Morgunblaðið - 21.03.2014, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Hesturinn er stór í okkar menningu
og til mikið af sögum af honum.
Vandinn er að velja,“ segir Hjörleif-
ur Hjartarson, höfundur skemmti-
dagskrárinnar Hestaat í Hörpu sem
verður opnunaratriði Hestadaga í
Reykjavík í ár.
„Það gleymist oft að segja frá
því hvað íslenski hesturinn er sam-
ofinn sögu Íslands og menningu. Ég
bind vonir við að margt skemmtilegt
komi fram í þessari sýningu. Það
væri gaman að sýna næst hlut hests-
ins í vísindum eða einhveru öðru,“
segir Haraldur Þórarinsson, for-
maður Landssambands hesta-
mannafélaga, sem fékk Hjörleif og
félaga hans til að setja sýninguna
upp.
Mikið til af sögum
„Það er búið að gera hestinn að
svo mikilli markaðsvöru með keppni
og sýningum að það þótti kominn
tími til að gera menningarhlutverki
hans hærra undir höfði,“ segir Hjör-
leifur. Það verður gert með tali og
tónum. Hilmir Snær Guðnason leik-
ari segir sögur af hestum og brestur
í söng og hljómsveitin Brother Grass
leikur íslensk hestalög með nýstár-
legum hætti. Þá mun hljómsveitin
Hundur í óskilum leika lausum hala
um sviðið og aðstoða við flutninginn.
Hjörleifur segir að mikið sé til
af sögum af hestum, meðal annars í
Íslendingasögunum, þjóðsögum og
bókmenntum – draugasögur og
hetjusögur og allt þar á milli. „Við
eigum mikla menningararfleifð í
hestinum. Hann hefur verið ótrúlega
stór hluti af lífi okkar – og er enn,“
segir Hilmir Snær.
Kynna hestinn í þéttbýlinu
Sýningin verður í Norðurljósa-
sal Hörpu 3. apríl, við upphaf Hesta-
daga í Reykjavík. Hjörleifur og
Hilmir Snær gefa ekki mikið út um
framhaldið, hvort sýnt verði oftar.
„Við byrjum á því að sýna í eitt
skipti, svo kannski aftur og sjáum
svo til,“ segir Hjörleifur.
Hestadagar ganga út á að
kynna íslenska hestinn í þéttbýlinu.
Öll hestamannafélögin á höfuðborg-
arsvæðinu eru með opin hesthús og
einhverja dagskrá fyrir gesti.
Keppni verður í nýju Sprettshöll-
inni, riðið verður um miðborgina á
laugardag og sýning Fáks, Æskan
og hesturinn, verður í reiðhöllinni í
Víðidal á sunnudeginum.
Skemmta á nútíma-
hestaati í Hörpu
Morgunblaðið/Eggert
Ólafur reið með björgum fram Hilmir Snær er sagnamaður í hestasýningunni í Hörpu.
Hlut hestsins í menningu þjóðarinnar gerð skil á sýningu
Hestur í óskilum? Hjörleifur Hjartarson og Hilmir Snær Guðnason leika
stórt hlutverk í Hestaati. Ylfa frá Ytri-Hofdölum kemur minna við sögu.
Alvarlegt ástand hefur skapast á
heimilum fatlaðra framhalds-
skólanema, vegna verkfalls fram-
haldsskólakennara, að mati
velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Það skorar á Kennarasamband Ís-
lands að veita undanþágur í verk-
fallinu vegna fatlaðra nemenda. Í
áskoruninni segir að starfsfólk, ann-
að en kennarar í skólum, geti ekki
sinnt þessum nemendum þrátt fyrir
að vera á launum og í raun ekki í
verkfalli, vegna þess að það starfar
undir verkstjórn framhaldsskóla-
kennara. Áskorunin var samþykkt
einróma á fundi velferðarráðs um að
veittar verði undanþágur, berist
beiðni frá nemendum og eða forráða-
mönnum þeirra, þannig að þroska-
þjálfar og stuðningsfulltrúar geti
unnið undir verkstjórn skólastjórn-
enda.
„Ef ekki verður orðið við undan-
þágum þarf Reykjavíkurborg að
skoða möguleika á að opna fyrir
lengda viðveru, skammtímavistun
eða aðra stuðningsþjónustu á skóla-
tíma,“ segir í áskoruninni.
Fatlaðir nemendur fái
undanþágur í kennaraverkfalli
Hollar vörur úr náttúrunni
Íslensk framleiðsla
H-Berg efh | S. 565-6500
hberg@hberg.is | hberg.is
HLAÐBORÐ
FYRIR FUNDinn
EÐA AFMÆLIð.
565 6000 / somi.is
Við bjóðum upp á ferska og ljúffenga
veislubakka og bjóðum ókeypis heim-
sending á höfuðborgarsvæðinu ef
pantaðir eru fjórir bakkar eða fleiri.
Pantaðu í síma 565 6000 eða á somi.is.