Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 33
FRÉTTIR 33Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Fjárfestum og verðbréfamiðlurum sem Morgunblaðið hefur rætt við þykir afar óheppilegt að Framtakssjóður Íslands hafi selt 19,4% hlut í Vodafone þann 2. apríl sl., fyrsta viðskiptadag eftir að fyrsta ársfjórð- ungi lauk. Á fimmtudaginn birti Vodafone ársfjórðungsuppgjör sem var undir vænt- ingum og lækkuðu bréfin um 7,6%. Bréfin lækkuðu um 4,3% í gær. Þór Hauksson, starfsmaður Framtaks- sjóðsins var stjórnarformaður Vodafone, þegar salan fór fram. Þetta vekur spurn- ingar um hve mikið sjóðurinn vissi um rekstur Vodafone, segja viðmælendur blaðs- ins. Eftir söluna átti sjóðurinn ekkert í fjar- skiptafélaginu og vék Þór úr stjórn á aðal- fundi sem var 11. apríl. Hafliði Helgason, upplýsingafulltrúi Framtakssjóðsins, segir að salan á bréf- unum hafi ekki verið borin undir Þór og því hafi sjóðurinn ekki búið yfir betri upplýs- ingum en markaðurinn. Aðspurður hvers vegna hugmyndir um sölu á bréfunum séu ekki viðraðar við þá starfsmenn sjóðsins sem best þekkja fyrirtækið, í þessu tilviki stjórnarformann Vodafone, segir hann að það sé vegna þess að Þór hafi verið flokk- aður sem fruminnherji. Af þessum sökum sé til að mynda fram- kvæmdastjóri sjóðsins, Brynjólfur Bjarna- son, ekki í stjórnum fyrirtækja í eigu Fram- takssjóðsins. Þess vegna geti hann tekið ákvörðun um sölu á bréfum án þess að hags- munaárekstrar sem þessir komi upp. Hafliði leggur ríka áherslu á að sjóðurinn hafi ekki verið skilgreindur sem fruminn- herji en að bréfin hafi engu að síður verið seld á þeim tíma sem fruminnherjar megi selja bréf. „Við erum því með belti og axla- bönd,“ segir hann. Innherjar eru þeir sem hafa aðgang að upplýsingum sem ekki hafa verið gerðar op- inberar en væru líklegar til að hafa áhrif á markaðsverð ef svo væri. Þeir mega ekki reyna að hagnast á þeim trúnaðarupplýs- ingum sem þeir búa yfir, til dæmis með því að kaupa verðbréf sem telja má líklegt í ljósi upplýsinganna að muni hækka í verði. Fruminnherjar eru þeir sem stöðu sinnar vegna teljast alltaf innherjar, t.d. forstjóri eða í þessu tilviki stjórnarformaður. Færa fjármuni úr einum vasa í annan Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafði Framtakssjóðurinn ekki frumkvæðið að því að selja bréfin heldur var leitað til sjóðsins. Athyglisvert er að í kaupendahópn- um eru lífeyrissjóðir sem eiga í Framtaks- sjóðnum. „Þar er verið að færa fjármuni úr einum vasa í annan,“ segir fjárfestir. IFS ráðgjöf birti uppfært virðismat á Vodafone á fimmtudaginn og mælti með sölu á bréfunum. Viðskiptablaðið segir að virð- ismatsgengið sé 24,2 krónur á hlut, sem er 16% lægra en gengi fyrirtækisins var við lok markaðar í gær. Gengi Vodafone er nú lægra en útboðsgengið, sem var 31,5, en markaðsgengið er 28,8. Sala Framtakssjóðsins á hlutnum í Voda- fone kom verðbréfamiðlurum og fjárfestum í opna skjöldu. Sumir höfðu annars vegar les- ið það úr orðum stjórnenda sjóðsins að þeir vildu fylgja félaginu í gegnum frekari tiltekt í rekstrinum og hins vegar var horft til þess að Framtakssjóðurinn á enn í Icelandair. Hafliði segir að sjóðurinn megi ekki haga sér með þeim hætti að markaðurinn geti les- ið á spilin hjá honum, og nýtt sér það til að hagnast á kostnað sjóðsins. Sala Vodafone vekur spurningar Morgunblaðið/Golli Lækkun Gengi Vodafone er lægra en útboðsgengið, sem var 31,5, en markaðsgengið er 28,8.  Framtakssjóðurinn seldi 19,4% hlut í Vodafone skömmu áður en uppgjör sem var undir væntingum var kunngert  Salan var ekki borin undir þáverandi stjórnarformann Vodafone og starfsmann sjóðsins Sjóðurinn hafði ekki frumkvæðið » Það vekur spurningar að Framtaks- sjóðurinn skuli hafa selt stóran hlut í Vodafone skömmu áður en markaðurinn var upplýstur um uppgjör sem var undir væntingum. Stjórnarformaður Vodafone var starfsmaður Framtakssjóðsins. » Upplýsingafulltrúi Framtakssjóðsins segir að salan hafi ekki verið borin undir starfsmann sjóðsins sem á sama tíma var stjórnarformaður Vodafone. » Heimildir herma að sjóðurinn hafi ekki haft frumkvæðið að sölunni. Opnunarhátíð Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 www.lindesign.is Glerártorgi Akureyri Laugardag & sunnudag 30% afsláttur af öllum vörum Börnin fá rúmföt fyrir dúkkuna eða bangsann Fullorðna fólkið fær ilmpoka til að taka heim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.