Morgunblaðið - 21.03.2014, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.03.2014, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 FULLVELDI ÞJÓÐA OG EVRÓPUSAMRUNINN Alþjóðleg ráðstefna Nei við ESB og Nei til EU Laugardaginn 22. mars á Hótel Sögu, 2. hæð – í Kötlu Ráðstefnan hefst kl. 9:30 og er öllum opin meðan húsrúm leyfir  Vigdís Hauksdóttir alþingismaður og formaður Heimssýnar  Helle Hagenau sviðstjóri alþjóðasviðs hjá Nei til EU  Josef Motzfeldt fyrrverandi ráðherra og forseti grænlenska þingsins  Odd Haldgeir Larsen varaformaður Fagforbundet og stjórnarmaður í Nei til EU  Halldóra Hjaltadóttir formaður Ísafoldar  Haraldur Benediktsson alþingismaður og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands  Ragnar Arnalds fyrrverandi fjármálaráðherra  Brynja Björg Halldórsdóttir lögfræðingur  Halldór Ármannsson formaður Landssambands smábátaeigenda  Per Olaf Lundteigen þingmaður Miðflokksins á norska stórþinginu  Ásgeir Geirsson formaður Herjans  Erna Bjarnadóttir hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands  Sigríður Á. Andersen héraðsdómslögmaður og varaþingmaður  Olav Gjedrem formaður Nei til EU í Rogalandfylki ÁVÖRP OG FYRIRLESTRAR: Ráðstefnustjórar: Jón Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Heimssýnar og Helle Hagenau sviðstjóri alþjóðasviðs hjá Nei til EU í Noregi. Samantekt og umræður í lok ráðstefnu. Umsjón: Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður Auður Albertsdóttir audura@mbl.is Þ að er oft fyrsta skrefið hjá konum sem koma hingað til lands erlendis frá að koma til okkar,“ segir Ania Wozniczka, for- maður Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Samtökin voru stofnuð á kvennafrídeginum, 24. október árið 2003, og leitast meðlimirnir eftir því að sameina, takast á við og ljá hags- muna- og áhugamálum kvenna sem sest hafa að á Íslandi rödd, ásamt því að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins. Öflugt félagslíf Starfsemi samtakanna er af ýmsum toga en meðal annars bjóða þau upp á faglega ráðgjöf ásamt því að búa yfir virku félagslífi. „Einu sinni í mánuði yfir veturinn hittumst við og höldum svokallað „Þjóðlegt eldhús“ en tilgangur þess er að koma saman og borða góðan mat. Þetta er á vissan hátt eins og ný útgáfa af saumaklúbbi,“ segir Ania blaða- manni. Í hverjum mánuði er eitt land tekið fyrir og er viðburðurinn bæði fyrir erlendar konur og íslenskar. „Nú síðast var matur frá Jamaíka, en síðast fyrir jól og síðast fyrir sumar- frí er svokallað „potluck“ þar sem all- ir geta komið með einhvern uppá- haldsmat, eftirrétt eða hvað sem er. Þetta er alltaf skemmtilegt kvöld og það er alltaf fullbókað, þetta er mjög vinsælt meðal samtakanna,“ segir Ania. Samtökin hafa einnig tekið þátt í ýmsum samstarfsverkefnum í gegn- um tíðina og hafa þau meðal annars starfað með Borgarbókasafninu síð- astliðin sex ár. Það samstarf kallast Söguhringur kvenna og felst í því að konur hittast og skiptast á sögum, persónulegum eða bókmenntalegum. Jafnframt er markmið samstarfsins að konur deili menningarlegum bak- grunni sínum með öðrum og er Sögu- hringurinn kjörinn vettvangur til þess. Samtökin eru einnig í samstarfi við kvennasamtökin US-LT Alumni Association í Litháen en þær eru að vinna að heimildarmyndinni „Ethnic Kitchen“. Þær fréttu af verkefninu „Þjóðlegt eldhús“ og höfðu samband við Samtökin í kjölfarið. Áætlað er að Alltaf fullbókað á eldhúskvöldin Konurnar á bak við Samtök kvenna af erlendum uppruna, stunda öflugt félagslíf sem felst meðal annars í eldhúskvöldum og kórastarfi ásamt því að bjóða upp á ráðgjafaþjónustu. Í gær hlutu samtökin Jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs. Dansað Mikil gleði og dans ríkir hjá konunum sem eru af ólíkum uppruna. Þegar þú ferð í atvinnu-viðtal er (örugglega)þumalputtaregla að þúeigir að vera þokkalega kurteis og ekki segja neitt sem gæti misskilist eða komið illa við þann sem íhugar að ráða þig í vinnu. Sama má ætla að gildi um leiguviðtöl, þar sem mögulegir leigjendur eru kallaðir á fund leigusala til að skoða íbúðina og kanna hvort fólk eigi samleið. Gegnum árin hefur mér þó tekist að lenda ekki á verri stað í tilver- unni en ég er á, án þess að fylgja þessum venjum meira en ég nauð- synlega þarf. Ég fór á fund núverandi sam- býlisfólks til að kanna hvort við gætum komist að sam- komulagi um hvort ég gæti búið í herberginu, sem þá var að losna, þann stutta tíma sem ég dvel í þessari paradís á jörðu sem Vínarborg er. Fundurinn kom til með mjög stuttum fyrirvara. Tveimur tímum áður en ég hitti Karin og Jo- hannes, sat ég á barnum á hostelinu sem ég dvaldi á fyrst um sinn, og sendi eins og einn vörubílsfarm af tölvupóstum til fólks sem bauð herbergi til leigu. Það sem á eftir fór gæti verið atvik til stuðnings kenningu Mitchell og Webb um að heimurinn væri miklu betri ef allir væru allt- af á rétt tæplega öðru glasi. Þannig arkaði ég til fundar við þau á besta stað í 7. hverfi borgar- innar, steinsnar frá öllu sem er þess virði að heimsækja. Mér leist ágætlega á herbergið, en hafði nokkrar áhyggjur af því að ég var langt því frá einn um hítuna. Margir væru örugglega með betri meðmæli frá vínskum leigusölum eða tilbúnir að þrífa eldhúsið hátt og lágt vikulega. Hæfilega vongóður reim- aði ég aftur á mig skóna og kvaddi með þeim orðum að þau mættu alveg búast við því að það kæmu ekki fleiri að skoða herbergið, ég myndi segja herbergið þeg- ar vera leigt, og þeim sem ekki tryðu mér myndi ég henda niður stigahúsið. Af fjórðu hæð. »Það sem á eftir fórgæti verið atvik til stuðnings kenningu Mitchell og Webb um að heimurinn væri miklu betri ef allir væru alltaf á rétt tæplega öðru glasi. Heimur Gunnars Dofra Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.