Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 Ríkisútvarpið sagði frá því ífréttum sínum í gær að óvíst væri hvort stjórnarskrármálið verði á dagskrá sumarþings. Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra segir að afstaða verði tekin til þess máls ef núverandi stjórnarand- stöðuþingmenn sem lögðu það fram á sínum tíma leggi það fram aftur.    Ekki þarf miklainnsýn í íslensk stjórnmál til að vita að núverandi ríkisstjórn- arflokkar voru ekki kosnir til að halda áfram að sóa tímanum í „stjórnarskrármálið“.    Sumarþingið nú hlýtur að ein-kennast af þeim málum sem stjórnarflokkarnir hafa lagt áherslu á og voru kosnir til að sinna.    Sigmundur Davíð segir skulda-mál heimilanna ekki munu klárast á sumarþinginu, enda ekki við því að búast miðað við hve flók- ið málið er.    Á hinn bóginn er ekki flókið aðhefja lækkun skatta, sem landsmenn búast við að þessi rík- isstjórn muni vinna að af mynd- arbrag.    Annað af þeim málum sem flokk-arnir voru kosnir til að af- greiða – að hætta aðlögunarbrölt- inu að ESB – er ekki heldur ýkja flókið.    Sumarþingið þarf ekki að veralangt og ríkisstjórnin skyldi ekki ætla sér um of þá daga sem það varir. En hún þarf að hafa í huga að horft verður til þess hvaða línur hún leggur í upphafi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Fyrstu skrefin STAKSTEINAR Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að stjórnvöld hafa aðeins gert formlega þjónustusamninga við 11% öldrunarheimila sem fá fjár- framlög úr ríkissjóði, en alls eru 93 heimili rekin með rými fyrir aldraða starfandi hér á landi. Ríkisendur- skoðun segir að úr þessu verði að bæta sem fyrst til að bæta stjórnun og auka gæði þjónustunnar sem veitt er. Samtök fyrirtækja í velferðarþjón- ustu sendu í gær frá sér ályktun þar sem ábendingu Ríkisendurskoðunar er fagnað. „Það er búið að fresta gerð samninganna í langan tíma,“ segir Gísli Páll Pálsson, formaður samtak- anna. Á hverju ári greiðir ríkissjóður út rúma 22 milljarða til heimilanna, þrátt fyrir að aðeins hafi verið gerðir samningar við átta heimili. „Það er óeðlilegt að þetta sé greitt út án skriflegra samninga,“ segir Gísli Páll. Samtökin leggja sérstaka áherslu á að velferðarráðuneytið nái sam- komulagi við aðildarfélög SFV um uppgjör á lífeyrisskuldbindingum vegna starfsmanna heimila aðildar- félaganna. Í skýrslunni bendir Ríkis- endurskoðun á að slíkt sé nauðsyn- legt til að hægt verði að gera þjónustusamninga við öldrunar- heimilin. „Unnið hefur verið að gerð slíkt samkomulags frá árinu 2006 og löngu tímabært að ljúka þeirri vinnu,“ segir Gísli Páll. larahalla@mbl.is Löngu tímabært að ljúka samningunum  Rúmir 22 milljarðar greiddir til heimilanna án skriflegra samninga Morgunblaðið/Árni Sæberg Í höfn Hrafnista í Reykjavík. Veður víða um heim 31.5., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 10 skýjað Akureyri 12 skýjað Nuuk 5 skýjað Þórshöfn 11 heiðskírt Ósló 22 heiðskírt Kaupmannahöfn 20 skýjað Stokkhólmur 20 heiðskírt Helsinki 21 léttskýjað Lúxemborg 15 skýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 13 skýjað Glasgow 15 léttskýjað London 20 léttskýjað París 16 skýjað Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 21 léttskýjað Berlín 16 skúrir Vín 10 skúrir Moskva 22 skýjað Algarve 22 heiðskírt Madríd 20 skýjað Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 17 skýjað Aþena 26 heiðskírt Winnipeg 11 skúrir Montreal 27 léttskýjað New York 32 heiðskírt Chicago 24 skýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:22 23:31 ÍSAFJÖRÐUR 2:39 24:23 SIGLUFJÖRÐUR 2:20 24:08 DJÚPIVOGUR 2:41 23:10 ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is lau. 10-18, sun. 12-18, mán. - fös. 11-18:30 1. júní - 7. júlí Útsalan..... 25-50% afsláttur er hafin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.