Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 26
VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við þurftum að stokka upp spilin og breyta starfsemi geðsviðsins. Og ég tel þá leið sem við völdum hafa verið skynsamlega. Í geðheilbrigðismálum á Vesturlöndum hefur svonefnd af- stofnanavæðing verið leiðarljós. Því höfum við fylgt,“ segir Páll Matthías- son, læknir og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Legudögum á geðdeildum sjúkra- húsa fækkar hvarvetna og fólki er nú í ríkari mæli en áður sinnt í sínum daglegu aðstæðum úti í samfélaginu. „Sú leið er manneskjulegri og ódýrari en sjúkrahúsvist og þjónustan jafn- framt betri að mínu mati,“ segir Páll. Páll Matthíasson tók við í nýju starfi sem framkvæmdastjóri geð- sviðs Landspítalans árið 2009. Þá blasti við mikill niðurskurður í starf- semi sviðsins sem hefur haft úr rúm- um þremur milljörðum kr. á ári að spila. Niðurskurður síðustu ár er rúmlega 20%. Sinna þeim veikustu „Á geðsviði Landspítala sinnum við þeim veikustu, flóknari vandamálum sem aðrir geta ekki sinnt, sem og fræðslu og rannsóknum. Síðan höfum við kappkostað að efla samstarf við aðra þætti velferðarþjónustunnar um einfaldari mál, jafnt við heilsugæslu og velferðarsvið sveitarfélaga. Bráða- þjónustan hjá okkur er nánast óbreytt en legutími á deildum er yf- irleitt skemmri en áður og viðmið um innlögn þrengri. Fólki sem er betur á vegi statt eða er í endurhæfingu mætum við úti í samfélaginu og í sín- um daglegu aðstæðum. Það gefur góða raun.“ Til marks um þetta nefnir Páll að um aldamót hafi legupláss á geðdeild- um Landspítalans verið nærri 260. Nú séu þau 125. Þessar tölur séu skýrt dæmi um afstofnanavæðingu. Aðeins örfá ár eru síðan langleg- udeild á Kleppi var lokað, en þar höfðu að jafnaði dvalist um tíu ein- staklingar. Einn þeirra sem fóru af sjúkrahúsinu við lokun deildarinnar í búsetu með stuðningi hafði þá dvalist á sjúkrastofnunum í 42 ár. Tekist að fækka innlagnardögum Við Reynimel í Reykjavík er aðset- ur samfélagsteymis geðsviðs Land- spítalans. Það var stofnað 2010 og hafa liðsmenn þess það hlutverk að sinna um 80 manns á höfuðborg- arsvæðinu sem glíma við ýmiskonar geðraskanir. „Fólkið sem Reynimel- urinn sinnir var áður í endurteknum bráðainnlögnum en fær nú stuðning úti í samfélaginu, stuðning til virkni og þess að vinna sjálft að bata sín- um,“ segir Páll. Þessir 80 einstaklingar áttu, þegar staða þeirra var skoðuð, að baki 1.400 innlagnardaga á geðdeildum á einu ári. Með samfélagsþjónustu hafi hins vegar náðst að fækka dögunum yfir eitt ár í tæplega 400. Nýir þættir í starfsemi endurhæf- ingardeildar við Laugarásveg hafa sömuleiðis gefið góða raun. Sú þjón- usta er fyrir ungt fólk með byrjandi geðrofssjúkdóm, en sérhæfð meðferð og endurhæfing utan stofnana skilar sér í betri möguleikum og tækifærum til sjálfstæðs lífs og þátttöku á vinnu- markaði. Meðal annars hefur náðst samstarf við Virk – starfsendurhæf- ingarsjóð um úrræði. „Þessa þjónustu fá um fjörutíu manns á hverjum tíma. Markmiðið er að koma í veg fyrir þá skerðingu á virkni sem getur fylgt geðsjúkdóm- um, með því að grípa snemma inn í. Hjálpa fólki að komast með stuðningi beint í vinnu á almennum vinnumark- aði frekar en að senda fólk á vernd- aða vinnustaði,“ segir Páll. Á síðari árum hafa augu fólks opn- ast æ betur fyrir því hve mikilvægt það sé að strax í frumbernsku barns myndist sterk tengsl milli þess og foreldris. Því sjónarmiði hefur jafn- framt verið teflt fram að mæður sem eiga í erfiðleikum með að sinna ung- viði sínu, til dæmis sakir geð- sjúkdóma eða fíknar, hafi verið van- rækur hópur í geðheilbrigðiskerfinu. Hópur sem verður að sinna „Þessum hópi verðum við að sinna, enda geta börnin borið skaða af hafi foreldrarnir ekki heilsu,“ segir Páll. Fyrir þremur árum var settur á lagg- irnar hópur fagfólks á geðsviði og kvennadeild sem sinnt hefur um 170 konum á ári, bæði með innlögnum á móttökugeðdeild 33-C en þó fyrst og framt göngudeildar- og hópavinnu. „Starfið með þessum konum í verkefni sem við nefnum FMB- teymið (FMB stendur fyrir foreldri – meðganga – barn) hefur gefið góða raun. Þarna er byggt til framtíðar. Því þarf tíu eða tuttugu ár svo sam- anburður fáist á því hvernig börnum þessara mæðra vegnar í lífinu borið saman við fyrri kynslóð. Við þekkjum þó að árangur erlendis er góður. Tengslaröskun móður og barns er al- varleg og ef tekst að rjúfa vítahring- inn, sem veikindi kvennanna eru, er miklu náð,“ segir Páll. Hann nefnir fleiri fagteymi, til dæmis svokallaðan lífsfærnihóp sem sinnir fólki með jað- arpersónuleikaröskun og langvinnt þunglyndi - en þar er kappkostað að hjálpa einstaklingum að ná stjórn á eigin líðan. Framkvæmdir við nýja deild Á næstunni verður hafist handa um framkvæmdir á deild 32-C á geð- deild Landspítala við Hringbraut. Hún hefur til þessa verið almenn móttökugeðdeild en verður nú breytt í geðgjörgæsludeild. Rúmum á deild- inni verður fækkað úr 17 í tíu sem öll verða á einbýlisstofum en á móti kemur að rúmum á öðrum deildum verður fjölgað. Hugað verður mjög að öryggismálum á endurbættri deild, því einstaklingar sem koma til með að þurfa að leggjast inn á þessa deild geta verið í sturlunarástandi og sjálfum sér og umhverfi sínu hættu- legir. „Sjúklingar á deildum okkar hafa verið misjafnlega á vegi staddir. Eðli- lega beinist athygli starfsfólks mest að þeim sem veikastir eru, þeir gefa tóninn. Aðrir fá minni athygli. Með því að sinna þeim órólegustu á geð- gjörgæsludeild batnar bæði öryggi og þjónusta, bæði við þá veikari og þá sem eru lengra komnir í bata,“ segir Páll. Þetta segir hann undirstrika mikilvægi endurbótanna sem hefjast í júní. Heildarkostnaður við þær er um 100 milljónir króna. Fengist hefur 15 milljóna króna framlag frá velferð- arráðuneytinu og um 25 milljónir verða teknar út úr rekstri geð- sviðsins. „Þessir peningar duga þó hvergi og það er varla verjandi að setja rekstrarfé deildarinnar í þetta. En við bara verðum. Erum samt svo stál- heppin að hið frábæra átaksverkefni Á allra vörum ætlar að styðja málið og standa fyrir landssöfnun í haust og við reiðum okkur því á stuðning þjóð- arinnar í brýnu umbótamáli.“ Stuðningur til virkni og vinnu í eigin bata Morgunblaðið/Golli Geðsvið Áherslum í starfinu var breytt og þjónusta færð út í samfélagið og nær skjólstæðingum, segir Páll Matt- híasson. Með þessu tókst að fækka innlagnardögum 80 sjúklinga úr 1.400 á einu ári í tæplega 400.  Breytt þjónusta á geðsviði  Mikill niðurskurður  Mæður og lífsfærni 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 Nánar á heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum Oft er talað um Magnesíum sem„anti –stress“ steinefni því það róar taugarnar og hjálpar okkur að slaka á. Magnesíum stjórnar og virkir um 300 ensím sem gegna mikilvægum hlutverkum í eðlilegri virkni líkamans. Það er nauðsynlegt fyrir frumumyndun, efnaskipti og til að koma á jafnvægi á kalkmyndun líkamans og fyrir heilbrigða hjartastarfsemi. Magnesíum er líka afar hjálplegt við fótaóeirð út af vöðvaslakandi eiginleikum þess. Mjög gott er að taka magnesíum í vökvaformi fyrir svefn til að ná góðri slökun og vakna úthvíldur. Magnesium vökvi Virkar strax • Til að auka gæði svefns • Til slökunar og afstressunar • Hröð upptaka í líkamanum • Gott til að halda vöðvunum mjúkum Fyrir tveimur árum var starf- semi réttargeðdeildar að Sogni í Ölfusi lögð af. Opnuð var ný sambærileg deild á Kleppi sem er sérhönnuð þannig að öryggi og aðlaðandi umhverfi fari sam- an. Á deildinni dveljast að jafn- aði fimm til sjö manns; ein- staklingar sem framið hafa alvarleg afbrot en eru sakir sjúkdóms síns ekki taldir eiga erindi í fangelsi. „Tilgangurinn var að efla fag- legt starf og bæta aðbúnað sjúklinganna og það tókst. Að auki er rekstrarlegur ávinningur og hann meiri en við gerðum ráð fyrir en við spörum 50 millj- ónir króna á ári í rekstri með flutningi deildarinnar. Við sáum þarna hverju sérhannað hús- næði og aukin þjálfun starfs- fólks skilar og tökum það með okkur inn í hönnun geð- gjörgæsludeildar.“ Dvalartíma hvers sjúklings á réttargeðdeild segir Páll gjarn- an tvö til fjögur ár. Enginn út- skrifist þó nema læknar meti einstaklinginn hafa náð bata og vera hættulausan. Það mat lækna þurfa dómstólar svo að staðfesta. Starfið faglegra og aðbúnaður betri RÉTTARGEÐDEILDIN ER KOMIN Á KLEPP Páll Matthíasson segist bjart- sýnn um framtíð geðheilbrigð- isþjónustu á Íslandi. „Miðað við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við erum við nokk- uð vel á vegi stödd. Hér býr fólk ekki lengur á hælum, nauðung- arinnlagnir eru fátíðari hér en í nágrannalöndunum og okkur hefur lánast að efla sérhæfða þjónustu og laga að þörf fyrir hana,“ segir Páll sem telur samt blikur vera á lofti. Fjárveitingar mótist enn af fordómum for- tíðar. Sannarlega kosti lyf og viðtalsmeðferð sitt en horfa þurfi heildstætt á mál. „Geðsjúkdómar trufla líf ein- staklinga á Vesturlöndum meira en aðrir sjúkdómaflokkar. Þeir leggjast mikið á ungt fólk, eru oft þrálátir og trufla starfsgetu. Á Vesturlöndum er 20% sjúk- dómabyrði vegna geðsjúkdóma, en innan við 8% þess fjár sem varið er í heilbrigðisþjónustu fara til geðheilbrigðismála. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld beri gæfu til að skilja að eyrir sem er sparaður í dag er króna á morgun.“ Nauðungarinn- lagnir fátíðar SÉRHÆFING OG ÞJÓN- USTAN LÖGUÐ AÐ ÞÖRFUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.