Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Fyrstu tveir mánuðirnir í skól- anum voru erfiðir. Ég var með orðabók að þýða námsefnið á nótt- unni,“ segir Christina Mai sem fékk viðurkenningu fyrir hæstu meðal- einkunn við brautskráningu fyrstu nemanna úr nýju heildstæðu námi í reiðmennsku og reiðkennslu frá Háskólanum á Hólum. Þeir tveir nemar sem fengu helstu viðurkenningar við athöfn- ina eru erlendir. Christina Mai er frá Þýskalandi. Carrie Lyons Brandt, sem fékk hæstu aðal- einkunn í reiðmennsku og þjálfun og þar með verðlaunagripinn Morgunblaðshnakkinn, er frá Bandaríkjunum. Carrie tekur undir orð Christinu um að erfitt hafi verið að byrja námið, þótt báðar hafi verið búnar að undirbúa sig með vinnu með ís- lenska hesta og að læra íslensku. „Það tók tíma að ná að skilja allt í tímunum en það kom frekar fljótt, því það þurfti að koma,“ segir Carrie. Hún segir að íslenskan sé skemmtilegt tungumál. Þá segir hún að það sé í raun nauðsynlegt að kunna íslensku þegar unnið er með íslenska hesta því það séu svo mörg orð til í íslenskunni sem lýsi gang- lagi og fleiru, sem enskan eigi ekki orð yfir. Nýja námið er þriggja ára há- skólanám og lýkur með BS-prófi. Carrie og Christina hafa lengi átt sér þann draum að fara í Háskólann á Hólum til að læra hestafræðin. Christina bendir raunar á að á Hól- um sé eini háskólinn í Evrópu sem bjóði upp á nám til BS-prófs í reið- mennsku og reiðkennslu. „Ég er mjög stolt af samnemendum mín- um, þeir eru frábærir félagar og flinkir knapar. Ég er spennt yfir að sjá hvað við getum gert fyrir ís- lenska hestinn,“ segir Carrie. Carrie er frá Kentucky-ríki. Hún fékk ung áhuga á hrossum því ná- granni fjölskyldunnar er reiðkenn- ari. Hún segist hafa heimsótt hann daglega og stundum fengið að fara á bak stóru hestunum. „Pabbi vildi kaupa barnahest fyrir mig. Einhver mælti með íslenska hestinum og við vorum svo heppin að búgarður með íslenska hesta var í nágrenninu. Við keyrðum þangað og þar tók Guðmar Þór Pétursson á móti okk- ur. Ég fór í tíma hjá honum og fjöl- skyldunni,“ segir Carrie. Þar réðist framtíðin. Hún fór síðar að vinna á búgarðinum hjá Guðmari og var tvö sumur á Íslandi til að læra tungumálið og afla sér meiri reynslu. Christina Mai kom einnig til landsins út af hestum. Hún er úr sveit í nágrenni við Frankfurt og fór á reiðskóla fjögurra ára. Hún prófaði ýmis hestakyn en fannst ís- lenski hesturinn langskemmtileg- astur. Hún fékk fyrsta hestinn þegar hún var tíu ára. Vinna við hestamennsku Christina hefur unnið á hesta- búgarði Helgu Thoroddsen á Þing- eyrum síðustu fimm ár og ætlar að vera þar í sumar. „Ég vil vinna meira með hesta og prófa mig áfram, áður en ég fer í framhalds- nám. Það er gott að vera hér og Helga hefur hjálpað mér mikið,“ segir Christina. Carrie er að flytja aftur vestur um haf með hestana sína. Þar er hún að stofna fyrirtæki og hyggst taka að sér tamningar hesta, þjálf- un og reiðkennslu. Stefnan er að stofna reiðskóla og kynna íslenska hestinn og þær tamningaaðferðir sem notaðar eru. Hún telur mikil tækifæri í þessu starfi. „Bandaríkin eru stór og mik- il keppni á milli hestakynja. Ég hef trú á íslenska hestinum. Tel einnig að reiðmennska okkar sé til fyrir- myndar og hún er stöðugt að þróast. Við erum eina fólkið í heim- inum sem getur þjálfað og sýnt hesta með fimm gangtegundum,“ segir Carrie. Hestarnir hennar þrír fóru beint í flug eftir brautskráninguna í gær og hún fer á eftir þeim eftir helgina. Orðabókin mikið notuð í upphafi  Erlendar hestakonur fengu viðurkenningar við brautskráningu úr reiðkennaranámi á Hólum  Carrie Lyons Brandt fékk Morgunblaðshnakkinn og Christina Mai var með hæstu meðaleinkunn Ljósmynd/Guðmundur Björn Eyþórsson Reiðkennarar Þrettán nemendur brautskráðust með BS-próf í reiðmennsku og reiðkennslu frá Hólum. Carrie Lyons Brandt, sem hlaut Morgunblaðshnakkinn, situr hest sinn. Við hlið hennar stendur Mette Manseth kennari, þá Marteinn Njálsson tamningamaður, Víkingur Gunnarsson deildarstjóri og Erla Björk Örnólfsdóttir rektor. SPORTLEGUR SKANDINAVI nJÓTTU LÍFSINS MEÐ vOLVO v40 - nú á enn betra verði D2 dísil, 5 dyra, 115 hö, 6 gíra beinskiptur. Fær frítt í stæði í 90 mínútur í senn í Reykjavík*. Volvo V40 frá 4.790.000 kr. Volvo V40 R-Design frá 5.180.000 kr. Volvo V40 Volvo V40 D2, eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 3,6 l/100 km, CO2 94 g/km. Volvo V40 D2 R-Design, eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 3,8 l/100 km, CO2 99 g/km. Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I volvo.is * komdu og skoðaðu Volvo v40 í brimborg í dag Volvo V40 fæst sjálfskiptur Opið virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.