Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 45
45100 ÁRA
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Í upphafi maímánaðar 1973 bárust
þær fregnir að Richard M. Nixon,
forseti Bandaríkjanna, og Georges
Pompidou, forseti Frakklands,
hefðu ákveðið að hittast á Íslandi
dagana 31. maí og 1. júní. Fundurinn
var haldinn á Kjarvalsstöðum, sem
höfðu verið teknir í notkun fyrr á
árinu. Á fundinum ræddu forset-
arnir ýmis mál í samskiptum Banda-
ríkjanna og Frakklands, einkum
hvað varðaði varnarmál og efna-
hagsmál, en árangur fundarins varð
minni en væntingar stóðu til í
upphafi.
Ástæðan fyrir fundarstaðnum var
af diplómatískum toga. Pompidou
hafði síðast farið í heimsókn til
Washington og því var komið að
Nixon að fara til Parísar. Hann vildi
hins vegar ekki ferðast til megin-
lands Evrópu fyrr en um haustið
þegar hann ætlaði sér í stóra heim-
sókn til nokkurra bandamanna í Atl-
antshafsbandalaginu. Reykjavík
þótti því vera tilvalinn miðpunktur á
milli Washington og Parísar.
Íslenskir ráðamenn tóku fund-
inum fagnandi. Landhelgisdeilurnar
við Bretland voru þá í algleymingi
og íslensk stjórnvöld nýttu sér tæki-
færið til þess að koma sínum sjónar-
miðum á framfæri við forsetana tvo.
Var enda til þess tekið í frásögnum
fjölmiðlanna að bæði Nixon og
Pompidou virtust vel inni í málum.
Túlkaði fyrir þrjá forseta
Á forsíðu Morgunblaðsins 31. maí
1973 má sjá ljósmynd af Pompidou
að ræða við Kristján Eldjárn, for-
seta Íslands, með aðstoð túlks, en
Pompidou tjáði sig ávallt á frönsku.
Sá sem túlkaði var ungur maður,
Tómas Ingi Olrich, síðar ráðherra og
sendiherra Íslands í Frakklandi.
Tómas Ingi segir að sendiherra
Frakklands hafi haft samband við
sig nokkru fyrir fundinn. „Það var
þannig að ég var tiltölulega nýkom-
inn frá námi í Frakklandi þar sem ég
hafði lagt stund á frönsku og fransk-
ar bókmenntir og franska málsögu.
Þannig að ég var nokkuð vel að mér
um frönsku og þeir vissu eitthvað af
þessu í sendiráðinu.“ Tómas Ingi að-
stoðaði sendiherrann lítillega við að
undirbúa komu Pompidous og tók
einnig að sér að túlka í viðræðum
franskra stjórnvalda og íslenskra og
einnig í hátíðarkvöldverði sem
Kristján Eldjárn hélt fyrir Nixon og
Pompidou að Bessastöðum. Tómas
Ingi þýddi meðal annars ræðu sem
Pompidou hélt við það tilefni yfir á
íslensku fyrir kvöldverðinn.
Tómas Ingi lenti í skemmtilegum
misskilningi í hátíðarkvöldverði for-
setanna. „Nixon hélt að ég væri al-
þjóðatúlkur og gæti túlkað óform-
legar viðræður hans við Pompidou,
og ég var ekkert að leiðrétta það,“
segir Tómas Ingi, en hann gat líka
bjargað sér á ensku. „Þannig flétt-
aðist ég inn í samtal forsetanna sem
var algjörlega óformlegt og lítið
tengt efni fundarins.“
Skuggi hvíldi yfir fundinum
Tómas Ingi kynntist Pompidou
nokkuð á meðan Íslandsdvöl hans
stóð. „Hann var mjög sjúkur og
þoldi illa kulda,“ segir Tómas Ingi
en Pompidou lést innan árs frá fund-
inum úr sjaldgæfri tegund eitla-
krabbameins. „Hann mun hafa vitað
nokkru áður en hann kom til Íslands
að sjúkdómurinn var banvænn og að
hann myndi ekki endast nema ein-
hverja mánuði,“ segir Tómas Ingi og
bætir við að ásigkomulag Pompi-
dous hafi vakið mikla athygli frétta-
manna.
Á þessum tíma var Watergate-
málið í algleymingi. „Að því leyti var
þetta mjög sérkennilegur fundur því
að Pompidou vissi að hans dagar
voru taldir en Nixon vissi líka að yfir
honum hékk þetta Damóklesarsverð
Watergate-málsins og honum leið
greinilega illa og var á varðbergi.
Það var því skuggi sem hvíldi yfir
þessum fundi.“
Leiðtogafundur í
skugga Watergate
Fjörutíu ár eru nú liðin
frá leiðtogafundi
Richards M. Nixon, for-
seta Bandaríkjanna, og
Georges Pompidou, for-
seta Frakklands, sem
haldinn var á Kjarvals-
stöðum í Reykjavík.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Forsetar Richard M. Nixon, forseti Bandaríkjanna, og Georges Pompidou,
forseti Frakklands, við upphaf fundar síns á Kjarvalsstöðum.
Landhelgin í brennipunkti Forsíða
Morgunblaðsins 31. maí 1973.
Veisla á Bessastöðum Þeir Georges Pompidou og Kristján Eldjárn ræðast
við á Bessastöðum. Á milli þeirra stendur Tómas Ingi Olrich og túlkar.
Veisluþjónusta
Við erum með tilboð sem koma sér
vel við öll tækifæri, s.s. fermingar,
útskrift, skírnina eða afmælið.
Snittur, tapas, heitir
ofnréttir og brauðtertur.
Allar nánari upplýsingar
færðu í síma 533-3000
virka daga milli kl. 8-16.
Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver
Fingramatur, kökur
og konfekt
Tapas, snittur, sushi, kjúklinga-
spjót, heitir ofnréttir, konfekt,
franskir súkkulaðikökubitar,
kransabitar, jarðarber í súkku-
laðihjúp og marsipanterta.
Verð kr. 2.390 á mann
Sjá sölustaði á istex.is
Íslenska ullin
er einstök
Skoðaðu litaúrvalið í næstu verslun