Morgunblaðið - 21.03.2014, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 21.03.2014, Qupperneq 72
72 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 ✝ GuðmundurJóhann Hall- varðsson fæddist í Hafnarfirði 26. janúar 1947. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 11. mars 2014. Foreldrar hans voru Hallvarður Guðlaugsson húsa- smíðameistari og Lilja Guðmundsdóttir húsmóðir. Hinn 4. október 1986 giftist Guð- mundur Önnu Margréti Jóns- dóttur, f. 3. nóvember 1952. For- eldrar hennar voru Jón Þórðarson kennari og Þórunn Elfa Magnúsdóttir rithöfundur. Systkini Önnu Margrétar eru Einar Már Jónsson fv. lektor við Parísarháskóla og rithöfundur og Magnús Þór Jónsson (Megas) tónlistarmaður. Börn Guð- mundar og Önnu Margrétar eru 1) Lilja Dögg, klæðskeri, f. 9. júlí 1986. Sambýlismaður Elvar Már Ólafsson, f. 16. febrúar 1982, sonur þeirra er Þórólfur Snær, f. 25. júlí 2012. 2) Hallvarður Jón, f. 7. ágúst 1989, nemi í kvikmynda- fræðum við Háskóla Íslands, 3) Elfa Rún, f. 3. nóvember 1994, menntaskólanemi. Fyrir átti Anna Margrét tvö börn, Völu Baldursdóttur, f. 13. október 1972, og Þórólf Baldursson, f. 27. ann í Sandgerði 1988 og stuttu seinna byrjaði hann að kenna við Tónlistarskólann í Grafarvogi, þessir tveir skólar urðu starfs- vettvangur hans þar til yfir lauk. Guðmundur stundaði líka einka- kennslu, hann var vinsæll og snjall tónlistarkennari og hafði samband við nemendur sína alla tíð. Guðmundur var mikill útivist- armaður. Gekk á fjöll og fór á skíði þegar tími gafst. Árið 1976 hófst Hallvarður, faðir Guð- mundar, handa við að byggja hús á Búðum í Hlöðuvík sem voru hans æskuslóðir. Guðmundur fór sína fyrstu löngu Hornstranda- gönguferð 1985 í vinahópi, þar kynntist hann töfrum þessa landshluta, sem áttu eftir að fylgja honum út lífið. Í Hlöðuvík leið Guðmundi alltaf vel og þang- að fór hann með foreldrum sín- um og vinum eins oft og hann gat. Árið 1991 hóf Guðmundur störf sem fararstjóri hjá Ferða- félagi Íslands. Þar vann hann öt- ult starf, bæði við skipulagningu og fararstjórn, fram til ársins 2013 og átti drjúgan þátt í því að gera Hornstrandir að þeirri vin- sælu ferðamannaparadís sem hún er í dag. Útför Guðmundar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 21. mars 2014, og hefst athöfnin kl. 13. febrúar 1974, d. 26. nóvember 2001. Guðmundur ólst upp í Hafnarfirði til níu ára aldurs er fjölskyldan fluttist í Kópavoginn. Eftir nám í barna- og gagnfræðaskóla stundaði Guð- mundur nám við Iðn- skólann í Reykjavík. Hann vann lengi vel í byggingavinnu, aðallega við járnabindingar, síðan nokkur ár í Áburðarverksmiðju ríkisins. Ungur að árum hóf Guðmundur nám í gítarleik. Hann fór snemma að spila í bílskúrs- böndum og við ýmis tækifæri. Jafnframt vinnu og tónlist var hann virkur í stjórnmálum og starfaði í Fylkingunni á þeim umbrotaárum sem oft eru tengd við 68-kynslóðina. Á þeim árum var líklegra en ekki að hitta Guð- mund þar sem mótmæli fóru fram gegn kúgun og heims- valdastefnu. Einnig starfaði hann lengi að kjaramálum í stétt- arfélagi sínu, Dagsbrún. Haustið 1985 hóf hann nám við Kennaradeild Tónlistarskóla Sigursveins og lauk því 1992. Hann vann síðan alla sína tíð við tónlistarkennslu þar til hann varð að hætta vegna veikinda. Hann hóf starf við Tónlistarskól- „Allt í heiminum kemur og fer, verður til og hverfur. Þess vegna er mannleg tilvist sársaukafull.“ (Búdda-fræði) Elsku Guðmundur. Þú varst alltaf ákveðinn að sigra þennan sjúkdóm. Vildir njóta lífsins og áttir svo margt ógert. Að þú værir á förum var aldrei til umræðu. Þú trúðir á lækningu og ég trúði á kraftaverk. Það var mér ómetanlegt að geta fylgt þér þennan síðasta spöl. Stutt hvort annað og notið lífsins á þann hátt sem aðstæður buðu upp á. Og allt- af héldum við í vonina. Og núna þegar þú ert farinn finn ég hversu stór hluti þú varst af lífi mínu. Leiðir okkar lágu snemma saman. Þegar ég skráði mig í Fylkinguna 1969 varst þú þegar orðinn virkur félagi. Að ganga í Fylkinguna var svolítið eins og að koma heim. Ég fann fyrir nýrri orku og þetta var hópur sem ég treysti. Og alltaf vissum við hvort af öðru, þótt náin kynni hæfust ekki fyrr en seinna. Kannski var okkur alltaf ætlað að ferðast saman þennan spöl því lífsgildi okkar voru þau sömu og við áttum mörg sameiginleg áhugamál. Það var aldrei nein lognmolla í kringum þig. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú vel, lagðir þig allan fram og átt- ir auðvelt með að hrífa aðra með þér. Þegar þú tókst að þér að gerast fararstjóri í Hornstandaferðum komu þessir hæfileikar skýrt í ljós. Á hverju sumri skipulagðir þú ferðir sem voru engu líkar. Með hæfilegum skammti af húm- or og ákveðni tókst þér að fá fólk til að ná markmiðum sem það hafði ekki hugmynd um að það gæti. Þegar hópurinn kom heim eftir langan dag var hafist handa við að undirbúa mat sem hvaða veitingahús sem er gæti verið stolt af. Síðan tókst þú upp gít- arinn og það var sungið fram á rauða nótt. Ég held að enginn hafi kynnt þetta landsvæði betur en þú og áhugi þinn var einlægur því engum duldist hvað þú skemmtir þér vel. Börnum þínum sendir þú skýr skilaboð. Finndu sjálfan þig og þér verða allar leiðir færar. Heima fyrir varstu líka frábær skipuleggjari og hafðir frum- kvæðið að sameiginlegum leik- hús- og tónleikaferðum. Skipu- lagðir matarboð og ýmsar uppákomur. Lífsgæði skiptu þig meira máli en allur heimsins frami. Ég vona að ég verði fær um að bera ljós þitt áfram en með hjálp barna okkar ætti þetta að takast. Guðmundur minn, ég veit að það eru fjöll í Sumarlandinu og fullt af tónlist. En ég vona samt að þú gefir þér tíma til að kíkja við hjá okkur. Það gæti verið eitthvað sem þú þarft að minna mig á. Þín að eilífu, Anna Margrét. Elsku pabbi. Kveðjustundin okkar kom fyrr en við höfðum ætl- að. Þótt við hefðum aldrei rætt það, þá held ég að við höfum bæði haldið að við gætum farið til Hornstranda saman aftur, haldið jólin og borðað saman laugar- dagsmat. Snögg kveðjustund er kannski betri en löng og átakamikil. Þegar ég hugsa um hvers ég eigi eftir að sakna koma jólin upp í hugann, meira jólabarn en þú fannst ekki. Um miðjan nóvember kom fyrsti mandarínukassinn og fyrsta boxið af piparkökum inn á heimilið og þá vissi maður að und- irbúningur yrði að fara á fullt. Jólamatinn varð að rökræða fram og tilbaka, það varð að kaupa jóla- kerti og servíettur, jafnvel þótt hér væru allar skúffur fullar af slíku. Ef fallegt jólaskraut varð á vegi þínum var það keypt alveg sama hvað reynt var að tala þig af því. Jólasveinarnir voru eltir uppi og Jólalandið skoðað. Svona var þetta á hverju ári, hefðir skiptu þig miklu máli. Þú ætlaðir þér ekki að láta þessi veikindi hafa áhrif á líf þitt og okkar, þú hélst áfram að skipu- leggja ferðir fyrir næsta sumar og alltaf varstu bjartsýnn á að þetta myndi bjargast og ég er þakklát fyrir það. Minning þín er ljós í lífi okkar. Þín Lilja Dögg. Elsku pabbi. Mér er það minn- isstætt hvernig þú leist alltaf á mig sem jafningja og treystir mér til að taka þátt í þeim hlutum sem þú hafðir gaman af. Þegar ég var aðeins fimm ára fékkstu þá flugu í höfuðið að öll fjölskyldan myndi horfa saman á Indiana Jones- myndirnar og ekki leið á löngu fyrr en þið mamma voruð tekin á teppið hjá fóstrunum í leikskólan- um fyrir að hafa leyft leikskóla- barni að horfa á kvikmyndir bann- aðar börnum. En auðvitað hefur þú vitað að mér hlaust ekki nokk- ur skaði af þessu uppátæki þínu og það er ég alveg viss um að þarna hafi myndast grunnur fyrir kvikmyndaáhuga mínum, sem hefur fylgt mér alla tíð síðan. Þegar ég var átta ára gafstu mér gítar í afmælisgjöf og var stórum hluta uppvaxtarára minna varið í gítarkennslu hjá þér. Þú gafst aldrei upp á að kenna mér að spila á gítar jafnvel þótt ég hafi kannski stundum verið latur við að æfa mig, sameiginlegur áhugi á tónlist var það sem dreif okkur áfram. Í dag er ég það samofinn gítarnum mínum að mér líður eins og hljóðfærið sé framlenging af höndunum. Eins dróstu mig upp á fjöll og firnindi þegar ég var barn og það er ekki fyrr en nú sem ég geri mér almennilega grein fyrir því hvað það var sem ég var að afreka. Þú bjóst yfir frekar lúmskum sann- færingarkrafti, þegar þú fórst með mig í fjallgöngur bjóstu til þannig andrúmsloft að mér þótti ekkert sjálfsagðara en að geta klöngrast upp á þessi fjöll með þér. Ég á mjög skemmtilegar minn- ingar um þær fjöldamörgu bíó- ferðir sem við fórum saman, sér- staklega er mér minnisstætt þegar við fórum að sjá Basic In- stinct 2 í stóra salnum í Háskóla- bíói; fyrir hlé var salurinn hálf- tómur, eftir hlé var hann eiginlega galtómur. Við þraukuðum þó út alla myndina enda kláruðum við alltaf allt sem við tókum okkur fyrir hendur. Ég veit að ég á oft eftir að hugsa til þín þegar ég fer í bíó í framtíðinni og kannski mun mér þykja bíóferðirnar svolítið tómlegar án þín, en tíminn græðir öll sár og ég veit að minningin um þig mun alltaf lifa sterk. Þinn sonur og vinur, Hallvarður Jón. Elsku pabbi minn, ég ætla ekki að trúa þessu, það er svo stutt síð- an þú varst hjá okkur, mér datt ekki í hug að þú værir að fara að kveðja okkur strax. Ég vissi að þú værir mikið veikur en þú talaðir um sjúkdóminn af svo mikilli yf- irvegun og bjartsýni að þér tókst að smita mig og alla aðra í kring- um þig. Fyrir mér ertu algjör hetja fyrir það að hafa tekist svona vel á við sjúkdóminn. Það er svo ótrúlega sárt að þurfa að kveðja þig og ég veit eig- inlega ekkert hvað ég á að segja, annað en hvað ég á eftir að sakna þín mikið. Ég á eftir að sakna þess að ferðast með þér um fallegu nátt- úruna á Hornströndum þar sem þú fórst á kostum með „ljótuvís- urnar“ þínar og frábæra farar- stjórn. Ég á eftir að sakna þess að fá ítrekað góð viðbrögð frá þér við matnum sem ég var að prófa mig áfram í að elda, þó mér finnist ennþá skrítið að þú hafir líkt núðluréttinum mínum við skötu, en þér fannst samt skata góð og ekki síður núðlurétturinn. Ég á eftir að sakna þess að hitta þig í eldhúsinu seint að kvöldi til þar sem við laumuðum okkur í bita áð- ur en við fórum að sofa. Mest af öllu á ég eftir að sakna þess að heyra röddina þína og að geta leit- að til þín. Þessi vika er búin að vera mjög erfið og ég get ekki ímyndað mér hvernig framhaldið verður, jólin og laugardagskvöld eiga ekki eftir að verða þau sömu án þín. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og kennt mér. Takk fyrir lífið sem þú færðir mér, elsku pabbi minn. Þín dóttir, Elfa Rún. Ég minnist þín með þakklæti og hlýhug og kveð þig með mikl- um söknuði, allt of snemma. Man okkar mörgu skemmtilegu fjall- göngur, hin góðu fjölskylduboð á laugardögum, jólin þar sem ekk- ert mátti vanta, afmæli sem hald- in voru á ykkar fallega heimili í Karfavoginum, eins þær fjöl- mörgu leikhúsferðir sem þú dreifst okkur í. Hugur minn er all- ur hjá kærri móður og yndisleg- um systkinum sem ég votta mína dýpstu samúð. Missirinn er mikill og megið þið öðlast allan heimsins styrk á þessum erfiða tíma. Ykk- ar, Vala. Kær frændi og vinur er fallinn frá langt um aldur fram. Í hugann koma upp liðnar stundir með lífs- glöðum og hjartahlýjum dreng. Fyrstu minningabrotin um Guð- mund eru úr Hraunhvammi 3 í Hafnarfirði, í vinalegu húsi milli hraunkletta, og Hellisgerði þar sem við frændsystkinin lékum okkur í sól og sumaryl. Foreldrar Guðmundar, Hallvarður og Lilja móðursystir mín, bjuggu sér fal- legt heimili, fyrst í Hafnarfirði og síðar í Hófgerði 1 í Kópavogi þeg- ar Guðmundur var orðinn níu ára. Guðmundur taldi uppvaxtarárin í Hófgerðinu vera eitt skemmtileg- asta tímabil ævi sinnar. Kársnes- skóli var að byrja að starfa, Kópa- vogskirkja í byggingu og holtið í kring kjörið leiksvæði. Hallvarður var húsasmíðameistari og síðar byggðu þau Lilja tvíbýlishús í Auðbrekku 21 í Kópavogi. Á þeim árum kviknaði tónlistaráhugi Guðmundar fyrir alvöru og var hann oft með trommusett í her- berginu sínu og jafnvel heila hljómsveit. Lilja var jafnlynd að eðlisfari og tók þessu með ein- stöku jafnaðargeði þótt hávaðinn keyrði stundum um þverbak og hún studdi einkasoninn með ráð- um og dáð. Sjálf var hún mjög tón- elsk, hafði gaman af að syngja og þekkti lifandis býsn af lögum. Guðmundur helgaði sig ungur tónlistinni og gerði tónlistar- kennslu að framtíðarstarfi. En honum var fleira til lista lagt. Hann var mjög virkur í Ferða- félagi Íslands og var lengi farar- stjóri í Hornstrandaferðum. Faðir hans átti ættir að rekja til Horn- stranda og byggði sumarhúsið Búðabæ í Hlöðuvík og naut fjöl- skyldan góðs af. Ég gekk oft langar dagsferðir á vegum FÍ þar sem Guðmundur var fararstjóri. Þá kynntist ég frænda mínum enn betur, kraft- inum í honum og lífsgleðinni, hressileikanum og leiftrandi húm- ornum. Hann hafði sterkar skoð- anir á þjóðmálum en minnisstæð- ast er mér glaðlyndi hans, jafnvægið og óbilandi lífsvilji. Þessir eðlisþættir reyndust ómet- anlegir í erfiðum veikindum en um jólin árið 2012 greindist hann með krabbamein. Hann ákvað strax að lifa lífinu meðan stætt var og hélt ótrauður sínu striki. Hann var fararstjóri í Hornstrandaferð- um sl. sumar eins og ekkert hefði ískorist. Þar var hann á fullri ferð og hress að sjá. Það er ekki ofsög- um sagt að hann hafi lifað lífinu af miklum krafti. Ég kynntist Guð- mundi einnig á hlaupum í mara- þoninu í Reykjavík og hlupum við saman hálft maraþon eitt sumar- ið. Alltaf var stutt í spaugið hjá honum og hann gat verið manna fyndnastur. Í veislum var hann hrókur alls fagnaðar og sté gjarn- an á pall, fór á kostum og reytti af sér brandarana. Oft var gítarinn við höndina og þá var spilað og sungið af lífi og sál. Guðmundur skilur eftir sig sterka og heila mynd. Hann lifir áfram í verkum sínum og ekki síst í þeim áhrifum sem hann hafði á samferðamenn sína. Það er mikill missir að jafn gefandi og skemmtilegum einstaklingi og Guðmundi og hans verður sárt saknað. Ég kveð Guðmund með kæru þakklæti fyrir framúrskar- andi kynni. Blessuð sé minning hans. Önnu, börnum hennar og öðrum aðstandendum sendi ég, Ólafur og börnin innilegustu sam- úðarkveðjur. Svanfríður S. Óskarsdóttir. Minningarnar hrannast upp í hugum okkar kæri frændi. Ein af fyrstu minningunum er fyrsta leikhúsferðin. Þú gafst okkur systkinum þá ferð í jólagjöf og þú, stóri frændi okkar, fórst með okk- ur. Við vorum bara fimm, níu og tíu ára gömul. Leikhúsferð sem við seint gleymum og kannski lagðirðu grunninn að því að við lærðum að njóta leikhúss. En það var ekki það eina. Áhugi þinn á músík og hljóðfærum fór ekki framhjá neinum. Mamma heitin, móðursystir þín, spilaði smá á gít- ar og hafði fallega rödd. Henni fannst mikilvægt að þú, uppá- haldsfrændinn, eignaðist gítar og gaf þér fyrsta gítarinn. Seinna gafst þú Halldóru sinn fyrsta gít- ar og Sirrý fyrstu blokkflautuna. Í fermingarveislum okkar systkin- anna var ekkert sjálfsagðara fyrir hana en að biðja þig að sjá um tón- listina og það gerir þú ávallt, ásamt vinum þínum. Þegar þú komst frá Rússlandi komstu til okkar með lítinn ferða- plötuspilara, það var nýlunda fyr- ir okkur þar sem enginn plötuspil- ari var til á okkar heimili á þeim árum. Það kvöld var mikið um dýrðir. Þá notaðirðu líka tækifær- ið og kenndir fullorðna fólkinu að drekka vodka uppá á rússneskan máta. Það var svo Ivan Rebroff sem fékk að hljóma hvað mest þetta kvöld og voru tíðar ferðir á milli Hraunhvamms 3 og 8 en þar bjuggu Sirrý systir og Sardar heitinn. Guðbjörn heitinn bróðir söng þessi lög hástöfum í sturt- unni lengi eftir þetta. Okkur krökkunum þótti alltaf mikið ævintýri að koma í heim- sókn til ykkar í Auðbrekkuna og fá að skoða hljóðfærin þín, gítara og flott balalaika. Líka að kíkja í view master-inn og fleira skemmtilegt, sem við gátum dundað okkur við í herberginu þínu. Allt þetta var eins og að koma inn í helgidóm sem þurfti að umgangast með virðingu og var- færni. Jólin áður fyrr voru líka sér- stök, við skiptumst á að vera hjá ykkur í Auðbrekkunni, Rósu móð- ursystur og svo á heimili okkar allra, á Hraunhvamminum. Það var siður sem Lilja mamma þín, Fanney, mamma okkar, og Rósa komu á. Seinna viðhélst þú þess- um sið um tíma þegar þið Anna komuð með litlu börnin ykkar á jóladag. Fjölskyldutengslin voru þér ávallt mikilvæg. Það er ótrú- legt að hugsa til þess hve mikil áhrif þú hefur haft á fjölskylduna gegnum árin. Meiri en margan grunar. Þegar pabbi dó sl. sumar varstu allur af vilja gerður og komst og spilaðir í kirkjunni ásamt vini þínum. Fyrir það verð- um við þér ævinlega þakklátar. Elsku frændi, það er erfitt að skilja að þú sért farinn frá okkur. Stóri frændinn, rausnarlegi gest- gjafinn, lífsglaði og orkumikli úti- vistarmaðurinn og listamaðurinn, það má lengi telja. Okkur finnst svo stutt síðan við töluðum saman og þá varstu ótrúlega hress, frændi sæll. Það er með djúpum söknuði bæði í huga og hjarta sem við skrifum þessi minningarorð sem gætu orðið svo miklu fleiri. Þakkir fyrir allt og allt, elsku frændi. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Sigríður, Halldóra, Kristín, Sigurbjörg. Í dag kveðjum við góðan félaga og frænda sem yfirgefur okkur allt of snemma. Það var árið 1983 að ég kynnt- ist í fyrsta skipti frænda mínum og síðan góðum vini og félaga en þá störfuðum við báðir í Áburð- arverksmiðjunni, ég þá tiltölulega nýkominn frá námi erlendis og hann að vinna samfara námi sínu sem tónlistarkennari. Ekki urðu okkar tengsl neitt náin í það skipti. En hvað er það í fari fólks sem veldur „bráðri“ vináttu? Það var sumarið 1995 að ég kynntist þessum frænda mínum fyrir al- vöru en það var í minni fyrstu Hornstrandagöngu þar sem hann var fararstjóri. Það reyndi veru- lega á hjá mér í þessari göngu en í þeirri ferð sá ég hvað mikið var spunnið í Guðmund sem farar- stjóra og persónu. Nú varð ekki aftur snúið því að ég smitaðist illa af þessari svokölluðu Horn- strandaveiki, eins og Guðmundur kallaði það gjarnan, og er enn sýktur. Frá þessu sumri höfum við Guðmundur og öll hans fjöl- skylda verið góðir og traustir fé- lagar og er því söknuðurinn og eftirsjáin mikil. Nú tók við mikil og gleðileg samvinna okkar um ýmis málefni Hornstrandafara en svo hét sá stóri hópur sem þyrpist í kringum Guðmund sem leiðtoga sinn. Guð- mundur var einstaklega lunkinn að laða að sér fólk til þátttöku í þessum félagsskap enda með djúpan, skemmtilegan og hvassan húmor. Guðmundur var ótrúlega hraustur einstaklingur og gafst aldrei upp þótt hann hafi þurft að bera nokkur aukakíló með sér á sínum göngum um fjöll og firn- indi. Ég var þess aðnjótandi að vera um tíma nemi í gítarleik hjá Guð- mundi ásamt yngsta syni mínum. Þar kynntist ég ágætlega hæfi- leikum hans sem kennara. Hann sýndi nemendum sínum ótrúlegt umburðarlyndi og hef ég það víða frá að Guðmundur hafi verið frá- bær tónlistarkennari og hafi börn og unglingar sótt í að njóta leið- sagnar hans í þeim efnum. Um tíma vorum við saman í hljómsveit ásamt félögum okkar þar sem við spiluðum aðallega fyr- ir Hornstrandafara. Ég hafði mikla ánægju af þessu þótt fram- lag mitt hafi verið meira af vilja en getu en skemmtilegt var það. Ég vil ljúka þessum fáu orðum um samskipti okkar Guðmundar með þessu fallega ljóði sem gæti svo vel átt við augnablikið. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal, í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. Guðmundur Jóhann Hallvarðsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.