Morgunblaðið - 01.06.2013, Síða 33

Morgunblaðið - 01.06.2013, Síða 33
FRÉTTIR 33Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Fjárfestum og verðbréfamiðlurum sem Morgunblaðið hefur rætt við þykir afar óheppilegt að Framtakssjóður Íslands hafi selt 19,4% hlut í Vodafone þann 2. apríl sl., fyrsta viðskiptadag eftir að fyrsta ársfjórð- ungi lauk. Á fimmtudaginn birti Vodafone ársfjórðungsuppgjör sem var undir vænt- ingum og lækkuðu bréfin um 7,6%. Bréfin lækkuðu um 4,3% í gær. Þór Hauksson, starfsmaður Framtaks- sjóðsins var stjórnarformaður Vodafone, þegar salan fór fram. Þetta vekur spurn- ingar um hve mikið sjóðurinn vissi um rekstur Vodafone, segja viðmælendur blaðs- ins. Eftir söluna átti sjóðurinn ekkert í fjar- skiptafélaginu og vék Þór úr stjórn á aðal- fundi sem var 11. apríl. Hafliði Helgason, upplýsingafulltrúi Framtakssjóðsins, segir að salan á bréf- unum hafi ekki verið borin undir Þór og því hafi sjóðurinn ekki búið yfir betri upplýs- ingum en markaðurinn. Aðspurður hvers vegna hugmyndir um sölu á bréfunum séu ekki viðraðar við þá starfsmenn sjóðsins sem best þekkja fyrirtækið, í þessu tilviki stjórnarformann Vodafone, segir hann að það sé vegna þess að Þór hafi verið flokk- aður sem fruminnherji. Af þessum sökum sé til að mynda fram- kvæmdastjóri sjóðsins, Brynjólfur Bjarna- son, ekki í stjórnum fyrirtækja í eigu Fram- takssjóðsins. Þess vegna geti hann tekið ákvörðun um sölu á bréfum án þess að hags- munaárekstrar sem þessir komi upp. Hafliði leggur ríka áherslu á að sjóðurinn hafi ekki verið skilgreindur sem fruminn- herji en að bréfin hafi engu að síður verið seld á þeim tíma sem fruminnherjar megi selja bréf. „Við erum því með belti og axla- bönd,“ segir hann. Innherjar eru þeir sem hafa aðgang að upplýsingum sem ekki hafa verið gerðar op- inberar en væru líklegar til að hafa áhrif á markaðsverð ef svo væri. Þeir mega ekki reyna að hagnast á þeim trúnaðarupplýs- ingum sem þeir búa yfir, til dæmis með því að kaupa verðbréf sem telja má líklegt í ljósi upplýsinganna að muni hækka í verði. Fruminnherjar eru þeir sem stöðu sinnar vegna teljast alltaf innherjar, t.d. forstjóri eða í þessu tilviki stjórnarformaður. Færa fjármuni úr einum vasa í annan Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafði Framtakssjóðurinn ekki frumkvæðið að því að selja bréfin heldur var leitað til sjóðsins. Athyglisvert er að í kaupendahópn- um eru lífeyrissjóðir sem eiga í Framtaks- sjóðnum. „Þar er verið að færa fjármuni úr einum vasa í annan,“ segir fjárfestir. IFS ráðgjöf birti uppfært virðismat á Vodafone á fimmtudaginn og mælti með sölu á bréfunum. Viðskiptablaðið segir að virð- ismatsgengið sé 24,2 krónur á hlut, sem er 16% lægra en gengi fyrirtækisins var við lok markaðar í gær. Gengi Vodafone er nú lægra en útboðsgengið, sem var 31,5, en markaðsgengið er 28,8. Sala Framtakssjóðsins á hlutnum í Voda- fone kom verðbréfamiðlurum og fjárfestum í opna skjöldu. Sumir höfðu annars vegar les- ið það úr orðum stjórnenda sjóðsins að þeir vildu fylgja félaginu í gegnum frekari tiltekt í rekstrinum og hins vegar var horft til þess að Framtakssjóðurinn á enn í Icelandair. Hafliði segir að sjóðurinn megi ekki haga sér með þeim hætti að markaðurinn geti les- ið á spilin hjá honum, og nýtt sér það til að hagnast á kostnað sjóðsins. Sala Vodafone vekur spurningar Morgunblaðið/Golli Lækkun Gengi Vodafone er lægra en útboðsgengið, sem var 31,5, en markaðsgengið er 28,8.  Framtakssjóðurinn seldi 19,4% hlut í Vodafone skömmu áður en uppgjör sem var undir væntingum var kunngert  Salan var ekki borin undir þáverandi stjórnarformann Vodafone og starfsmann sjóðsins Sjóðurinn hafði ekki frumkvæðið » Það vekur spurningar að Framtaks- sjóðurinn skuli hafa selt stóran hlut í Vodafone skömmu áður en markaðurinn var upplýstur um uppgjör sem var undir væntingum. Stjórnarformaður Vodafone var starfsmaður Framtakssjóðsins. » Upplýsingafulltrúi Framtakssjóðsins segir að salan hafi ekki verið borin undir starfsmann sjóðsins sem á sama tíma var stjórnarformaður Vodafone. » Heimildir herma að sjóðurinn hafi ekki haft frumkvæðið að sölunni. Opnunarhátíð Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 www.lindesign.is Glerártorgi Akureyri Laugardag & sunnudag 30% afsláttur af öllum vörum Börnin fá rúmföt fyrir dúkkuna eða bangsann Fullorðna fólkið fær ilmpoka til að taka heim

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.