Morgunblaðið - 21.03.2014, Síða 56

Morgunblaðið - 21.03.2014, Síða 56
Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Hinn nýi Peugeot 308 hefur verið valinn Evr- ópubíll ársins 2014. Bar hann sigurorð af BMW i3, Tesla Model S, hinum nýja Skoda Oc- tavia, Mazda 3, Citroën C4 Picasso og Merce- des-Benz S-Class. Til þess að koma til greina við val á bíl ársins 2014 í Evrópu þurfti bíll að vera kominn á göt- una og fáanlegur í að minnsta kosti fimm Evr- ópulöndum fyrir síðustu áramót og hafa verið seldur í að minnsta kosti 5.000 eintökum. Peugeot 308 vann titilinn með góðum yf- irburðum, hlaut 307 stig gegn 223 stigum BMW i3 og 216 stigum Tesla Model S. Það þykir frönskum fjölmiðlum mikill sigur fyrir Peugeot-Citroën-samsteypuna (PSA), að í fjórða sæti varð Citroën C4 Picasso með 182 stig. Í fimmta sæti varð Mazda3 með 180 stig, í sjötta Skoda Octavia með 172 stig og sjöunda Mercedes S Class með 170 stig. Segir franska blaðið útnefningu Peugeot ekki hafa verið sér- lega auðvelda þar sem breskir blaðamenn, sem eru margir, hafi haft bílinn neðarlega á blaði hjá sér. Alls voru 30 nýir bílar tækir til verð- launanna að þessu sinni og meðal ágætra bíla sem ekki komust í lokaslaginn má nefna Jagu- ar F-Type, BMW 4 Series, Hyundai i10, Ford Kuga, BMW X5 og Kia Carens. Í fyrra hlotnaðist Volkswagen Golf við- urkenningin, Vauxhall Ampera 2012, Nissan Leaf 2011, Volkswagen Polo 2010 og Vauxhall Insignia árið 2009. Bílablaðamenn hafa hlaðið Peugeot 308 lofi og segja hann verulega framför að gæðum frá forveranum, Peugeot 307. Niðurstaða þeirra er að bíllinn sé hannaður af djörfung og ekkert skorti á í tæknibúnaði hans. Að kjörinu komu 58 blaðamenn frá 22 Evrópulöndum. Hönnun hans sé heildræn, jafnvægi í bygging- arhlutföllum, línurnar kröftugar, flæðandi og hóflegar. Peugeot 308 er smíðaður upp af nýjum und- irvagni PSA-samsteypunnar sem gerir að verkum að hann er 140 kílóum léttari en for- verinn og t.d. 55 kílóum léttari en nýjasti VW Golf. Þetta hefur stuðlað að því að 308-bíllinn er einkar sparneytinn, með 115 hestafla dís- ilvél undir vélarhúddinu fer hann með einungis 3,7 lítra á hundraðið. Peugeot 308 besti Evrópubíllinn  Peugeot-Citroën samsteypan fagnaði tvöfalt með Peugeot 308 í fyrsta sæti og Citroën c4 Picasso í fjórða AFP Sigurvegarinn Peugeot 308 vann titilinn með góðum yfirburðum, hlaut 307 stig gegn 223 stigum BMW i3 og 216 stigum Tesla Model S. Kampakátur Forstjóri Peugeot, Maxime Picat, hampar verðlaununum sem Peugeot 308 hreppti sem bíll ársins 2014. Bílablaðamenn segja bílinn hannaðan af djörfung og hlaðinn búnaði. BÍLASÝNING GENF 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.