Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013
✝ IngólfurBjarnason
fæddist á Hlemmi-
skeiði, Skeiða-
hreppi, Árnessýslu
2. nóvember 1922.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Ási í
Hveragerði 19. maí
2013.
Foreldrar hans
voru Bjarni Þor-
steinsson bóndi á
Hlemmiskeiði, f. 1876 á Reykj-
um, Skeiðahreppi, d. 1961, og
Ingveldur Jónsdóttir húsfreyja
á Hlemmiskeiði, f. 1881 í Vorsa-
bæ, Skeiðahreppi, d. 1956.
Systkini Ingólfs eru: Helga, f.
1905, Eiríkur, f. 1907, Jón, f.
1908, Þorsteinn, f. 1909, Valdi-
mar, f. 1911, Ingigerður, f. 1912,
Margrét, f. 1914, Sigurður Ár-
sæll, f. 1916, Guðmundur, f.
1917, Þórdís, f. 1920, og uppeld-
isbróðir Hermann Ágúst, f.
1933. Eftirlifandi systkini eru
Sigurður, Þórdís og Hermann.
Ingólfur ólst upp hjá for-
eldrum sínum á Hlemmiskeiði
1963, maki Árni Svavarsson.
Synir þeirra tveir eru Svavar
Jón og Arnar.
Ingólfur og Kristín hófu bú-
skap á Hlemmiskeiði árið 1951.
Þar bjuggu þau með blandað
kúa- og sauðfjárbú í aust-
urbænum til ársins 1995. Í upp-
hafi búskapar stundaði Ingólfur
vörubílaakstur jafnhliða öðrum
störfum við búið. Árið 2005
fluttu þau á elliheimilið Ás í
Hveragerði og bjuggu þar til
dauðadags.
Ingólfur lauk prófi frá Hér-
aðsskólanum á Laugarvatni.
Hann gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum um ævina m.a. fyr-
ir hreppinn og Sláturfélag Suð-
urlands. Hann sat í hreppsnefnd
Skeiðahrepps um árabil. Ing-
ólfur hafði mjög gaman af söng
og var í kirkjukór Ólafsvalla-
kirkju í tugi ára ásamt því að
syngja í Árneskórnum í fjölda
ára. Einnig var hann mikill
áhugamaður um sauðfjárrækt
og átti marga verðlaunaða kyn-
bótahrúta.
Útför Ingólfs fer fram frá
Skálholtskirkju í dag, 1. júní
2013, og hefst athöfnin kl. 11.
Jarðsett verður á Ólafsvöllum á
Skeiðum.
þar sem þau bjuggu
blönduðu kúa- og
sauðfjárbúi. Árið
1950 giftist Ing-
ólfur Kristínu Sig-
urlínu Eiríksdóttur,
f. í Stóru-
Mástungu, Gnúp-
verjahrepppi, Árn.
26. júlí 1928, d. 2.
janúar 2013. For-
eldrar hennar voru
Eiríkur Eiríksson
bóndi, f. 1898 á Votamýri,
Skeiðahreppi, d. 1964, og Ingi-
björg Erlendína Kristinsdóttir,
f. 1903 á Ingveldarstöðum,
Skarðshreppi, Skagafirði, d.
1991.
Börn Ingólfs og Kristínar eru:
1) Ómar Örn, f. 1951, kvæntur
Rósu Guðnýju Bragadóttur.
Börn þeirra eru: 1a) Ída Braga,
gift Þórði Hjalta Þorvarðarsyni
og eiga þau þrjú börn, 1b) Krist-
ín Sif, gift Daníel Scheving Hall-
grímssyni og eiga þau eitt barn,
1c) Ingólfur Örn, í sambúð með
Írisi Ósk Ólafsdóttur og eiga
þau eitt barn. 2) Inga Birna, f.
Við systkinin viljum kveðja
hann Ingólf afa okkar. Við eig-
um margar góðar og skemmti-
legar minningar úr sveitinni,
nutum við þeirra forréttinda að
fá að vera hjá afa og ömmu öll
sumur og í öllum fríum. Sumrin
í sveitinni eru okkar bestu og
skemmtilegustu æskuminning-
ar. Þar var alltaf nóg um að
vera en afi passaði alltaf vel að
við færum okkur ekki að voða.
Afi var alla tíð rólegur og góður
við okkur krakkana. Einu skipt-
in sem hann byrsti sig var þeg-
ar við smjöttuðum óþarflega
hátt á tyggigúmmíi sem hann
var lítt hrifinn af. Hann var
mjög stoltur af verðlaunahrút-
unum sínum og eru til margar
skemmtilegar myndir af honum
með þeim.
Afi var mikill söngmaður og
fékk maður helst að njóta þess
um réttirnar. Hann hafði mikið
dálæti á söng og lét sig ekki
vanta á jóla- og vortónleika
Karlakórs Reykjavíkur, vortón-
leikarnir nú í maí voru þar eng-
in undantekning. Hann lét ekki
heilsuleysi síðustu ára stoppa
sig og fór í æfingar alla virka
daga og fannst ómögulegt að
lokað væri í tækjasalnum um
helgar.
Afi og amma bjuggu síðustu
árin á Ási í Hveragerði en hug-
urinn var alltaf heima á
Hlemmiskeiði. Vildi hann fara
þangað sem oftast og var hann
þar með okkur síðast um
páskana. Afi fylgdist vel með
því sem fjölskyldan tók sér fyrir
hendur og vildi vera virkur
þátttakandi í lífi okkar. Honum
var mjög umhugað um að
Hlemmiskeiði væri vel við hald-
ið og var hans síðasta verk að
ýta á eftir endurnýjun á þaki
íbúðarhússins.
Takk fyrir allar góðu stund-
irnar, þú varst yndislegur afi.
Ída Braga, Kristín Sif
og Ingólfur Örn.
Ef minnst er á Inga á
Hlemmiskeiði þá kemur nafnið
hennar Stínu upp í hugann. Þau
eru eitt í mínum huga. Mikið á
ég þessum heiðurshjónum að
þakka.
Ég kom til þeirra í kaupa-
vinnu árið 1954, þá 15 ára göm-
ul, lítil og mjó og ekki til stór-
ræðanna. En þar lærði ég að
mjólka og snúast með hrífu úti
á túni ásamt hinum kaupakon-
unum á Hlemmiskeiði, þeim
Maddí og Lóu. Allt var unnið
saman í bræðralagi. Aldrei hafði
ég kynnst eins elskulegu heim-
ilislífi og var á þessu stórfjöl-
skylduheimili á Hlemmiskeiði.
Þar voru Ómar litli, foreldrar
Inga og bræður og þeirra fjöl-
skyldur, allt öðlingsfólk.
Kýrnar voru handmjólkaðar
á þessum tíma. Það var svo
gaman í fjósinu, þar var mikið
sungið og eftir mjaltir var oft
farið í vatnsslag.
Stína eldaði góðan mat og ég
tók svo vel til matar míns að
Bjarni faðir Inga heyrðist tauta:
„Ef hún væri kind þá væri ég
búin að skjóta hana. Hún étur
svo mikið en fitnar ekki neitt.“
Sumarið leið við heyskap og
útreiðartúra og auk þess fékk
ég að fara á böll með Stínu og
Inga.
Mig langaði ósköp mikið til
að fá að koma aftur, en Stína
sagðist ekki hafa neitt að gera
fyrir svona stóra stelpu. Og þar
við sat þangað til ég skrifaði
Stínu vorið 1963 og spurðist
fyrir um hvort engan í sveitinni
vantaði ráðskonu í nokkra mán-
uði. Ég var í vandræðum með
húsnæði, var svona á milli
íbúða. Þá skrifaði Stína að sig
vanti aðstoð vegna þess að nú
sé hún ófrísk og verði að liggja
meira og minna allan tímann.
Ég var hjá henni frá því um
hvítasunnu og fram yfir réttir
og sláturtíð um haustið. Með
mér voru sonur minn Gunnar
og systir mín Gunnhildur.
Þau létu bæði heillast af vist-
inni á Hlemmiskeiði og fengu
síðar að koma til Stínu og Inga
og dvöldu þar sumarlangt.
Það var komið fram í ágúst
þegar fréttin barst um að fædd
væri dóttir og mikill var nú
fögnuðurinn og hamingjan með
Ingu Birnu.
Síðar var ég hjá þeim í nokk-
ur skipti og mjólkaði meðan þau
fóru í ferðalög með Bændaferð-
um og að endingu kom ég í
sveitina með bílfarm af litlum
börnum til að þau fengju að sjá
þegar verið var að rýja og einn-
ig til að fylgjast með burði. Allt-
af var tekið á móti mér með
hlýju.
Að lokum heimsótti ég þau að
Ási í Hveragerði og varð vitni
að því hvernig heilsunni hrakaði
og nú er jarðvist þeirra beggja
lokið og þau hafa sameinast á
ný.
Elsku Stína og Ingi, hafið
þökk fyrir allt og allt og hvílið í
friði.
Samúðarkveðjur til Ómars og
Ingu Birnu og fjölskyldna
þeirra.
Bryndís Gunnarsdóttir,
kaupakona á Hlemmiskeiði
1954.
Vorið er yndislegur tími, allt
grær og vaknar til lífsins eftir
vetrartíð. Fyrir bændur og búa-
lið er þessi tími engu líkur.
Þennan tíma gróanda, sauð-
burðar og fuglasöngs valdi Ing-
ólfur til að kveðja hér. Það kem-
ur ekki á óvart, hann elskaði
vorið og allt sem því fylgir.
Hans tími.
Það er komið á 29. ár síðan
leiðir okkar Ingólfs lágu saman
fyrst. Ég kom þá sem verk-
námsnemi, frá Hvanneyri, til
þeirra hjóna Ingólfs og Stínu.
Sá fyrsti af mörgum heppnum.
Frá fyrstu stundu var allt gert
til að bjóða mig velkomna, þó
kannski hefðu hjónin getað
fengið auðveldara verkefni.
Fljótlega fór ég að stunda
Skeiðalaug með Ingólfi, svona
eftir kvöldverk. Mér er minn-
isstæð fyrsta sundlaugarferðin.
Menn fóru að spyrja hver þetta
væri í för með Ingólfi. Það stóð
ekki á svari hjá mínum manni,
enda fljótur að hugsa og húm-
oristi. Ja, þetta er nú laundóttir
mín úr Borgarfirðinum. Það
kom á menn, en misskilning-
urinn leiðréttur von bráðar.
Ingólfur var gull af manni,
eins og allir vita sem hann
þekktu. Hvers manns hugljúfi.
Milli mín og þeirra hjóna varð
strax til sterkt og gott samband
sem hélst alla tíð. Ég eignaðist
þarna, í ársbyrjun 1985, annað
sett af foreldrum. Hef verið
þakklát fyrir það alla tíð síðan,
og verð. Við áttum góðar stund-
ir í daglegum verkum þann tíma
sem ég dvaldi á Hlemmiskeiði.
Deildum þar áhuga, ekki síst í
fjárhúsinu. Ég fékk, hægt og
hljótt, að bergja á viskubrunni
bóndans. Það var hans leið. Frí-
stundirnar voru ekki síðri. Þau
hjón voru frábærir félagar ung-
lingsins sem ég var þá.
Ingólfur var söngmaður frá-
bær. Í minningunni sitja ómet-
anlegar stundir, seint og
snemma, þar sem hans tæra
tenórrödd sveif um kring. Við
hin nutum. Einstaklega létt
lund kom sér vel þegar heilsan
sveik. Æðruleysi og auðmýkt
Ingólfs veitti honum styrk í
veikindum sínum á seinni árum.
Í jarðarför Stínu í janúar horfði
ég á þennan ótrúlega mann
syngja hvern sálm í kirkju og í
garði fullum hálsi. Hann fylgdi
Stínu sinni alla leið, eins og
hans var von og vísa. Ég er auð-
mjúklega þakklát fyrir að hafa
fengið að vera samferða Ingólfi
og Stínu á Hlemmiskeiði. Þau
gáfu mér mikið, alltaf.
Blessuð sé minning Ingólfs
og Stínu á Hlemmiskeiði.
Steinunn Á. Einarsdóttir.
Það er sérstakt að sitja og
skrifa minningargrein í fyrsta
sinn og sú tilfinning sem bærist
sterkast í brjóstinu er þakklæti.
Þakklæti fyrir þá heppni að
hafa fengið að kynnast Ingólfi
og Stínu á Hlemmiskeiði sem
unglingur.
Það var um þetta leyti vors
árið 1982 að 14 ára drengstauli
lagði af stað ríðandi með tvo
hesta frá Selfossi að Hlemmi-
skeiði í kaupamennsku. Hús-
freyjan kom ríðandi á móts við
unglinginn og heilsaði með sínu
sérstæða brosi og glaðlega yfir-
bragði, heima beið Ingólfur
bóndi og tók á móti þegar í hlað
var komið. Þetta voru mín
fyrstu kynni af þeim heiðurs-
hjónum Ingólfi og Kristínu á
Hlemmiskeiði. Sumrin mín á
Hlemmiskeiði urðu fjögur og
milli okkar skapaðist vinátta
sem aldrei hefur borið skugga
á.
Það er ómetanlegt fyrir ung-
ling að kynnast svona fólki, þó
hann verði þess ekki áskynja
meðan galsi æskuáranna geng-
ur yfir endist þessi fjársjóður út
lífið. Síðar birtist lærdómurinn
sem síaðist inn í kollinn þrátt
fyrir allt og nýtist við lausn
verkefna sem á veginum verða.
Á vorin þurfti að stinga út úr
fjárhúsunum með gaffli og
skánin borin út, okkur strákun-
um fannst verkið mikið og virt-
ist engan enda ætla að taka.
Þegar þannig stóð á sagði Ing-
ólfur oftar en ekki, rólega og yf-
irvegað: „Þetta hefst allt strák-
ar mínir, bara ef verið er við
það.“ Síðan hefur þetta oft kom-
ið í huga minn, ekki síst þegar
ég fór ekki alls fyrir löngu í
krefjandi háskólanám með til-
heyrandi verkefnum og lestri.
„Þetta hefst allt, bara ef verið
er við það.“
Ingólfur og Stína voru ís-
lenskt sveitafólk, þau unnu
sveitinni sem þau bjuggu í og
landinu sem þau lifðu á. En
þrátt fyrir að vera bundin yfir
búi þá gáfu þau sér tíma til að
ferðast og hitta fólk, kunnu að
njóta þess að fara af bæ og taka
á móti því sem lífið hefur upp á
að bjóða. Ég sé þau fyrir mér
uppábúin að leggja af stað til
Reykjavíkur. Ingólf hávaxinn og
myndarlegan með Kristínu sér
við hlið, glæsilega konu með
óvenju mikla útgeislun og per-
sónutöfra.
Ég veit að ég er ekki einn um
þessa gæfu, í gegnum árin
dvöldu margir unglingar á
Hlemmiskeiði um lengri eða
skemmri tíma. Við eldhúsborðið
voru oft rifjaðar upp sögur og
skemmtileg atvik með vinnu-
mönnum í gegnum tíðina, alltaf
stutt í gamansemina og
skemmtilegu hliðar hins dag-
lega lífs dregnar fram. Allir
áttu stað í hjarta hjónanna og
þau fylgdust með „strákunum
sínum“ eins og kostur var. Allt-
af var maður velkominn að
Hlemmiskeiði, sama hvernig
stóð á, hvaða tíma dags eða
nætur var bankað upp á, og yf-
irleitt tók Ingólfur á móti manni
með sömu orðunum: „Já, þú ert
kominn, strákur minn.“
Nú er Ingólfur farinn yfir
móðuna miklu en ég trúi að
Stína sé búin að taka á móti
honum. Að hún komi ríðandi til
móts við Inga sinn með tvo
glæsilega gæðinga líkt og þegar
hún kom ríðandi niður Skeiða-
veg með bros á vör að taka á
móti drengstaulanum sem hafði
ráðið sig hjá þeim í kaupavinnu.
Fjölskyldu Ingólfs votta ég
samúð mína, ég trúi og veit að
nú hafa þau sameinast á ný og
tilvera þeirra heldur áfram að
vera lærdómur og fyrirmynd
annarra.
Hrafnkell Guðnason.
Ingólfur Bjarnason HINSTA KVEÐJA
Elsku Ingólfur afi okkar.
Takk fyrir að hafa verið
alltaf svo yndislegur og
góður við okkur bræðurna.
Okkur fannst alltaf svo
skemmtilegt hvað þú varst
duglegur að fara með okk-
ur í heita pottinn í garðin-
um á kvöldin.
Svavar Jón og Arnar.
✝ Björg Sigurð-ardóttir fædd-
ist á Seyðisfirði 5.
febrúar 1965. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í
Neskaupstað 27.
maí 2013.
Foreldrar henn-
ar eru Anna María
Haraldsdóttir, f.
18.9. 1933 og Sig-
urður Stefán Frið-
riksson, f. 29.3. 1932. Systkini
Bjargar eru: 1) María, f. 5.8.
1958, maki hennar er Þráinn
Gíslason, f. 11.9. 1956. 2) Har-
aldur, f. 14.7. 1959, maki hans
er María Sigurðsson, f. 2.11.
1973. 3) Unnar, f. 13.7. 1960,
maki hans er Adela Sigurðs-
son, f. 10.8. 1982. 4) Ingibjörg,
f. 18.8. 1962, maki hennar er
Trausti Marteinsson, f. 3.11.
1956.
Björg giftist 12.6. 1988
Hirti Þór Frímannssyni, f. 8.1.
1964, þau skildu. Dætur þeirra
eru: 1) Þrúður María, f. 8.8.
1982, maki hennar er Þór-
arinn Einarsson, f. 10.2. 1973,
börn þeirra eru Hjörtur Einar,
f. 3.7. 2004 og Erla Rós, f. 3.8.
2007. 2) Aðalbjörg Þóra, f. 6.3.
1988, maki Hall-
dór Gíslason, f.
3.4. 1986, börn
þeirra eru Nanna
Björg, f. 8.5. 2009
og Ragnar, f.
19.6. 2010.
Björg giftist
28.4. 2013 Þor-
steini Guðmunds-
syni, f. 30.6. 1959.
Björg ólst upp
á Seyðisfirði.
Gekk í barnaskóla og fór í
Húsmæðraskólann á Hall-
ormsstað.
Hún vann við ýmis störf,
fiskvinnslu í Bræðslunni, sem
skólaliði við skólann á Seyð-
isfirði, í leikskóla og við heim-
ilishjálp. Björg flutti suður og
vann á leikskóla, síðan Hrafn-
istu, Vífilsstöðum og í Jóns-
húsi Garðabæ.
Björg kynntist eftirlifandi
manni sínum Þorsteini Guð-
mundssyni sumarið 2009.
Björg var mikil handa-
vinnukona og eru til mörg
stykki eftir hana.
Útför Bjargar fer fram frá
Seyðisfjarðarkirkju í dag, 1.
júní 2013, og hefst athöfnin
kl. 14.
Mamma, elsku mamma,
man ég augun þín,
í þeim las ég alla
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma,
man ég þína hönd,
bar hún mig og benti
björt á dýrðarlönd.
Mamma, elsku mamma,
man ég brosið þitt;
gengu hlýir geislar
gegnum hjarta mitt.
Mamma, elsku mamma,
mér í huga skín,
bjarmi þinna bæna,
blessuð versin þín.
Mamma, elsku mamma,
man ég lengst og best,
hjartað blíða, heita –
hjarta, er sakna ég mest.
(Sumarliði Halldórsson)
Þú ert ein kraftaverkakona,
ég mun alltaf elska þig.
Þín dóttir,
Þóra.
Elsku Gögga frænka.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þessar setningar saumaðir
þú út og gafst mér í gjöf. Mun
þessi „mynd“ alltaf vera uppi í
herberginu mínu og ganga svo
til barna minna þegar þar að
kemur. Nú hefur þú loks fengið
hvíldina. Ég var svo heppin að
fá að kynnast þér og á ég marg-
ar minningar frá stundum sem
við áttum saman. Ég mun alltaf
muna eftir kjötbollunum í
brúnni sósu og kartöflum og öll-
um vídeóspólunum með barna-
tímanum sem þú sendir okkur.
Allur tíminn sem við spjöll-
uðum saman. Og ég mun aldrei
gleyma því að þegar ég þurfti
hjálp og gat ekki leitað til
mömmu eða pabba varst þú
þarna til að hjálpa. Ég er enda-
laust þakklát fyrir það. Þakklát
fyrir þann tíma sem þú gafst
börnum mínum og allt sem þú
gafst þeim. Ég vona að þú hafir
það sem alltaf best hinum meg-
in og ég veit að þú vakir yfir
okkur öllum. Bið að heilsa Unni
ömmu og öllum hinum.
Kveðja,
Þuríður (Þurý).
Kær vinkona er fallin frá í
blóma lífsins og komið er að
kveðjustund. Það er sárt eftir
áratuga vináttu. Æskuárunum
eyddum við að miklu leyti sam-
an, þar sem við bjuggum til
minningar sem við höfum í
gegnum árin getað hlegið að.
Nú hrannast þessar minningar
upp og ég brosi í gegnum tárin.
Ofarlega í huga mér er snjó-
gangagerð sem endaði með
þeim ósköpum að loftið féll þeg-
ar þú varst inn í göngunum og
pabbi þurfti að moka þig upp,
þá efaðist ég stórlega um að þú
fyndist á lífi.
Fótboltaleikirnir á „Wem-
bley“ þar sem leikmenn rifust
um að vera Maradona. Kaffi-
tímarnir sem voru teknir á því
heimili sem bauð upp á betri
veitingar, oftast heima hjá þér
því þar var hún María amma
þín alltaf með eitthvað ljúf-
fengt. Saumaklúbburinn okkar
þar sem við sátum tvær á rúm-
inu þínu, gerðum handavinnu
og hlustum á leikritið um
Saumastofuna þó við værum
löngu búnar að læra það utan
að.
Þitt helsta áhugamál var
hannyrðir, hvert sem þú fórst
þá fylgdi handavinnutaskan
með, vægast sagt úttroðin. Allt
lék í höndunum á þér og þær
skiptu tugum húfurnar sem þú
prjónaðir til gjafa fyrir síðustu
jól þrátt fyrir að vera orðin fár-
sjúk.
Í síðustu heimsókn minni á
sjúkrahúsið sast þú og heklaðir
blóm með örfínni heklunál á
milli þess sem þú dottaðir.
Lífið fór ekki alltaf um þig
mjúkum höndum og stundum
var mótvindurinn ansi mikill.
En það færði þér líka mikla
gleði með tveimur vel gerðum
dætrum sem þú varst svo stolt
af og ömmugullunum fjórum.
Ein þín mesta gæfa var þegar
þú kynntist honum Steina þín-
um sem staðið hefur eins og
klettur við hlið þér í veikindum
þínum, það var aðdáunarvert að
fylgjast með ykkur því á milli
ykkar ríkti einlæg virðing og
væntumþykja.
Að leiðarlokum kveð ég þig
með miklum söknuði og þakka
fyrir allar góðu stundirnar. Ég
sendi ástvinum öllum innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Bjargar
Sigurðardóttur.
Ingibjörg Sóley
Guðmundsdóttir.
Björg
Sigurðardóttir