úrræði þurfi til
að koma.
Sindri sagði að Bændasamtökin
myndu vinna að lausn mála með
stjórnvöldum því miklir hagsmunir
væru í húfi fyrir bændur á stórum
svæðum landsins.
Ræða um
stöðu
bænda
Vilja vinna með
stjórnvöldum
Sindri Sigur-
geirsson