Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 58
Hinn ástsæli tónlistar- og fjölmiðlamaður Þorgeir Ástvaldssonfagnar 63 ára afmæli sínu sunnudaginn 2. júní. Þorgeir seg-ist vera lítill afmæliskarl en hann ætlar að eyða afmælis-
deginum í faðmi fjölskyldunnar, annaðhvort í sumarbústaðnum eða
heima. „Þetta er svo mikið látleysi yfir öllu tengdu afmælinu mínu,
það eru eiginkonan og börnin sem sjá um það svona yfirleitt,“ segir
Þorgeir.
Hann segist hugsa til þess á afmælisdeginum hve stutt er í 64 ára
afmælið sem Bítlarnir sungu um á sínum tíma. „Ég spilaði í ung-
lingahljómsveit og komst snemma í samband við tónlist og söng og
spil á sviði,“ segir Þorgeir sem hóf tónlistarferil sinn í Tempó, skóla-
hljómsveit Langholtsskóla, en hún spilaði með stórsveitinni Kinks í
Austurbæjarbíói þegar Þorgeir var einungis 15 ára. „Þá sungu Bítl-
arnir „þegar ég verð sextíu og fjögurra ára“. Þegar ég verð eldri
verð ég gamall maður í slopp sem er vísað til sætis í ruggustólnum
og fæ mitt glas af Ballantine-vískíi,“ segir Þorgeir og bætir við létt-
ur í bragði: „Ég man alltaf eftir þegar við spilafélagarnir úr Lang-
holtsskóla sögðum: „Þegar ég verð 64 ára – það er eiginlega svo
hrumur öldungur að þú getur ekki ímyndað þér.“ Svo allt í einu er
bara ár í þennan kall í ruggustólnum sem er orðinn svo fjörgamall
að elstu menn muna ekki annað eins.“ skulih@mbl.is
Þorgeir Ástvaldsson er 63 ára á sunnudag
Morgunblaðið/Ómar
Fer í fríið Þorgeir Ástvaldsson á langan og farsælan feril sem tónlist-
ar- og fjölmiðlamaður. Hann fagnar 63 ára afmæli sínu á sunnudaginn.
Eitt ár í gamla kall-
inn í ruggustólnum
58 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Þuríður A. Steingrímsdóttir og Óli H.
Þórðarson halda upp á 70 ára afmæli
sín á gullbrúðkaupsdeginum í dag, 1.
júní. Óli varð sjötugur 5.2. sl., Þuríður á
afmæli 28.7. nk. Þau verða með opið
hús í Félagsh. Knattspfél. Þróttar,
Engjavegi 7, í dag, 1. júní, kl. 20. Þau af-
þakka gjafir en benda á „Söfnunarsjóð
um aðgerðaþjarka“, kt. 470313-1370.
Reikn.nr: 0515-14-408005. Í afmælinu
verður kassi fyrir umslög (með banka-
kvittunum eða peningum).
Árnað heilla
70 ára
Keflavík Anný Eva fæddist 23. sept-
ember. Hún vó 3.510 g og var 49 cm
löng. Foreldrar hennar eru Hanna
Þurý Ólafsdóttir og Steindór Veig-
arsson.
H
örður fæddist í
Reykjavík og ólst þar
upp. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Verzl-
unarskóla Íslands
1958, viðskiptafræðiprófi frá HÍ
1965 og MBA-prófi frá Wharton
School, University of Pennsylvania í
Bandaríkjunum 1968.
Hörður var fulltrúi framkvæmda-
stjóra Almenna bókafélagsins 1965-
66, sérfræðingur í fjármálaráðu-
neytinu, fjárlaga- og hagsýslu-
stofnun, 1968-72 og deildarstjóri þar
1972-74. Hann var framkvæmda-
stjóri fjármálasviðs Flugleiða hf.
1974-79 og forstjóri Hf. Eimskipa-
félags Íslands 1979-2000.
Hörður var formaður stúd-
entaráðs HÍ 1960-62, hótelstjóri á
Hótel Garði, sumarhóteli sem stúd-
entar ráku 1960-63, sat í stjórn SUS
1964-66, í stjórn Stjórnunarfélags
Íslands 1969-83, þar af stjórnar-
formaður 1979-83. Hann sat í stjórn
Verzlunarráðs Íslands og í fram-
kvæmdastjórn þess 1978-84, í sam-
bandsstjórn Vinnuveitenda-
sambands Íslands og í
framkvæmdastjórn þess og var for-
maður Landsnefndar Alþjóðaversl-
unarráðsins um skeið frá 1985. Hann
Hörður Sigurgestsson, fyrrv. forstjóri Eimskips – 75 ára
Borðhald Hörður og Áslaug, ásamt dóttur sinni, tengdasyni og barnabörnum eftir hvalaskoðun á Húsavík.
Hann ferðast, les og
ræðir við barnabörnin
Við bókasafnið Hörður, ásamt syni, tengdadóttur og barnabörnum.
Reykjavík Egill Þór fæddist 24. sept-
ember. Hann vó 3.530 grömm og var
52 cm langur. Foreldrar hans eru Sig-
urbjörg Erla Egilsdóttir og Óttar
Helgi Einarsson.
Nýir borgarar