Morgunblaðið - 21.03.2014, Síða 28

Morgunblaðið - 21.03.2014, Síða 28
28 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 - snjallar lausnir 545 3200 wise.is sala@wise.isGold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV) TM Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is Dynamics NAV er einn mest seldi bókhaldshugbúnaður á Íslandi í dag. Wise er í fararbroddi í upplýsingatækni með sérstaka áherslu á ráðgjöf, hugbúnaðargerð og innleiðingar ásamt öflugri og persónulegri þjónustu. Fjölbreyttar lausnir á sviði fjármála, viðskiptagreindar, verslunar, sérfræðiþjónustu, sjávarútvegs, sveitarfélaga og flutninga, sem einfalda þér þitt hlutverk. SVIÐSLJÓS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bjartsýni er vöknuð í Stykkishólmi og Grundarfirði um að hægt verði að hefja veiðar á skel á næstu ár- um. Veiðar og vinnsla á hörpuskel var mikilvæg atvinnugrein í Stykk- ishólmi þar til stofninn hrundi eftir síðustu aldamót. Nú eru vísbend- ingar um að hann sé að byrja að rétta úr kútnum. Útgerðir skel- veiðiskipa og vinnslur vinna með Hafró að umfangsmikilli rannsókn á hörpuskelsstofninum í vor og til- raunaveiðum. Sérfræðingur telur of snemmt að ræða um möguleika á atvinnuveiðum. „Okkur finnst áhugavert að koma að þessum rannsóknum með Hafró. Það býr mikil þekking á skelinni innan okkar hóps, þar eru menn sem veiddu og unnu hörpu- skel á sínum tíma. Svo vitum við að rannsóknir á skel á Breiðafirði hafa verið af skornum skammti og minni en Hafró hefði viljað,“ segir Sigurður Ágústsson, fram- kvæmdastjóri sjávarútvegsfyr- irtækisins Agustson ehf. í Stykk- ishólmi sem var stærsta vinnslan og sölufyrirtækið á sínum tíma. Þau fimm útgerðarfyrirtæki og vinnslur sem hafa yfirráð fyrir aflaheimilum í hörpuskel á Breiða- firði hafa í samvinnu við Hafrannsóknastofnun gert áætlun um rannsóknir og tilraunaveiðar á hörpuskel næstu mánuði. Tilgang- urinn er að meta stofnstærð hörpu- skeljar með nákvæmari hætti en hægt hefur verið og kanna áhrif veiðarfæra á botninn. Landaður afli verður notaður til að standa undir kostnaði við rannsóknirnar og til að byrja með á að vinna aft- ur upp markað fyrir íslenskan skelfisk. Skelveiðar og vinnsla var mikil- væg atvinnugrein í Stykkishólmi og Grundarfirði fyrr á árum. Á árunum frá því fyrir 1980 og til ársins 2002 var heildaraflinn úr Breiðafirði yfir 5.000 tonn upp úr sjó og í mörg ár samfellt yfir 10 þúsund tonn. Síðasta áratuginn sem skel var veidd var aflinn 8-9 þúsund tonn á ári. Hrunið í skelinni varð á árunum 2002 til 2003. Þá hafði aflinn minnkað mikið og hratt og veið- arnar voru stöðvaðar. Var það einkum vegna mikils skeldauða af náttúrulegum ástæðum sem hafa verið raktar til frumdýrasýkingar. Mikið högg fyrir Stykkishólm „Þetta var mikið högg,“ segir Lárus Ástmar Hannesson, bæjar- stjóri í Stykkishólmi. Hann segir að skelhrunið hafi komið illa við út- gerðir og vinnslufyrirtæki. Tekjur bæjarfélagsins hafi minnkað vegna þess að sjómenn á skelbátunum voru tekjuháir, sérstaklega þegar veiðarnar voru mestar. „Okkur finnst samt að við höfum farið á ótrúlega mjúkan hátt í gegnum þetta,“ segir Lárus og bendir á að töluverðar framkvæmdir hafi verið í bæjarfélaginu á þessum tíma. Verið var að leggja hitaveitu og töluvert hafi verið að gera hjá iðn- aðarmönnum vegna þess að Stykk- ishólmur varð vinsæll sumardval- arstaður. Útgerðirnar fengu bolfiskkvóta sem bætur fyrir skelina en Lárus segir að það hafi aðeins verið brot af því sem tapaðist. Bátar voru seldir í burtu vegna verkefnaskorts og kvóti skipti um hendur. Lárus segir að fiskvinnslufyrirtækin hafi snúið sér að öðrum verkefnum og komist vel frá sínu. Stofninn enn mjög lítill Hörpuskelskvótinn er á höndum fimm útgerða. Agustson er með um 43%, Þórsnes með þriðjung og FISK í Grundarfirði með 17%. Að auki eru tvær sjálfstæðar útgerðir með aflahlutdeild. Þessir hagsmunaaðilar tóku sig saman um að stuðla að auknum rannsóknum og leituðu samstarfs Stofninn að rétta úr kútnum  Hagsmuna- aðilar í skelveið- um og vinnslu og Hafró standa sam- eiginlega að rann- sóknum og til- raunaveiðum á Breiðafirði  Bjartsýni í Stykkishólmi um að það sé upphafið að betri tímum í atvinnugreininni Skelvinnsla Slökkt var á vélum skelvinnslunnar hjá Agustson fyrir 11 árum. Þær bíða tilbúnar og nú hyggst Hinrik Hinriksson vélstjóri ræsa þær á ný. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Skelveiðar Hörpuskelin er mikilvæg auðlind sem Hólmarar og Grundfirðingar hafa nýtt. Síðustu ár hefur aðeins verið veitt vegna rannsókna. Vonast er til að hægt verði að grundvalla traust mat á stofnstærð með nýrri rannsókn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.