Morgunblaðið - 21.03.2014, Síða 11
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Við hvetjum alla sem tilheyraskokkhópnum til að takasem flesta með sér í styrkt-
arhlaupið okkar í fyrramálið en
þetta er opið fyrir alla. Þeir sem
hlaupa borga þúsund krónur hver
og eins eru frjáls framlög vel þeg-
in. Öll innkoma rennur óskipt til
Krabbameinsfélagsins. Til að
skapa réttu stemninguna ætla sem
flestir að mæta með yfirvara-
skegg, bindi eða öðruvísi skreyttir
til að minna á tilefnið. Öllum er
boðið í sund í Suðurbæjarlaug eft-
ir hlaupið og eftir sundið verða
léttar veitingar í boði á Ásvöllum
kl 13. Allt til að skapa góða
stemningu og gera sem mest úr
deginum og viðburðinum,“ segir
Björgvin Björgvinsson, einn af
þeim sem hleypur reglulega með
skokkhópi Hauka í Hafnarfirði.
Hópurinn hitaði upp í vikunni og
tók lagið Hraustir menn, áður en
lagt var upp í hlaupaæfingu.
Björgvin segir að Skokkhaupur
Hauka sé með stærri slíkum hóp-
um á landinu. „Meðlimir eru á
annað hundrað en í vetur höfum
við verið um sextíu sem hlaupum
saman. Við eigum því von á að í
styrktarhlaupið mæti um hundrað
og fimmtíu manns, við vonum það
besta og hvetjum alla til að koma
og taka þátt í því. Við ætlum að
hafa gaman af þessu og styrkja í
leiðinni gott málefni,“ segir
Björgvin og bætir við að skokk-
hópurinn hafi hug á því að gera
það að árlegum viðburði að
styrkja gott málefni með hlaupi.
Björgvin segir góða stemn-
ingu vera í skokkhópnum sem
inniheldur fólk af báðum kynjum
og á öllum aldri. Elsti meðlim-
urinn er sjötíu og fjögurra ára.
„Ég er búinn að hlaupa í þrjú ár,
en ég byrjaði á þessu af því að
konan mín fór að hlaupa og hvatti
mig til að gera hið sama, enda full
ástæða til að huga vel að heils-
unni. Við höfum verið dugleg í
útivist hjónin en ákváðum að
prufa líka að hlaupa og það er
mjög gaman. Félagsskapurinn er
frábær í skokkhópnum sem er
stór hluti af því að við erum í
þessu.“
Þeir sem hafa áhuga á að
taka þátt í hlaupinu mæta á Ás-
velli, í Haukahúsið, í Hafnarfirði í
fyrramálið, laugardag 22. mars,
klukkan níu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skokkhópur Hauka Fyrir hlaupaæfingu í fyrradag tók hópurinn lagið og söng Hraustir menn, til að gefa tóninn.
Standa fyrir styrktarhlaupi
í tilefni af Mottumars
Skokkhópur Hauka í Hafnarfirði söng um hrausta menn til að þjappa sér saman
fyrir baráttuna. Þau hvetja fólk til að hlaupa í fyrramálið til að styrkja gott málefni.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014
Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir
bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði
3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef
meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs
við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7
sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum
bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða
nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að
nota lyfið. Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri.
Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða augu.
Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja
notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða
astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir
notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf
eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í
fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis
Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ
Fæst án lyfseðils
Verkir í
hálsi og
öxlum?
Kórinn Í gegnum tíðina hefur verið starfandi kór innan samtakanna sem hefur komið fram á ýmsum viðburðum.
„Ethnic Kitchen“ verði sýnd í Bíó
Paradís í haust.
Ýmis ráðgjöf í boði
Á hverju þriðjudagskvöldi er
hægt að nálgast ókeypis ráðgjöf á
vegum samtakanna. Ráðgjöfin er op-
in öllum konum og segir Ania að
þessi kvöld geti verið góður vett-
vangur fyrir konur til þess að koma
og fá að tala við einhvern og tjá sig.
„Fyrsta skrefið er að fá konurnar til
okkar í ráðgjöf, og svo getum við
beint þeim áfram á viðeigandi stofn-
un eða aðila sem geta hjálpað,“ segir
Ania og bætir við að allir ráðgjaf-
arnir hafi fengið sérstaka þjálfun og
að minnsta kosti tveir séu alltaf til
staðar hvert þriðjudagskvöld. Jafn-
framt er boðið upp á lögfræðiþjón-
ustu á sama tíma þar sem konur geta
leitað sér hjálpar með ýmis mál og
nefnir Ania þá sérstaklega innflytj-
enda- og hælisleitandamál í því sam-
hengi. Samkvæmt Aniu eru kon-
urnar í samtökunum hvattar til að
nota íslenskuna, bæði sín á milli, og
með því að fara á ýmsa fyrirlestra á
íslensku.
Starf kvennanna í samtökunum
hefur vakið athygli hérlendis og hafa
þau hlotið bæði styrki og verðlaun
fyrir störf sín. Í síðasta mánuði hlutu
samtökin styrk úr minningarsjóði
Gunnars Thoroddsen. Elsa Yeoman,
forseti borgarstjórnar, afhenti styrk-
inn og sagði samtökin vel að styrkn-
um komin þar sem þau hefðu unnið
ötult starf og staðið vörð um réttindi
kvenna af erlendum uppruna. Í gær
tóku síðan samtökin á móti jafn-
réttisviðurkenningu Jafnréttisráðs.
Segir Ania að verðlaunin séu samtök-
unum mikill heiður og að það sé sönn
ánægja að samfélagið sýni starfsemi
þeirra áhuga og virðingu. „Þessi
viðurkenning er líka hvatning, því
það er ennþá margt ógert og við í
Samtökunum erum vissar um að
saman getum við gert okkar sam-
félag að enn betri stað til að búa í,
starfa, rækta fjölskyldu- og vina-
sambönd, mennta sig, taka virkan
þátt og láta draumana rætast,“ segir
Ania að lokum.
Þemakvöld Mánaðarlega hittast konurnar og elda rétti frá einu þjóðríki.
Halldór B. Runólfsson, safnstjóri
Listasafns Íslands, verður með leið-
sögn um yfirlitssýningu á verkum
Magnúsar Kjartanssonar; Form, LitUr,
Líkami: Háspenna / LífsHætta,
sunnudaginn 23. mars, kl 14, í Lista-
safni Íslands.
Listasafnið hefur opnað yfirlits-
sýningu á verkum Magnúsar Kjart-
anssonar myndlistamanns. Magnús
var meðal þeirra listamanna, sem
brúuðu bilið milli formrænnar mynd-
listar eftirstríðsáranna, bæði óhlut-
bundinnar og fígúratívrar, og póst-
módernískrar listar á 9. og 10. áratug
liðinnar aldar. Leiðsögnin verður
bæði fræðandi og skemmtileg.
Endilega...
List Leiðsögn um listaverk Magnúsar
í Listasafni Íslands á sunnudaginn.
...Njótið verka Magnúsar