Morgunblaðið - 21.03.2014, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 21.03.2014, Qupperneq 30
VIÐTAL Baldur Arnason baldura@mbl.is Landsbankinn ætti ef hagnaður verð- ur viðunandi og að öðru óbreyttu að geta skilað eigendum verulegum fjár- hæðum í arðgreiðslur á næstu árum, þrátt fyrir stóraukna skatta sem eru tilkomnir meðal annars vegna boð- aðrar leiðréttingar íbúðalána. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, en tilefn- ið er 19,7 milljarða arðgreiðsla bank- ans til ríkisins vegna árs 2013. „Landsbankinn hefur sett sér það markmið að arðsemi eigin fjár verði á bilinu 10-15% eftir skatta. Við teljum, eins og árið lítur út, að við gætum náð því markmiði í ár. Það verður þó erfitt að skila slíkri arðsemi á eigin fé til framtíðar, vegna þess hversu hátt eiginfjárhlutfallið er og þeirra háu skatta sem lagðir hafa verið á við- skiptabanka hér á landi að undan- förnu. Skattaheimta á fjármálafyrir- tæki hefur verið aukin verulega, skattar eru mun hærri en á önnur fyrirtæki í landinu og líka mun hærri en í þeim löndum sem við berum okk- ur gjarnan saman við.“ Greiði yfir 50% hagnaðar í arð Spurður hvort raunhæft sé að arð- greiðslur bankans til ríkisins verði yf- ir 10 milljarðar á ári þau fjögur ár sem leiðréttingin nær til, 2014-2017, segir Steinþór erfitt að nefna tölur. „Ef við náum viðunandi arðsemi, ef áhætta er innan marka og bankinn viðheldur fjárhagslegum styrk, er stefnan að greiða að jafnaði meiri hluta hagnaðar sem arð til hluthafa,“ segir Steinþór og á við að yfir 50% hagnaðar sé greiddur út í arð. Spurður hvaða áhrif sérstök skatt- lagning til að fjármagna svonefnda leiðréttingu húsnæðislána muni hafa á svigrúm Landsbankans til að greiða út arð, segir Steinþór það ekki gott að segja. Skattarnir hafi lagst á bankann af fullum þunga í fyrra og álögur það ár þrefaldast frá fyrra ári. „Ætlun okkar er að skila góðum arði. Við erum með geysimikið eigið fé og mjög sterka lausafjárstöðu. Við teljum að það sé mikilvægt að ríkis- sjóður bæti sína stöðu, að afgangur sé á fjárlögum og unnið verði að lækkun skulda ríkisins og vonandi nýtist 20 milljarða kr. arðgreiðslan ríkinu vel. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, nefndi í haust að hann sæi fyrir sér að Landsbankinn gæti farið á markað áður en langt um liði, að ríkið myndi þá selja af sínum eignarhlut og hægt væri að nýta það fé til að lækka skuldir ríkisins. Það er vonandi að ríkið nái að styrkja sína stöðu og að það nái að draga úr sínum skuldum svo lánshæfiseinkunn þess batni. Þá verður hægt að spara hluta af þeim miklu vaxtagjöldum sem falla á ríkissjóð á ári hverju. Það væri mjög gott ef arðgreiðslur Landsbankans gætu stuðlað að þessari þróun.“ Spurður hvað sé að frétta af hug- myndum um að reisa höfuðstöðvar bankans við Hörpuna segir Steinþór bankaráð vera að skoða þau mál. Bankinn hefur ekki lagt fram tilboð í umrædda lóð. Ekkert ákveðið með Hörpulóð „Eins og kom fram í máli Tryggva Pálssonar, formanns bankaráðs, á aðalfundi bankans [í fyrradag] er ljóst að núverandi húsnæði fyrir höfuð- stöðvar er mjög óhentugt. Við erum í mörgum byggingum og fyrir vikið verða fermetrarnir miklu fleiri en þeir sem við þurfum raunverulega á að halda og við bætist annað óhag- ræði af húsnæðinu eins og það er. Væntanlega kemur lóðin við Hörpu til greina, en við erum líka að velta fyrir okkur fleiri stöðum. Endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin.“ Skapar þessi góða afkoma svigrúm til þess að gera betur við starfsfólk? „Við teljum mestu skipta að aukin hagkvæmni skili sér í betri kjörum til viðskiptavina, í góðri arðsemi fyrir hluthafa og ávinningi fyrir samfélagið allt. Stefna bankans er að greiða starfsfólkinu samkeppnishæf kjör án þess þó að þau séu leiðandi en við get- um ekki horft framhjá því að við erum á samkeppnismarkaði að þessu leyt- inu. Launagreiðslur lækkuðu um 7% í fyrra, en vegna hækkunar á launa- sköttum til ríkisins lækkuðu laun og launatengd gjöld um 4% þegar árið var gert upp. Eftir stendur að við höf- um hagrætt verulega á þessu sviði, rétt eins öðrum.“ Leiðrétting skerðir arðgreiðslur  Bankastjóri Landsbankans segir að erfitt verði að ná sömu arðsemi og síðustu ár vegna hærri skatta  Æskilegt að ríkið noti 20 milljarða arðgreiðslu til að grynnka á skuldum  Samkeppni þrýsti á laun Morgunblaðið/Kristinn Í Austurstræti Engin ákvörðun hefur verið tekin um staðsetningu nýrra höfuðstöðva Landsbankans. Úr 50 í 33 útibú » Steinþór segir „engar stór- kostlegar breytingar í kort- unum“ um lokun útibúa í ár. » Áður en SP KEF sameinaðist Landsbankanum hafi verið 34 útibú hjá Landsbankanum. » Eftir samrunann í mars 2011 fór fjöldinn í 50 en útibúin eru nú 33 eftir lokun eins í ár. 30 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 Smiðjuvegi 34 |Rauð gata | www.bilko.is | Sími 557-9110 TökumOlískort. Einn aðal þáttur í reglulegu viðhaldi bíls er að passa að vélin sé smurð á réttum tíma. Láttu okkur um að smyrja bílinn, -notum aðeins hágæða olíu frá Olís. Kom du n úna og fá ðu fr ía vetr arsk oðun í lei ðinn i! Í vetr arsko ðun p össum við að fro stlög ur sé í lagi , peru r og rú ðuþu rrkur í topp stand i. Að auki álags prófu m við rafge yma. Ógróið eða illa gróið land á láglendi nær yfir um 12% landsins, um 12.400 ferkílómetra. Á þessu landi mætti rækta verðmætan skóg og fá milljónir króna af hverjum hektara að því er fram kemur á heimasíðu Skógræktarinnar. Þar segir að sýnt hafi verið fram á að hægt sé að rækta asparskóg á eyðisöndum og eftir 50 ár yrðu tekjurnar af hverjum hektara um tvær milljónir að núvirði. Rækti landeigandi ösp á 100 hekturum verði verðmætin sem afkom- endur hans skera upp úr skóginum eftir hálfa öld um 200 milljónir. Víða um heim er efnt til gróðursetningar, útivistar og annarra viðburða í skógum í dag, 21. mars, á alþjóðlega skógar- deginum. Í tilefni dagsins hefur Skógrækt ríkisins sett saman myndband um nytjaskóg- rækt á auðnum og birt á síðunni skogur.is Verðlaust land gæti skilað milljónum Framtíðin Vaxandi aspir. Norræna velferðarmiðstöðin heldur ráðstefnu í Norræna hús- inu í Reykjavík í næstu viku um hlutverk fjölmiðla og ábyrgð á virkri samfélagsþátttöku fatlaðs fólks. Ráðstefnan verður haldin 26. mars og stendur frá klukkan 9 til 12. Einkum verður fjallað um birtingarmynd fatlaðs fólks í fjöl- miðlum og menningarlífi og hlut- verk og ábyrgð fjölmiðla á virkri samfélagsþátttöku fatlaðs fólks. Eygló Harðardóttir félagsmála- ráðherra setur ráðstefnuna en Þóra Arnórsdóttir er fundar- stjóri. Ráðstefnunni lýkur með pallborðsumræðum. Ráðstefna um fjöl- miðla og fatlaða STUTT Til að setja ummæli Steinþórs um skuldastöðu ríkisins í samhengi kemur fram í ársskýrslu Lands- bankans 2013 að uppsafnaður hallarekstur ríkissjóðs á árunum 2008 til 2013 muni nema 640 milljörðum kr. Bankinn greiðir nú ríkinu tæpa 20 milljarða kr. í arð. Á árinu 2013 leiðrétti bankinn fyrri endurútreikning á um 18.000 lánum að fjárhæð 21 milljarður. Í kjölfar dóma Hæstaréttar sem vörðuðu uppgreidda samninga og fjármögnunar- leigusamninga í lok árs 2013 er ljóst að endur- reikna þarf um 17.000 lán til viðbótar og er stefnt að því að klára megin- þorra þeirra leiðréttinga fyrir mitt ár 2014. Áætlar Steinþór að sú leiðrétting geti hlaupið á tugum milljarða. 640 milljarða hallarekstur ARÐGREIÐSLA LANDSBANKANS SETT Í SAMHENGI Steinþór Pálsson Velferðarsjóður barna færði Rjóðri, hvíldar- og endurhæfing- arheimili fyrir langveik og fötluð börn, eina og hálfa milljón króna að gjöf á 10 ára afmæli Rjóðurs í gær. Féð verður notað til breytinga á húsnæðinu að því er segir í frétta- tilkynningu. Fjölmenni fagnaði af- mæli Rjóðurs á afmælisdaginn. Vel- ferðarsjóður barna átti veg og vanda að stofnun Rjóðurs og hefur síðan stutt starfsemina sem er núna hluti af kvenna- og barnasviði Landspítala og í nánum tengslum við Barnaspítala Hringsins. Á 10 árum hafa um 160 börn og ungling- ar dvalið í Rjóðri auk þeirra sem hafa verið þar í endurhæfingu. Færði Rjóðri 1,5 milljónir að gjöf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.