Morgunblaðið - 21.03.2014, Síða 29

Morgunblaðið - 21.03.2014, Síða 29
um það við Hafrannsóknastofnun. Þeir leigja bát í verkefnið og standa saman að vinnslu þeirrar skeljar sem landað verður vegna rannsókna og tilraunaveiða. Verkefnið stendur yfir í um þrjá mánuði og verður nokkuð umfangs- meira en fyrri rannsóknir Hafró. Auk rannsóknartoga verður svæðið í kring myndað með neðansjávar- myndavél. Þannig verður hægt að telja hörpuskel á völdum svæðum og meta stærðardreifingu og fá þannig mat á stofnstærð. Tilrauna- veiðar á fyrirfram skilgreindum svæðum verða hluti af rannsókn- inni. Þá verður sérstaklega athug- að rask á botni vegna veiðarfæra. Jónas Páll Jónasson, sérfræð- ingur á Hafrannsóknastofnun, seg- ir að stofninn virðist hafa náð jafn- vægi eftir harkalegt fall. Stofnvísitalan sé þó enn mjög lág. Ekki hafi orðið vart við sýkingu í fjögur til fimm ár og sá skelfiskur sem þó er í firðinum sé í góðu lagi. Nýliðun hefur lítil verið undan- farin ár og er það rakið til sýking- arinnar. Jónas segir að í rannsókn- arleiðangri í haust hafi komið fram vísbendingar um betri nýliðun á eins árs skel. Leggur hann áherslu á að hún komi ekki inn í veiðistofn- inn fyrr en á árunum 2018 og 2019. Hann segir að farið verði yfir gögnin úr rannsókninni í sumar og þá fáist vonandi betri svör um ástand stofnsins. Jónas vill ekki ýta undir væntingar heimamanna um að atvinnuveiðar geti farið að hefjast á ný. „Vonandi hefjast veið- ar aftur en hvenær og í hvaða magni verður tíminn að leiða í ljós,“ segir Jónas. Allir spenntir „Ég er gríðarlega spenntur og ég er ekki einn um það, allt sam- félagið í Stykkishólmi og Grundar- firði bíður spennt eftir að sjá niðurstöðu rannsóknanna,“ segir Sigurður Ágústsson hjá Agustson ehf. Hann tekur fram að allt of snemmt sé að segja til um hvort rannsóknin gefi tilefni til þess að hægt verði að hefja atvinnuveiðar á næstu árum. Ef vel takist til með rannsóknirnar megi hugsa sér að endurtaka leikinn á næsta ári. „Ég vona að það séu bjartari tímar framundan. Það er allavega jákvætt að þetta skuli vera að byrja. Mikilvægt er að menn fari varlega og skoði vel áhrif veiðar- færa á skelina,“ segir Lárus bæjar- stjóri. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 KOMDUMEÐMÁLIN og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð. FAGMENNSKAÍFYRIRRÚMI Þú nýtur þekkingar og reynslu og fyrsta flokks þjónustu. VIÐ KOMUMHEIMTIL ÞÍN, tökummál og ráðleggjum um val innréttingar. ÞÚVELUR að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, samsetta, eða samsetta og uppsetta. Mán. - föst. kl. 09-18 · Laugardaga kl. 11-15 Við sníðum innréttinguna að þínum óskum. Þú getur fengið skúffur og útdregin tauborð undir vélarnar, einnig útdreginn óhreinatausskáp, kústaskáp o.m.fl . Baðherbergi Uppþvottavélar Helluborð Ofnar Háfar Kæliskápar RAFTÆKI FYRIR ELDHÚSIÐ SANNKALLAÐ Vandaðar hirslur Þvottahúsinnréttingar ÁBYRGÐ - ÞJÓNUSTA 5 ár á innréttingum, 2 ár á raftækjum. Fríform annast alla þjónustu. (Trésmíðaverkstæði, raftækjaviðgerðaverkstæði). VÖNDUÐRAFTÆKI ÁVÆGUVERÐI friform.is Viftur PÁS A ERÐ NÚÍAÐDRAGANDAPÁSKANNAHÖFUMVIÐÁKVEÐIÐ AÐBJÓÐAOKKARALBESTAVERÐ Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 AFSLÁTTU R30% AFÖLLUM INNRÉTT INGUM TILPÁSKA „Veitingamenn hafa verið að bíða eftir þessu. Það er allt annað um- hverfi á veitingahúsamarkaðnum en var þegar hörpuskel var síðast unnin. Nú snýst allt um að geta boðið íslenskar afurðir,“ segir Sím- on Sturluson, framkvæmdastjóri Íslenskrar bláskeljar. Fyrirtækið hefur tekið að sér að annast sölu hörpuskeljar á innanlandsmarkaði og hefur hug á því að koma henni lifandi til veitingahúsanna. Það hefur ekki áður verið gert hér á landi. Ekki er vitað hversu mikilli skel verður landað úr rannsóknaverk- efni og tilraunaveiðum Hafró og skelútgerðanna. Það verða að há- marki einhver hundruð tonna, upp úr sjó. Það á að nota til að ræsa eina vinnslu og byrja markaðsstarf að nýju. Sigurður Ágústsson segir að markaðir séu nú mjög góðir fyrir hörpuskel. Þá eru vonir bundnar við ís- lenska markaðinn. Símon fram- leiðir krækling og þjónar veitinga- mönnum. Hann segir að hörpu- skelin falli vel að hans starfi. „Ég er búinn að fara tvær ferðir með sýnishorn og fékk mjög góðar við- tökur. Veitingamenn eru með ýms- ar hugmyndir um matreiðslu á skelfiskinum,“ segir hann. „Þeir segja að það sé allt annað bragð af ferskum íslenskum skel- fiski en þeim sjófrysta sem við höfum verið að flytja inn síðustu árin.“ Hann segir mikilvægt að hægt sé að tryggja framboð í ákveðinn tíma, annars taki því ekki að setja réttinn á matseðla. Vonast hann til að hægt verði að bjóða ís- lenskan skelfisk yfir aðalferða- mannatímann í sumar. helgi@mbl.is Lifandi hörpudiskur á markað  Vinna þarf markaðina upp að nýju eftir ellefu ára hlé
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.