Morgunblaðið - 21.03.2014, Side 40

Morgunblaðið - 21.03.2014, Side 40
BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Sjálfstæði Seðlabanka Íslands var „skert nokkuð“ í kjölfar banka- hrunsins 2008 – að minnsta kosti um stundarsakir – þegar Alþjóðagjald- eyrissjóðnum (AGS) tókst að knýja fram um- talsverða hækk- un á stýrivöxtum bankans og þá- verandi banka- stjórar voru leystir frá störf- um með laga- breytingu. Þetta er á með- al niðurstaðna í meistararitgerð í opinberri stjórn- sýslu sem Stefán Jóhann Stefáns- son, ritstjóri og talsmaður Seðla- bankans, hefur nýlega lokið við og fjallar um sjálfstæði seðlabanka. Þar færir Stefán einnig rök fyrir því að þótt lagabreytingin 2009, sem var ekki gerð í pólitískri sátt, kunni að hafa síðar meir ýtt undir sjónarmið um frekari breytingar á stjórn- skipulagi bankans „og þar með skapað óvissu í starfi Seðlabankans hefur hún lagt grunn að enn meira gegnsæi í starfi bankans“. Létu í minni pokann Fram kemur í ritgerð Stefáns, en hann hefur starfað hjá Seðlabank- anum í yfir tvo áratugi, að í fyrra til- fellinu var sjálfstæði Seðlabankans skert tímabundið þegar bankastjórn Seðlabanka Íslands var nauðbeygð, í krafti samkomulags við AGS og lánveitinga frá sjóðnum, að sam- þykkja vaxtahækkun sem „greini- lega var sjálfri seðlabankastjórninni ekki að skapi“. Bendir hann á að AGS virðist hafa sett það sem skil- yrði fyrir lánafyrirgreiðslu til Ís- lands að vextir yrðu hækkaðir veru- lega – úr 12% í 18%. „Bankastjórnin lét þá einfaldlega í minni pokann,“ segir Stefán. Í annan stað áttu sér stað inngrip í sjálfstæði Seðlabankans þegar Al- þingi breytti lögum um bankann svo hægt væri að leysa bankastjórana þrjá frá störfum. „Sú aðgerð kom í kjölfar misklíðar og vantrausts sem hafði grafið um sig. Lagabreytingin var aðgerð ríkisstjórnarinnar og þings til að taka völdin af seðla- bankastjórunum og var því mjög mikil en tímabundin skerðing á sjálfstæði bankans.“ Að mati Stef- áns er ennfremur „ekki ólíklegt að sú aðgerð hafi ýtt undir síðari um- ræður um breytingar á skipulagi Seðlabankans“. Skref í átt til meira sjálfstæðis Hin opinbera réttlæting fyrir því að víkja bankastjórunum frá var einkum vantraust vegna pólitísks bakgrunns Davíðs Oddssonar, sem þá var formaður bankastjórnar. Stefán segir þó að við aðstæður eins og bankahrun þá geti verið „eðlilegt að skipt sé um menn í brúnni“, jafn- vel þótt ekki sé ljóst að þeir hefðu getað afstýrt erfiðleikunum. „Það var búið að skipta um stjórnendur á flestum veigamestum stöðunum nema í Seðlabankanum þegar komið var fram í febrúar 2009. Hins vegar er alveg ljóst að sú leið sem farin var skerti sjálfstæði Seðlabankans um stutta stund.“ Stefán telur að þótt sjálfstæði Seðlabankans hafi vissulega verið skert um stundarsakir í umrótinu sem fylgdi bankahruninu þá hafi lagabreytingin 2009 orðið til að und- irstrika sjálfstæði bankans síðar meir. Hafði hún í för með sér stofn- un sjálfstæðrar peningastefnu- nefndar og um leið var gagnsæi auk- ið í starfi bankans með því að fundargerðir um vaxtaákvarðanir voru birtar opinberlega. Þá gæti það hafa aukið lýðræðislega sátt um peningastefnu bankans að tveir ut- anaðkomandi sérfræðingar voru skipaðir í fimm manna peninga- stefnunefnd. Atvinna eða verðstöðugleiki? Í ritgerðinni fjallar Stefán einnig um aukna áherslu á fjármálastöð- ugleika en það hefur leitt til þess að Seðlabankinn hefur fengið frekari heimildir til reglusetningar og eft- irlits með fjármálastofnunum. Þótt sú þróun breyti ekki tengslum bank- ans við ríkisstjórn eða ráðuneyti þá mun hin aukna áhersla á fjármála- stöðugleik kalla á frekara samstarf við önnur stjórnvöld ef og þegar annað fjármálaáfall dynur yfir. Með auknu vægi fjármálastöðugleika í starfsemi Seðlabankans, þar sem eiga þarf í samstarfi við ríkisstjórn og ýmsar stofnanir hins opinbera, þá kann vægi einstakra starfsþátta bankans að breytast „og þar með draga úr sjálfstæði,“ segir Stefán. Þegar rætt er um sjálfstæði Seðlabankans þá nefnir Stefán í rit- gerðinni að það verði að hafa í huga umræðuhefð um efnahagsmál á Ís- landi. Hún einkennist sérstaklega af gagnrýni hagsmunaaðila á vaxta- hækkanir bankans. Af þeim sökum, ásamt slökum árangri peningastefn- unnar, þá hefur „trúin og traustið í garð peningastefnunnar sjaldan fundið sér jákvæðan farveg“. Það kunni að skýrast af því, útskýrir Stefán, að ekki ríkir „sama sátt og skilningur um verðbólgumarkmið“ hérlendis og víða annarsstaðar og endurspeglar hugsanlega þá stað- reynd að í huga Íslendinga skipti full atvinna meira máli en stöðug- leiki í verðlagi. Sjálfstæðið var skert tímabundið Morgunblaðið/Árni Sæberg Seðlabankinn Ekki er mikil „sátt og skilningur um verðbólgumarkmið“.  Í nýrri meistararitgerð talsmanns Seðlabanka Íslands segir að sjálfstæði bankans hafi verið „skert nokkuð“ í tvígang eftir bankahrunið  Ýtti síðar meir undir sjónarmið um breytingar á yfirstjórn Stefán Jóhann Stefánsson 40 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 Hæstiréttur Rétturinn samþykkti þrau- tavarakröfu Símans á hendur Glitni. ● Hæstiréttur hefur staðfest dóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur að krafa sem Síminn gerði í þrotabú Glitnis yrði sam- þykkt sem almenn krafa í búið, sam- kvæmt 113. grein gjaldþrotalaga. Hæstiréttur samþykkti hins vegar þrautavarakröfu Símans í bú Glitnis, að fjárhæð 10,6 milljarðar. Síminn hafði upphaflega krafist 34,2 milljarða króna. Þrotabú Glitnis greiði Símanum 19,6 milljarða ● Viðskiptaþvinganir í Rússlandi koma illa við rekstur sænsku keðjunnar IKEA þar í landi. Á fréttavef sænska dag- blaðsins Dagens Industri kemur fram að vöxtur IKEA hafi verið mestur í Rúss- landi og Kína í fyrra. „Þetta er alvarleg staða og við fylgjumst náið með þróun mála og vonumst til að það finnist lausn sem fyrst,“ hefur blaðið eftirYlvu Magnusson upplýsingafulltrúa IKEA í gær. Nýverið lokaði IKEA innkaupa- miðstöð sinni í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, en hún hefur verið opnuð á ný. Koma illa við IKEA ● Endurálagður tekjuskattur vegna öfugs samruna fyrirtækja á árunum 2008 til 2013 nemur rúmum fjórum milljörðum króna. Þar af hafa verið greiddir rúmir 3,35 milljarðar. Þetta er á meðal þess sem fram kom fram í svari Bjarni Benedikts- sonar fjármálaráðherra á Alþingi í gær við fyrirspurn Haraldar Bene- diktssonar. Fram kemur í svarinu að 27 fyrir- tæki og félög fengu endurálagðan tekjuskatt á árabilinu. Af þeim hafa 20 greitt endurálagninguna að fullu. Eitt fyrirtækjanna, sem fékk álagn- ingu upp á 53 milljónir króna, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Hafa greitt 3,3 milljarða STUTTAR FRÉTTIR                                     ! "# "!     ! ! # $# # %&'() '*'      +,%-%*./ ,&*'0'12% 34*'1.4 55    ""! "!#  5 $ #  5! "!5 ## #$#$   55 " "5$    5  # # $" # "!$ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Þeim sjónarmiðum hefur verið haldið á lofti að það kunni að draga úr sjálfstæði seðlabanka ef stjórnvöld geta lækkað laun seðlabankastjóra á skipunartíma líkt og gert var hér á landi í des- ember 2008 og á árinu 2009 í til- felli Más Guðmundssonar seðla- bankastjóra. Stefán bendir á að rétt sé að hafa í huga að ákvörð- uninni um lækkun launa árið 2009 var ekkert sérstaklega beint að seðlabankastjóra heldur hafi verið um að ræða almenna ákvörðun um laun æðstu embætt- ismanna ríkisins í kjölfar banka- kreppunnar. Jafnframt hafi banka- ráð lækkað laun seðlabankastjóranna þriggja í desember 2008 um 15% með vís- an til samþykktar kjararáðs án þess að eftirmál hlytust af. Fram kemur í ritgerð Stefáns að vissulega sé hægt að meta þessar launalækkanir seðlabankastjóra þannig að þær hafi dregið úr sjálf- stæði bankans gagnvart stjórn- völdum. Sé hins vegar tekið mið af málsatvikum, þar sem launin hafi verið lækkuð við mjög óvenju- legar aðstæður í efnahagslífi Ís- lands og margir orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu, þá sé „varla hægt að fullyrða að sjálfstæði Seðla- bankans hafi minnkað verulega“ við þær ákvarðanir. Þrengdi ekki að sjálfstæði SÍ ÁKVÖRÐUN UM LAUNALÆKKUN SEÐLABANKASTJÓRA Flottar fermingargjafir - okkar hönnun og smíði PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 06 29 jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Flottar fermingargjafir Trú, von og kærleikur – okkar hönnun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.