Morgunblaðið - 21.03.2014, Síða 64

Morgunblaðið - 21.03.2014, Síða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 Upp með orkuna! FOCUS Á góðu verði á næsta sölustað: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin og apótek um land allt Svalandi, kraftmikill og bragðgóður drykkur – frábær þegar þig vantar aukna orku og einbeitingu 15 freyðitöflur í stauk ... skellt út í vatn þegar þér hentar ! 4Inniheldur koffín, guarana og ginseng 4Enginn sykur - engin fita 450 mg Magnesium og aðeins 2 hitaeiningar og 0.5g kolvetni í 100 ml. BÍLASÝNING GENF 2014 staða bílanna öðru fremur í örygg- inu. Hin seinni ár kveður við nýjan tón hjá Volvo, svo ekki sé fastar að orði kveðið; sem fyrr eru bílarnir í fararbroddi hvað varðar örygg- isþáttinn en kassalögunin er víðs fjarri. Þetta sýndi Volvo svo um munaði í Genf þegar fyrirtækið svipti hulunni af Volvo Estate- hugmyndabílnum. Er þetta í alvöru sænskt? Bílablaðamenn gripu andann á lofti þegar Volvo Estate bar fyrir augu þeirra og ekki að ósekju. Fyrir það fyrsta er hann útlits eins og villi- dýr sem býr sig undir að þjóta af stað, ef ekki hreinlega að stökkva. Stálfjöðurspennan hreinlega umlyk- ur hann allan. Í annan stað þótti með ólíkindum að hægt væri að reiða fram svo rosalegt ökutæki sem helst félli í flokk skutbíla, og loks göptu menn yfir því að Volvo kysi að sýna bílinn í brúnum lit! En brúnn gengur í raun fáránlega vel upp og jarð- bundinn liturinn fer vel með 21 tommu álfelgunum sem bíllinn rúllar Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Sú var tíðin að hinar sænsku Volvo- bifreiðar voru þær ferköntuðustu sem sjá mátti á förnum vegi. Enga stæla eða straumlínulögun var að finna í hönnuninni og það þótti flest- um traustvekjandi enda fólst sér- á. Hafi menn efast um að gripurinn væri í raun sænskur þá hefur fram- leiðandinn gert hann þannig úr garði að þjóðernið fer vart á milli mála. Sem dæmi um sænskan búnað í bíln- um á nefna að honum fylgja tvær regnkápur frá Stutterheim, í sér- stöku hólfi undir gólfinu hjá aft- ursætunum er að finna Kubb-spilið ásamt því að gólfteppið í bílnum er frá Kasthall. Loks er hnúðurinn á gírstönginni úr kristal, framleiddur af Orrefors/Kosta Boda. Óvíst um framleiðslu Eins og hugmyndabíla er háttur er alls óvíst hvort Estate líti nokk- urn tíma dagsljós sem framleiðslu- módel en stjórarnir hjá Volvo segja samt sem áður að ýmislegt frá bíln- um muni rata í raunverulega bíla. Þannig má búast við að XC-90 bíll- inn, sem til stendur að kynna næsta haust, sæki línurnar að mestu leyti til Estate-hugmyndabílsins og þá er von á góðu. Hver veit nema kristalg- írstöngin og Kubb-spilið verði fáan- legt með sem aukabúnaður? Sænskt í bak og fyrir  Volvo Estate Concept sækir ekki vatnið yfir lækinn AFP Tryllitæki Hvern hefði grunað að einn áhugaverðasti bíllinn á sýningunni í Genf yrði brúnn skutbíll frá Svíþjóð? Það er nefnilega tilfellið og Volvo Estate Concept uppskar eintóma aðdáun. Hátækni Gríðarstór snertiskjár er miðpunkturinn í mælaborðinu og rímar það vel við afganginn af innanstokksbúnaði; allt eins og best gerist. Toppurinn Hakan Samuelsson, forstjóri Volvo, kynnir Volvo Estate.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.