Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 31
FRÉTTIR 31Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013
Sunna Sæmundsdóttir
sunnasaem@mbl.is
Að sögn Magna R. Magnússonar,
safnara og fyrrverandi kaupmanns,
verður mikið um sjaldgæf söfn og
verðmæti á Nordia-sýningunni.
„Ég hef sjálfur safnað í yfir 60 ár.
Ætli það sé ekki einhver söfn-
unarþörf í manninum,“ segir Magni,
spurður um ástæðu þess að menn
fari að safna frímerkjum. Þegar
hann byrjaði söfnunina, í kringum
1948, var ekkert til sem hét sjón-
varp, bara útvarpið og blöðin. Strák-
ar hittust í bíóinu klukkan þrjú á
daginn til að skiptast á hasar- eða
Andrésar andar blöðum. „Allir söfn-
uðu einhverju,“ segir Magni sem
telur iðjuna hafa dalað mikið vegna
tilkomu annarra kosta við afþrey-
ingu.
„Þegar ég byrjaði var maður að
læra og kynnast öðrum löndum í
gegnum frímerkin. Þau sögðu sögu
landanna, þjóða og sögu ein-
staklinga. Fróðleikur kom þar fram
og ég man að margir voru mjög góð-
ir í landafræði vegna frímerkjanna,
þeir vildu vita nánar um löndin sem
þau komu frá.“
Gat ekki keppt við eigin kúnna
Magni segir að í upphafi viðskipta
sinna með frímerki hafi hann þurft
að taka tillit til viðskiptavinanna.
„Þegar ég byrjaði að versla með
frímerki gat ég ekki safnað eins
miklu, því þá hefði ég verið að keppa
við mína eigin kúnna. Ef ég segði
við einhvern: „Sjáðu hvað ég var að
fá, þetta færð þú ekki, hefði ég lík-
lega misst viðskiptin.““ Hann segir
öll frímerkin í uppáhaldi. „Reyndar
eru í einu þeirra viss tengsl sem eru
afar skemmtileg. Einu sinni, löngu
fyrir stríð, hafði tengdafaðir minn
verið að kaupa vörur frá Búlgaríu.
Þá fékk hann sendan pakka til
landsins, með fylgibréfi og öðru og
kvittaði fyrir því. Svo fór það út aft-
ur. Síðar rakst ég á þetta sama
fylgibréf í Svíþjóð, áratugum seinna.
Þannig var sagan komin hringinn.
Það er svo ótrúlega mikil saga á bak
við þessa hluti.“ Magni segir menn í
krefjandi störfum mikið hafa safnað.
„Þeir sögðu við mig, að þegar þeir
kæmu heim eftir erfiðan dag,
þreyttir og með áhyggjur, þá leyfðu
þeir sér að dunda í frímerkjunum og
gleymdu þannig vandræðunum.“
Claes Arnrup til landsins
Meðal þeirra sem von er á til
landsins vegna sýningarinnar er
Claes Arnrup, stofnandi sænsku frí-
merkjauppboðssíðunnar Postil-
jonen, sem er sú stærsta sinnar teg-
undar á Norðurlöndum. Arnrup
stofnaði Postiljonen aðeins tvítugur
að aldri og hefur fyrirtækið verið
starfandi í yfir 40 ár. „Sjálfur byrj-
aði ég að safna sem ungur drengur,
en ætli þetta hafi ekki orðið að
skipulegri söfnun við 15 ára aldur.
Fyrsta frímerkið var gefið út árið
1840 í Englandi og ég safna öllum
frímerkjum sem gefin voru út frá
því ári og til ársins 1860. Á þessum
tíma voru þau gefin út í
83 löndum og í dag eru
þetta um 900 frímerki í
safninu hjá mér,“ segir
Arnrup og bætir við að
eftirlætis frímerkið
hans sé fyrsta frímerk-
ið er gefið var út í Sví-
þjóð, hið svokallaða
þriggja skildinga merki
frá árinu 1855.
„Safnaraeðlið býr í manninum“
Magni R. Magnússon bíður í ofvæni eftir norrænu frímerkjasýningunni Segir mikinn fróðleik
um sögu þjóða að finna í frímerkjum Stofnandi stærstu uppboðssíðu Norðurlanda væntanlegur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frímerkjasafnari Magni rak verslunina Hjá Magna á Laugaveginum í áratugi þar sem hann seldi myntir, frímerki
og spil. Sjálfur hefur hann safnað frímerkjum í um 60 ár og heillast af sögunni sem býr að baki þeim.
Landssamband íslenskra frí-
merkjasafnara efnir til nor-
rænnar frímerkjasýningar í
íþróttahúsinu Ásgarði í Garða-
bæ dagana 7. til 9. júní nk.
Sigurður R. Pétursson, for-
maður Landssambands frí-
merkjasafnara og sýningar-
nefndar, segir að helstu flokkar
sýningarinnar séu; póstsögu-
legur hefðbundinn flokkur,
póstkortaflokkur, dómara-
flokkur, flug- og skipapóstur,
motive-flokkur, þar sem lögð er
áhersla á sögu merkisins, auk
bókmenntaflokks. Hápunktur
sýningarinnar er heiðursflokk-
urinn, en þar er að finna af-
burðaflott söfn sem hlotið hafa
mörg verðlaun. „Við höfum
aldrei verið með jafnflott efni í
Íslandsdeild, þar er t.d. safn
Indriða Pálssonar, sem talið er
vera eitt besta íslenska
safn sem til er, ásamt
mjög flottu efni frá
Þjóðskjalasafninu. Þá
verða einnig til sýnis frí-
merkjateikningar, sem
börn í grunnskólum
Garðabæjar gerðu,“
segir Sigurður.
Falleg íslensk
frímerki
NORDIA 2013
Sumarsýning Myndlistarsafns Tryggva Ólafssonar (Tryggvasafns) er í Safnahúsinu í Neskaupstað
Sýningin opnar á sjómannadaginn, sunnudaginn 2. júní nk. klukkan 13.00.
Sýningin verður opin frá klukkan 13.00 til 17.00 alla daga í sumar.
Yfirskrift sýningarinnar í ár er FÓLK enda allar myndir sýningarinnar tengdar fólki og mannslíkamanum.
Myndirnar eru frá mismunandi tímum á ferli listamannsins og hafa sumar ekki verið sýndar fyrr.
Sumarsýningin FÓLK
Margvísleg myndskreytt póstkort
Listaverkabók um Tryggva Ólafsson
Grafíkmyndir
Til sölu:
Ljóðabók eftir Þorstein frá Hamri, myndskreytt af Tryggva