Morgunblaðið - 21.03.2014, Page 22

Morgunblaðið - 21.03.2014, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 SVIÐSLJÓS Sigurður Ægisson sae@sae.is Allt frá árinu 1998 hefur verið í gangi fjölþjóðleg rannsókn á ís- lenskum jaðrakönum. Hefur hópur fuglafræðinga og aðstoðarfólks komið hingað til lands í þessum tilgangi á hverju sumri og litmerkt fugla og vigtað og mælt. Er talið að búið sé að koma þannig hönd- um yfir 2% stofnsins. Hafa um 90% merktu fullorðnu jaðrakan- anna sést eftir það í öðrum lönd- um Evrópu og um 20% þeirra sem merktir voru sem ungar. Auk þess hafa um 25% jaðrakana, sem merktir eru í vetrarheimkynnum sínum ytra sést á Íslandi árlega. Sá elsti var merktur fyrir tæpum 30 árum. Í tengslum við þetta verkefni hafa nemendur Grunnskóla Fjalla- byggðar verið í samstarfi við jafn- aldra sína í Scoil Iosaef Naofa í bænum Cobh, sem er í Cork á Suður-Írlandi, frá því í október ár- ið 2006, að frumkvæði Guðnýjar Róbertsdóttur kennara, eftir að hún hafði séð og gefið sig á tal við breska merkingarfólkið við iðju sína inni í Siglufirði í júlí 2004. En u.þ.b. 20% af íslenska jaðrakana- stofninum eru einmitt yfir vetrar- tímann á Írlandi. Um 2% dveljast við höfnina í Cork og merktir sigl- firskir fuglar hafa sést nálægt Cobh. Willie McSweeney er tengi- liður við írska skólann. Nokkru síðar bættist grunnskól- inn í Topsham í Devon í Englandi í samstarfshópinn, en var bara með í eitt ár. Sameiginleg heima- síða skólanna er http://scoiliosaef- naofa.com/GodwitLatest.htm. Með jaðrakan í fóstri Hver og einn nemandi tekur að sér einn jaðrakan og skráir ná- kvæmlega ferðir hans, eftir gögn- um fuglafræðinganna og sjáist fuglinn að vori tilkynnir nemand- inn það til þeirra sem halda utan um rannsóknir á fuglunum. Hér á landi var það lengi vel Tómas Gunnarsson fuglafræðingur en nú eru þau mál í umsjá Böðvars Þór- issonar líffræðings. Ytra heldur Jim Wilson náttúrufræðingur um alla þræði, sér þar á meðal um heimasíðuna. Með því að hafa áhugasamt fólk víða um heim sem skráir fuglana og sendir upplýsingar er hægt að fylgjast með ferðum þeirra og ná ýmsum upplýsingum um háttalag þeirra og atferli og læra landa- fræði og fleira. Að sögn Guðnýjar hafa nemend- urnir verið í tölvu- og bréfa- sambandi, m.a. tengst á Skype, og hafa fræðst um umhverfi og áhugamál hver annars og borið saman upplýsingar um veðurfar hér og ytra. Einnig hafa þeir sigl- firsku lært nokkur erlend orð og kennt hinum útlendu vinum sínum nokkur íslensk. Byrjað eftir áramót „Við byrjum yfirleitt eftir ára- mót. Þetta samstarfsverkefni hvet- ur börnin til þess að fara út og upplifa náttúruna, og þau hafa mjög gaman af þessu, við fáum lánaða sjónauka þegar nær dregur sumri og fuglarnir koma að utan, og þá er mikil spenna í lofti um hvort eitthvað sé með litmerkjum. Í kringum þetta allt saman er svo að læra enskuna í gegnum náttúr- una, þetta smellpassar því inn í það sem heitir samþætting í skóla- starfi. Þegar fuglamerkingarfólkið kemur á sumrin hringi ég svo út til nemenda minna og býð þeim að koma og fylgjast með, ef þau vilja; það er algjörlega valfrjálst. Mörg þekkjast boðið og finnst þetta áhugavert. Einn gamall nemandi minn, sem var í 10. bekk í fyrra, fór meira að segja um landið þvert og endilangt í fyrra með Bret- unum með töngina á lofti og naut þess alveg í botn.“ Börn rannsaka jaðrakaninn  Samstarf skóla á Íslandi og Írlandi um aðstoð við fuglarannsóknir hefur staðið yfir frá árinu 2006  Verkefnið hvetur börn til þess að fara út og upplifa náttúruna  Spennandi bið eftir fuglunum Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Ungir vísindamenn Siglfirsku þátttakendurnir í samstarfsverkefninu þennan veturinn, nemendur 4. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar, með myndir af jaðrakönum sem merktir hafa verið í Siglufirði. Sendibréf Bréf frá írskum nem- anda til íslensks félaga síns. Merktur Þessi jaðrakan, sem er karlfugl, var merktur í Siglufirði 24. apríl árið 2004 og hefur oft sést hér á landi síðar, sem og á Englandi og Írlandi, síðast 6. desember 2013. Myndin var tekin í Siglufirði 27. maí 2011. Þrítugasta vorralli Hafrannsókna- stofnunar lýkur í dag er rannsókna- skipið Árni Friðriksson og togarinn Jón Vídalín VE koma til hafnar. Einnig tóku rs. Bjarni Sæmundsson og Ljósafell SU þátt í rallinu. Í sparnaðarskyni voru togarar í rall- inu einum færri en venjulega og svæði rannsóknaskipa því stærri. Stofnmæling botnfiska hefur verið framkvæmd með sambærilegum hætti árlega frá 1985. aij@mbl.is Ljósmynd/Höskuldur Björnsson Með golþorsk Björn Gunnarsson og Gerður Pálsdóttir um borð í Bjarna Sæmundssyni í vorrallinu sem er að ljúka, en togað var á 600 stöðvum. Vorrallinu að ljúka Stærsti fluguveiði- framleiðandinn í Skandinavíu Ert þú klár í vorveiðina?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.