Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarhátíðin Keflavík Music Festival verður haldin öðru sinni í ár 5.-9. júní nk. í Reykjanesbæ. Tónleikar og uppákomur fara fram á átta stöðum í bænum, m.a. í Reykjaneshöllinni og Keflavík- urkirkju og í tjöldum sem rúma allt frá 500 upp í 2.500 gesti. Tónlistin sem boðið verður upp á er af öllum toga, allt frá ljúfum tónum Páls Óskars og hörpuleikarans Moniku Abendroth yfir í harðasta málm og rapp Sólstafa og Blazroca. Og er- lendir gestir eru ekki af verri end- anum og ber af þeim eflaust hæst breska rapparann Tinie Tempah. Sérstök dagskrá fyrir 18 ára og yngri „Keflavík Music Festival er tón- listarhátíð fyrir alla. Markmiðið er að hafa eitthvað fyrir hvern sem er. Við erum með mjög fjölbreytta dagskrá fyrir 18 ára og eldri og einnig dagskrá fyrir 18 ára og yngri. Sá aldurshópur fær að sjá allt sem verður í boði í Reykjanes- höllinni,“ segir Óli Geir Jónsson, skipuleggjandi hátíðarinnar. – Hver eru aðalatriðin á dag- skránni, stærstu nöfnin? „Tinie Tempah er svokallaður „headliner“ á há- tíðinni. Hann er það atriði sem hef- ur unnið til flestra verðlauna t.d. Deila má um hvað er aðalatriðið enda er smekkur manna misjafn. Rudimen- tal hafa einnig verið að koma mjög sterkir inn, þeir sendu frá sér fyrstu sólóplötuna fyrir u.þ.b. mán- uði og fór hún í gull eftir aðeins tíu daga í sölu. Far East Movement eiga ótrúlega stórt „fan base“ hér á Íslandi, þeir eru búnir að gefa út lög með Justin Bieber og fleirum. Nýja lagið þeirra, „Get up“, hefur verið eitt vinsælasta danslag heims síðustu vikur, það verður virkilega gaman að sjá þá „live“. Ég gæti haldið endalaust áfram, Röyksopp, Chase & Status, Outlandish, Nicky Romero og ein af mínum uppá- haldshljómsveitum, The Temper Trap, eru einnig erlend atriði sem koma fram á hátíðinni í ár. Ekki má gleyma íslenska „line-up“-inu sem er einnig eitt það glæsilegasta sem sést hefur: Hjálmar, Ásgeir Trausti, Ólafur Arnalds, Skálmöld, Páll Óskar, Bubbi, SIGN, Sólstafir, Agent Fresco, Sykur, Bloodgroup, Dikta og 100 tónlistaratriði í við- bót.“ Tók tíma að ná Tempah – Tinieh Tempah sló í gegn í Bretlandi og víðar árið 2010 með laginu „Pass out“ og hefur átt mik- illi velgengni að fagna. Það hlýtur að hafa verið dálítið snúið að fá hann til Keflavíkur? „Það var frekar snúið, já og tók góðan tíma að fá hann og hans menn til að koma á Keflavík Music Festival. Það sem hjálpaði mjög mikið í sambandi við það var að Tinie Tempah langar mikið að heimsækja Ísland, hann hefur aldr- ei komið fram á tónleikum hér áð- ur. Þegar viðræður hófust í sam- bandi við að fá hann til landsins þá tóku þau vel í það en þegar kemur að svona festivali er alltaf erfiðara að fá tónlistarmenn til að koma. Þeir vilja oftast frekar vera með staka tónleika þegar þeir eru orðnir svona stórir og þekktir. Ég hafði ekkert í höndunum til þess að sýna þeim í sambandi við hátíðina, þau vildu að sjálfsögðu sjá myndbönd og myndir frá fyrri hátíðum en þar sem hátíðin er ný hafði ég ekkert slíkt. Á endanum náði ég nú að telja þau á að koma og öll hin atrið- in sem troða upp á Keflavík Music Festival í ár. Allt verður nú tekið upp í hljóði og mynd þannig það ætti að vera lítið mál fyrir okkur að fá önnur erlend tónlistaratriði næstu ár,“ segir Óli Geir. – Þetta er býsna fjölbreytt tón- list, allt frá Palla og Móniku yfir í myljandi víkingamálm. Var lagt upp með fjölbreytni í vali á tónlist- armönnum og hljómsveitum? „Já, það var það eina sem kom til greina allan tímann. Hugmyndin með þessu festivali er að hafa eitt- hvað á boðstólum fyrir alla. Við verðum með tónleika í Keflavík- urkirkju með Páli Óskari & Mo- niku, Bubba, KK, Ólafi Arnalds og fleirum, einnig grjóthart rokk, sveitaböll, unglingatónleika og allt fyrir rapparana. Röyksopp, Chase & Status, Nicky Romero, Sísý Ey, Steed Lord og fleiri sjá svo um dansþyrsta gesti. Þetta gerist ekki betra.“ Verður söguleg – Þetta er fjögurra daga hátíð, átta tónleikastaðir. Fer ekki allt á annan endann í Reykjanesbæ? „Með góðri skipulagningu og vönduðum vinnubrögðum þá nei. En í sambandi við stemningu, hún á eftir að verða ein sú sögulegasta.“ – Hvernig gengur miðasala og er stefnt að því að halda þessa hátíð á hverju ári? „Hátíðin er nú árlegur viðburður og þetta er í annað sinn sem hún er haldin. Við erum búnir að festa okkur á aðra helgina í júní ár hvert. Miðasalan gengur vonum framar. Þeir sem hafa nú þegar ekki nælt sér í miða geta nálgast þá á næstu N1-stöð eða heimasíðu okkar, kefla- vikmusicfestival.com. Það verður einnig í boði að kaupa miða á hátíð- inni, svo lengi sem það er ekki upp- selt,“ segir Óli Geir og bætir við að einnig verði hægt að tjalda í Reykjanesbæ yfir helgina, á göml- um fótboltavelli á Iðavöllum í Keflavík sem sé skamman spöl frá Reykjaneshöllinni. „Það er því um að gera að byrja fyrstu útilegu sumarsins í Keflavík 5.-9. júní,“ segir Óli Geir að lokum. „Tónlistarhátíð fyrir alla“  Keflavík Music Festival hefst á miðvikudaginn og stend- ur í fjóra daga  Tinie Tempah „headliner“ hátíðarinnar Sísý Ey Ein margra íslenskra hljómsveita sem verða í Keflavík. Raftónlistardúett Norska tvíeykið Röyksopp treður upp á hátíðinni. Óli Geir Jónsson Röyksopp Norski rafdúettinn ætti að svala þorsta danþyrstra. Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS GERSEMAR 18.5. - 25.8. 2013 HUGLÆG LANDAKORT - MANNSHVÖRF 18.5. - 30.6. 2013 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14 - Ingibjörg Magnadóttir fjallar um verk sitt. SAFNBÚÐ - Listaverkabækur, gjafakort og listrænar gjafavörur. KAFFISTOFA - Heit súpa í hádeginu, úrval kaffidrykkja og heimabakað meðlæti. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600. OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mán. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM og FORNMENN Opið þriðjud.-fimmtud. kl. 11-14, sunnud. 13-16 Bergstaðastræti 74, sími 515 9625. www.listasafn.is LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR ÚR DJÚPUNUM - Samsýning Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og Listasafns Íslands SUMAROPNUN frá 1. júní - Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Hátíðarsýningar í tilefni 150 ára afmælis Þjóðminjasafns: Silfur Íslands í Bogasal, Silfursmiður í hjáverkum í Horni Nýjar sýningar í tilefni af 100 ára afmæli Heimilisiðnaðarfélags Íslands: Kónguló á 3. hæð og Heimilisiðnaðarfélag Íslands í eina öld á Torgi Skemmtilegir ratleikir, safnbúð og kaffihús. Fylgist með á facebook: http://www.facebook.com/thjodminjasafn Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga frá kl. 10-17 Art=Text=Art Verk eftir samtímalistamenn Hádegisleiðsagnir alla föstudaga kl. 12:05 Hellisgerði, blóma- og skemmtigarður Fimmtudagur 6. júní kl. 20 Göngutúr um Hellisgerði gengið frá inngangi garðsins við Reykjavíkurveg Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þriðjudaga. www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Sýningin Óvænt kynni verður opnuð föstudaginn 7.júní kl. 17 Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.