Morgunblaðið - 21.03.2014, Page 34

Morgunblaðið - 21.03.2014, Page 34
FRÉTTASKÝRING Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Ástæðan fyrir hvarfi malasísku Bo- eing-777 þotunnar er enn með öllu á huldu. Með ólíkindum þykir að jafn stór flugvél geti horfið sporlaust af yfirborði jarðar en hún var búin ým- iss konar búnaði er alla jafna hefði leitt rannsakendur og leitar- og björgunarsveitir fljótlega á þann blett sem hana er að finna á. Vand- inn er sá að slökkt var á þessum bún- aði í fluginu um það leyti sem hún yf- irgaf flugstjórnarsvæði Malasíu. Þrátt fyrir að stjórnendur rann- sóknar þotuhvarfsins segi að flug- menn þotunnar hafi sveigt af leið með ásetningi og numið allan búnað úr sambandi sem vísað hefði getað á þotuna vilja sérfræðingar ekki úti- loka að slys hafi orðið um borð í há- loftunum. Svo sem að jafnþrýstings- kerfi hafi hrunið eða umfangsmikill eldur kviknað og valdið banvænni lofteitrun. Gegn því vísa merki sem gervihnettir námu frá þotunni, síð- ast eftir að hún hafði verið á lofti í tæpar átta stundir. Eins og flest annað sem tengist flugi malasísku þotunnar er það öll- um ráðgáta hvers vegna slökkt var á sjálfvirkum tilkynningarbúnaði (AC- ARS) hennar, en hann sendir upp- lýsingar um starfsemi vélkerfa þot- unnar með ákveðnu millibili til bækistöðva viðkomandi flugfélags. Segir hún þannig sjálfkrafa af ferð- um sínum – „hér er ég“ – fyrir milli- göngu fjarskiptahnatta á hálftíma fresti eða svo og nema hnettirnir staðsetningu hennar jafnóðum. Staðhæft er að slökkt hafi verið á þessu kerfi öðrum hvoru megin við síðustu talstöðvarfjarskipti flug- stjórnarmiðstöðvar Malasíu við hana. Hefðu flugmennirnir ekki átt við búnaðinn og verið að glíma til dæmis við umfangsmikla rafkerf- isbilun í stjórnklefanum hefði AC- ARS-búnaðurinn engu að síður starfað áfram vegna varakerfa og óháðra rafgeyma sem hann er tengdur við. Fyrir liggur að þessi búnaður var tekinn úr sambandi fyr- ir síðustu talstöðvarsamskiptin og að 14 mínútum síðar hafi verið slökkt á ratsjársvaranum. Hvarf þotan af ratsjám flugstjórnarmiðstöðva rétt eftir það. Hún sást áfram sem lítill blettur á herratsjám í nágrenninu en þar áttuðu menn sig ekki á hvað var á seyði. Sérfræðingar segja að hvað sem gerst hefur eða komið fyrir þotuna sé það afleiðing „aðgerða að yfir- lögðu ráði“. Þurfi ríka þekkingu til þeirra aðgerða sem þar var gripið til í fluginu. Flugöryggissérfræðingur bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN segir það veigamikið atriði í fluginu dularfulla að þotan sveigði af flugleið sinni eftir að hún var komin út úr loftrými Malasíu og áður en hún kom undir stjórn flugstjórn- armiðstöðvar í Víetnam. Þar á milli er nokkurs konar einskismannsland í háloftunum. Á þeim skika tók þotan um níutíu gráða beygju til vinstri, af norðlægri flugleið sinni til Peking. Eftir það er fremur lítið vitað um flug hennar, að því er látið hefur ver- ið uppi. Hvers vegna er hægt að slökkva á ratsjársvara? Vegna hvarfs malasísku Boeing 777-þotunnar, flugs 370, hafa vaknað spurningar eins og sú hvers vegna getur einhver slökkt á ratsjárvara farþegaflugvélar? Lykiltækinu sem gerir flugumferðarstjórum kleift að fylgjast með og þekkja eina flugvél frá öðrum á flugi. Fyrir því geta ver- ið nokkrar fullgildar ástæður. Rannsakendur þotuhvarfsins eru þeirrar skoðunar að slökkt hafi verið á ratsjársvara flugs 370 af ásettu ráði. Með því hefur ekki einungis öll leit að flugvélinni verið torsóttari heldur verið í raun hylmt yfir það hvar hún er niður komin. Með þeim afleiðingum að nú hálfum mánuði eftir hvarf hennar eru fyrst að ber- ast vísbendingar um það hvar Bo- eing-777 þotunnar sé að leita. Mjög fátítt mun vera að flugmenn slökkvi á ratsjársvara á flugi. „En svo lengi sem það eru flugmenn í flugvélum þá geta þeir slökkt á kerf- um,“ segir Andrew Thomas, aðalrit- stjóri flugmálaritsins Journal of Transportation Security. Tveir ratsjársvarar eru í farþega- þotum og stjórnhnappar þeirra til hvors borðs, ýmist til að stilla annan eða báða. Þegar annar er í gangi er hinn venjulega í biðstöðu. Til að slökkva á ratsjársvara snýr flug- maður fjölvalstakka á staðsetning- una „slökkt“. Hinn ratsjársvarinn tekur ekki sjálfkrafa við ef slökknar á þeim fyrri, heldur þyrfti að stilla stjórntakka hans á viðeigandi hátt. Flugmenn virðast forviða á því hvers vegna einhver skyldi slökkva á ratsjársvara, eins og í tilviki malasís- ku þotunnar. John Gadzinski, flug- stjóri á Boeing 737-þotum, segir kollega sína yppta öxlum og verða eitt spurningarmerki í framan. Nákvæm tækni en lítt notuð  Slökkt á sjálfvirkum tilkynningarbúnaði um borð í malasísku farþegaþotunni sem hvarf sporlaust fyrir hálfum mánuði  Einnig slökkt á ratsjárvara í þotunni  Sveigði af fyrirhugaðri flugleið Ljósmynd/Boeing Stjórnklefi Mynd úr stjórnklefa farþegaflugvélar af gerðinni Boeing 777, sömu gerðar og vélin, sem hvarf. 34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 F A X : 5 6 5 -2 3 6 7 N ET FA N G :V EI SL UL IS T@ VE IS LU LIS T.I S ST O FN AÐ 19 75 Skútan H Ó L S H R A U N 3 220 HAFNARJÖRÐUR SÍMAR: 555-1810 / 565-1810 WWW.VEISLULIST. IS PANTANIR FYRIR VEISLUR ÞURFA AÐ BERAST TÍMALEGA. GÓÐ FERMINGARVEISLA GLEYMIST SEINT... Fermingar- veisla Bjóðum nokkrar gerðir af fermingarborðum. Fjölbreyttir réttir smáréttaborðanna okkar henta bæði í hádegis- og kvöldveislur. Tertu og Tapasborð frá 3.640.- Fermingar kaffihlaðborð frá 2.148.- Súpa brauð og smáréttir frá 2.821.- 1 2 3 David Ison, prófessor við Embry- Riddle-flugmálaháskólann, Aero- nautical University, er gagnrýninn á búnað, eða öllu heldur skort á hon- um, til að fylgjast með flugvélum á flugi. „Nú til dags er það óviðunandi að geta ekki staðsett flugvélarnar nákvæmlega öllum stundum. Tækni til þess er fyrir hendi.“ Það beinir athyglinni að því hvernig fylgst er með flugvélum á flugi. Flugumferðarstjórar gera það með ratsjám sem skila sínu hlut- verki vel þegar flogið er yfir landi en takmörk þeirra verða augljós þegar flogið er út yfir haf. Þær draga lítt út frá ströndum og og aukinheldur nema þær ekki flug undir tiltekinni hæð vegna kúlulög- unar jarðarinnar. Óljóst er hversu góð og áreiðanleg ratsjárdekkun er á þeim slóðum sem þotan fór um, en almennt má segja, að sé flugvél ekki í sjónlínu ratsjár er ekki hægt að greina staðsetningu hennar. Ison segir að gera bæta megi að- ferðir til að fylgjast með þotum á flugi. Fjölbreytt tækni til þess er fyr- ir hendi. Þar á meðal ADS-B, tæki sem sjálfkrafa sendir stöðugt út staðsetningu viðkomandi flugvélar til annarra flugvéla og móttöku- stöðva á jörðu niðri. ADS-B getur m.a. komið í stað ratsjár á afskekktum svæðum og á svæðum þar sem ekki er gerlegt að setja upp ratsjár. Ison segir að þotur geti líka sent út staðsetningu sína um gervihnetti eða hátíðni sendi- stöðvar sem ná langa vegu. Hvorugt þessara er algengt sem stendur, því miður,“ segir hann. Ljósmynd/Boeing Á flugi Flugvél af gerðinni Boeing 777. Gagnrýnt er að tækni til að fylgjast með flugvélum á flugi er gamaldags og ófullnægjandi. Skortur á eftirlitsbúnaði Todd Curtis, forstjóri AirSafe.com Foundation, segir að tæknilega mögulegar útfærslur á betra eftirliti með flugvélum á flugi sé fyrir hendi. „Til að koma breytingum í þessa veru í kring er þörf fyrir sam- ræmdar aðgerðir af hálfu flugvélaiðnaðarins,“ segir hann. Hvarf flugs MH370 þykir undarlegt í nútíma netvæddum heimi þar sem meir að segja bílar eru tengdir breiðbandsneti og venjulegur iPhone sé öflugri tölva en gagnageymslur í stjórnklefa farþegaflugvéla. Á sama tíma sé tækniþróaðasta samgöngutæki veraldar – nútíma far- þegaþota – enn sem komið á forneskjulegu stigi útvarpstækninnar. Í þotum sé ekki að finna tölvusamband með nægri bandbreidd til að senda stöðugt frá sér gögn sem safnað er í sífellu um flugið og geymt í tölvum þeirra. Afleiðingin sé hættuleg þögn strax eftir eitt mesta flug- slys á öldinni. iPhone öflugri en flugtölvur í stjórnklefa farþegaflugvéla Á FORNESKJULEGU STIGI ÚTVARPSTÆKNINNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.