Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Á meðan kuldi og rign- ing bylur á lands- mönnum er einn boð- beri sumars alltaf á réttum tíma, Brúðubíll- inn. „Nú er ég búin að vera að í 33 ár og ég verð aldrei leið á þessu. Það er svo gott og gaman að vera með börn- um og vinna með þeim. Þau hafa svo mikið ímyndunarafl og raunveru- leikinn og ímyndunin rennur saman hjá þeim og það sem þau hafa fram yfir okkur er að þau eru alltaf í núinu. Þetta gætum við lært af börn- um. Við erum alltaf að hugsa um það sem var og hafa áhyggjur af því hvernig allt verður,“ segir Helga Steffensen, brúðumeistari. Þekktir leikarar raddirnar á bak við brúðurnar Júní-sýning Brúðubílsins, Brúðutangó, er tileinkuð leikkon- unni Eddu Heiðrúnu Bachman. Í sýningunni eru valdir kaflar þar sem Edda Heiðrún gefur brúðunum rödd sína en hún hefur í gegnum tíðina léð fjölmörgum brúðum leikhússins rödd og hefur leikstýrt oftar en einu sinni. „Við erum ægilega ánægð með þetta. Hún er svo skemmtileg, hún Edda Heiðrún. Mig langaði að til- einka henni þessa sýningu af því að hún er búin að vinna svo mikið með brúður og hefur oft hjálpað til við brúðuleikhús og þá ekki bara mér. Ég tók saman hluta úr nokkrum sýningum og setti í eina. Það sem öll brotin eiga sameiginlegt er að í hverju þeirra er persóna sem hún gefur rödd sína. Svo eru auðvitað Hæfileg spenna er nauðsynleg Helga Steffensen á stóran þátt í leikhúsaðlögun nokkurra kynslóða hér á landi. Í 33 ár hefur hún skrifað handrit, útbúið brúður og leikið fyrir íslensk börn og árið í ár er engin undantekning. Fyrri sýningu Brúðubílsins í sumar, Brúðutangó, til- einkar hún leikkonunni Eddu Heiðrúnu Bachmann sem ljær fimm persónum í verkinu rödd sína. Brúðubíllinn frumsýnir 6. júní næstkomandi. Morgunblaðið/Frikki Áratuga samstarf Þær Helga Steffensen og Sigrún Edda Björnsdóttir hafa starfað saman síðastliðin 20 ár og lofa velgengni samstarfsins. Morgunblaðið/Ernir Brúðubíllinn Boðberi sumarsins er farinn að sjást á götum borgarinnar og menningaruppeldi íslenskra barna byrjar með Brúðubílnum. Menningarveisla Sólheima verður opn- uð í dag klukkan 13 en þetta er í átt- unda skiptið sem hátíðin er haldin. Veislan hefst við Grænu könnuna og verður þaðan gengið á milli sýninga. Gangan endar síðan í Sólheimakirkju þar sem efnt verður til tónleika Sól- heimakórsins. Fjölbreytt dagskrá verður síðan í allt sumar og munu listamenn á borð við Lay Low og Björn Thoroddsen skemmta gestum. Auk þess verður hægt að sækja sér ýmsan fróðleik en fræðsluerindi verða á fimmtudagskvöldum og laugardögum um ýmis efni. Þar má nefna sápugerð, býflugnarækt, jurtalitun og garðyrkju. Hægt verður að sækja guðsþjónustur í Sólheimakirkju auk þess sem stað- urinn býður upp á höggmyndasafn, ljóðagarð og trjásafn. Nánar má lesa um opnun menningarveislunnar og dagskrá sumarsins í heild á heimasíðu Sólheima, solheimar.is. Vefsíðan www.solheimar.is Morgunblaðið/Eggert Fjör Margt verður í boði í Sólheimum í sumar, þar á meðal sápugerð. Býflugnarækt og tónleikar Hægt verður að hlýða á ljúfa tóna í húsi skáldsins á sunnudag, þegar fyrstu tónleikarnir í sumartónleika- röð Gljúfrasteins fara þar fram. Marta G. Halldórsdóttir, sópran, Pamela De Sensi, flautuleikari, og Páll Eyjólfsson, gítarleikari, flytja þar flytja tónlistardagskrá með verkum Elínar Gunnlaugsdóttur, tónskálds. Á meðal verka sem flutt verða má nefna verk við ljóð spænska skálds- ins Juan Carlos Marín Ramos auk frumflutnings á verkinu „Dáið er allt án drauma“ við samnefnt ljóð Hall- dórs Kiljans Laxness. Tónleikarnir hefjast kl. 16. Sumartónleikaröð Ljúfir tónar á Gljúfrasteini Morgunblaðið/Arnaldur Gljúfrasteinn Ljúfir tónar munu óma. Barnaheimilið Ós er um þesar mundir fjörutíu ára og verður því fagnað með pomp og prakt í dag. Um er að ræða fjársöfnun auk allsherjar fjölskyldu- hátíðar þar sem Prins Póló, Hugleikur Dagsson og Frímann Gunnarsson auk annarra munu skemmta gestum og gangandi. Einnig mun hljómsveitin Of Monsters and Men gefa tvær vínyl- plötur, áritaðar af allri hljómsveitinni, auk þess sem boðið verður upp á krakkadiskó, hoppkastala, pylsur og fleira. Þess má til gamans geta að um krakkadiskóið sér enginn annar en borgarfulltrúi Besta flokksins, DJ Eva Einarsdóttir. Á staðnum verður mark- aður og uppboð á ýmsum varningi og mun allur ágóði renna til rekstrar á Ósi. Barnaheimilið, sem stofnað var árið 1973, er eini foreldrarekni leik- skólinn og er hann unninn eftir Hjallastefnunni. Barnaskemmtunin stendur á milli 13 og 16 í Ósi en klukkan 20 hefst síðan dagskrá fyrir lengra komna í Þjóðleikhúskjall- aranum. Prins Póló og fleiri taka lagið til styrktar Ósi Markaður, uppboð og ein alls- herjar fjölskylduskemmtun Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.